Morgunblaðið - 17.02.1991, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.02.1991, Blaðsíða 10
10 c MORGUNBLAÐIÐ MANNLIFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 17. FEBRÚAR 1991 • Flatur skjár „MATRIX". • Stereo 2x15w magnari meö fjórum hátölurum • Super VHS • SCART-tergi • Tengi fyrir aukahátalara • Sjálfvirk stöðvaleít • Fjölkerfa, PAL, SECAM, NTSC • Nicam tengi • Fullkomin fjarstýring og skjátexti fyrir aðgerðir • „Teletext" og fleira b. 199.900,-,, • Flatur skjár „MATRIX" • 78 aðgerðir úr fjarstýringu • „Teletext" • Stereo • 2x16w magnari • Færan- legirhátalararáhliðum «Tvö SCART-tengi • Sjálfvirk stöðvaleit • Super-VHS • Skjátexti með möguleika á sex tungumálum • Fjölkerfa, PAL, SECAM, NTSC. kr. 106.400,- stgr. CEP 2872 28” isawvo: rýfur hljóðmúrinn Betri mynd- og hljómgæði en áður hafa þekkst. CEP 3359 CEP 2151 21” • Flaturskjár „MATRIX“ • „Teletext" tengi • Skjátexti • Tímarofi, 30,60,90 og 120 mín. • Tenging fyrir heyrnartól • SCART-tengi • Slekkur sjálft á sér eftir að útsendingu lýkur • AV inngangur. kr. 59.500,-stgr B » CEP 6022 20” • Skjátexti • Fullkomin fjarstýring með 32 aðgerðum • AV inngangur • Tímarofi, 30,60, 90 og 120 mín. • Tengi fyrir heyrnartól • Stöðvalæsing • Flettir stöðvum í minni • 32stöðvar. kr. » stgr CEP 3022 • Fullkomin fjarstýring með 32 aðgerðum • Skjátexti • Tímarofi, 20, 60,90 og 120 mín. • Tengi fyrir heyrnartól • AV inngangur • Or............. jrlampi og fleira. kr. 28.300,- stgr. Gunnar Ásgeirsson hf. Suöurlandsbraut 16 • Sími 680780 LÖGFRflEÐI/fííWr eru skilyrbin? Viðurkenning ríkja að þjóÖarétti SAMKVÆMT viðurkenndum sjónarmiðum í þjóðarétti er talið að ákveðin skilyrði þurfi að vera fyrir hendi til þess að unnt sé að viður- kenna ríki sem sjálfstætt og þar með sem sérstakan þjóðréttaraðila. Almenna skilyrðið er að ríki hafi stofnast. Til þess að unnt sé að líta svo á þarf að vera um að ræða landsvæði sem afmarkað er með föstum landamærum. í öðru lagi verður fólk að búa þar. í þriðja lagi þurfa einhverjir að fara með raunveruleg völd á viðkomandi landsvæði (ríkisstjórn). Að síðustu er venjulega gerð sú krafa, að „ríkið“ fari sjálft með utanríkismál sín. egar eitt ríki veitir öðru viður- kenningu, merkir það að ríkið sem viðurkenninguna veitir, telur ríkið sem viðurkennt er, uppfylla skilyrði þjóðaréttar um sjálfstæði. Forsendur viður- kenningar hljóta því jafnan að taka mið af þeim atrið- um sem nefnd eru að ofan. Að auki er sett það viðbót- arskilyrði fyrir við- urkenningu, að stjórnmálaástand- ið í viðkomandi „ríki“ sé orðið nokk- uð stöðugt. Engin skylda hvílir þó á einu ríki til að viðurkenna annað, þó öll framangreind skilyrði séu til staðar. Þetta merkir að viðurkenn- ing ríkis er ekki eingöngu háð þjóð- réttarlegu mati, heldur er hún ekki síður háð pólitísku mati. Samkvæmt reglum þjóðaréttar- ins er hægt að veita ríki viður- kenningu með ýmsum hætti. Ekki er nauðsynlegt að gefin sé út sér- stök skrifleg yfirlýsing þar að lút- andi, sem send er leiðtogum hins nýja ríkis. Viðurkenningu er einnig hægt að veita í verki, t.d. með dipló- matískum samskiptum. Þegar meta skal hvort forsendur eru til viðurkenningar ríkis, eru það skilyrðin um miðstýrt vald og tiltek- ið sjálfstæði sem jafnan valda mest- um vafa. Vandinn er stærstur þeg- ar bylting eða borgarastyijöld hefur geisað, eða þegar nýlenda eða þjóð- arbrot innan landamæra annars