Morgunblaðið - 17.02.1991, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.02.1991, Blaðsíða 20
20 C MORGUNBLAÐIÐ MINIMIIMGARiticnu Sr. Yngvi Þ. Arna- son - Kveðjuorð Fæddur 17. september 1916 Dáinn 4. febrúar 1991 Mig langar að minnast afa okk- ar, hans Yngva, er dó daginn eftir óveðrið. Þegar ég kom heim úr skól- anum tók ég eftir að ég hafði gleymt húslyklunum, svo ég fór til nágranna okkar og bað um að fá að hringja. Fyrst h'ringdi ég í vinn- una hans pabba, en hann var ekki við, svo ég hringdi í bflasímann okkar, og pabbi svaraði „halló“, ég spurði pabba hvort hann vissi hvar mamma væri, hann sagði nei, svo ég spurði hvert ertu að fara, og hann svaraði dapurri röddu, ég er að fara upp á Landspítala, pabbi dó. Mér fannst fyrst að mér hefði misheyrst, svo ég sagði, er það, og pabbi svaraði játandi, svo lagði ég á. Mér varð mjög brugðið og fór ekki strax að gráta, gat ekki áttað mig á þessu, enda aldrei upplifað annað eins. Ég starði út um gluggann, á bílana þjóta framhjá, og hugsaði, hvernig geta þeir bara keyrt framhjá? Afi minn var að deyja? Það þaut fram og aftur í huganum, afi er dáinn, hvernig skyldi pabba líða, eða þá aumingja ömmu? Mér fannst ég hafa heimsótt ömmu og afa allt of sjaldan, bara ef ég hefði vitað að afí ætti svona stutt eftir, þá hefði ég heimsótt hann á hveijum degi, svona er nú lífíð furðulegt. Ég hugsa um, hve ungur hann var í anda, hann bók- staflega vissi allt, meira að segja það nýjasta. Þegar við komum í heimsókn fékk ég alltaf að spila á gamla orgeiið hans, og hann sagði oft að ég ætti að fara í tónlistarskóla, og síðan í jólaboði hjá þeim ömmu og afa gaf hann mér stóra hljómborðið sitt. Svona var nú elsku afí. Já, það er hörmulegt að missa þann sem maður elskar, og hugsa ég mikið um hvernig ömmu og bömunum þeirra líður núna. Elsku amma mín, þú ert hetja að standa uppi eftir öll þau áföll sem þú hefur orðið fyrir, að missa 4 systkini þín á stuttum tíma og núna afa. Við elskum þig og virðum. Ég bið þig guð, að passa afa vel og annast hann og elska um alla eilífð. Ægir Þór Eysteinsson, 13 ára, og bræður mínir, Gísli Jóhann og Yngví Þórir Eysteinssynir. Séra Yngvi Þórir Ámason, lengst af prestur að Prestsbakka við Hrútafjörð lést á Landspítalanum hinn 4. febrúar síðastliðinn á 75. aldursári. Séra Yngvi kom tíðum í heim- sókn til foreldra minna á Lynghaga og hygg ég að hann hafi varla far- ið svo til Reykjavíkur að hann liti ekki við hjá bróður sínum. Hann var ætíð kærkominn gestur sem sannarlega lífgaði upp tilveruna. Gestir eru börnum misjafnlega minnisstæðir og áhrif þeirra á þau mismikil. Sumir koma og fara með lítilli eftirtekt, líkt og maðurinn sem les af rafmagninu. Aðrir skilja eftir sig spor í hugum hinna ungu og spinna vef skilnings á fjölskyldu, frændsemi og vináttu. Þannig var séra Yngvi. Hann skyldi eftir hlý- hug og vináttu í huga mínum, enda var hann þeim hæfíleika gæddur að tala við böm og unglinga eins og fullorðið fólk. Hann sýndi skoð- unum manns og athöfnum áhuga, sem maður fann að var einlægur. Sjálfur hafði hann skoðanir á flestum hlutum og fylgdist af lífí og sál með öllumm hræringum í þjóðfélaginu. Mér er minnisstætt hversu samræður voru líflegar þeg- ar hann kom í heimsókn. Og ekki spillti það fyrir fjörinu, að hann