Morgunblaðið - 17.02.1991, Síða 12

Morgunblaðið - 17.02.1991, Síða 12
12 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. FEBRÚAR 1991 Stríö á landi í Kúveit nálgast ÞÚSUNDIR skriðdreka hafa tekið sér stöðu beggja vegna víglínunnar við Persaflóa og munu gegna þýðingarmiklu hlutverki þegar landhern- aður hefst. Almennt hefur verið talið að styrjöldin á landi muni standa í marga mánuði og kosta margar þúsundir Bandaríkjamanna lífið, en aðrir spá því að viðureigninni muni ljúka eftir skamma viðureign með algerum sigri fjölþjóðahersins. Skriðdrekar komu fyrst við sögu í fyrri heimsstyijöld- inni. Með tilkomu þeirra var aftur komið á hreyfan- leika á vígvellinum einmitt í þann mund er þróun í stórskotaliðstækni og vél byssan virtust hafa sýnt að víggirtar varnarlínur gerðu gæfumuninn. Frá þessu segir sir Anthony Farrar-Hoc- kley hershöfðingi, fyrrum yfirmaður heija bandamanna í Norður-Evrópu, í grein í Sunday Times, sem hér er stuðzt við. Almennt er viðurkennt að tjóð- veijar hafí orðið fyrstir til að hag- nýta möguleika skriðdreka, sem njóta stuðnings fótgönguliðs, stór- skotaliðs, birgða- og verkfræði- sveita. Frá upphafi til loka síðari heimsstyrjaldarinnar voru reyndir skriðdrekaforingjarþeirrafyrirmynd , að því leyti hvemig þeim tókst að meta gang hverrar stórorrustu og taka djarfar ákvarðanir á réttu augnabliki til þess að hagnýta veilur óvinarins eða til þess að færa liðssveitir frá einum vígvelli til annars svæðis, sem nauð- synlegt var að veija. Ein skýringin á velgengni þeirra var sá háttur þýzkra yfirmanna og herráðsforingja að endurskipuleggja lið sitt oft og mynda nýjar fylkingar án þess að við það drægi úr þunga aðgerðanna í því skyni að mæta breyttum aðstæðum. Þessi leikni kom að góðu haldi í fyrstu omistum Afríkuhers Rommels og Áttunda hers Breta í Líbýu. Skriðdrekabanar Bretar sýndu sérfræðikunnáttu í bryndrekahemaði með reglubundn- um, úthu gsuðum og vandlega undir- búnum aðgerðum til að ijúfa skörð í varnir óvinarins. Montgomery hers- höfðingi skipulagði þessar aðgerðir, sem að vísu höfðu talsvert mannfall í för með sér. Tæplega 14.000 her- menn og flugmenn féllu eða særðust í aðgerðunum við E1 Alamein 1942. Rússar urðu leiknir í að stjórna ógrynni bryndreka í geysimiklum orrustum, þótt þeir og einnig Þjóð- veijar misstu stundum stjórnina á atburðarásinni um tíma. Mesta orr- ustan var háð umhverfis Kursk 1943, þegar 6.000 skriðdrekar dróg- ust inn í átökin. Þá gat stjórn-, eftir- lits- og birgðakerfið ekki veitt upp- lýsingar, sem nauðsynlegar vom til að meta ástandið. Bæði í Norður-Afríku og Evrópu sýndu Þjóðveijar fram á mikilvægi gagnskriðdrekavopna þegar þeir breyttu 88 mm loftvarnabyssu sinni þannig að hún gæti komið fram í því hlutverki. Þetta vopn var bæði kröftugt og langdrægt og gerði sér- stakiega mikinn usla á flatneskjunni í eyðimörkinni og á rússnesku gresj- unum. Mikilvægi slíkra vopna sann- færði nokkrar þjóðir um nauðsyn þess að taka í notkun sjálfknúna skriðdrekabana. Eftir heimsstyijöldina tóku herir NATO og Varsjárbandalagsins sér stöðu beggja vegna járntjaldsir.s, annar aðilinn með varnar- stefnu að ieiðar- ljósi, en hinn ár- ásarstefnu. Fyrmefndi aðil- inn viðurkenndi að betur borgaði sig að nota skriðdreka en loftvarna- byssu á skriðbeltum. Nýjar gerðir Bretar tóku Centurion-skriðdrek- ann í notkun eftir styijöldina og hann var sennilega bezti, fjölhæfi skriðdrekinn í heiminum, en áður höfðu brezkir skriðdrekar verið með- al hinna verstu í heiminum. Þegar Bandaríkjamenn höfðu ákveðið að styðja NÁTO reyndu þeir að vera á undan öllum keppinautum sínum að framleiða nýjar gerðir, en með mis- jöfnum árangri. Rússar treystu meira á endurbætur stig af stigi og það gaf góða raun. Þegar Vestur-Þjóðveijar komu sér upp her fór ekki hjá því að tilraunir þýzka heraflans í stríðinu hefðu áhrif á skriðdrekahönnun þeirra. Stjórnendur skriðdreka, sem höfðu reynzt vel í stríðinu, til dæmis PzKw III og IV, höfðu treyst á hraða