Morgunblaðið - 17.02.1991, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 17.02.1991, Blaðsíða 26
26 € MORGUNBLABIÐ lSAMSAFPflÐiÍiíÍRAÍ^Sl7í'FEBRÚAR1 1991 ÆSKUMYNDIN... ER AF SIGRÍÐIBEINTEINSDÓTTUR SÖNGKONU Hiínvar ,jrekjudós“ „Það er eins og hún sé gerð úr stáli, en það er i henni gullhjarta. Sum börn eru frek og leiðinleg og við köllum þau frekjur. Sigga var aftur á móti ekki frekja. Hún var frekjudós. Það eru nefnilega til frek börn, sem manni þykir afskaplega vænt um og maður skilur. Þau eru heil í gegn,“ segir Asgeir Beinteinsson þegar hann var beðinn um að rilja upp æskuminningar um systur sína Sigríði Maríu Beinteinsdóttur, söngkonu hljómsveitarinnar Stjórnarinnar. Sigríður fæddist þann 26. júlí árið 1962, í húsi sem heitir Laufabrekka og stendur fyrir neðan neðra Breið- holt. Þar bjó Sigga til fimm ára aldurs, en þá flutti hún að Fomastekk 6. Foreldrar hennar eru Beinteinn Ásgeirsson dúklagningameistari og Svava Markúsdótt- ir húsmóðir. Alls eru systkinin sjö talsins og er Sigríður fjórða í röð- inni. Hún gekk í Breiðholtsskóla og var hálfnuð með verslunarpróf í Fjöl- brautaskólanum í Breiðholti þegar hún lagði skólabækurnar á hilluna og fór að syngja. „Við sáum auglýs- ingu í dagblaði þar sem óskað var eftir söngkonu í hljómsveit. Sigga ætlaði ekki að þora að sækja um, en ég sagði henni að hún gæti gleymt okkar vinskap ef hún gerði það ekki. Allt í einu birtist hún á Hrafnistu þar sem ég var að vinna sem nemi. Hún stökk hæð sína í loft upp og sagðist eiga að koma í pmfu og hún vildi fá mig með. Hljómsveitin var bílskúrsband í Kópavoginum sem kallaði sig Geðfró og var Sigga ráðin með það sama,“ segir æskuvinkonan Helga Kjartans- dóttir, sem er þjónn að mennt og er búsett úti í Osló. „Skapið í henni er hreint ótrúl- egt. Dirfskan, áræðið og krafturinn sömuieiðis," segir Ásgeir. „Mínar fyrstu og mögnuðustu minningar um Siggu eru þær að ég sé hana fyrir mér þetta tveggja til fjögurra ára gamia á fjórum fótum á eldhúsgólf- inu heima, sem klætt var hvítum asbest-flísum. Öll fjölskyldan stend- ur hringinn í kringum hana - agn- dofa - á meðan hún ber hausnum viðstöðulaust í steingólfið. „Skapið í henni er hreint ótrúlegt. Dirfskan, áræðið og krafturinn sömuleiðis," segir bróðir Siggu Beinteins. En svona er hún sem persóna - gerð úr stáli. Manni stóð ógn af skapinu í henni. Þessi kraftur hefur nú þroskast til verka og dugnaðurinn hefur verið ótrúlegur. Hún gat borið á pappír fyrir þijá veggfóðrara eða skriðið eftir gólfum í drullu og skít daginn út, farið svo á kvöldin og sungið fram á nótt og jafnvel mætt aftur í dúklagningarnar með pabba næsta morgun. Skapofsinn hefur þroskast inn í hana sem einhver magnaður lífskraftur. Hún er líka greiðug og þegar maður þarf að leita til hennar, þarf hún aldrei að hugsa sig um,“ segir Ásgeir. Ung að árum kom hún sér í sam- band við vélskóflumann, sem var að vinna við að moka sandi upp á vöru- bíla í nágrenni við heimili hennar. Ferðirnar þangað urðu tíðar og há- punktur tilverunnar í þá daga var að fá að sitja uppi í gröfunni og hlusta á gröfumanninn segja sögur. Henni tókst líka