Morgunblaðið - 17.02.1991, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 17.02.1991, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MEISININGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 17. FEBRÚAR 1991 C 15 MBivski leikarinn Daniel Day-Lewis mun leika í tveim- ur nokkuð merkilegum mynd- um í Bandaríkjunum á næst- unni. Önnur þeirra heitir „The Last of the Mohicans" eða Síðasti Móíkaninn og er leik- stýrt af Michael Mann. Hin heitir „Age of Innocence" og er leikstýrt af Martin Scorsese. MSömuleiðis er Danny De Vito nú skráður í tvær mynd- ir. Önnur heitir „Hoffa“ og er gerð eftir handriti David Mamets en De Vito leikstýrir sjálfur. Hinni er leikstýrt af Marshall Herkovitz og heitir hún „Jack the Bear“. MMan einhver eftir frábær- lega ljúfsárri franskri mynd sem heitir „Le grand chem- in“ og var sýnd á franskri viku í Regnboganum fyrir eins og þremur árum? Disney- félagið ætlar að endurgera hana á bandaríska vísu með Don Johnson og Melanie Griffith í aðalhlutverkum en myndin flallar um dreng sem sendur er í sveitina þar sem hann upplifir margt nýstár- legt. Hún verður í flokki mynda eins og „Down and Out in Beverly Hills“, Þrír menn og ein karfa, „Three Fugitives“ og „Cousins“, sem allar voru gerðar eftir góðum frönskum myndum. HGary Oldman mun leika velska skáldið Dylan Thomas í nýiri mynd sem heitir „Dyl- an“. Eiginkona Oldmans, Uma Thurman, leikur eigin- konu skáldsins en leikstjóri verður David Drury sem gerði pólitíska samsærisþril- lerinn „Defence of the Re- alm“. Bogarde á tali við leikstjórann Tavemier. Litlu morðin Franski leiksijórinn Bertrand Tavemier („The Clockmaker“, „’Ro- und Midnight") hefur gert enn eina mynd á ensku og í leiðinni fengið breska leik- arann Dirk Bogarde til að snúa aftur til kvikmyndanna eftir 13 ára fjarveru. Myndin sem um ræðir heitir „Daddy Nostalgia" en í henni leikur Bogarde kaup- sýslumann á eftirlaunum sem býr ásamt konu sinni í S-Frakklandi. Dóttir þeirra snýi’ aftur heim eftir að hann gengur undir hjartaað- gerð og á þeim vikum sem hún eyðir með föður sínum tekst með þeim vinátta sem aldrei fyir náði að kvikna milli þein-a. Annars leggur Tavemier síst áherslu á söguþi-áð í myndunum sínum. ífyrir hann em persónur og til- finningar það sem mestu máli skiptir. „Mynd eins og „Daddy Nostalgia" er eins og könnunarleiðangur," segir leikstjórínn. „Það er ekki allt ákveðið fyrirfram eins og útsýnisferð. Það þai-f þó ekki að þýða að engin saga sé fyiir hendi eða dramatísk þróun en hún er öll inní persónunum; þró- un þeirra er drifkraftur myndarinnar.” Og áfram heldur Tavemi- er. „Myndin er byggð á litl- um atbuiðum í lífinu, at- buiðum þegai- fólk hittir hvert annað, særir hvert annað eða andstæðingar nálgast hvem annan. Þessi andartök virðast smávægi- leg en þau geta verið hræði- lega mikilvæg. Eins og þeg- ar pabbinn segir „farðu að sofa“ þegar litla dóttir hans ætlar að færa honum mynd sem hún hefur gert Það viiðist ekki merkilegt en er hræðileg höfnun fyrir hana; eins og morð. Myndin er full af andaitökum eins og þessum, litlum moiðum sem við — ekki aðeins persónum- ar — drýgjum sífellt í lífinu.