þeg- ar þeir þurftu að koma sér fyrir í varnarstöðvum ekki síður en þykkt brynvarnarinnar. Þungbrynjaðir skriðdrekar af gerðinni PzKw VI, „Tiger“, sem voru síðar teknir i notkun með stuðn- ingi Hitlers, voru misheppnaðir. I Rússlandi til dæmis voru slíkir skrið- drekar í broddi fylkingar þegar reynt var að reka fleyg í varnir óvinarins, en þeir einangruðust fljótt. Ein ástæðan var sú að þeir voru ekki búnir vélbyssu og án öflugs stuðn- ings fótgönguliðs urðu þessir skrið- drekar léttvopnuðum liðssveitum að bráð. Aðalveikleiki þeirra var hins vegar skortur á hreyfanleika. Afleið- ingin var sú að v'estur-þýzki herinn tók upp Leopard-skriðdreka, sem voru léttari en velvopnaðir. Nútímabrynherir Á árunum eftir 1960 höfðu öll helztu aðildarríki NATO og Sovét- ríkin búið brynsveitir sínar öllum tegundum bryntækja á skriðbeltum eða hjólum. Skriðdrekabyssan dró lengra en áður og var nákvæmari, vélin var traustari og kraftmeiri. Frekari endurbætur fylgdu í kjölfar- ið og brynjan var meðal annars styrkt. Heildarhugmyndir um brynhern- að breyttust ekki í meginarriðum við þessar framfarir. Hvort sem ráðizt væri framan á óvininn eða frá hlið átti brynárásarher allra greina her- aflans að sækja inn á varnarsvæði hans og reyna að ryðja brautir í gegnum það á sérstaklega völdum svæðum. Aðrar brynsveitir áttu að sækja yfir þessi svæði til þess að yfirbuga varalið óvinarins, stuðn- ingslið hans og birgðadeildir á bak við víglínuna. Varnarliðið reyndi að koma í veg Tyrir að skörð væru rofin í varnirnar eða loka glufunum með gagnárás ef það tækist ekki. NATO fylgdi þeirri meginreglu að hrinda hverri atlögu Varsjárband- alagsins, stöðva hveija árás og neyða óvininn til að gera margar nýjar árásir og valda þar með töfum, sem NATO gæti notað til að endur- skipuleggja varnir sínar, þannig átti að þreyta óvininn. Samkvæmt þess- ari hernaðaráætlun var gert ráð fyr- ir að látið yrði undan síga, þótt von- ir stæðu til að takast mætti að nokkru leyti að ná aftur svæðum, sem hörfað yrði frá, með staðbundn- um gagnárásum um leið og hver atlaga Varsjárbandalagsins af ann- arri fjaraði út. Báðir aðilar reiddu sig á stuðning flugvéla til árása á skotmörk á landi til þess að hrinda hernaðaráætlunum sínum í fram- kvæmd. Skriðdrekum ógnað Laust fyrir 1970 veittu þyrlur og gagnskriðdrekaflaugar — tækninýj- ungar sem síðar höfðu komið til sögunnar — tækifæri til breytinga í brynhernaði. Þótt sumir skriðdrek- asérfræðingar gerðu gys að þeim hafa þær sýnt í sameiningu að grundvallarmikilvægi skriðdreka hefur náð hámarki og að hnignunar- skeið kann að vera hafið. Þyrlur búnar gagnskriðdreka- flaugum geta brugðizt miklu skjótar við þegar brynárásarliði óvinarins tekst að ijúfa skarð í varnirnar eða þegar hætta leikur á því að honum takist það. Flutningaþyrlur með fót- gönguliða vopnaða gagnskriðdreka- flaugum innanborðs geta á skammri stund flutt slíkar liðssveitir til staða á vígvellinum, þar sem þær geta komið í veg fyrir að óvinurinn ijúfi skörð í varnirnar með því að slá hring um hvern þann stað, þar sem óvinurinn hefur ráðizt inn fyrir varn- arlínuna. Erfitt er að finna eldflaugaskot- pallana á jörðu niðri. Þegar eldflaug- um er skotið myndast sáralítill reyk- ur og blossi miðað við gagnskrið- drekabyssur fortíðarinnar og sprengihleðslur þeirra gereyðileggja skriðdrekana eða gera þá gersam- lega óvirka. Fótgöngulið árásaraðilans hefur gegnt því hlutverki í skriðdrekaorr- ustum að þrengja að gagnskrið- drekavopnum óvinarins og eyða þeim og að ná svæðum, sem óvinur í vörn kynni að nota til að halda andspyrnunni áfram eða til gagnár- ása. Fótgöngulið varnaraðilans reyn- ir að tryggja að hægt sé að halda áfram að beita gagnskriðdrekavopn- um og að halda tilteknum, völdum svæðum með varnarvígjum. Sókn og vörn hafa í för með sér orrustur í návígi. Velgengni byggist á færni þeirra sem beijast og hæfni K ERLEND _ HRINCSIÁ eftir Guömund Halldórsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.