að slást stöku sinn- um í för með vörubílstjórunum. Hallærisplanið var vinsælt á tíma- bili hjá þeim vinkonum Siggu og Helgu. „Sigga var þá nýlega búin að fá bílpróf og átti hvíta Mözdu með rauðu húddi sem var orðin fræg í bænum því græjumar í bílnum voru mun dýrari en bíllinn. Svo vor- um við líka fastagestir í Félagsstofn- un stúdenta eftir að Sigga byijaði í hljómsveit og Hótel Borg hafði líka töluvert aðdráttarafl. Hin síðari ár höfum við misst hvor af annarri enda fórum við hvor sína leið, en ég vil meina að við séum vinir í lj'ar- lægð og ég sakna hennar mikið,“ segir Helga. „Ég átti alltaf bágt með að ímynda mér hvað yrði úr þessari systur minni. Hún hefur aldrei sagt mikið eða haft miklar fyrirætlanir. Hún bara einhvemveginn„er“. Hún hefur aldrei haft miklar áhyggjur af morgundeginum," segir Ásgeir. ÚR MYNDAS AFNINU ÓLAFUR K. MAGNÚSSON Fjölmiðlakóngur í heimsókn að þótti tíðindum sæta þegar bandaríski fjölmiðlakóngurinn Robert Rutherford McCormick kom hingað til lands um 1950. McCormick var þá heimsþekktur mað- ur, einkum fyrir ítök sín í bandarískum fjöl- miðlaheimi, þar sem áhrifa hans gætti mjög. Hann kom hingað til lands á herflugvél, svo- kallaðri „fljúgandi virki“, sem hann hafði látið innrétta sem einkaflug- vél, en slíkt var nýlunda í þá daga og ekki á færi annarra en stór- menna. Robert Rutherford McCormick fæddist í Chicago 1880, útskrifaðist sem lögfræðingur 1906, en sneri sér fljótlega að blaðamennsku og blaðaútgáfu. Árið 1910 varð hann aðstoðarrit- stjóri við Chicago Tribune. Hann gegndi herþjónustu í Frakklandi í fyrri heimsstyijöldinni og náði • hann höfuðsmannstign í hernum áður en yfir lauk. Árið 1918 varð hann ritstjóri og aðalútgefandi Tri- bune, og undir hans stjórn varð það eitt út- breiddasta og áhrifa- mesta dagblað í saman- lagðri fjölmiðlasögu Bandaríkjanna. Áhrifa McCormick gætti þó víðar í fjöl- miðlaheiminum því hann átti hlut í ýmsum útvarpsstöðvum og síðar sjónvarpsstöðvum er sú tækni tók að ryðja sér til rúms. Og enn jók hann áhrif sín er hann keypti Wash- ington Times Herald árið 1949. Myndirnar eru frá íslandsdvöl McCormick og konu hans, en hann lést nokkrum árum síðar, árið 1955. SUNNUDAGSSPORTID BÓKIN ÁNÁTTBORÐINU PLATAN Á FÓNINUM MYNDIN ÍTÆIUNU GONGUR GONGUR þótti engin sérstök íþrótt hér áður fyrr, menn gengu milli bæja af gömlum vana og brugðu sér suður í Fjörð fótgangandi. A sunnudögum var gjarnan spásserað, og víða erlendis er sunnudags- gönguferðin fastur liður á dagskrá fjölskyldunnar. Bryndís Schram hús- móðir Með tímanum urðu kyrrset- ustörf al- geng, hreyf- ingarleysinu fylgdu ýmsir sjúk- dómar og læknar hvöttu menn til að -»■ ganga meira. Göngur má stunda hvar sem er og hvenær sem er, og kostnaður við þær sama og enginn. Ráðlegt er að fara hægt í sak- irnar í fyrstu ef menn hafa ekki gengið mikið, byija á að ganga í tíu mínútur og bæta síðan smám saman við vega- lengdina. Finnst mörgum ágætt að ganga rösklega í klukkustund eða svo. Konur í kvenfélaginu á Seltjam- amesi stofnuðu gönguklúbb fyrir tæpu ári, og segir Sveinbjörg Sím- onardóttir, ein af „Göngugörp- unum“, eins