Morgunblaðið - 17.02.1991, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ
MANNUFSSTRAUMAR
SUNNUDAGUR 17. FEBRUAR 1991
C 9
SJ&ÓVMNiRls/Koma skólar nægilega til móts vid nemendur sem eiga erfitt uppdráttarf
Brotíst var inn í
skólaínótt“
FRA ARAMÓTUM hafa slikar fyrirsagnir gefið til kynna að unnin
hafi verið spjöll og brotist inn i 6 skóla á sex vikum og í einn skólann
6 sinnum það sem af er vetrar. Hvað veldur? Óslökkvandi fróðleiks-
þorsti og þekkingarleit? Eða sækir klárinn þangað sem hann er
sárkvaldastur?
Fyrri tilgátan er vísvitandi hót-
fyndni en vera má að í hinni
síðari leynist sannleikskorn.
Hveijir eru þarna að verki og hvers
vegna virðast skólar oftar verða
fyrir barðinu á
innbrotsmönnum
en aðrar stofnanir?
Greinilegt er að oft
er verið að leita
að peningum eða
einhvetju fémætu.
Enda er auðgunar-
von ástæða flestra
afbrota. Þá mætti
spyija hvers vegna er verið að
geyma peninga yfir nótt á ótrygg-
um stöðum þegar örskammt er í
næsta banka?
Það leiðir aftur hugann að því
hvað er verið að kaupa og selja í
skólunum og hvort þar eigi ekki
fyrst og fremst að fara fram þau
viðskipti þar sem andleg verðmæti
eru gjaldmiðill og reynt að halda
eftir Gylfa
Pólsson
Mammoni gamla fjarri.
Skólar standa víðast afsíðis með
stórt autt svæði umhverfis misjafn-
lega vel upplýst svo að óprúttnir
aðilar geta athafnað sig í skjóli
myrkurs lítt truflaðir. Skólar eru
og flestir mannlausir eftir að
kennslu og þrifum lýkur á daginn.
Öryggiseftirlit virðist ekki halda
innrásarliðinu í skefjum. í mörgum
tilvikum gæti bætt lýsing verið vörn
og að sjálfsögðu mega eftirlitsferð-
ir ekki vera reglubundnar. Þá þarf
að ganga tryggilega frá ytri um-
búnaði hússins svo að ekki sé bein-
línis boðið upp á freistingar.
í flestum tilvikum eru innbrots-
þjófarnir annað hvort núverandi eða
fýrrverandi nemendur xskólans.
Mjög oft kemst upp um þá fyrr-
nefndu vegna eigin fleipurs og
óvarkárni í meðferð þýfis. Þeim
má oft koma aftur á réttan kjöl,
þeir læra af verknaðinum og varast
skyldi að stimpla þá óhæfumenn
SÁLARFRÆDlÆr hcegt ab
sjálfum sér til hins hetraf
hreyta
Persónur
og leikendur
FÓLK kvartar stundum yfir því
að hegðun þess og framkoma sé
ekki í samræmi við það sem það
sjálft vill. Það er of óframfærið,
fylgir ekki skoðunum sínum
nógu fast eftir, á erfitt með að
taka ákvarðanir, ber sig ekki
nógu vel o.s.frv. Af nógu er að
taka.
Hinar margvíslegustu ástæður
geta legið að baki og hefur
verið minnst á sumar þeirra í fyrri
pistlum. Skilningur á upptökum og
orsökum er vissulega alltaf góður
og gagnlegur og
stundum nauðsyn-
legur. Því ber ekki
að vanrækja þá
leit. Hins vegar
ætla ég ekki að
velta þeirri hlið
málsins fyrir mér
í þetta sinn, heldur
'hugleiða hvort lík-
eftir Sigurjón
Björnsson
ur sé á því að maður geti breytt
sjálfum sér eitthvað án umtals-
verðrar „naflaskoðunar“. Sumir
kunna því kannski betur.
Mér skilst að leikarar sem stunda
list sína af alúð leggi mikla áherslu
á það sem þeir nefna „persónusköp-
un“. Þeim er fengið hlutverk sem
þeir þekkja sjaldnast fyrirfram.
Handritið gefur mynd af tiltekinni
persónu, athöfnum hennar og sam-
skiptum hennar við aðra. Leikaran-
um er ætlað að íklæðast þessari
persónu, upplifa hana, gæða hana
lífi, kkilja hana svo vel og samsam-
ast henni að sannfærandi sé. Mér
virðist að leikarinn hljóti að þurfa
að „klæða sig úr“ sinni eigin per-
sónu um stundarsakir á meðan
hann leikur persónu sína. Takist
honum það ekki telst það naumast
nógu góður leikur. Þetta er víst oft
talið nokkuð snúið og útheimtir
mikla reynslu og vinnu með sjálfan
sig ekki síður en hlutverkið. En
mörgum tekst þetta og komast þeir
þá gjarnan í fylkingu mikilhæfra
listamanna.
En það eru fleiri en atvinnuleik-
arar sem vinna afrek þessu lík. Það
er stundum undravert að sjá hversu
fljótir sumir geta verið að því að
skipta um persónu, ef svo má segja,
þegar þeir telja að nauðsyn beri til
„Persónusköpun" Fólk er alltaf
að breyta sér meira og minna, lík-
lega þó oftar óafvitandi en vitandi
vits.
— og gleyma því að þeir hafi nokk-
urn tíma verið öðru vísi. Klæðaburð-
ur, fas, talsmáti, áhugaefni, viðhorf
og hvað eina tekur stökkbreytingu
á fáum árum og fellur í það staðl-
aða far sem viðkomandi telur hæfa
stétt sinni og standi.
