Morgunblaðið - 17.02.1991, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.02.1991, Blaðsíða 8
8 C MORGUNBLAÐIÐ' MAIMNLIFSSTRAUMAR SUNNUÐAGUR 17. FEBRÚAR 1991 Gormsýklar sem valda sýfilis Stóru skellurnar á milli þeirra eru blóðkorn. LÆKNISFRÆÐlÆr eybni óstöbvandi? Kynsjúkdómar fyrrognú IFLESTUM þróuðum löndum sem svo eru nefnd hafa kynsjúkdóm- ar verið á undanhaldi síðustu áratugi. Eftir að súlfalyf og penisillín komu til og reyndust ákjósanlegir læknisdómar við lekanda og sýfil- is hafa þeir sjúkdómar báðir rénað jafnt og þétt. eftir Þórarin Guðnason Annað reynist vera uppi á ten- ingnum þegar iitið er til ríkja eða landsvæða þar sem í bágindum og örbirgð blómstra glæpir, sjúk- dómar og óregla af ýmsu tagi; eitur- lyf, vændi og nið- urníðsla mannlegs virðuleika. í fá- tækrahverfum stórborga í vel- megunarlöndum eins og Bandaríkj- unum verður út- koman svipuð. Þar hafa skýrslur lengi sýnt að fleiri karlar en konur sýkj- ast af lekanda og fleiri blakkir en hvítir. A undanförnum árum hefur svo þetta bil milli svartra og hvítra breikkað enn meir. Áþekka sögu er að segja af hinum voðanum. í víðtækri sýfilisrannsókn með blóð- prófUm fyrir og um 1980 reyndust fimm svartir jákvæðir á móti einum hvítum. Svo bættist eyðnin við. Nú eru rétt tíu ár síðan það kvisaðist að nýr og áður óþekktur sjúkdómur væri kominn til sögunnar, illvígur og ógnvekjandi. Fyrsta kastið leit helst út fyrir að hann tæki sér ból- festu í þremur hópum: Fíkniefna- neytendum, hommum og dreyra- sjúkum. Þeir síðastnefndu þurfa iðulega á blóðgjöfum að halda og meðan eyðni var ekki þekkt kom fyrir að þeim var gefið blóð úr fólki sem var eyðnismitað, þótt engum væri það ljóst þá. Sem dæmi um þess háttar stórslys má nefna að rösklega tólf hundruð dreyrasjúkl- ingar í Bretlandi smituðust af eyðnimenguðu blóði og af þeim eru nú 140 fallnir í valinn. Þeir sem eru ofurseldir eiturlyfja- fíkn kjósa gjaman að fá skammtinn sinn beint í æð. Algengast er að þeir slái sér saman og gengur sprautan þá manna á milli án þess að skipt sé um nál og sé einhver eyðnismitaður í hópnum dreifíst veiran auðveldlega frá einum til margra. Karlmenn sem velja sér kyn- bræður til fylgilags eru ekki endi- lega við eina fjölina felldir og þar sem algengustu smitleiðir eyðni- veirunnar eru kynmök þarf engan að undra þótt fjöllyndir hommar yrðu snemma fyrir barðinu á þess- um nýstárlega kynsjúkdómi. Margir þeirra tóku slæmum fréttum skyn- samlega og slá sér minna út en áður. Sama verður því miður varla sagt um þá sem lifa og hrærast í fíkniefnum enda hæpið að þeir séu þess megnugir að draga rökréttar ályktanir af reynslu sinni og ann- arra. Sambland eiturlyfja og vænd- is, hvort sem um karla er að ræða eða konu og karl, hefur upp á síðkastið greitt mjög fyrir út- breiðslu plágunnar; varúð og ótti við sýkingu sljóvgast og slokkna í eiturvímu, og sá nýtilkomni versl- unarmáti að borga fyrir sig með pípufylli af „krakki“ í stað peninga hefur ekki bætt úr skák. Crack er kókaínsamband sem nýtur mikilla vinsælda í fíknibælum stórborg- anna og virðast fyrir hendi nægar birgðir handa þeim sem kæra sig um og fínna einhver ráð til að greiða. Það sem þó veldur líkast til allra mestum áhyggjum meðal þeirra sem um eyðnimál íjalla er hve út- breiðsla plágunnar er geigvænlega hröð. Nú er minna talað um þijá eða fleiri áhættuhópa en áður var; kynmök karls og konu sem aldrei hafa þótt tiltökumál og heimurinn má síst án vera eru nú víða um lönd