Morgunblaðið - 17.02.1991, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.02.1991, Blaðsíða 18
18 C MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUIl 17. FEBRÚAR 1991 VnYf9XMÖHD/Löglegt eba ólöglegt? Afbmgðs bönd en ótextuð SAMKVÆMT lagabókstafnum eru ótextuð myndbönd ólögleg og minnisstæð herörin sem dómsmálaráðuneytið skar upp gegn mynd- bandaleigunum á sínum tíma, er það sendi fríðan flokk vaskra lög- reglumanna í tiltektir og hafði uppúr krafsinu bílfarma textalausra ágætismynda í bland við groddaklám og drjúgt einkaframtak á fjöl- földun textaðra mynda. Nú er öldin önnur. Útum borg og bý bjóða nokkrar mynd- bandaleigur uppá glæsilegt úrval ótextaðra mynda og stórum hluta hinna upptæku mynda hefur dóms- valdið skilað aftur. Fyrrgreint leift- urstríð gerði þó tvímælalaust sitt gagn, einkum hvað varðaði kóp- íeringuna, . sem eftir Sæbjörn Þekkist, var]a f Valdimorsson mikillar blessunar fyrir alla. Þá eyddi hún mikið til öllum „sjóræningjavinnubrögðum", kom á aðhaldi og hreinlegri viðskiptum milli myndbandaleiga og útgefenda. Og var ekki vanþörf á. Hitt er deg- inum ljósara að „þær bláu“ eru óbugandi, svona rétt eir.sog sprútt- salamir. Það virðist því flækjast fyrir réttvísinni (hvað þá hinum almepna borgara) hvað sé löglegt í þessum efnum. Hún treysti sér ekki að sitja á hinum frægu spólum sem hún lagði löghald á og lögreglan segir að í dag séu friðsæl samskipti á mitli hennar og leigusala. Einu af- skiptin séu örfá tilvik þar sem börn hafa komist yfír myndir, þeim bann- aðar af kvikmyndaeftirlitinu, þær kvartanir jafnan afgreiddar með ró og spekt. Á undanförnum árum hefur það verið margreynt af íslenskum myndbandaútgefendum (að öðrum ólöstuðum einkum Steinum og Arn- arborg), að textun og útgáfa gam- alla, góðra og sígildra mynda stend- ur ekki undir sér, þeir prísa sig sæla ef einn og einn titill svarar kostnaði. Myndbandaleigurnar eru býsna ragar við að kaupa þetta efni - þó það skili oftast hagnaði er til lengri tíma er litið. Óbreytt ástand í þessum málum er því vel viðunandi fyrir flesta aðila - á meðan menntamálaráðuneytið styð- ur ekki þessa aðkallandi menning- arstarfsemi með beinum textaþýð- ingarstyrk úrvalsmynda. Ofangreind tilslökun stjórnvalda (og niðurfelling þýðingarskyldu fréttasjónvarps frá. Persaflóastríð- inu) hefur nú fært okkur nýjan flöt á þessum snúnu málum - ótextuð sölumyndbönd - (,,sell-through“), en þau hafa orðið með hverju árinu æ heitari söluvara í nágrannalönd- unum. Videohöllin sem ríður á vaðið og hefur nú opnað fyrstu verslun þessarar gerðar hérlendis, en í vetur gerðu bæði Steinar og Arnarborg útgáfutilraun á all- nokkrum frægum eldri titlum á sölumyndum. Verður verslunin að sjálfsögðu með þessi textuðu sölu- myndbönd á boðstólum ásamt not- uðum spólum, en aðaláherslan verð- ur lögð á valinkunna, ótextaða eldri titla. Verðið verður á bilinu 500 til 2.200 kr. í hópi ótextuðu leigu- og sölumyndbandanna kennir margra góðkunningja sem koma blóðinu á hreyfingu hjá kvikmyndaunnendum og til að gefa hugmynd um af