“ KAFKAí PRAG Breski leikar inn Jeremy Irons leikur Pranz Kafka í nýrri mynd Steven Soderberghs, sem leik- stjórinn hefur verið að vinna að í Prag undanfarna mánuði. Hún heitir einfald- lega Kafka og flokkast undir þriller þar sem rithöf- undurinn frægi tekur að upplifa martraðirnar í verkum sínum. Síðasta mynd ■ Soderberghs var Kynlíf, lygar og myndbönd. Með önnur hlutverk í Kafka fara Theresa Russ- ell, Joel Grey, Armin Muell- er-Stahl frá Þýskalandi og sjálfur Alec Guinness, sem leikur yfirmann söguhetj- unnar. Myndin er svart/hvít. „Hún gerist í Prag árið 1919,“ segir Sod- erbergh, „og sagan býr Jeremy Irons, hér í hlut- verki Claus von Bulows í nýrri mynd, leikur Kafka í mynd Soderberghs. yfir sterkum expressjón- ískum þáttum svo öllum þótti sjálfsagt að hún yrði tekin í svart/hvítu. Það skapar ákveðið andrúms- loft án þess að þurfi að grípa til sérstakra áhrifa og lýsinga.“ Soderbergh segir að hér sé ekki um ævisögulega mynd að ræða. „Það era hlutir í myndinni sem líkj- ast því sem var í raunveru- leikanum. Hann notaði sjálfan sig sem söguhetju en skáldaði mjög í kringum það. Myndin byggist miklu frekar á þeirri afstöðu sem hann tók til sjálfs síns í skáldskap sínum og draumum. Það er mikið bil á milli þess og raunveru- leikans.“ 35.000 á Aleinan heima Fyrsta metsölumjmd árs ins hér á landi er kom in fi-am en það er bandaríska fjölskyldumyndin Aleinn heima. Aðsókn á hana er komin upp í 35.000 manns á um sex vikum samkvæmt upplýsingum frá Bíóhöll- Aleinn heima; fóru allir í bíó? inni/Bíóborginni, þar sem myndin er sýnd. „Hún á helling eftir,“ segir Ámi Samúelsson .kvikmynda- húsaeigandi og spáir að hún eigi eftir að fara uppí a.m.k. 45.000 manns. Hann sagði að krakkar sæju myndina oft- ar en einu sinni en það sé ein skýringin á velgengni hennar og önnur sú að Aleinn heima er fyrst og fremst mynd sem gerð er fyrir alla fjölskylduna og þannig nái hún mun víð- ari áhorfendahópi en hasar- og fullorðinsrnyndir. Sagði Ámi að vestra væri myndinni spáð jafnvel meiri aðsókn en „Batrnan", sem tók inn 250 milljónir í bíómiðasölu. Næstu myndir í Bíóhöll- inni/Bíóboiginni em „Memp- his Belle", flughetjumynd úr seinna stríði, „Pacific Heigh- ts“, þriller eftir John Schlesin- ’ ger, „Arachnophobia”, kóngulóarhryllir með Jeff Daniels, „Misery" eftir Rob Reiner, „Jacob’s Ladder“ eftir Adrian Lyne, „White Hunter, Black Heart“ með Clint East- wood og „Predator 2“ og í apríl/maí má búast við mynd- unum „Green Card“ með Gerard Depardieu, „Bonfire of the Vanities” eftir Brian De Palma, „The Sheltering Sky“ eftir Bemardo Bertoluc- ci, „Miller’s Crossing” eftir þá Joel og Ethan Coen og loks „Desperate Hours“ eftir Michael Cimino. KVIKMYNDII^i Er vestrinn aó lifna Úlfadansar eftir Arnold Indriðason Fréttir undanfarinna ára af dauða vestrans hafa mjög verið ýktar ef marka má viðtökur þær sem nýj- asti vestrinn frá Hollywood, Úlfadans- ar („Dan- ces With Wolves") eftir Kevin Costner, hafa feng- ið. Þessi þriggja tíma langa mynd um hermann úr amer- íska borgarastríðinu sem tekur að lifa með Sioux- indíánum í óbyggðum er nú búin að taka inn um hundr- að milljón dollara í miðasöl- unni og hefur verið útnefnd til 12 Oskarsverðlauna. Velgengi Úlfadansanna er í og með enn ein sönnun þess hve Kevin Costner virð- ist vel liðinn í Bandaríkjun- um. Hann er hin sanna og hjartahreina bandaríska hetja í ætt við Gary Cooper, í senn drengjalegur