og þær nefna sig, að þær finni allar gífurlegan mun á þreki sínu eftir að þær hófu að ganga. í hópn- um eru um 25 konur, yfir vetrarmánuðina þó aðeins 12, og hitt- ast þær við sundlaug- ina á Seltjarnarnesi á mánudögum og fimmtudögum kl. 19.00, ganga 4 til 5 km, og fara síðan í sund á eftir. Á sumrin ganga þær úti í náttúr- unni en á vetuma inni í bænum. Þær ganga í góðum íþróttaskóm, en klæðnaður er ein- staklingsbundinn. U!l- arfatnaður og regnföt eru þó ómissandi hjá flestum, og munu víst margar hafa sett þau á óskalistann fyrir jól- in. Heilsan hefur batn- að mikið, ein konan sem var sjúklingur og gafst í fyrstu upp á miðri leið, skundar nú fremst í flokki, og önn- ur hefur misst 12 kíló, sem hún sér ekkert eftir. * Eg er að lesa bók, sem heitir „Blá augu og biksvört hempa“. Það er ástarsaga eftir Tryggva Emilsson sem kom út fyr- ir jólin. Hún er svolítið löng, en spennandi og spannar þtjár kyn- slóðir. Svo er ég líka að lesa bók Benjamíns Eiríkssonar, Rit 1935- 1968. Hann er örugglega með merkustu mönnum á Islandi. Ann- ars er ég mest fyrir ævisögurnar. Einar Kára- son rithöf- undur Það eru tvær bækur. Það er skáldsagan „Þjófurinn" eftir Göran Tunström sem kom út fyrir jólin. Hina bókina rakst ég á á bóka- markaði um daginn sem er „Svarti- dauði“ eftir Si^laug Brynleifsson - skemmtilega skrifuð sagnfræði. Uppáhaldsbókmenntirnar eru skáldsögur, Ijóðabækur og sagn- fræði. Friðrik - Karlsson hljómlistar- maður Plátan „Still got the Blues“ er á fóninum, en hún er með gítar- leikaranum Gary Moore sem er í miklu uppáhaldi hjá mér. Annars er ég alæta á tónlist. Uppáhaldstón- listarmaðurinn minn er jió gítarleik- arinn Pat Metheny. Eg reyni að hlusta á sem fjölbreyttasta tónlist. Það er engin ein tegund tónlistar sem talist getur til uppáhalds hjá mér. Þetta er allt í bland hvort sem það heitir popp, blús, klassík eða djass. Sigríður Arnardóttir þula og dag- skrárgerðar- maður * Afóninum hjá mér þessa dagana er ítalskur náungi, sem heitir Paolo Conte. Þetta er svona skemmtileg og róleg tónlist og hann syngur bæði á ítölsku og frönsku. Við keyptum þessa plötu eftir að hafa farið á sýningu Nemendaleik- hússins í fyrra á Óþelló, en í sýning- unni var eitt lag með honum. Það var svo æðislega flott að við rukum til og keyptum plötuna. Ingunn Ás- dísardóttir leikstjóri * Eg á ekki myndbandstæki og horfi þar af leiðandi ekki á mýndbönd. _Ég er ekki svona tæknivædd. Ég geri líka lítið af því að fara í kvikmyndahús. Ef ég á hinn bóginn kýs að horfa á myndir, vil ég góðar myndir í alvarlegri kantinum með einhveijum gæðast- impli. Ég horfði um daginn á mynd- band heima hjá kunningja mínum og það var myndin „Dead poet soci- ety“. Hafþór Freyr Sig- mundsson dagskrárgerð- armaður A Eg á ekki myndbandstæki sjálf- ur, en er með eitt slíkt í láni sem stendur og var að horfa á myndina „Fish called Wanda“ og síðan „Lonly Guy“ með Steve Mart- in. Sú fyrrnefnda var mjög góð. Ég var reyndar búin að sjá hana áður. Mér fannst hinsvegar Ktið varið i hina myndina. Ég er mest fyrir gamanmyndirnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.