Morgunblaðið - 17.02.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.02.1991, Blaðsíða 2
2 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17, FEBRUAR. 1991 Efsti hluti lögbókar Hammúrabís Babýlóníukonungs, sem höggrin sýnir Hammúrabí taka við lögunum úr hendi sólguðsins. Vagga síðmenningar og heimsveldi araba 'sp & ú.mJIoss^9^ Sver^ sýna hvar helstu orrustui; sem múrar Xp ^ e3a Ottómamr þurftu írá oð hverfa. voru hóðar. Að neðan sést assýríska heimsveldiS nokkrum myndum. i i. mm Sargon II. Ashúrbanipal Nebúkadnezar (720 f.Kr.) (640 f.Kr.) (562 f.Kr.) Skyggðu svæðin sýna méstt) últreiðslu heimsveldis orofea>\/V V’ Þoð var þó aldrei svo stórt ó einum og sama tíma, jwihér v. Y \ eru bæði sýndir mestir landvinningar uraba á Spóni og syðstaS S. • J hluta Frakklands (945) og mesla veldi Ottómana í Suðoustur- N. \ Evrópu (1683). Alhyglisvert er aó einir mestu landvinningarnir kl _/ eftir aS fyrsta heiloga stríðinu lauk (a.m.k. mestir að flatarmóli)*. hófust fyrir tilstilli Abbasid, kalífa af Bagdad, árið 750. AJitta \ \ V Kaldea i Löngu síðar, á stórveldistímuin Araba, reis Bagdad til vegs og virð- ingar og um svipað leyti og norskir bændahöfðingjar flúðu á haf út und- an ofríki Haralds konungs hárfagra, ríkti þar kalífinn Harun al Rashid, sem víðfrægur er af sögunum „Þús- und og ein nótt“. Landið milli fljót- anna Efrat og Tígris var um margar aldir kornforðabúr hins gamla heims. Hvergi voru landkostir betri og hvergi var uppskerán meiri. Gríski sagnaritarinn Heródót (484-425 f. Kr.) segir svo um það: „Blöðin á hveitiplöntunni og bygg- plöntunni eru oft fjögurra fingra á breidd. Um stærðina á hirsi og sesam skal ég ekkert segja því að ég geng ekki að því gruflandi að það sem ég hef áður ritað um fijósemi Babýl- oníu mun þykja ótrúlegt öllum þeirn, sem aldrei hafa til landsins kornið." Sú auðlegð Mesopótamíu sem • Heródót getur um er nú löngu horf- ' in. Hinar fijósömu lendur eru víða orðnar að eyðimörkum úr sandi eða flötum og hörðum leir, þar sem hvar- vetna má líta leifar gamalla vatns- veituskurða. Vatnið úr fljótunum var þá lífæð landsins en um ieið og menn hættu að halda áveitunum við fóru akrarnir í auðn. Nú eru þar komnar nýjar veitur sem færa landinu auð. Það eru veitur hinna miklu oliulinda í írak. Um þátt olí- unnar í framþróun mannkynsins verður ekki fjallað hér, þótt vissu- lega væri það verðugt viðfangsefni. Hér munum við hins vegar stikla á stóru í fornri menningarsögu lands- ins á milli fljótanna með hliðsjón af þeim atburðum sem þar hafa átt sér stað að úndanfömu. Torráðnar rúnir Um miðja síðustu öld var dalverpi það hið mikla, sem liggur á milli fljótanna Efrats og Tígris, eyðimörk svo langt sem augað eygði, flatn- eskja með einstaka sandhólum hér og þar. Hallir og musteri, öll skraut- hýsin sem þar stóðu áður, voru orp- in sandi og sólbökuðum leir. I stað Edens og svífandi aldingarða þöktu reyrskógar mýrlenda fljótsbakkana og yfir dýrð Babelsborgar mátti sjá grænar flatir hér og þar í kringum sandhólana. Á stöku stað voru hrör- leg þorp hinna innfæddu, sem höfðu það eitt markmið að lifa og deyja í anda spámannsins. Þetta fólk hafði enga hugmynd um helgidóma þessa lands né lét sér til hugar koma að sandhólamir gætu verið af mannavöldum og hefðu að geyma fomminjar og merka sögu fomríkjanna. Sagan gægðist þó alls staðar fram úr gleymskunni þótt enginn kynni að lesa á sérkennilegar fleygrúnir þessara leirtaflna, sem stungust út úr hólunum. Hins vegar þóttu þessir tígulsteinar hentugt byggingarefni og hinir innfæddu notuðu þá óspart til að byggja úr fábrotin hýbýli sín. Og nú gerum við langa sögu stutta. Brot af steinum þessum bár- ust til Breska þjóðminjasafnsins í London um og eftir 1840 og vöktu að vonum athygli. í