Morgunblaðið - 17.02.1991, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.02.1991, Blaðsíða 14
14 C MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 17.JEBRÚAR 1991 Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Sepultura Breiðskífa í næsta mánuði. ■ÞUNGAROKKARAR geta glaðst því nýtt fyrir- tæki hefur tekið við hinum líflegu merkjum Roadrunn- er og Music for Nations, sem gefa helst út speed- metal eða thrash. Það er PS-músík sem hefur aflað sér umboðs fyrir merkin og hyggst sinna þeim vel. Næstu skífur frá Roadrunn- er verða nýja Sepultura- platan Arise, en Sacred Reich er í hljóðveri um þessar mundir að taka upp breiðskífu til að fylgja eftir hinni frábæru The Americ- an Way. UFJNNSK rokktónlist hef- ur ekki verið áberandi hér á landi, þó hingað hafi kom- ið þrívegis finnska blús- rokksveitin Honey B. and the T-Bones. Innan • skammst er þó væntanleg hingað ein skemmtilegasta rokksveit Finnlands (og Norðurlanda), 22 Pistep- irkko. 22 Pistepirkko skipa P-K og Asko Keranen, Espe Haverinen og Riku Mattila. Sveitin, sem sendi nýverið frá sér breiðskífuna Bare Bone Nest og hlotið hefur góðar viðtökur hvar- vetna, heldur ferna tónleika á Tveimur vinum í næsta mánuði, nánar tiltekið 7., 8., 9. og 10. mars. Á fyrstu tónleikunum leika með sveitinni Langi Seli og Skuggarnir með nýjum Sugga, Herði Bragasyni, sem hefur Farfisha-orgelið til fyrri vegs og virðingar. 22 Pistepirrko DÆGURTONLIST /Hvad kom fyrtr Sting? Sting Fimm ára teppa. DANSFÍFL 808 State hélt tvenna tónleika í skemmtistaðnum Lídó í þarsíðustu viku og kynnti íslenskum dansfíflum það nýjasta úr breskum diskótekum. Með sveitinni söng eitt lag Björk Guðmundsdóttir Sykurmoli. Horft um öxl GORDON Sumner, sem tók sér snemma nafnið Sting, leiddi poppsveitina Police fram til 1983 að sveitin var orðin vinsælasta poppsveit heims. Sting ákvað að timabært væri að hætta á toppnum og fara nýjar leiðir í tónlist. Afraksturinn var þrjár sólóskifur sem seldust vel, en 1985 hætti Sting að geta samið lög og það var ekki fyrr en á síðasta ári að honum tókst komast af stað á ný og sönnun þess er platan The Soul Cage, sem kom út fyrir stuttu. Sting hefur ekki reynt að leyna kreppunni sem heltók hann 1985; seg- ir að það hafi verið fráfall foreldra hans beggja með wmmmmmmmmm sex mán- aða milli- bili sem hafi rænt hann skáldag- áfunni. Þann tíma gat hann samið !ög, en ekki texta. Sting segir að f fyrstu hafi hann ætlað sér að vinna sig frá missin- um og láta sem ekkert væri. Það var þó ekki fyrr en hann fór að takast á við eftir Áma Matthíasson fortíð sfna og tilfinningar að honum tókst að komast af stað aftur. Ekki hefur Sting verið aðgerðalaus þessi ár, þó hann hafi ekki getað samið lög, því hann hefur verið iðinn við leiklistina, leikið í kvikmyndum og á sviði i Túskildingsóperunni, auk- inheldur sem hann hefur ferðast um heiminn og leik- ið fyrir Amnesty-samtökin. Einnig hefur hann verið jðinn við að vekja máls á varðveislu Amazon-svæð- isins, súrefrrisforðabúrs jarðarinnar, og gengið tii liðs við indíána sem byggja svæðið enn, þó sífellt sé þrengt að þeim. í því skyni hefur hann hitt að máli ýmsa málsmetandi menn í Brasilíu og víðar og safnað fé með tónleikahaldi, auk þess sem hann hefur lagt fé úr eigin vasa. í textum hans tekur hann einnig fyrir náttúruvernd og virð- ingu fyrir lífi, þó á óbeina hátt. „Ég vil ekki