Morgunblaðið - 08.02.1991, Síða 33

Morgunblaðið - 08.02.1991, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1991 33 listmálun sitt á hvað. Hér heima tók nú hið hefð- bundna brauðstrit við. Tíma tók að plægja akurinn en fljótlega vann Sighvatur sér nafn og viðurkenn- ingar og tók að sér krefjandi og vandasöm verk. Margir þekktir húsagerðarmenn kölluðu Sighvat til er mikið lá við um lýtalaus vinnubrögð og listræn. M.a. var Sighvatur einn af brautryðjendum mynsturmálunar hérlendis. Hann fékkst við húsaskreytingar og málaði t.d. stóra veggmynd í Borg- artúni 7 hér í borg. Við síðustu endurbætur á Dómkirkjunni í Reykjavík árið 1977 vann Sighvat- ur ásamt sínum mönnum afar fall- ega málningarvinnu, m.a. gull- skreytingar með tækni sem fáir höfðu vald á. Árið 1960 tók Sighvatur próf frá teiknikennaradeild Handíða- og myndlistaskólans í Reykjavík og í framhaldi þess kenndi hann um stuttan tíma teiknun við Haga- skólann og Iðnskólann í Keflavík. Auk þess gegndi hann trúnaðar- störfum í félagi málarameistara í Reykjavík á þessum tíma. Hann tók þátt í stórri samsýningu iðnað- armanna að Hallveigarstöðum 1977 og vöktu málverk hans verð- skuldaða athygli og hlutu mjög góða dóma. Sighvatur var um margt sér- stæður maður. Ekki dómskár en afar vandaður til orðs og æðis — þó fastur fyrir. Á Sturlungaöld hefði hann ekki orðið árásargjarn stafnbúi en fyllt þann flokk manna sem vildu bera klæði á vopnin. Hann var sannkristinn og prúður málsvari friðar og réttlætis. Það fengu allir að reyna sem nutu ná- vistar hans, ættmenn, tengdafólk, vinir og lærisveinar. Hann var fag- urkeri og sannur húmanisti — frómur fagmaður — stéttarsómi. Nægjusemi var honum meðfædd og bruðllaus var hann með öllu. Hann sveittist ekki við að elta ólar við hluti sem mölur og ryð fá grandað. Gildi kristinnar trúar urðu honum vaxandi athvarf með árunum og var byggð á traustum grunni. Andleg verðmæti voru hon- um mikilvæg og lutu í raun ekki landamærum. Að eðlisfari var hann kíminn og glaðbeittur — og leikrænn á stundum. Hann var ekki sérlega mannblendinn en ræktaði vináttu við þá sem hann stofnaði til kynna við á lífsleiðinni og var bamgóður með afbrigðum. Alls þessa nutum við hjón og börn okkar ríkulega. Sighvatur var heimakær og naut sín best á hösluðum velli. Að vallar- sýn var hann hávaxinn og svipmik- ill og fremur dökkur yfirlitum, hafði liðað nef sem hann gantaðist með og var stoltur af. í hátíðarföt- um með „hatten pá“ — minnti hann á suðurevrópskan greifa. Eigi verður svo skilist við þessar minningar að ekki sé minnst á Jórunni konu Sighvats. Varla voru þau nefnd öðru vísi en bæði í einu. Með þeim ríkti einstætt jafnræði. Heimili þeirra er afar fallegt og bæði höfðu þægilega nærveru — hógværðar og hjartagæsku. Jó- runn er falleg kona og vönduð til munns og handar. Sighvatur hafði oft orð á því að hann væri sæll af kvonfangi sínu. Þá er heilsu Sighvats tók að hraka var það honum harmabót að fá að dvelja heima í Heiðar- gerði. Síðustu samverustundir þeirra hjóna minntu á fallegt ljóð. Jórunn og Sighvatur eignuðust 3 börn: Kristínu, f. 1946, sjúkra- liða, gift Pálmari S. Gunnarssyni, lögreglumanni, Sturlu, fæddan 1947, málara og arkitekt, og Helgu, f. 1952, skrifstofustúlku. Dóttir Kristínar, Guðlaug Jóns- dóttir, nemandi í arkitektúr, ólst að miklu leyti upp hjá ömmu sinni og afa við mikið atlæti og ástríki. Nú þegar Sighvatur gengur til móts við skapara sinn og hverfur yfir móðuna miklu er þrátt fyrir allt gott að hafa í huga að minning- in lifir þótt maðurinn falli. Eiginkonu hans og ástvinum öllum er vottuð einlæg samúð. Þorv. Jónasson Minning: Jórunn Guðmunds- dóttir, Akureyri Fædd 9. nóvember 1902 Dáin 30. janúar 1991 Nú hefur hún Jórunn amma mín blessuð kvatt þennan jarðneska heim fyrir fullt og allt og horfið á vit