framhaldi af því tók franski ræðismaðurinn í Mosúl í írak, Botta að nafni, til við að grafa í sandhólum við bæinn Korsabad og kom þá niður á rústir af heilli kon- ungshöll með á annað hundrað her- bergjum. Hér var komin höll Sarg- ons II Assýríukonungs, alsett dýr- ustu alabastursmyndum. Fomleifafræðingar frá ýmsum löndum tóku nú til við að grafa í sandhólana og Englendingurinn La- yard gróf upp borgimar Ninive og Babýlon. í Ninive gróf hann meðal annars upp bókasafn Assúrbanípals Assýríukonungs, yfir tuttugu þús- und rit á leirtöflum, sem enginn kunni þó að lesa á. Eftir margra ára strit og yfirlegur tókst þó að ljúka við textana og þá kom ýmislegt merkilegt í ljós. Fram að þeim tíma höfðu menn vitað um tvær herskáar þjóðir, Babýlóníumenn og Assýríu- menn, sem höfðu búið hver fram af annarri í Mesópótamíu. Nú kom hins vegar staðfesting á því að fyrir þeirra tíð hafði þar búið fólk, sem líklega á heiðurinn af því að teljast fyrsta menningarþjóð heims. Súmer- ar hét þjóðin sem fyrst varð til að stofna ríki í Mesópótamíu og eftir því sem best er vitað varð hún fyrst til að nota ritmál og ná því stigi sem sagnfræðingar nefna landbúnaðar- byltinguna. Úr móðu forsögunnar Súmerar koma út úr móðu forsög- unnar og er ekkert vitað með vissu um uppruna þeirra og ýmsar kenn- ingar á lofti um tengsl þeirra við aðra þjóðflokka á þessum slóðum. Þegar sögur hófust hafði önnur þjóð, Akkaðir, tekið sér bólfestu í landinu upp með Efrat vestapverðu. Það voru semískir hjarðmenn sem tóku upp atvinnuháttu og menningu Sú- mera, en varðveittu tungu sína. Sumir telja að önnur óþekkt þjóð, Úbaídar, hafí verið fyrir á sléttunni þegar Súmerar flæddu yfir þá um 3000 fyrir Kristsburð. Er sú kenning meðal annars byggð á því að nöfn Súmera á fljótunum Efrat og Tígris (Buranum og Idiglat) virðast vera úr óskyldu tungumáli. Þótt tekist hafí af áletrunum að skilja mál Sú- mera er ekkert tungumál skylt því er þekkist nú á dögum. En hvað sem því líður skiptir hitt meira máli að ýmsar nýjungar, sem þáttaskilum ollu í sögunni, eru tald- ar frá Súmerum komnar, þótt sumar þeirra hafí ef til vill verið fundnar upp á mörgum stöðum um svipað Ieyti. Má þar nefna plóginn og hjól- ið. Súmerar sýndu einnig snilldar- handbragð í gull- og silfursmíði, bjuggu til skartgripi og innsigli, reistu hof og hallir, stofnuðu fyrstu borgríkin og konungsveldin, bjuggu til áveitur, skráðu lög og bókmennt- ir, stofnuðu skóla og bókasöfn, sömdu sögur um syndafall og synda- flóð og skópu standmyndir. Synda- flóðssaga Súméra er að ýmsu leyti svipuð frásögn Biblíunnar og í ritum Súmera má einnig finna sköpunar- sögu sem í einstökum atriðum svipar til sköpunarsögu Gamla testamentis- ins. Þarf það ekki að koma á óvart í ljósi þess að menn þykjast hafa fundið á þessum slóðum borgina Úr, sem Abraham á að hafa hafíð göngu var á sívalning úr steini. Myndin sína frá til Kanaanslands. Súmerar eru einnig í hópi braut- ryðjenda tölvísinnar og talið er að frá þeim sé stjörnufræðin runnin. Súmerskir prestar rannsökuðu stjörnumar og gátu sagt fyrir um flóð í ánum og tunglmyrkva. Þeir töldu sig því geta séð þar fyrir um óorðna hluti og lögðu þar með gmndvöll að þeirri hjátrú, eða speki, sem nú er mjög í tísku og byggist á stjömuspádómum (astrologia), - það er þeirri trú, að menn geti lesið forlög sín úr gangi himintungla. Á sama hátt má leiða rök að því að Súmerar hafi einnig átt upptökin að ýmsum ágöllum menningarinnar, svo sem harðstjórn, þrælkun og und- irokun þeirra sem minna máttu sín. Raunar hefur harðstjórn af einhveiju tagi loðað við þetta landsvæði allt fram á vora daga svo sem nýleg dæmi sanna. Súmerar þekktu einnig innanlandsdeilur og styijaldir og því má ljóst vera að þegar á þessum tíma voru menn