og karl- mannlegur. Hann leitar ekki uppi formúlukennt metsölu- efni heldur fer eigin leiðir og það er vafamál hvort nokkur annar hefði fengið Ijárhagslegan stuðning eða haft yfirleitt áhuga á að gera Úlfadansa. Þetta er eftir allt fyrsta myndin sem hann leikstýrir, indíánar fara með mörg helstu hlut- verkin og tala sitt eigið tungumál, hún er þrír tímar að lengd og sögulegur vestri í þokkabót. Ekkert af þessu þykir sérlega aðlaðandi í Hollywood en Costner hafði það af og nýtur nú sigur- launanna. Úlfadansar er gerð eftir samnefndri skáldsögu Mic- hael Blakes, sem skrifar reyndar kvikmyndahandri- tið sjálfur. Hún er nýjasti hlekkurinn í amerísku vestrahefðinni sem hófst með uppgangi Hollywood um aldamótin en margir hugðu útdauða í dag. Fyrsti vestrinn var „The Great Train Robbery" gerður árið 1903. Vestrarnir fyrir seinna stríð voru einfaldir að gerð eins og rifjað var upp í bresku blaði nýlega; góðir gæjar og vondir voru skýrt afmarkaðir. Á sjötta áratugnum varð sálfræðin öllu flóknari eins og í John Wayne-vestrunum „The Sarchers” og „Red River“; á áratugnum næsta komu fram ýmist grínútgáfur af vestrum („Cat Ballou") eða þeir urðu sífellt atvinnu- mannslegri („The Magnific- ent Seven“) og hinir ofbeld- isfullu, kaldhæðnu spagett- ívestrar urðu til. Clint East- wood tók sömuleiðis við af Wayne. Á áttunda áratugn- um var goðum steypt af stalli í vestrum eins og „Doc“ og „Little Big Man“. Níundi áratugurinn næstum gekk af vestranum dauðum með „Heaven’s Gate“ Mic- haels Ciminos en Eastwood kleif aftur í hnakkinn í „Pale Rider“ og á eftir fylgdi „Silverado" og svo „Young Guns“ I og II. Hver kynslóð kemur fram með sína eigin gerð af vestr- Vestramir; John Wayne, Clint Eastwood og Kevin Gostn- er í nýjustu mynd sinni, Úlfa- dansar. anum og Úlfadansar gæti gefið tóninn fyrir tíunda áratuginn þegar umhverfis- vernd ber hæst og sam- skipti mannsins við náttúr- una. Og raunsæið ræður útlitinu. „Það sem ég hef reynt að gera,“ segir Costn- er, „er að setja indíánana í umhverfi sem líkist eins og hægj; er raunveruleikanum, setja þá í bestu búninga sem hægt var með aðstoð sér- fræðinga í tímabilinu, leggja þeim orð í munn sem gera þá að raunverulegum manneskjum og setja þá í kringumstæður sem allir geta fundið sjálfa sig í. Eða með öðrum orðum, gert allt til uppfylla skyldur þær sem kvikmyndágerðarmaður hefur þegar hann stígur inní annan heim; að gera hann trúverðugan." Úlfadansar verður frum- sýnd í Regnboganum um þessa helgi. IBÍÓ Aðsóknin á íslensku bíó- myndina Ryð í Regn boganum nálgast nú tíu þúsund manns samkvæmt upplýsingum frá leikstjór- anum, Lárusi Ými Óskai's- syni. Myndin hefur verið sýnd á Akureyri og mun nú vera komin til Siglu- Ijaidar. Lárus Ýmir sagði í stuttu spjalli að myndin malaði jafnt og þétt í Reykjavík. Hann bætti því við að tíðin hefði ekki verið sérlega hagstæð tíl bíó- ferða með náttúruhamfarir eins og eldgos, jarðskjálfta og fellibylji hvað á fætur öðru, sérstaklega ekki fyrir drama eins og Ryð. Fólk færi frekar á léttmeti eins og Aleinan heima. Ryð er geið eftir leikriti Ólafs Hauks Símonarson- ar, Bílaverkstæði Badda, en með aðalhlutverkin í myndinni fara Bessi Bjam- ason, Egill Ólafsson og Sigurður Siguijónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.