rík- is berst fyrir sjálfstæði sínu. Sam- kvæmt þjóðarétti þarf að vera ljóst að sjálfstætt ríki hafi stofnast, þ.e. að landsvæði sé stjórnað á virkan hátt, stríðsástandi aflétt hafi verið um slíkt að ræða og stöðugleiki ríki. Almennt er litið svo á að viðurkenn- ing sem kemur of snemma feli í sér þjóðréttarbrot og teljist íhlutun í innanríkismál þess ríkis sem enn fer með raunveruleg völd. Þjóðréttarleg staða Eystrasalts- ríkjanna sem hiuti Sovétríkjanna er tiltölulega skýr, þó innlimun þeirra í Sovétríkin á sínum tíma hafi verið afar umdeild og sé enn. Þrátt fyrir atburði þar síðustu mán- uðina er mjög vafasamt hvort þessi ríki uppfylla skilyrði þjóðaréttarins um viðurkenningu ríkja. Þau ríki sem tækju upp á því að viðurkenna t.d. Litháen sem sjálfstætt ríki að Þau ríki sem tækju upp á því að viðurkenna t.d. Litháen sem sjálfstætt ríki að öllu óbreyttu eiga á hættu ásakanir um þjóðaréttar- brot. Þetta er sennilega ein ástæða þess að ríki heims almennt hafa ákveðið að halda að sér höndum og sjá hveiju fram vindur í málefn- um Eystrasaltsríkjanna. öllu óbreyttu eiga á hættu ásakanir um þjóðréttarbrot. Þetta er senni- lega ein ástæða þess að ríki heims almennt hafa ákveðið að halda að sér höndum og sjá hverju fram vind- ur í málefnum Eystrasaltsríkjanna. í þessu máli togast því á andstæð viðhorf sem erfítt getur reynst að samræma. Annars vegar mikil sam- úð með sjálfstæðisbaráttu Litháa, sem og hinna Eystrasaltsríkjanna, og hins vegar það að fylgt sé ákveðnum leikreglum í samskiptum þjóða, reglum þjóðaréttarins, sem ætlað er að stuðla að friðsamlegri sambúð ríkja heimsins. eftir Davið Þór Björgvinsson SIÐFRÆÐIfí/vab er ástarþjáning og ástarglebi? Hvaðerást? ÁSTTN (eða kærleikurinn) er eitt af mikilvægustu hugtökum siðfræðinn- ar; ásamt frelsinu og réttlætinu. „Þótt ég talaði tungum manna og engla, en hefði ekki kærleika, væri ég hljómandi málmur eða hvell- andi bjalla,“ sagði Páll postuli í ástaróð sínum. vex. Siðfræðingar eru sammála um að ef ástar nyti ekki við í mannleg um samskiptum væri siðgæðið í molum. Ástin er nefnilega eins og ljós, og ástleysið myrkur. Ástarhug- mmmmmmmmm takið er margþætt og má spyija margra ástar- spuminga. Til dæmis: Hver er uppruni ástarinn- ar? Hvað er það að elska? Er til sönn eftir Gunnar £st? Hver em Hersvein tengsl ástarinnar við kynhvötina? Er ástin alltaf eigin- gjöm? Hvað er sjúk ást? Hvemig er heilbrigð ást? Ég ætla að glíma við síðastnefndu spuminguna að þessu sinni. Fyrst mun ég þó skoða uppr- una ástarinnar og tengsl hennar við skáldskap, visku og fegurð. Uppruni ástarinnar Það er staðreynd, að sérhver per- sóna er ein. Maðurinn er alltaf einn, hver hugur, hver sál er ein og sér í alheiminum. Allir eru því óhjákvæmi- lega einmana, að elska er því að þrá að sigra einveruna, sameinast öðmm og verða ný vera með annarri per- sónu (maður og kona verða eitt við giftinguria). Ástin er þar af leiðandi byggð á einmanaleikanum, hún er sprottin af honum. Sérstök tengsl við aðra persónu er eitt af aðalmark- miðum ástarinnar, en það getur bragðið til beggja vona og af ástinni sprettur því annað hvort gleði eða þjáning/sorg. En hvað er ástargleði og hvað er ástarþjáning? Astargleði: Gleðin yfir því, að sá sem við elskum vill sameinast okkur, og að við njótum ástar á móti. Teng- ing á sér stað í ástargleði og einman- aleikinn gleymist um stund. Ástarþjáning. (Hún er