Morgunblaðið - 08.02.1991, Side 44
— svo vel
sétryggt
FOSTUDAGUR 8. FEBRUAR 1991
VERÐ I LAUSASOLU 100 KR.
Farmenn
vilja fá 2%
^hækkun frá
1. janúar
STJÓRN Sjómannafélags
Reykjavíkur hefur krafist þess af
útgerðarmönnum kaupskipa að
farmönnum verði greidd 2%
launahækkun umfram almennar
launahækkanir, sem hafi átt að
koma til framkvæmda 1. janúar
sl. samkvæmt kjarasamningi sem
félagið gerði í júlimánuði 1989.
Jón H. Magnússon, lögfræðingur
hjá Vinnuveitendasambandi Is-
lands, segir að Sjómannafélaginu
hafi verið svarað því til, að bráða-
birgðalögin sl. sumar hefðu kippt
' —^þeirri hækkun úr sambandi og því
væri óheimilt að greiða hana.
Sljórn SR hefur samþykkt,, að hún
muni að sækja þessa launahækkun
með öllum tiltækum ráðum.
Gúðmundur Hallvarðsson, for-
maður Sjómannafélagsins, sagði í
■ samtali við Morgunblaðið að kjara-
samningurinn sem um ræðir hefði
verið gerður til 30 mánaða og sagði
að hækkunin hefði að áliti Sjómanna-
félagsins verið sérstök greiðsla vegna
þess hversu langur gildistími samn-
jg-Jngsins væri. I samningnum segir
að laun skuli hækka um 2% frá og
með 1. janúar 1991. Hækki kaup-
taxtar viðmiðunarhópa umfram þetta
á árinu breytist launataxtar SR til
samræmis frá sama tíma. „Við telj-
um ekki að þetta brjóti í bága við
þjóðarsátt og bendum á hækkanir í
sérsamningum aðstoðarlækna og
flugumferðarstjóra að undanförnu,"
sagði Guðmundur.
Hásetar í Sjómannafélaginu töldu
sig einnig eiga rétt á hækkun í sept-
ember á síðasta ári en útgerðarmenn
töldu þá hækkun stangast á við
bráðabirgðalögin og neituðu að
greiða hana. Mótmælti Sjómannafé-
lagið því í bréfi til VSÍ að sögn Jóns
H. Magnússonar, þar sem því var
^lýst yfir að það áskildi sér allan rétt
til kröfugerðar og virkni gildandi
kjarasamnings, þegar lögin falla úr
gildi 16. september 1991.
„Þetta ákvæði um 2% hækkun var
tekið úr sambandi með lagasetning-
unni og það er ekki á okkar valdi
að brejrta því,“ sagði Jón.
Gertklárt upp á von og óvon
Morgunblaðið/Arni Sæberg
Gæftir hafa verið með eindæmum lélegar það sem af er ári og afli báta ætlaði á loðnuveiðar, en ekkert nýtt hefur komið fram í loðnumælingum
lítill. Hér er skipveiji á Húnaröst ÁR að gera trollið klárt. Húnaröst og veiðibann því enn í gildi. Sjómenn bíða og vona að fiskurinn finnist.
Ullarvörusala Álafoss til Sovétríkjanna:
Sovézka samvinnusam-
bandið frestar viðræðum
Kyndugt að þetta komi upp á þessum tíma, seg’ir Ólafur Ólafsson forstjóri Álafoss
S AMNIN G AMENN sovézka
samvinnusambandsins frestuðu
í gær viðræðum við fulltrúa Ala-
foss í tíu daga til tvær vikur.
Jón Sigurðsson, viðskiptaráð-
herra, staðfesti þetta í samtali
við Morgunblaðið í gærkvöldi.
Ráðherra sagði ekki Ijóst, hvers
vegna Sovétmenn gerðu þetta
og sagðist aðspurður ekki ætla
að tengja þetta neinum sérstök-
um atburðum öðrum, en minnti
á, að samningaviðræður við
Sovétmenn um saltsíldarkaup,
olíuviðskipti og fleira hefðu lent
T3- Í
Háskólí íslands áformar
rekstur sjónvarpsstöðvar
Sjónvarpað um allt land á sérstakri rás
FYRIRHUGAÐ er að Háskóli ísiands setji upp sjónvarpsstöð,
Fræðslu- og menningarsjónvarp Háskóla íslands. Háskólaráð sam-
þykkti í gær að leita eftir heimild og stuðningi við uppbyggingu
stöðvarinnar. Þegar hefur verið rætt óformlega við menntamála-
ráðuneytið um að fá sjónvarpsrás til umráða og afnot af dreifi-
kerfi Rikissjónvarpsins. Fræðslu- og menningarsjónvarpið myndi
því sjónvarpa um allt land. Þá hefur verið rætt um að stöðin fái
það fjármagn, sem ætlað er til fjarkennslu á fjárlögum, en Ríkis-
sjónvarpið heldur nú ekki uppi fjarkennslu með því sniði, sem
áður var að stefnt.