eilífðarinnar. Amma trúði af heilum hug á líf eftir dauðann og var örugg- lega vel undir það búin að skilja hér við og kveið því í engu. Seinustu árin hér var hið daglega líf henni ekki alltaf að fullu meðvitað og líklega vissi hún stundum ekki gjörla hvort hún var þessa heims eða ann- ars, en það gerði henni lítið til og hún leið ekki fyrir það. Þess er óskandi að nú muni hún hitta allt sitt ástkæra fólk fyrir hinu- megin eins og hugur hennar stóð til. Eg vil hér með fáeinum línum minnast ömmu minnar, Jórunnar Guðmundsdóttur, að leiðarlokum. Jórunn Guðmundsdóttir fæddist 9. nóvember 1902 að Hjaltastaða- hvammi í Akrahreppi í Skagafirði. Foreldrar hennar voru Sólveig Jóns- dóttir og Guðmundur Pétursson, seinni maður Sólveigar. Bæði voru þau foreldrarnir Skagfirðingar, en langamma, sem bjó um skeið heima hjá ömmu og ég man vel eftir sprækri hátt á tíræðisaldri, átti þó einnig ættir sínar að rekja úr Svarf- aðardal. Jórunn giftist aldrei, en eignaðist eina dóttur, Ingibjörgu Þorsteinsdóttur, móður mína, 13. desember 1925. Faðir hennar var Þorsteinn Guðmundsson sjómaður frá Stafnesi á Suðumesjum, dáinn 1963. Jórunn og Þorsteinn vora stutt í sambúð á Suðumesjum, en sjó- mennskan átti ekki við ömmu. Ég ólst að mestu upp hjá Jórunni ömmu minni og dvaldist hjá henni á Akur- eyri alla vetur þar til ég lauk stúd- entsprófí tvítugur. Ég á henni því óendanlega mikið að þakka, alla þá umhyggju, ástúð og aðhlynningu sem hún veitti mér öll þessi uppvaxt- arár. Það verður aldrei endurgoldið til fulls. Mér fínnst sem amma hafi alltaf viljað gera allt fyrir mig sem hún gat og hún bar hag minn sérs- taklega fyrir bijósti alla tíð. Okkur kom næstum alltaf vel saman og hún sýndi skilning á flestu sem unga manninn fýsti. Ammá var velvildin holdi klædd í mínum augum og auð- vitað var ég uppáhaldið hennar. Ég reyndi að endurgjalda henni það eft- ir megni meðan ég var hjá henni. Amma var ákaflega næm og við- kvæm manneskja og ekki varð hjá því komist að snerta þessar fínu til- finningar hennar stundum og valda henni sársauka eða stundar áhyggj- um. Hún komst við og það tók á hana að horfa upp á þungbær örlög og ranglæti gagnvart hveijum sem var en þeim mun meir sem það stóð henni nær. Hún kipptist stundum til og það snerti hana sýnilega á sál og líkama að fá slæmar fréttir en einnig gleðitíðindi. Amma var ákaflega friðelsk manneskja og þoldi ekki að eiga í illdeilum við neinn eða gera neitt á hlut annarra. Hún var ávallt boðin og búin að styðja við bakið á þeim sem áttu um sárt að binda og þeim sem minna máttu sín. Hún fór ófáar ferðir til að heim- sækja sjúka og aldna, bað fyrir fólki og tók þátt í félagsstarfí um það sem mátti verða til líknar og betrunar fyrir mannfólkið. Hún var t.d. styrktarfélagi í Sjálfsbjörg frá stofn- un þess. Hún trúði á lækningarmátt hugans og æðri máttar og dáði og studdi allt sem stuðlaði að bættu mannlífí og meiri kærleika, hvort sem það var af jarðneskum toga eða fyrir tilstuðlan æðri máttarvalda. Hún hefði vafalaust orðið góður liðs- maður í líknarstétt. Amma lærði handíð og gerðist ung meistari í dömu- og herraklæða- gerð. Þá kunnáttu tileinkaði hún sér í Reykjavík hjá danska klæðskeran- um Ruydelsborg kringum 1930, og fatagerð var hennar ævistarf. Amma rak saumastofu á Akureyri allt frá Stefán Þorvaldsson barmeistari — Minning■ Fæddur 28. mars 1928 Dáinn 31. janúar 1991 Mig setti hljóðan er ég las þau tíðindi, að Stefán vinur minn væri látinn, þó svo að ég mætti vita að hveiju dró, það mikið veikur var hann búinn að vera, að öðruvísi gat það ekki farið. Hann féll í blóma lífsins tæplega sextíu og tveggja ára. Stefán lærði framreiðslu hjá þeim mæta manni, Sigurði B. Gröndal, yfírmatreiðslumanni og síðar skóla- stjóra Hótel- og veitingaskóla ís- lands, og lauk prófí í þeirri iðn árið 