hin hliðin á ástinni): Þjáningin eða óttinn við að sá sem við elskum vilji ekki tengjast okkur — eða hann hafni okkur. Kvíð- inn við að þurfa að vera einn. Sorg- in yfir því að enginn vilji taka við ástinni. Við erum ótengd í ástarþján- ingunni og einmanaleikatilfinningin Ást, skáldskapur, viska og fegurð Ástargleði og ástarþjáning eru tveir farvegir ástarinnar með mönn- um. Ástarþjáningin þarf ekki nauð- synlega að vera slæm, það kemur til að mynda í ljós í ýmsum skáldverk- um. Nefna má söguhetjur Knud Hamsuns í bókinni Viktoría, og Sör- ens Kirkegards í Endurtekningunni, en þær eiga það sammerkt að nota ástarþjáninguna og kraft hennar til að semja ljóð og skáldsögur. Ástin er nefnilega skapandi máttur og sá sem logar af ást, gleði eða sorg get- ur samið óviðjafnanleg ljóð. Ástin er því vegurinn til skáldskapargyðj- unnar, það vissi til dæmis Þórbergur Þórðarson og skáldfélagar hans, sem allir áttu sér „elsku,“ sem þeir ortu til í þjáningu sinni. Enginn mátti þó hreppa elskuna sína, því þá hyrfi skáldskaparmátturinn eins og dögg fyrir sólu. Ástarþjáningin felur í sér skort, en Sókrates sagði einmitt að skortur- inn væri forsenda ástarinnar: Það sem við höfum ekki, það þráum (elsk- um) við, sagði hann. Þannig tengist ást ódauðleikanum. Við eram dauð- leg, en þráum ódauðleikann. Það kemur best fram í getnaði líkamans annars vegar, en ástin á sér rætur í fomum tilfinningum manna og þeirri þrá að eignast afkvæmi — bömin era afleiðing ástarinnar! og visku og dyggð sálarinnar hins veg- ar. Dyggðum prýdd sál er vel undir- búin fyrir dauðann. Sálin þráir visku og ástin er vegurinn til þekkingarinn- ar. Við þráum það sem við teljum gott og fagurt og í ástinni býr þrá til að yfirvinna hverfulleika lífsins og öðlast éilífa ró og fegurð. Heilbrigð ást Hinn ástarfarvegurinn, ástargleð- in, fullkomnast í heilbrigðri ást. Heil- brigð ást er gagnkvæm milli tveggja persóna. Hún felur í sér jafnrétti og alhliða aðdáun elskenda hvort á öðru. Tilfínningar elskendanna eru já- „The Kiss“ — Constantin Bran- cusi, 1912. kvæðar og era þau ánægð með sam- bandið. Þau vita, að þau bera bæði ábyrgð á velferð og vexti þess. Sam- bandið er innilegt og fullnægjandi. Þau verða sjálf hamingjusöm og gera hvort annað hamingjusamt. Ástin útheimtir meiri kraft og sjálfsöryggi en nokkur önnur tilfinn- ing. Ástin er aldrei sjálfsögð, því hún þarf styrk til að endast. Heilbrigð ást stækkar og þroskar sjálfíð, og eykur sjálfsálitið. Ástin er persónu- legt sjálfstæði, en felst jafnframt í stuðningi og hvatningu. Ástin vex með árunum og verður ósigrandi. Ekkert getur unnið á henni, nema innra hrun, sem orsakast af efa, vantrausti og máttleysi. Vel heppnuð ást birtist í trúnaðar- trausti, gagnkvæmri virðingu og aðdáun. Hún er hlaðin losta og stuðl- ar að ótakmarkaðri velferð og ham- ingju hins aðilans í sambandinu. Hún er laus við eigingirni. Lokaorð Það má mæla óendanlega margt um ástina, óður Páls postula um ástina Kærleikurinn er mestur, í fyrra bréfi hans til Korintumanna (13. 1-13), verður þó seint sleginn út. Ástin verður aldrei skilgreind til hlítar, en ef ég hef varpað eilitlu skilningsljósi á hana, er ég ánægður. Það væri fáviska að þykjast geta svarað endanlega spurningunni: Hvað er ást? Ég ætla samt að ger- ast svo djarfur, að fjalla aftur um ástina í næsta siðfræðipistli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.