Morgunblaðið - 17.02.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.02.1991, Blaðsíða 4
4 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. FEBRÚAR 1991 < VÍSS! Ef höfðinginn gerði þetta við þræl þurfti hann aðeins að greiða eiganda hans helming af matsverði þrælsins, og hélt auga sínu ósködduðu. Þykir þetta bera vott um að lögbók Hamm- úrabís hafi stuðlað að verndun stétt- askiptingar og þrælahalds. Engu að síður hefur ljóma stafað af nafni Hammúrabís allt fram á vora daga. Má vera að frægð hans sem lögspekings hafi valdið því að ungur maður að nafni Saddam Tikr- iti (sem síðar tók sér nafnið Huss- ein) hóf lögfræðinám við háskólann í Bagdad laust eftir 1960. Um laga- nám Husseins fer hins vegar tvenn- um sögum og segir hin opinbera útgáfa að hann hafi lokið prófi 1969, en hann var þá nánasti aðstoðarmað- ur og hægri hönd Ahmed Hasan al-Bakr, forseta íraks. Hins vegar eru sögusagnir á kreiki um að Huss- ein hafí mætt í lokaprófið í fylgd fjögurra vopnaðra lífvarða og eru engir til frásagnar um hvort form- legt próf hafi farið fram eða í hvaða grein lögspekinnar kandidatinn kom upp í. Hitt þykjast menn vita með vissu að Saddam Hussein kom frá prófborðinu í fylgd lífvarða sinna með prófskírteinið upp á vasann. Hefur Saddam síðan oftsinnis vitnað til Hammúrabís við útgáfu tilskipana og úrskurða og má í því sambandi nefna tilskipun sem hann gaf nýlega þess efnis að eiginmenn og ættingjar lauslátra kvenna mættu lífláta þær án þess að sæta refsingu. Babýloníuríkið fyrra stóð ekki lengi enda haldið innanmeini. Það hafði risið í krafti stjórnkænsku og skörungsskapar eins afburðamanns, Hammúrabís, en eftir að hann dó, um 1750 f.Kr., tók fljótlega að syrta í álinn. Margt er á huldu um at- burði þessara tíma en ljóst er að styijaldarástand ríkti um langan tíma og andstæðir herir æddu fram og aftur um sléttuna og lögðu borg og byggðir í eyði. Eftirmönnum Hammúrabís tókst þó að halda sam- an kjarna ríkisins, nánasta umhverfi Babýlonar, um 200 ára skeið, þar til árið 1595 f.Kr. er Múrsílas Hitt- ítakonungur vann Babýlon. Þá fór í hönd langur tími, frá því um 1500 f.Kr og fram undir 600 f.Kr., er Babýlon mátti sín lítils og valt á ýmsu í hennar sögu. Stundum var hún sjálfstæð, en oft öðrum háð, óg þá einkum Assýríumönnum. En skömmu fyrir 600 f.Kr. áttu Babýl- oníumenn þátt í að leggja veldi As- sýríumanna að velli og þá reis Babýl- on enn til vegs og virðingar með Babýloníuríkinu síðara. Marga brenndi ég á báli... Assýríumenn voru semísk þjóð sem byggði efri hluta Tígrisdals, ekki íjölmenn en gegnsýrð hernaðar- anda og löngun til yfirráða. I saman- burði við aðrar þjóðir Mesópótamíu vo'ru þeir frumstæðir fjallabúar, hálfgerð náttúruböm og til að sam- eina þá og efla til átaka þurfti ráð- ríki og ofbeldi. Þess vegna mótast saga þeirra af persónu sterkra stjórnskörunga, sem með hörku og miskunnarleysi héldu þjóðinni sam- an og beittu afli hennar eins og frek- ast mátti verða. Kjami Assýríuríkis voru héruðin í kringum borgimar Assúr og Níníve, upp með Tígrisfljóti þar sem vel sást til hæðanna í norðri, enda áttu Assýríumenn eins mikil skipti við fólkið sem þar bjó og konungsrík- in neðar á sléttunni. I fyrstu voru Assýríumenn fremur kaupmenn en hermenn og lá verslunarleiðin að austan til Damaskus og Miðjarðar- hafs um land þeirra. Til að tryggja enn frekar verslunarhagsmuni sína stefndu Assýríumenn að því að stofna ríki, er næði frá Tígris að Miðjarðarhafi, og í þv! skyni komu þeir sér upp öflugasta og grimmasta her sem sögur fóru af í veröldinni fram að þeim tíma. Hvergi örlaði á mannúð enda stærðu Assýríumenn sig af því að vera harðskeyttustu og grimmustu hermenn heims. Þannig var heimsvaldahugsjón þeirra vörðuð endalausum