farnir að kyija það stef, sem síðan hefur fylgt mannin- um og enn má heyra á bökkum fijó- tanna miklu, stef yfirgangs, ofbeldis og styijalda, sem því miður virðist eiga rætur að rekja til sjálfs mann- eðlisins. Frændur eru frændum verstir Eins og áður greinir höfðu sem- ískir hirðingjar sunnan úr Arabíu, Akkaðir, sest að í Mesópótamíu, ásamt Súmerum, og urðu þeir stöð- ugt fjölmennari. „Þeir fóru svo þétt yfir sem engisprettur,“ segir í súm- erskri heimild. Um 2400 fyrir Krist hófst semísk veitingakona til drottn- ingartignar og með stuðningi fólks- ins tryggði hún ríkiserfð sonar síns, Úrzababa, en hann lagði niður völd og fékk þau í hendur Sargoni, sem síðan varð einn frægasti fornkon- ungurinn á þessum slóðum. Miklar þjóðsögur mynduðust um Sargon enda lyfti hann undirokaðri þjóð sinni upp í hemaðarlegt og pólitískt veldi. Eftir það voru Semít- ar herrar Mesópótamíu. Þeir bmtust einnig út til strandar Miðjarðarhafs og vora afkomendur þeirra þar með- al annars Föníkar og Hebrear, en föníska og hebreska era semísk mál. Hin fomu mál Semíta era að mestu útdauð nema hebreska, sem hefur nú verið endurvakin í Israel. Höfuðmál Semíta á vorum dögum er hins vegar arabíska og eru því Gyðingar og Arabar málfarslega náskyldir þótt erfítt sé að meðtaka þá staðreynd í ljósi samskipta þeirra nú á dögum. Sannast þar ef til vill sem oftar að frændur era frændum verstir. Segja má að Babýloníumenn hafi verið komnir út af samrana þessara tveggja kynkvísla, Súmera og Akk- aða, þótt meira beri á hinum síðar- nefndu í þeirri blöndu og það vora Akkaðir sem hófu Babýlon til vegs og virðingar, sem áður hafði verið heldur ómerkilegur semískur bær við fljótið Efrat. Babýlon var hins vegar ákaflega vel í sveit sett, nokk- um veginn í miðju landi og þar sem landbrúin er styst milli Efrat og Tígris. Áuga fyrir auga... Babýlon var enn smáríki þegar Hammúrabí kom til valda 1793 f. Krist. Borgin réð yfir um 100 kíió- metra kafla af bökkum Efrats, en Hamhiúrabí miðaði markvisst að því frá upphafi að ná allri Mesópótamíu undir sig. í upphafi sögu sinnar kem- ur Hammúrabí okkur fyrir sjónir sem hinn ungi og glæsilegi sigurveg- ari smáríkjanna, en sest síðan ro- skinn og ráðsettur á friðarstól til að skipa lög og rétt og stuðla að velsæld þegna sinna með skynsam- legri stjórnsýslu og verklegum fram- kvæmdum. Lögbók Hammúrabís var grafín úr jörðu 1902 í borgarrústum Súsu í Elam, en þangað hafði hún verið flutt sem herfang. Var hún höggvin á sívalning úr steini. Efst á súlunni má sjá konunginn taka við lögunum úr hendi sjálfs sólguðsins, en þar fyrir neðan eru 285 lagagreinar um hin fjölbreytilegustu efni. í lögbók Hammúrabís er meðal annars fjallað um eignarrétt, fasteignir, kaup og sölu, áverka, yfirgang og morð. Þar má einnig finna verðlagsákvæði með nútíma sniði og eins era ákvæði um skil verktaka þess efnis að ef ein- hver tók að sér verk og gerði það ekki eins og til var ætlast varð hann að vinna verkið upp að nýju. Talið er að lagasúlan hafi upphaf- lega staðið á hailartorgi í Babýlon þar sem. dómar vora upp kveðnir. Fyrst eftir að súlurnar fundust var Hammúrabí talinn fyrsti löggjafí heims, en síðan hafa fundist eldri lögbækur Súmera. Við samanburð á þeim hafa lög Hammúrabís fallið nokkuð í áliti þar sem harkaleg refsi- löggjöf þeirra þykir afturför frá mannúðlegum ákvæðum lögbókar Úmamús. Ennfremur er lögbók Hammúrabís líklega fyrirmynd hefn- isjónarmiða Móselaga um „auga fyr- ir auga og tönn fyrir tönn“. Þessi ákvæði laga Hammúrabís giltu þó aðeins ef báðir aðilar vora af sömu stétt. Þannig varð höfðingi að láta auga sitt ef hann sló auga úr öðrum höfðingja, en slapp betur ef hann framdi sama verknað gegn bónda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.