1945 og var einn af þeim fyrstu sem það gerðu, nokkru eftir að iðnin fékk löggildingu hér á landi. En hann lét sér það ekki duga og fór í framhalds- nám til Sviss þar sem hann lagði stund á nám í hótel- og veitingahúsa- rekstri. Einnig fór hann síðar til Bandaríkjanna og tók þar náms- braut í alhliða barfræðum, og við barþjónustu starfaði Stefán mestan hluta ævi sinnar, þar var hann meist- ari meistaranna. Virðing hans og metnaður fyrir starfí sínu var hans stóri aðall, hann lagði gjörva hönd á lítt plægðan akur íslenskra veitingamála og þá sér í lagi hvað varðar barþjónustu, í þeim málum var hann óneitanlega fremstur. Stefán starfaði víða við iðn sína en þó lengst um borð í ms. Gullfossi. Hann var eftirsóttur fag- maður sem vinnuveitendur hans töldu sér akk í að hafa vegna þeirra vinsælda sem hann naut frá gestum þeirra. Alls staðar þar sem hann vann hafði hann reisn fagmannsins - í hendi sér og fékk virðingu allra sem hans nutu. Það voru dagar náms, þroska og síðar hygginda þegar ég átti þess kost að starfa með og kynnast heimsmanninum Stefáni, þar sem ég lærði af honum að meta gildi háttvísinnar í umgengni við aðra, lærði að meta mannlífið og kosti þess og galla svo fjölbreytilegir sem þeir eru, og þakka ég Stefáni fyrir þann lærdóm sem ekki verður út- máður úr huga mér. Stefán talaði nokkur tungumál, meðal annars frönsku, ensku og dönsku, var vel lesinn og fróður um marga hluti, íhugull og hógvær í tali, hafði létta lund og skipti sjaldan skapi, enda einstakt ljúfmenni, kurt- eis, viðkvæmur og tillitssamur. Stefán var einn af stofnfélögum Barþjónaklúbbs íslands og sat í stjóm klúbbsins um tíma. Hann var fulltrúi klúbbsins á nokkrum nor- rænum og alþjóðlegum mótum bar- þjóna fyrir íslands hönd, og var vel þekktur og mikils metinn meðal starfsbræðra sinna erlendis. Fyrir hönd Barþjónaklúbbs ís- lands vil ég færa Stefáni þakkir fyr- ir þann áhuga, umhyggju og dreng- skap sem hann ávallt sýndi í starfi og leik í starfemi klúbbsins. Stefán átti sér mörg áhugamál, var m.a. góður ljósmyndari, ágætur stangar- veiðimaður, fróður um báta og bíla og var alls óhræddur að takast á við torráðna 'hluti. Hann átti gott með að aðlagast fólki, góður félagi og traustur vinur vina sinna. Guðrúnu, eiginkonu hans, og dótt- ur eru hér færðar alúðarþakkir fyrir þá ástúð og umhyggju sem þær veittu honum í. kærleiksijkri ást til hans í baráttu hans.við ólæknandi árinu 1935 og þar til hún hætti að starfa hátt á áttræðisaldri. Framan af hafði hún oft margar konur í vinnu, það var fyrir mitt minni, en síðan hélt hún sníða- og saumanám- skeið fyrir konur á Akureyri um árabil. Þá var jafnan líflegt heima og sem ungur sveinn fylgdist maður með öllum þessum mjög svo mis- munandi kvenskörungum og þeirra athæfí, og gcrði víst ýmsar furðuleg- ar athugasemdir um hvaðeina eftir því sem mér er sagt. Amma vann yfirleitt alla daga og það oft langt fram á kvöld og nótt ef mikið lá við að ljúka við flíkur. Á sunnudögum tók hún sér þó jafnan gott frí um miðjan daginn og fór á mannfundi, ef ekki þurfti nauðsyn- lega að ljúka verkefni. Amma hafði yndi af góðri tónlist og sótti alla tónleika og söngskemmtanir sem í boði voru í bænum. Mikill erill var að sjálfsögðu oft samfara þessari atvinnustarfsemi á heimilinu. Kon- urnar komu í röðum til að ráðgast, skoða „móðinsbiöð“, láta taka mál, máta, fá sniðið o.s.frv. og amma liðs- innti þannig drjúgum hluta af kven- fólki bæjarins og nágrennis um ára- bil. Ég held ég geti fullyrt að amma hafi veið talin flínk og vandvirk saumakona og gat saumað hvað sem var fyrir hvern sem var og var sann- gjörn í kaupmálum. Sfðustu tvo áratugina sem amma starfaði saumaði hún einkum og sér sjúkdóm. Nú þegar stundaglas Stef- áns er runnið út vil ég og kona mín votta Guðrúnu og dóttur þeirra ásamt öðrum ástvinum