semja lög eina og „björgum tijánum“ eða „drepum ekki læmingj- ana“. Slíkt er ekki list, það er áróður," segir han og þeirri sannfæringu sinni trúr má glöggt greina á nýju plötunni samúð hans með þeim sem beijast fyrir náttúruvernd, án þess þó það sé sagt berum orðum. Aðalþema The Soul Cag- es er uppgjör hans við æsku sína, sem hann hefur sætt sig við eftir öll þessi ár. „Mig langaði að komast undan æsku minni, fátækt- inni og erfíðleikunum. Síðar langaði mig til að sættast við uppruna minn. Með The Soul Cage held ég að mér hafi tekist að • ná jafnvægi." Björk söng fyrir sveitina tvö lög á væntanlega breiðskífu hennar og 808 State kom einmitt hingað til að gera myndband við annað þeirra sem gefið verður út á smáskífu innan skamms. Myndbandið gerði Óskar Jónasson, sá snjalli kvikmyndasmiður. Á undan sveitinni sá framúrskarandi plötusnúð- ur um að blanda tónlist ofaní dansgesti og náði upp mikilli stemmningu. Þegar sveitin hóf leik sinn datt stemmningin nokkuð nið- ur, en hún náði fljótt tökum á viðstöddum. Ekki lék 808 State nema í tæpan hálftíma, en Björk kom á svið og söng með í næsts- íðasta Iagi. FÓLK 1 rz* Rotþró Mitt á m.illi Ham og Bless. ROTÞ RÓ EINS og áður hefur verið getið á þessum stað er hús- víska rokksveitin Rotþró nú í tónleikaför á Suðvestur- horninu. Sl. fimmtudag lék sveitin í Kjallara Keisarans og í kvöld er röðin komin að Tveimur vinum. Rotþró, sem leikur tónlist sem sögð er mitt á milli Ham og Bless, hafði sér til halds og trausts á fimmtudag Fræbblabræð- ing, Dr. Gunna og pönk: sveitin góðkunnu Drullu. í kvöld er hinsvegar ætlunin Bootlegs verði með og að auki Reptilicus og Dr. Gunni. Ekki er ljóst hvor tónleik- ar Rotþrær verða fleiri að svo komnu, en framundan er hljóðritun á lögum sem Erðanúmúsík hyggst gefa út á snældu innan skamms. A UPPLEIÐ EKKI er langt um liðið síðan Pétur Kristjánsson stofn- setti fyrirtæki sitt PS-músík, en þó er fyrirtækið á leið með að verða eitt af þeim umsvifameiri í íslenskri út- gáfu. Fyrsta íslenska plata þessa árs verður gefin út af PS-músík og líldega önnur plata ársins. Fyrsta plata PS-músík er væntanleg innan skamms og er hljóðritun á uppfærslu Leikfélags Menntaskólans við Hamrahlíð á Rocky Horror- söngleiknum, sem leikfélag- ið sýnir um þessar mundir fyrir fullu húsi. Pétur Kristj- ánsson segist ekki efa að sú plata ætti eftir að seljast vel, enda væri forsöngvarinn tvímælalaust efnilegasti söngvari landsins. Næsta plata fyrirtækisins verður breiðskífa með sigurvegara Söngvakeppni Sjónvarpsins, Eyjólfi Kristjánssyni. Pétur sagði Eyjólf einn fremsta lagasmið landsins, „Eyjólfur hefur sannað það hvað hann er góður lagahöfundur, t.a.m. á síðasta ári þegar hann sigraði í Landslag- skeppninni og svo núna í Söngvakeppninni. Það er því ánægjulegt að vera með hann á mínum snærum. Það kemur út með honum breiðskífa fyrir Islandsmark- að og síðan hyggst ég gefa út safnplötu með hans bestu lögum og enskum söng fyrir alþjóðamarkað, og af nógu er að taka.“ Pétur sagði einnig að nán- ast væri búið að ákveða eina plötu til viðbótar með vorinu, sem hann vildi ekki skýra nánar frá að svo stöddu, og svo líklega tvær til þijár til viðbótar á árinu. Ef það gengur eftir, verður PS- músík eitt af stóru útgáfu- fyrirtækjunum hér á landi á fyrsta árinu með fimm til sex breiðskífur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.