Morgunblaðið - 08.02.1991, Síða 43
KNATTSPYRNA / 1. DEILD
KORFUKNATTLEIKUR / URVALSDEILDIN
KR-Valur 87:78
Laugardalshöllin, Orvalsdeildin í körfuknattleik, fimmtudaginn 7. febrúar 1991.
Gangur leiksins: 15:13, 31:22, 43:37, 45:48, 63:59, 79:69, 87:78.
Stig KR: Jonathan Bow 19, Lárus Árnason 15, Hermann Hauksson 13, Benedikt Sigurðs-
son 12, Matthías Einarsson 10,Páll Kolbeinsson 9, Haraldur Kristinsson 5, Guðni Guðna-
son 4. .
Stig Vals: Magnús Matthíasson 24, Ragnar Jónsson 16, David Grisson 15, Matthías
Matthíasson 15, Bjarni Magnússon 4, Helgi Gústafsson og Jón Bender 2.
Dómarar: Guðmundur Stefán Maríasson og Árni Freyr Sigurlaugsson dæmdu þokkalega.
Áhorfendur: Um 100.
Meistarasigur en villuvandræði
MT
Islandsmeistar KR stigu skrefi nær úrslitakeppninni með sigrinum á
Val. Leikur liðanna var jafn lengst af en KR hafði yfirleitt foryst-
una.Fyrri hálfleikur var frekar lítið fyrir augað. Það var þó ljóst frá
fyrstu mínútu að Valsmenn ætluðu að selja hlut sinn mun dýrar en þeir
mmHI gerði gegn Njarðvík fyrr í vikunni. Leikmenn liðsins börð-
Frosti , ust mun betur og þá lék Ragnar að nýju með liðinu eftir
Eiðsson meiðsli. KR-ingar höfðu þó yfirhöndina í fyrri hálfleik og
skrifar munaði þar miklu um góðan leik Bow og Hermanns. KR
lenti síðan í villuvandræðum í bytjun síðari hálfleiksins.
Bow fékk sína fjórðu villu og var hvíldur og Hermann sína fimmtu. Vals-
menn nýttu sér það vel og náðu um tíma forystunni en þá hrukku meist-
ararnir aftur í gang. Páll og Lárus voru bestu leikmenn liðsins í síðari
hálfleiknum og ungu strákarnir, Benedikt og Haraldur, kiknuðu ekki
undan álaginu. Þá lék Guðni með liðinu að nýju og stóð sig mjög vel í
vörninni. „Það er mjög gaman að koma inn í liðið aftur. Ég er hins veg-
ar aðeins búinn að æfa í tvær vikur og er ekki í góðu úthaldi," sagði Guðni.
Bræðurnir Matthías og Magnús voru ásamt þeim Ragnari og David Gris-
son, sterkustu stoðirnar í Valsliðinu.
HANDKNATTLEIKUR
Guðmundur
Ingi skiptir
íVíking
Guðmundur Ingi Magnússon,
knattspyrnumaður, sem leikið
hefur með 2. deildarliðinu Skövde
í Svíþjóð undanfarin ár, hefur
ákveðið að skipta yfír í 1. deildarlið
Víkings, og verður með liðinu næsta
sumar.
Guðmundur Ingi er 26 ára og
hefur verið í Svíþjóð í 5 ár. Hann
leikur á miðjunni eða í fremstu
víglínu. Guðmundur Ingi var í ÍR á
sínum tíma en fór síðan til Öster
1985. Þar komst hann reyndar ekki
í leikmannahópinn og fór annað.
Er Teitur Þórðarson gerðist þjálfari
Skövde á sínum tíma fór Guðmund-
ur svo þangað og hefur verið hjá
félaginu síðan.
Hann hefur verið besti maður
■Skövde í 2. deildinni undanfarin ár
og vann sér það m.a. til frægðar
að skora fimm mörk í sama leikn-
um, 5:0 sigri, í fyrrasumar, eins og
reyndar var greint frá hér í blaðinu
á þeim tíma.
Guðmundur
meðtvö
mál
Guðmundur Pétursson, vara-
formaður Knattspyrnusam-
bands íslands, er í áfrýjunardóm-
stóli Knattspyrnusambands Evr-
ópu, sem tekur fyrir mál Jesús Gil
y Gil, forseta Atlético Madríd, og
Ivans Vutzovs, landsliðsþjálfara
Búlgaríu, í Genf í Sviss í dag.
Aganefnd UEFA dæmdi Gil í
tveggja ára bann frá Evrópuleikjum
vegna ummæla um dómara, en
Vutzov fékk þriggja ára bann vegna
endurtekinna mótmæla og fyrir að
hrækja á dómara í Evrópuleik
Búlgaríu gegn Skotlandi.
Þetta eru fyrstu verkefni Guð-
mundar í áfrýjunardómstóli UEFA,
en hann er jafnframt fyrsti íslend-
ingurinn, sem hefur verið kjörinn í
dómstólinn.
BLAK
ÍS og Þróttur
íkvöld
ÍS og Þróttur mætast í íslands-
mótinu í blaki í kvöld. Leikurinn
fer fram í íþróttahúsi Hagaskóla
og hefst kl. 19, en kl. 20:15 leika
ÍS og UBK í kvennaflokki. Á
Húsavík leika kvennalið Völsungs
' og Víkings kl. 19 og á Neskaupstað
mætast Þróttur og HK kl. 20, en
kvennaliðin kl. 20:15.