innilegustu samúð. Megi drottinn leggja þeim líkn með þraut. Sfmon Sigurjónsson í lagi íslenska búninga, upphluti og peysuföt, og es til mikið af þeim kjörgripum eftir hana á Norðausturl- andi og víðar. Þá reyndi oft mikið á augun við að meðhöndla og stinga tinnusvört efnin og festa gull og silf- ur. Sjónin var það sem amma hafði mestar áhyggjur af að myndi dvína og spillast, sem og varð raunin, en annars var hún alla tíð líkamlega hraust og sporlétt allt fram undir hið síðasta. Amma undi sínum hag vel á Akureyri og vildi hvergi frekar vera, nema þá í Skagafirði á sínum fæðingar- og æskuslóðum. Hún fór aldrei utan, lét mig og móður mína um það, og fannst hún ekki þurfa að sækja neitt til Reykjavíkur. Hún lét sér nægja og notfærði sér þá menningarviðburði sem boðið var uppá á Akureyri og var sátt við m mannlífið þar og í nærsveitunum. Yfir Skagafírði hvíldi samt sér- stakur dýrðarljómi í hennar huga. Þaðan var hún ættuð og þar var hún uppalin, og æskustöðvarnar í Smiðs- gerði í Kolbeinsdal og Hólar í Hjaltadal voru staðir sem hún talaði um af tilfinningu og með mikilli virð- ingu. Þangað fórum við síðast saman fyrir allmörgum árum og þá strauk hún hreindýramosaskúfana og þúf- urnar í hvömmunum í Smiðsgerði af innlifun og hún viknaði við. Ég veit að hún og systkinin fiihm áttu þar ótaldar ánægjustundir í faðmi fjölskyldunnat' í bemsku. Ömmu var ákaflega annt um systkini sín og þeirra börn. Mjög . náin samskipti voru alla tíð við Helgu systur hennar og hennar fjölskyldu á Akureyri, Kristján og dæturnar, og sú fjölskylda öll reyndist okkur báðum traustur bakhjarl og sannir vinir alla tíð. Sólveig, dóttir Helgu, og maður hennar, Einar Gunnlaugs- son, eiga skildar sérstakar þakkir fyrir ómælda umhyggju í garð ömmu hin síðari ár eftir að hún fluttist að Skjaldarvík og á dvalarheimilið Hlíð á Akureyri. Kristrún, systir ömmu, sem fékk lömunarveikina ung að árum og var eftir það lömuð fyrir neðan mitti, var ömmu sérstaklega hjartfólgin sem og allt hennar fólk. Amma ann- aðist Kristrúnu (Rúnu) langtímum saman í veikindum hennar og var alla tíð boðin og búin að gera allt fyrir hana og hennar fjölskyldu sem hún mátti. Þá vil ég nefna Kristínu, sem var elst systranna, alltaf glöð og elskuleg, og Pál, sem var yngst- ur, en þau amma munu hafa verið mjög samrýnd í æsku. Þau systkini eru nú öll látin. Einn hálfbróður átti amma, Jón Ferdinandsson, af fyrra hjónabandi Sólveigar langömmu, og tengsl ömmu við alla hans ágætu fjölskyldu hafa alla tíð verið mjög náin og vinsamleg. Eftir að stúdents-^- prófi lauk og ég flutti burt frá Akur- eyri til útlanda bjó amma ein um langt árabil og við fjölskyldan dvöld- umst aðeins af og til í skamman tíma hjá henni. Sambandið var þá einkum í gegnum bréfaskriftir og ég veit að hún beið eftir hveiju bréfi með mikilli eftirvæntingu og oft gerði hún sér óþarfar áhyggjur af okkur vegna frétta utan úr heimi. Sam- verustundirnar urðu líka allt of fáar nú seinni árin eftir að við fjölskyldan fluttumst aftur til landsins, eins og algengt er í okkar annasama nútímaþjóðfélagi. .Nú seinni árin naut amma þó góðrar aðhlynningar á dvalarheimil- inu Skjaldarvík og Hlíð og á starfs» fólk þeirra stofnana skildar innilegar þakkir fyrir alla þá umönnun. Þegar hugsað er til baka flykkjast í hugann ótal ljúfar minningar um þessa ágætu konu sem ég stend í svo mik- illi þakkarskuld við og hún mun áfram lifa skírt í vitund minni þótt kvödd sé nú héðan. Guðmundur Pétursson tJanui^a iÁ'twijfri Minningarkort Krabbameinsfélagsins fást í flestum lyfjabúðum í Reykjavík og á nær öllum póstafgreiðslum úti á landi. Einnig er hægt að hringja í síma 62 14 14. Ágóða af sölu minningarkortanna er varið til baráttunnar gegn krabbameini. Krabbameinsfélagið

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.