Morgunblaðið - 17.02.1991, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.02.1991, Blaðsíða 1
íeei HAÚÍIÍLTI .VI HUOAaUMMUB flíl/IDI3T2Al GIGAJaMUOHOM a m SETJa TRAUST SITTÁ £T 12 SKRIBDREKAHA SUNNUDAGUR SUNNUDAGUR 17. FEBRÚAR 1991 flfoiflittiMtaftfft BLAD C i n ■ ^rrrr .... .»*K->«v%«i:S*ssiSWí eftir Svein Guðjónsson MESÓPÓTAMÍ A, „Landið miili fljótanna“, þar sem nú heitir Irak á sér langa og merka sögu. Þar hafa stórveldi risið og hnigið og þar telja menn að fyrsti neisti hámenningarinnar hafi tendrast. Þar hafa ríkt afburðamenn og örlagavaldar, harðstjórar og heiðursmenn, allt frá Hamm- úrabí til Saddams Husseins, hvar svo sem í flokk menn vilja selja þann síðarnefnda. Þeir sem vilja trúa sköp- unarsögu Biblíunnar geta með nokkurri sannfæringu rakið upphaf alls mann- kyns til Mesópótam- íu því að í hinni helgu bók er gefið í skyn að einmitt þar hafi aldingarðurinn Eden verið: „Fljót rann frá Eden til að vökva aldingarðinn, og þaðan kvíslaðist það og varð að fjórum stórám," - og síðan greinir Biblían frá nöfnum þeirra: Píson, Gíhon, Kíddekel. „Hún fellur fyrir vestan Assýríu. Fjórða stóráin er Efrat.“ (Fyrsta bók Móse 2:10.) En hvað sem aldingarðinum Eden líður er hitt víst, að í Mesópót- amíu stóð Babýlon hin forna, sem miklum ljóma stafaði af fyrr á öld- um. Babelsborg var einnig nátengd harmkvælasögu ísraelslýðs frá dög- um herleiðingarinnar og kannski er það kaldhæðni örlaganna, að í þessu landi var Úr, borg Abrahams, ætt- föður Gyðinga. Norður í landi stóð borgin Níníve, sem einnig er getið í Biblíunni. Þar sat Senakerib og ríkti yfir stórveldi Assýríumanna á uppgangsárum þess. Babýlon var hins vegar sunn- ar, skammt frá þar sem nú stendur Bagdad, höfuðborg íraks, en þar lét Nebukadnesar gera svifgarðana frægu, er taldir voru eitt af sjö undr- um veraldar. Samkvæmt grískri frá- sögn lét konungur gera þá til að hugga eina af konum sínum sem þjáðist af óyndi. í Babýlon setti Hammúrabí hin merku lög sín um að menn skyldu gjalda með „auga fyrir auga og tönn fyrir tönn“ og það var í Babýlon sem hin ósýnilega hönd skráði „Mene, tekel, ufarsin" á hallarvegg Belsasars konungs, og Daníel spámaður réð hið óskiljanlega letur. í Biblíunni er Mesópótamía annars nefnd Kaldea, lesendum til nánari glöggvunar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.