orðin sú smitunarleið sém öll- um öðrum er mikilvirkari, og eru Indland og Tæland oftast nefnd til þeirrar ískyggilegu þróunar. Engum sjúkdómi greinir sagan frá sem hefur gripið veröldina helj- artökum á jafnskömmum tíma og breiðst út svo þegjandi og hljóða- laust. UMHVERFISMÁL/Er ekki alltafnógafvatni? Vatnið í veröldinni FRUMSKILYRÐI lífs á jörðinni er vatn — efnasamband súrefnis og vetnis. Án vatns — ekkert líf. Þetta sjáum við einna ljósast þegar okkur berast myndir frá samferðahnöttum okkar í sólkerf- inu. Þar sýnist allt steindautt og ógnvekjandi og manni verður á að hugsa: Til hvers eru þessir hnettir að snúast þarna? Ekki getur þetta átt fyrir jörðinni okkar að liggja! eftir Huldu Valtýsdóttur Við íslendingar búum við vatnsgnótt og þekkjum varla annað. Hér er nóg vatn til daglegra þarfa í húsum — í ám og vötnum og þess utan eigum við mikinn Ijár- sjóð í fallvötnum. Þar er fólgin auðlind sem við eigum næstum óskerta. Fáar þjóðir geta stát- að af slíku. Við eigum því erfítt með að setja okkur í spor þeirra sem búa við vatnsskort upp á hvern ein- asta dag. I þeim heimshlutum þar sem verst lætur fer mestur hluti dagsins í að sækja vatn til nauð- þurfta. Ástandið er auðvitað ekki víða svo alvarlegt, en sums staðar fer það versnandi. Umræðan um vatnsskortinn blandast að sjálf- sögðu inn í umræðuna um hækk- andi hitastig á jörðinni, gróður- húsaáhrifín og eyðingu ósonlags- ins. Ofan á vatnsskortinn bætist svo vaxandi mengun þess vatns sem á boðstólum er, sérstaklega á þéttbýlissvæðum jarðar. Það gildir líka á Iandsvæðum þar sem ekki skortir regn og votviðri, svo sem víða í Evrópu og í austur- hluta Bandaríkjanna. Fyrirsjáan- legt er að þar verði skortur á hæfu drykkjarvatni og til nota við ræktunarstörf í landbúnaði. í skýrslu alþjóðlegrar stofnunar kemur fram að mannkyn telur nú um 5,3 milljarða. Þar af þurfí SA milljarðar manna að láta sér nægja 50 lítra vatns á dag. Það er aðeins 'A þess vatnsmagns sem Bandaríkjamenn nota daglega. Margar milljónir manna þurfa að þola drepsóttir, hungur og dauða vegna vatnsskorts. í skýrslu Sam- einuðu þjóðanna segir að 40 þús- und börn deyi daglega vegna þessa, mörg úr blóðkreppusótt og öðrum fylgikvillum vatnsskorts- ins. Hættumerkin birtast víða. Ar- al-vatn í Rússlandi sem eitt sinn var á stærð við ísland hefur minnkað um 2A á síðustu 30 árum. í Peking hefur ‘A vatnsbóla þorn- að og jarðvatn lækkar um 2 metra á hveiju ári. í ísrael er vatnsskort- urinn vaxandi vandamál vegna síaukins fjölda innflytjenda frá Sovétríkjunum. ísraelar þurfa að leita á sömu slóðir eftir vatni og íbúar Jórdaníu, en þar er mann- fjölgun hvað mest í Mið-Austurl- öndum. Sömu sögu er að segja um Mexíkó. Þar búa 30 milljónir manna við vatn sem ekki telst drykkjarhæft en það samsvarar 40% íbúa landsins. Vatnsskortur hefur áhrif á allt sem lifír, ekki bara manninn. Fisk- ar, fuglar og óteljandi dýrateg- undir komast í útrýmingarhættu þegar vatnið dvín, eða mengast. Langmest af því ferska vatni sem fyrirfinnst á jörðinni fer til landbúnaðarframleiðslu eða 73%. Vegna þess hve vatn er nú orðið torfengið er ekki lengur hægt að gera endalust ráð fyrir auknum akurlendum. Kornforðabúr hinna auðugu þjóða fer því þverrandi. Hafí einhveijum þótt tímabært nú að hefja stríð út af olíu, þá gæti allt eins næsta stríðsepli orð- ið vatn. Nú má vera að einhver setji upp undrunarsvip og spyrji: Er ekki 70% af yfírborði jarðar hulið vatni? Þá er því til að svara að það