ZANCASTER
n
fF'irflRiim uitraisi* twiyffii
ieei JiAuaaa'
---MORGUNBLAÐIÐ
ÍÞRÓTTIR
SSTTQMl
(IKIÁ.
JílHOI/i
FÓSTUDAGUR 8. FEBRUAR 1991
A-STIG ÍSÍ
Þjálfaranámskeið á A-stigi ÍSÍ verður
haldið í íþróttamiðstöð ÍSÍ í Laugard-
al 15.-17. febrúar nk. og hefst kl.
16.00 föstudaginn 15. febrúar.
Sérsamböndum og héraðssamböndum
hafa verið sendar allar upplýsingar.
Þátttökutilkynningar berist skrifstofu ÍSÍ,
sími 83377, eigi síðar en þriðjudaginn
12. febrúar kl. 17.00.
Fræðslunefnd ÍSÍ.
Guðni Guðnason lék með KR á ný eftir að hafa verið lengi frá vegna meiðsla.
Kristján Arason
tekur við FH
Kristján Arason hefur gert
samning við FH um að þjálfa \
og leika með liðinu næstu tvö
keppnistímabil. Til stóð að
Kristján tæki við liðinu fyrir yfír-
standandi tímabil, en eftir að
Evrópumeistaratitill var í höfn hjá
Teka s.l. vor ákvað hann að vera
áfram hjá spænska liðinu.
Kristján sagði við Morgunblað-
ið að nú hefði hann endanlega
gert upp hug sinn. „Meiðsl hafa
sett strik í reikninginn í vetur og
tímabilið hefur því verið leiftin-
legt. En ég held að ég'sé allur
að koma til og ég mun einbeita
mér að því að reyna að vinna tit-
il með Teka áður en ég kem heim.“
Hann sagðist stefna að því að
spila með FH. „Vörnin ér höfuð-
verkur liðsins og ég mun leggja
áherslu á að bæta varnarleikinn.
Þar get ég senriiléga styrkt liðið,
Kristján Arason
en sóknin virðist vera í góðu lagi
og Stefán Kristjánsson er besta
vinstri handar skyttan í deildinni."
lan Ross hættur hjá KR!
Verður aðstoðarframkvæmdastjóri hjá Huddersfield í Englandi
IAN Ross, sem hefur þjálfað
1. deiidar lið KR í knattspyrnu
undanfarin þrjú ár, kemur
ekki aftur til félagsins, en
samkvæmt samningi átti
hann að hefja störf á ný 12.
febrúar n.k. Hann hefur að
undanförnu verið Eoin Hand,
framkvæmdastjóra Hudders-
field, innan handar með góð-
um árangri og hefur félagið
boðið honum stöðu aðstoðar-
framkvæmdarstjóra, sem
hann ætlar að taka. Ross til-
kynnti KR í gær að hann vildi
hætta störfum hjá félaginu
og óskaði eftir að KR losaði
hann undan samningnum.
Huddersfield var neðarlega í
3. deild í Englandi í byijun
janúar. Þá var Ross kallaður til
eins og Morgunblaðið greindi frá
og síðan hefur liðinu gengið allt
í haginn, unnið efsta liðið, Sout-
hend, og gert jafntefli við Grims-
by, sem er í toppbaráttunni, og
fengið sjö stig úr þremur leikjum.
Stefán Haraldsson, formaður
Knattspyrnudeildar KR, sagði við
Morgunþlaðið í gærkvöldi að vera
Ross hjá Huddersfield undanfarn-
ar vikur hefði verið með sam-
þykki knattspyrnudeildarinnar
enda stangaðist hún ekki á við
þjálfunaráætlun KR. Leyfið hefði
hins vegar verið tímabundið og
um það samið að Ross kæmi aftur
12. febrúar.
Að sögn Stefáns segja forráða-
menn Huddersfield að Ross eigi
stóran þátt i velgengninni og því
hefðu þeir boðið honum stöðu
aðstoðarframkvæmdastjóra.
„Eftir samtöl mín við Ross er ljóst
að hann vildi rifta samningum við
okkur og taka boði Huddersfield.
Draumur hans hefur ávallt verið
að starfa sem þjálfari hjá ensku
deildarliði og ekiri er víst að slíkt
tækifæri gefíst aftur. Auk þess
er fjölskylda hans orðin þreytt á
útiverunni, en Ross hefur þjálfað
hér á landi undanfarin sjö ár. Við
þökkum honum vel unnin störf
og óskum honum góðs gengis í
framtíðinni, þó félagið hefði kosið
að leiðir skildu á annan hátt.“
Stefán sagði að þessi staða
kæmi upp á versta tíma, því þjálf-
arar væru almennt ekki á lausu.
Ljóst væri að deildin myndi ekki
reyna að fá erlendan þjálfara fyrr
en aðstæður hefðu verið rækilega
kannaðar hérheima. Dr. Ivan Soc-
hor, aðstoðarþjálfari meistara-
flokks KR, kæmi hins vegar til
með að sjá um æfingar þar til
annað verður ákveðið.
■
lan Ross