herferð- um um lönd og borgir þar sem lík manna, kvenna og bama lágu eins og hráviði í blóði drifinni slóðinni. Assýríumenn komu fram með byltingarkenndar nýjungar í hern- aði. Fram að þessu höfðu herforingj- ar jafnan staðið ráðþrota gegn vel víggirtum borgum enda hafði allt kapp verið lagt á varnartækni frem- ur en sóknartækni, sem er einkenni frumstæðs hernaðar. Assýríumenn breyttu þessu. Þeir komu sér upp færanlegum tumum, þar sem bog- skyttur þeirra gátu ó.hultar skotið inn fyrir borgarvirkin. Þeir smíðuðu brynvarða múrbijóta til að ijúfa þykkustu borgarmúra. í hetjum þeirra voru verkfræðingasveitir í sí- felldri leit að tækninýjungum. Til- koma hestsins í hernaði hafði valdið þáttaskilum og á opnum vígvelli vöktu stríðsvagnar Assýríumanna jafnan ógn og skelfingu, studdir af vel útbúnum, þungvopnuðum fót- gönguliðum. Þeir nutu þess einnig að í fjalllendinu norður af Assýríu höfðu þeir aðgang að óþrotlegum járnnámum sem vorú óspart nýttar til að magna drápsmátt hinna skipu- lögðu heija, en nú var jámöld geng- in í garð og vei þeim, er enn urðu að notast við bronsvopn í hemaði. Marga frækna herkonunga mætti til sögunnar nefna en hér skal að- eins getið örfárra. Tiglat Píleser I, sem uppi var um 1100 f.Kr. mótaði nýja heimsvaldahugmynd sem grundvölluð var á guðlegum tilgangi þar sem herferðirnar urðu eins kon- ar krossferðir með boðun trúar á guðinn Assúr. Ef til vill má skýra grimmdarverk Assýríumanna að ein- hveiju leyti sem trúarathafnir fyrir hinum blóðþyrsta guði. Hernaðarof- beldi í skjóli trúarbragða hefur fylgt mannkyninu frá örófi alda og má í því sambandi benda á blóðugar trú- arbragðastyijaldir kristinna manna fyrr á öldum. Af sama toga virðist vera sú árátta Araba nútímans að réttlæta manndráp og hryðjuverk í nafni trúarinnar og þeir tala gjarnan um „heilög stríð“ hvort heldur þeir eiga í höggi hver við annan (sbr. írak-íran stríðið) ellegar gegn„heiðing'um“. En trúarofstæki Araba nú á dögum er í mikilli mót- sögn við það umburðarlyndi sem þeir sýndu í trúarefnum á tímum arabíska stórveldisins, eftir 600 e.Kr., er þeir stóðu fylgjendum krossins mun framar í víðsýni og trúarþroska. ____ Assýríumenn áttu stundum fullt í fangi með að halda stórveldi sínu saman og konungar þeirra voru jafn- an á stöðugum þeytingi í herferðum út og suður til að bæla niður upp- reisnir. Gekk á ýmsu í þeim efnum en í byijun níundu aldar f.Kr. hafði Assýríumönnum tekist að rétta við eftir þrálátar innrásir Aramea og hófust þá aftur til heimsyfirráða. Þeir konungar níundu aldar sem gerðu Assýríu að stórveldi á ný voru Assúr-nasírpal og Salmanasser son- ur hans. Sagt er að Assúr-nasírpal hafi verið grimmastur allra assýr- ískra konunga og er þá langt til jafn- að. Eru miklar lýsingar til af herferð- um hans og sjálfur segir hann frá afrekum sínum á þessa leið: „Ég fláði uppreisnarhöfðingjana og hengdi upp húðserk þeirra. Ég aflimaði herforingjana. Marga fang- anna brenndi ég á báli, af sumum þeirra hjó ég hendur og fætur, skar eyru og nef af öðrum, en augu stakk ég úr mörgum. Ég hlóð köst af búk- um og annan úr mannshausum, svo hengdi ég hausana í tijánum allt í kringum borgina. En drengi og stúlkur borgarinnar brenndi ég á báli.