vatn er að 98% saltur sjór og hann er ódrykkjarhæfur og ónýtanlegur til landbúnaðarfram- ieiðslu. Að vísu er tæknilega hægt að eyða salti úr sjó en það er afar kostnaðarsamt og ekki á færi nema ríkustu þjóða — ekki þeirra sem sárast skortir vatn. Fersk- vatnsforðabúr jarðar er að mestu bundið í ísnum á Norðurpólnum og Suðurpólnum og í jarðvatninu. Af vatnsforða jarðar er aðeins 0,014% aðgengilegt í ám og vötn- um og þessu vatni er ákaflega misskipt á heimsbyggðina. Til dæmis geta menn í Kanada leyft sér 26 sinnum stærri vatns- skammt á dag en í Mexíkó. Það er engin tilviljun að þar sem mannlíf og menning hefur blómstrað hvað mest í sögu mann- kyns hefur verið nægilegt vatn. Á síðari öldum hefur verkfræði- kunnátta og tækni komið til sög- unnar og hægt hefur verið að leiða vatn um langa vegu og þangað sem þess hefur verið þörf. En tæknin er ekki hið einfalda lausn- arorð lengur. Málið þarf að skoð- ast í heild og spurningin um nýtt gildismat á vegferðinni er þar ofarlega á blaði. Inn í þessa umræðu fiéttast að sjálfsögðu hin mikla gróðureyðing sem á sér stað víða um heims- byggðina en gróðureyðingin hefur mikil áhrif á hina eðlilegu og ákjósanlegu hringrás vatns. Skóg- ar tryggja öruggan raka í jarð- vegi og andrúmslofti með uppguf- un og þeir hafa þannig áhrif á úrkomu á svæðinu. Regnskógarn- ir í Amazon sjá sér t.d. sjálfir fyrir nauðsynlegri vætu. En þar sem gróður er rýr eða land gróð- ursnautt er aðra sögu að segja. Sumir vísindamenn halda því jafn- vel fram að fyrir áhrif af endur- kasti sólargeisla á eyðilönd drag- ist þangað þurrara loft og hamli því að svæðið verði gróðri vaxið á ný. Þessi eyðilönd og eyðimerk- ur jarðar stækka síðan jafnt og þétt því í útjaðri þeirra búa fátæk- ar þjóðir sem beita hjörðum sínum á land sem er nær örfoka. Það fólk hefur ekki ráð á að hugsa til framtíðarinnar vegna vesældar. í þessum pistli hefur grein í Time Magazin verið höfð til hlið- sjónar við staðreyndaupptalningu og finnst mörgum sjálfsagt nóg um. I lok greinarinnar er þó glæta. Þar segir að þrátt fyrir skugga- legt útlit sé ekki öll von úti. Al- menn vakning hefur orðið, segir þar, að minnsta kosti um hinn vestræna heim að spara þurfi vatn og varast mengun. Menn eru hættir að losa úrgang í ár og vötn og sjó og umhverfísverndar- samtök halda uppi áróðri fyrir málstað vatnsins. Nú er líka hægt að rekja mengun vatns til þeirra sem henni ollu í Hollandi til dæm- is og menn gæta sín því betur. Viðurlög eru ströng. Þeir bjart- sýnustu segja jafnvel að eftir 50 ár verði allar ár í Vestur-Evrópu orðnar tærar og síðan muni ár í Austur-Evrópu fylgja í kjölfarið. í tæknivæddum, þéttbýlum iðnr- íkjum er líka verið að kanna leið- ir til að endurnýta frárennslisvat- nið og raddir eru uppi um að undir yfirborði jarðar leynist meiri vatnsforði en menn hafa vitað um til þessa. En hvað sem því líður: Vatn er og verður undirstaða lífs á jörðinni — vatn fæst ekki í ótæmandi uppsprettum — við ís- lendingar eigum að vita það — og umgangast það með um- hyggju, varúð og virðingu. Erum flutt í múrsteinshústöaö Knarrarvogi 4. Eigum yfir 100 tegundir af flísum af öllum geröum og allt efni til flísalagna, frá Þýskalandi, Ítalíu, Portúgal og Spáni. ÁLFAÐORG S? BYGGINGAMARKAÐUR KNARRARVOGI 4, SÍMI 686755 Sérverslun með flísar og flísalagningaefni H PORCELANOSA' CERAMICA IMÖLA _______ -----.......... CERAMICHE PAVIGRES DEITERMANN .......M

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.