Ur því að þetta er gjörlegt í þess-
um tveimur fyrrgreindu tilvikum
hví skyldi það þá ekki einnig vera
mögulegt hjá öllum þeim fjölda ein-
staklinga sem finnst einhveiju
ábótavant í fari sínu? Niðurstaða
mín er að það sé vel hægt. í raun-
inni er sú niðurstaða alveg augljós.
Fólk er alltaf að breyta sér meira
og minna, líklega þó oftar óafvit-
andi en vitandi vits. Kvartanir um
að illa gangi að eyða óæskilegum
eiginleikum stafa sennilega af því
að vilji manns er ekki nógu einbeitt-
ur og óskiptur og ekki er gengið
nógu skipulega til verks.
Hafi menn hug á breytingum af
þessu tæi þurfa þeir að skoða hug
sinn vandlega. Vil ég í raun og
veru breytinguna? Hvers vegna?
Hvað vinnst? Hvað tapast? Hafi sú
skoðun leitt til ákveðinnar niður-
stöðu um að maður vilji breyting-
una, er næst fyrir að ganga að því
verki í skipulegum áföngum. Gæta
verður þess ávallt að hafa áfangana
ekki of stóra, gefa sér fyrirfram
svigrúm til að hrökkva til baka og
taka upp þráðinn á ný. Vel þarf að
gefa gaum að hveijum ávinningi
sem næst og leyfa sér að njóta
hans. Með þessu móti er áreiðan-
lega hægt að ná umtalsverðum
árangri ef þrautseigja og lagni er
viðhöfð.
r
SB r 1 1 BSp siiÍÉia?
i~~ I r i 1*1
Margir skólar eru berskjaldaðir fyrir innbrotum.
þótt þeim hafi orðið fótaskortur af
hugsunarleysi og í ungæðishætti.
Svo eru aftur þeir sem ekki eru
einvörðungu í peningaleit heldur
sækja skólann heim í hefndarhug.
Þeir valda gjarnan mestum spjöll-
unum og lítur þá umhverfið út eins
og eftir árás hryðjuverkamanna.
Hvers eru þeir að hefna? Að
þeirra mati óréttlætis sem þeir telja
sig hafa verið beitta á skólaferli
sínum. Skólinn þar sem hann stend-
ur verður tákn þess ranglætis.
Setji menn sig í spor þeirra kann
þetta að vera skiljanlegt. Alltof al-
gengt er að reyna að láta alla renna
sömu slóð hvort sem þeim líkar
betur eða verr. Það gefur þó auga-
leið að ekki á hið sama við alla og
viðbúið að sumir rekist illa. Ekki
eru allir búnir til sömu átaka á
sama tíma þegar einhveijum þókn-
ast að láta klukkuna glymja.
Sveigjanleiki er styrkur skóla.
Einstrengingsháttur elur af sér
kergju og leiðir til uppreisnar.
Margir þessara nemenda, sem oft-
ast eru á gelgjuskeiði, eiga erfitt
uppráttar í skólanum ekki endilega
af gáfnaskorti heldur orsökum sem
ekki liggja endilega í augum uppi
og kennarar og skólastjórar vita
ekkert um. Til eru nemendur sem
ekki geta með nokkru lifandi móti
hugsað sér að halda áfram í skóla
við óbreytt ástand. Því er betra að
fara vægilega í Sakirnar og reyna
ekki að kúga þá skilyrðislaust til
hlýðni með hótunum sem ekki er
hægt að standa við og þjóna engum
tilgangi. Það getur á hinn bóginn
orðið til þess að þeir gefa dauðann
og djöfulinn í skólann, hann verður
samnefnari alls hins illa og þeir
láta ekkert tækifæri ónotað til að
ná sér niðri á honum.
Hvað er þá til ráða?
Ymsar leiðir eru færar en ég
ætla aðeins að benda á eina sem
mörgum hefur orðið til góðs. Það
er sammerkt með þessum ungling-
um sem hafa siglt í strand að þeir
vilja hætta í skóla og segjast vilja
fara að vinna. Gott og vel, það
gæti verið lausn en ekki er auð-
hlaupið fyrir 14-15 ára ungling að
fá vinnu. Þarna gæti skólinn nýtt
sér tækifærið og komist að mála-
miðlun. Gert samning um að útvega
honum hálfs dags starf með því
skilyrði að hann sækti lágmarks-
tímafjölda í skólanum. Þetta tilboð
hafa margir þegið með þökkum.
Þar með er komið í veg fyrir að
unglingurinn flosni upp úr skóla og
skiljist við hann í ósátt heldur fær
hann á tilfinninguna að skólinn vilji
eitthvað gera fyrir hann og kemst
að raun um að þeim sem þar starfa
sé ekki alls varnað.
Til þess að þetta takist þurfa
skólar að komast í samband við
traust fyrirtæki sem ljá máls á að
veita þessum nemendum viðtöku.
Þar þurfa að vera tengiliðir, trúnað-
armenn skólans en umsjónarmenn
nemenda sem skólinn ber eftir sem
áður ábyrgð á. Fylgst er með því
að þeir standi við gerða samninga
og ræki vinnuna vel.
Þarna er um að ræða verðugt
samstarfsverkefni atvinnurekenda
og skóla. Tekið skal fram að þetta
eru oft kraftmiklir einstaklingar
sem reynast ötulir starfsmenn.
Eftirtaldar verslanir í
Glæsibæ verba hér eftir
opnar alla sunnudaga:
bPiÐ
ASUNNUDOGUM
í GLÆSIBÆ
KL.
KjÖfeSfcÖðÍR
Glæsibæ
í 683.68.
JipEÍnn^ííakari
13.00
BAKARI - KONDITORI - KAFFI
TIL
LANGIBAR
SOLUTURN
18.00
%aLÆSIBÆR