“ Svo mörg voru þau orð og skal engan undra þó rammgirtar Httt *um iiatitii tiíHiíwa* Hið glæsilega Istharhlið, sem var aðalinngangurinn í Babýlon. Það var tileinkað gyðjunni Isthar og klætt bláum gljáhúðuðum flísum með alls konar dýramyndum. Hliðið er nú varðveitt á safni í Berlín. borgir eða heil ríki sæju sér þann kost vænstan að gefast upp og biðja sér griða þegar fréttist af hersveitum Assýríumanna í nánd. Sargon II hét sá Assýríukonungur sem herleiddi ísraelsmenn burt af landi þeirra og greint er frá í Biblí- unni, enda má af þeirri bók glöggt skynja ótta manna við hina grimmu og herskáu Assýríumenn. Þessi nýja stjórntækni, herleiðingin, þar sem heilu þjóðimar voru rifnar upp með rótum úr átthögum sínum og fluttar í önnur lönd, var fundin upp í her- búðum Assýríumanna. Sonur Sarg- ons og eftirmaður var Sanherib, en hann vann sér það meðal annars til frægðar að gjöreyða Babýlon og ijóða stræti hennar og torg í blóði íbúanna. Eftirmaður Sanheribs^As- harhaddon, réðst síðan með óvigan her yfir Súezeiði árið 671 f.Kr. og gersigraði Egypta og lagði meðal annars hina fornfrægu borg Þebu svo gersamlega í eyði að þar hafa síðan verið rústir einar. Með þessum atburði náði veldi Assýríumanna hámarki. Ríki þeirra var heimsveldi, náði frá eyðimörkinni Sahara í vestri til auðna Persíu í austri, en á þessu svæði voru þá fjölbyggðustu og fijó- sömustu byggðir heims. Síðasti stórkonungur Assýríu- manna var Assúrbanípal, en hann tók við stærra ríki en nokkur kon- ungur fram að þeim tíma. Tímabil hans var öld framfara í listum og bókmenntum enda var konungur sjálfur mikill áhugamaður um forn fræði og bókmenntir og lét safna slíkum menningarverðmætum. Eins og áður greinir hefur hið mikla bóka- safn hans verið grafíð úr jörðu í hinum ævintýralegu rústum Níníve. Eins og fýrirrennarar hans átti Ass- úrbanípal í stöðugum herferðum til að halda ríkinu saman en hrunið var ekki langt undan. Assúrbanípal dó 627 f.Kr. og íjórtán árum síðar var hin glæsilega konungshöll hans og hin „blóðseka borg“ Níníve jöfnuð Þannig gæti umhverfi konungshallarinnar í Babýlon hafa litið út í tíð Nebúkadnesars. Fyrir miðri mynd ren/iur fljótið Efrat og handan við það má sjá Mardúkmusterið og Etemanankiturninn. Lengst til hægri sést í hluta af „svifgörðunum“ eins og teiknarinn hefur hugs- að sér þá. við jörðu. Þegar aþenski herforing- inn og sagnaritarinn Xenófón (430-354 f.Kr.) stjómaði undanhaldi grískra hersveita á þessum slóðum tveimur öldum síðar datt engum í hug að þar lægju merkustu heimild- ir .um stórveldi fornaldar og upphaf menningarinnar sandi orpin undir fótum þeirra. Svífandi aldingarðar Á ríkisstjórnarárum Nebúkadn- esars (605-562 f.Kr.) lifði Babýlon aðra blómaöld sína. Þótt hann ætti mjög í hernaði voru stórkostlegar byggingarframkvæmdir, smíð must- era og halla og annarra mannvirkja, honum mikið áhugamál og það sem hefur varpað mestum Ijóma á nafn hans. Hin glæsilegu stórhýsi Babýl- on, sem nú hafa verið grafin úr jörðu, eru flest verk hans. Af heimildum má ráða að Babýlon hafi verið „undraborgin mikla“ í augum sam- tímans og frægð hennar hefur lifað í sögunni fram á vora daga og frá- sagnir Biblíunnar gert hana ódauð- lega. „Babel er gullbikar í hendi Jahve,“ segir spámaðurinn Jeremía. Ljóst er að allir sem komu til Babýlon hinnar fornu hrifust mjög af glæsileik hennar. í miðri borginni gnæfði eins konar píramídi með hofi efst, sem helgað var Mardúk, vernd- arguði borgarinnar. Bygging þessi er talin hafa verið um 90 metrar á hæð og gæti hafa verið hinn sögu- frægi Babelsturn, sem getið er í Biblíunni. í hofínu efst gat að líta stóra töflu úr gulli og fagurbúin beð, þar sem einhver hofgyðjanna svaf hveija nótt og beið þess að guðinn vitjaði sín. Neðan við lá borg- in með breiðum og fögrum strætum í allar höfuðáttir og þröngum og krókóttum götum á milli, en á torg- um sátu götusalar með alls konar varning á boðstólum. Skammt norður af Babelsturni var hjalli einn mikill þar sem Nebúkad- nesar byggði veglegustu höll sína og í henni miðri var aðalaðsetur konungs úr gljábrenndum gulum tíg- ulsteini, eins og sól að sjá. í grennd við konungshöllina risu „hinir svíf- andi aldingarðar", sem Grikkir töldu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.