taldi sig ekki alltaf þurfa að vera sömu skoðunar og gestgjafamir. Slík kvöld voru betri en nokkur kennslustund í rökræðum og samfé- Iagsfræði. Ég minnist réttlætiskenndar séra Yngva, óbeitar hans á hræsni og hvers konar tvískinnungi og yfír- borðsmennsku. Ég minnist glað- værðar hans og gamansemi sem aldrei var djúpt á enda þótt um- ræðuefnið kynni að vera háalvar- legt. Er ég sjálfur komst til vits og þroska skildi ég, að sem barn og unglingur hafði ég aðeins kynnst fáum hliðum föðurbróður míns. Ég hafði ekki kynnst þrautseigju hans og dugnaði. Ég hafði ekki kynnst lífsbaráttu hans og konu hans, Jó- hönnu Helgadóttur, við prestsskap og búskap norður við Hrútafjörð þar sem þau komu 10 börnum til manns. Ég hafði ekki kynnst þol- gæði hans við að byggja upp jörð þar sem allt í senn þurfti að standa fyrir byggingu kirkju, íbúðarhúss, útihúsa og jarðrækt. Foreldrar mínir og við systkinin kynntumst hins vegar höfðingleg- um móttökum á heimili þeirra hjóna og var þá ekki að finna að starfínn væri ærin, eins og þó hlýtur að hafa verið. Eftir því sem ég gerði mér betur grein fyrir ævistarfi föðurbróður míns og því sem hann og kona hans fengu áorkað norður við Dumbshaf þar sem veður eru ekki alltaf blíð, því meir jókst virðing mín fyrir honum. Mér er söknuður að góðum frænda og votta ég Jóhönnu og fjöl- skyldu, mína innilegustu samúð. Eggert B. Ólafsson. Sjung om studentens lyckliga dag, látom os fröjdas i ungdomens vár - Við þennan hátíðasöng fagna stúdentar þráðum áfanga á lífsbrautinni, setja upp sigurtáknið, hvítu húfuna, og halda út í nótt- lausu voraldar veröldina, við húrra- hróp og gleðisöngva. Minningar lið- inna samvistarára fljúga leifturhratt um hugann, en ljúfsár tregi læðist að: Æskuskeiði er lokið, leiðir skilj- ast, en óvissa þess ókomna veldur óljósu öryggisleysi. Það eitt er víst, að við hittumst ekki hér í gamla skólanum okkar að komandi hausti. En sigurgleðin ríkir, því að: Án klappar hjártat med friska slag, och den ljusnande framtid ár vor.“ Á göngu okkar um borgina hefj- um við raustina sífellt með lagstúf Schuberts og ljóðhendingu Sigurðar Þórarinssonar: BLOM SEGJA ALLT Mikið úrval blómaskreytinga fyrir öll tækifæri. t Eiginmaður minn og faðir okkar, GOTTSKÁLK Þ. GÍSLASOIM húsgagnasmíðameistari, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 20. febrúar kl. 13.30. Þórheiður Sigþórsdóttir, Bergþóra Gottskálksdóttir, Júlíana Gottskálksdóttir. blófnaual Opið alla daga frá kl. 9-22. Sími 689070. t Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, MARSIBILS. BERNHARÐSDÓTTIR, Bólstaðarhlíð 45, tUnmastnfh kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á að láta Krabba- meinsfélagið njóta þess. FriÖfinns Suöuriandsbraut 10 > 108 Reykjavík. Sími 31099 Hjalti Þorsteinsson, Þorsteinn B. Hjaltason, Jónína Arndal, Kristján Óli Hjaltason, Helga Benediktsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Opiðöllkvöld til kl. 22,-einnlg um helgar. + Skreytlngar víð öll tílefni. Gjafavörur. ÍÍSi J I Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, MARGRÉT STEFÁNSDÓTTIR, írafossi, Grímsnesi, verður jarðsungin frá Langholtskirkju þriðjudaginn 19. febrúar kl. 13.30. Óli Haukur Sveinsson, Anna Marfa Óladóttir, Gylfi Þorkelsson, Elín Geira Óladóttir, Hafdís Óladóttir, Jóhannes Bjarnason og barnabörn. 