Að sögn Sigmundar Guðbjarna-
sonar háskólarektors verður hlut-
verk Háskólasjónvarpsins ijór-
þætt. í fyrsta lagi á það að ann-
ast íjarkennslu fyrir háskólastig,
framhaldsskóla og grunnskóla.
Hugmyndin er að stuðningsefni
fyrir grunnskóla, sem nýttist í
kennslu tungumála og annarra
greina, yrði til dæmis sent út að
morgni dags. I öðru lagi á sjón-
varpsstöðin að efla endurmenntun
og símenntun. í þriðja lagi á að
sjónvarpa fræðsluefni til almenn-
ings og í fjórða lagi að fjalla um
menningarmál almennt og styrkja
sérstaklega íslenzka tungu og
menningu.
Rektor sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær að ætlunin
væri að leita til einkageirans um
stuðning við fjármögnun fyrir-
tækisins. Eftir væri að huga nán-
ar að rekstrarformi, en til greina
kæmi að Háskólinn ræki sjón-
varpsstöðina í samstarfi við einka-
aðila. Hann sagði að settar hefðu
verið fram grófar hugmyndir um
stofnkostnað, en vildi ekki fara
með tölur í því efni. „Við höfum
húsnæði til þess arna í Odda, kjáll-
arinn í seinni áfanga byggingar-
innar var beinlínis hannaður með
það í huga að setja þar upp stúdíó,
og þar væri hægt að koma upp
mjög sómasamlegri aðstöðu,"
sagði Sigmundur.
Rektor sagði að hugmyndin
væri að leitað yrði fanga um út-
sendingarefni í ýmsum löndum,
en sjónvarpsskólar væru starf-
ræktir meðal annars í Bretlandi,
á Norðurlöndum og í flestum öðr-
um löndum Evrópu og Norður-
Ameríku. Af nógu erlendu
kennsluefni yrði því að taka, auk
þess sem íslenzkt efni yrði fram-
leitt og sérstakur stuðningur
veittur íslenzkri tungu. Rektor
svaraði því játandi að líta mætti
á samþykkt háskólaráðs frá í gær
sem eins konar svar við auknu
framboði á erlendu sjþnvarpsefni
frá gervihnöttum. „Ég held að
ekki verði litið fram hjá því að
með þeirri þróun, sem nú er haf-
in, og mun væntanlega ganga
lengra, verður vafalítið brýnna að
styrkja þessi mál heima fyrir.
Sjónvarpið er sá miðill sem er
sterkastur í því efni,“ sagði Sig-
mundur.
í margvíslegum töfum vegna
efnahagserfiðleika í Sovétríkj-
unum. Olafur Ólafsson forsljóri
Alafoss sagði aðspurður, að ekki
væri hægt að tengja þetta beint
við Litháensmálið, en taldi samt
kyndugt að þetta skyldi koma
upp með þessum hætti nú.
Samningaviðræður um kaup
sovézka samvinnusambandsins á
ullarvörum frá Álafossi á þessu
ári hófust í Moskvu á þriðjudag.
Olafur Olafsson forstjóri Álafoss
sagði að í gær hefðu sovézku
samningamennirnir óskað eftir
fresti í tíu daga til hálfan mánuð.
Aðspurður um skýringar sagði
Ólafur að Sovétmennirnir hefðu
gefið þær skýringar að þeii' vildu
skoða betur verðlagsþróun og
gjaldeyrismál. Hann sagði að ekki
væri hægt að tengja þetta beint
við Litháenmálið en það væri kynd-
ugt að þetta mál kæmi upp með
þessum hætti nú.
Sovézka samvinnusambandið
hefur venjulega keypt ullarvörur
frá Álafossi fyrir hátt í 200 milljón-
ir kr. á ári, að sögn Ólafs.
Álafoss hefur nýlega gengið frá
samningi við Rosvnishtorg, fyrir-
tæki lýðveldisins Rússlands, um.
kaup á ullarvörum í ár og næsta
ár. Verðmæti samningsins er rúm-
ar 630 milljonir kr., þar af um 320
milljónir kr. á þessu ári. Er þetta
í fyrsta skipti sem íslenzkt fyrir-
tæki gerir stóran viðskiptasamning
beint við fyrirtæki einstaks lýð-
veldis í Sovétríkjunum.