17. FEBRÚAR 1991 „Mikið lifandi skelfíngar ósköp er gaman að vera svolítið hífaður." Þennan dag, 16. júní 1938, og hinn næsta, sjálfan þjóðhátíðardag- inn, eigum við höfuðborgina, við erum framtíð íslands, full af bjart- sýni og hugsjónum. í þessum fagnandi hópi var Yngvi Þórir Árnason, sem við kveðjum í dag. Kynni okkar Yngva hófust 1935 og héldust samfellt hvern skóladag næstu þijá vetur í Mennta- skólanum í Reykjavík. Þá skiljast leiðir. Ég held til kennslustarfa á æskuslóðir Yngva í Vestmannaeyjum, en hann hverfur að guðfræðinámi í háskólanum og vígist að því loknu árið 1944 til prestsþjónustu að Árnesi á Strönd- um, flyst Qórum árum síðar að Pretssbakka í Hrútafírði og þjónar þar í 38 ár uns hann lætur af störf- um fyrir aldurssakir árið 1986 og flytur í Kópavog. Stúdentsafmæli eða tilviljanir leiddu leiðir okkar stöku sinnum saman öll þessi starfsár, en aldrei varð af gagnkvæmum heimsóknum, svo mjög mikluðust okkur fjarlægð- ir eða starfsannir. Margs hefðum við þó getað minnst frá kvöldstund- um, er við glímdum saman við tor- leyst námsefni á menntaskólaárun- um. Naut ég þess æði oft að skreppa heim til Yngva Þóris í Þingholtin. Þar hlúði kjörmóðir hans vel að honum, augasteininum sínum, og gestur hans fékk iðulega góða hressingu með honum áður en heim var haldið að síðkvöldi. Þeim þægi- Iegu stundum lauk oft með djúp- vitru rabbi um lífið og tilveruna, því að Yngvi var íhugull, rólegur og rökfastur. Yngvi Þórir Árnason fæddist í Reykjavík 17. sept. 1916, yngstur 6 barna hjónanna Rajgnheiðar Magnúsdóttur og Bjarna Ivarsson- ar, bókbindara. Bernskuár sín átti Yngvi svo í Vestmannaeyjum hjá kjörforeldrum sínum Sigurbjörgu Sigurðardóttur og manni hennar Árna Gíslasyni, verslunarmanni, sem unnu honum mjög, enda reynd- ist Yngvi Þórir þeim góður sonur og gleðigjafí. Arið 1945 kvæntist sr. Yngvi ungri glæsikonu, Guðrúnu Jóhönnu, dóttur hjónanna Huldu Matthías- dóttur hjúkrunarkonu og Helga Guðmundssonar, læknis í Keflavík. Ungu hjónunum varð tíu barna auð- ið, þar á meðal þríbura. Öll komust þau vel á legg, en einn þríburanna, Gísli Jóhann stýrimaður, fórst skyndilega við störf sín vestur í Alaska fyrir 11 árum, rösklega þrítugur að aldri. Varð það sam- rýmdum systkinum og foreldrum hans eðlilega sár harmur. En þessi myndarlegi barnahópur frú Jóhönnu og sr. Yngva kveður nú umhyggju- saman föður: Árni, flugmaður, Ragnheiður, ritari, Helgi, flugmaður og kaupmaður, Sigurbjörg, ritari, Eysteinn Þórir, framkvæmdastjóri, Ingibjörg Hulda, jarðeðlisfræðingur, Guðmundur Bjarni, verktaki, Magn- ús Þórir, tækniskólanemi og Þórdís Hulda, laganemi, en hún er ein eft- ir heima í foreldrahúsum. Tvær systranna, Ragnheiður og Sigur- björg búa, í Kaupmannahöfn og Helgi á heimili sitt í Seattle í Banda- ríkjunum. Öll ólust þau systkinin upp í foreldrahúsum, fengu þar sína fyrstu fræðslu og traustar leiðbein- ingar, sem hafa enst þeim vel. Afa- börnin eru 22. Barnalán sr. Yngva og Jóhönnu varð mikið, enda í hvívetna svo vel að hópnum búið og um þau hirt sem foreldrum var auðið. Mikil og traust tengsl hafa þar haldist hvert sem leiðir hafa legið. Sr. Yngvi var ýmsum störfum vanur frá sumarleyfum á námsár- um. Kom það sér vel síðar, því að mörgu þurfti að sinna jafnhliða sjálfum prestsstörfum. Alkunna er hve víða var illa búið að prestssetr- um, húsakostur vanhirtur og flest í niðurníðslu. Þessu kynntust þau ungu prestshjónin rækilega er þau fluttu að Prestbakka, hvorki raf- magn né rennandi vatn. Þar beið því mikill vettvangur, uppbygging húsa og ræktunarstörf, því að bú- skap stunduðu þau lengst af, eink- um sauðfjárrækt. Þá gegndi sr. Yngvi skólanefndarstörfum í sveit sinni og prófdómari var hann lengst af við Reykjaskóla í Hrútafírði. En fróðleiksfýsn hans var sterk. 1952—53 dvaldi hann ásamt fjöl- skyldu sinni í Kaupmannahöfn við framhaldsnám í guðfræði. Ætíð las hann mikið, innlendan og erlendan fróðleik svalg hann í sig. Mennta- þráin var honum í blóð borin: Lang- afí hans í móðurætt, sr. Jón Bjarna- son frá Vogi, þjónaði m.a. Prest- bakka um skeið eftir miðja síðustu öld. Sonur hans — afí sr. Yngva — var sr. Magnús Blöndal, prestur í Vallanesi röska þijá áratugi (1892—1925). Meðal bræðra hans voru þeir Bjarni (frá Vogi), rithöf- undur, háskólakennari og alþingis- maður, svo og náttúrufræðingurinn dr. Helgi Jónsson. Vitneskjan um þessa áa og frændgarð kann að hafa haft áhrif á starfsval Yngva Þóris og eigi síst örvað metnað kjör- foreldranna að veita honum há- skólamenntun þótt þar væri mörg- um á brattan að sækja á þessum árum. Það var sundurleitur hópur, sem hóf nám í stærðfræði- og máladeild- um 4. bekkjar MR árið 1935, en tengdist brátt æ sterkari vináttu- böndum á samfylgdinni, þrátt fyrir ólík lífsviðhorf og skoðanir. Hafa þau tryggðabönd haldist og eflst með hveijum nýjum áratug, þótt búséta og lífsannir hafi torveldað tíð kynni. Á þessari kveðjustund með sr. Yngva Þóri Árnasyni þökk- um við prúðum skólafélaga, hæglát- um, gamansömum og traustum samfylgd, sem ekki gleymist þeim, sem enn sitja eftir úr hópi rösklega fjörutíu stúdenta frá árinu 1938. Við kveðjum hann og alla hina föllnu með sönglínum bekkjarfélaga okk- ar, Magnúsar Kjartanssonar, frá því sama vori: Hugur fyllist af þökk, og sú kveðja er klökk, sem er komin úr þakklátu hjarta. - Við vottum ekkjunni, frú Jóhönnu Helgadóttur, börnum þeirra og barnabömum sem öllum öðrum vandamönnum innilega samúð við sviplegt fráfall góðs fjölskylduföður og félaga, sr. Yngva Þóris Árnason- ar. Helgi Þorláksson Það var í byijun febrúar að mér barst sú sorgarfrétt að afi minn sr. Yngvi Þórir Ámason væri látinn. Hann sem var svo hress og kátur er ég kvaddi hann í byijun janúar þegar ég var á leið til Banda- ríkjanna. Ég minnist afa míns fyrst og fremst fyrir þær stundir sem við áttum saman á Prestbakka. Það voru yndislegar stundir sem maður átti þar við leik og störf og ógleym- anlegar eru þær kvöldstundir í stof- unni norður á Prestbakka þegar maður sat þar með afa og ömmu og hlustaði á afa segja frá hinu daglega lífí og atburðum sem voru að gerast þá stundina. Þá naut afi sín vel og frásagnir hans voru bæði hnitmiðaðar og spaugsamar. Og stoltur sat ég á kirkjubekknum á Prestbakka og hlustaði á afa og þá sá maður og heyrði hversu góð- ur ræðumaður hann var. Elsku amma mín, mikil er sorg þín og leitt þykir mér að geta ekki kvatt afa hinstu kveðju. En ég veit að góður guð verndar hann um ókomna tíð. Sveinbjörn R. Árnason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.