hvílíkum öndvegismyndum við mundum annars missa ætla ég að gefa smá-nasasjón af fyrst því efni sem fæst ótextað á fjölda mynd- bandaleiga: Edward G. Robinson gleður augað í m.a. Little Caesar, The Sea Wolfog Kid Galahad. Tals- vert er að finna af breskri klassík: I’m Alright, Jack, The Third Man, The Sound Barrier, e. David Lean; Wuthering Heights - besta út- gáfan, með Oberon og Olivier; Room at the Top, og öndvegisverk Dickens, gerð af Lean: Great Ex- pectations, Oliver Twist, (’48) og Tale of Two Cities e. Jack Conway. Þá er að fínna ótrúlega mörg af bestu og sögufrægustu verkum kvikmyndagerðar í Bandaríkjunum einsog The Hunchback of Notre Dam, (með Laughton að sjálf- sogðu), Suddenly Last Summer, Mr. Deeds Goes to Town, Mr. Smith Goes to Washington, Who’s Afraid of Virgina Wolfí, Watch on the Rhine, 12 Angry Men, Judgement at Nuremberg, The Invasion of the Body Snatchers - frummyndin; Bringing Up Baby, From Here to Eternity, með Lancaster og Kerr; Ninotchka, með Garbo; The Wild One, The African Queen, The Treasure of the Sierra Madre, All About Eve, Blood and Sand, The Grapes of Wrath, The Charge of the Light Brigade (’36). Þá er auð- vitað að fínna allnokkrar Hitch- cock-myndir, svosem Strangers on a Train, I Confess og The Wrong Man. Af úrvalsvestrum má nefna Shane, Red River, The Comanch- eros, The Big Trail og Stagecoach (’39). Af þeim þijú þúsund titlum sem eru til sölu ætla ég rétt að nefna örfáa gamla kunningja: The Apart- ment, Bullit, Don’t Look Now, Getaway, Grand Hotel, Gunga Din, High Noon, High Society, Last Tango in Paris, Now, Voyager, Seven Year Itch og Yankee, Doodle Dandy. Skemmtið ykkur vel! LEIKLIST T/// hvab snýst bamaleikhúsiö? Bömeru líka fólk í NÓVEMBER sl. var stofnuð íslensk deild í alþjóðasamtökum barnaleikhúsa, sem skammstafað er ASSITEJ. Það hefur lengi staðið til að íslendingar yrðu meðlimir í þessum félagsskap sem var stofnaður 1965 og held- ur næsta þing sitt á Kúbu árið 1993. Staða barnaleikhússins á íslandi er nú til umfjöllunar m.a. vegna sérstakrar listahátíðar barna, sem fram fer í apríl nk. Það er kominn tími til að huga betur að því, hvernig leikhús við viljum skapafyrir börn hér á landi. Eins og bent var á í þessum pistli sl,. sunnudag er full þörf á því að séretakur, fastur hópur leikara og listamanna fáist á hverj- um tíma við barna- og unglingaieik- mmmmmmmm hús; -■Tilþess' að svo megi verða gætum við kynnt okkur ' sðgu og reynslu annan-a þjóða af barnaleik- húsinu. Á sama tíma og ASS- ITEJ-deiIdin var stofnuð hér kom lands bandarísk kona, eftir Hlin Agnorsdóttur hingað til Nellie McCasslin að nafni, sem er sérfræðingur í leiklistarStarfí meðal bama og fyrrverandi kennari við leiklistardeildina í listaháskólanum í New York, þar sem nokkrir íslend- ingar hafa stundað nám. Nellie McCasslin hitti nokkra af áhugamönnum um íslenskt barna- leikhús á einkafundi og sagði frá áratuga langri reynslu sinni og annarra Bandaríkjamanna af leik- listarstarfi með bömum og fyrir böm. í spjalli hennar kom m.a. fram að þörfín fyrir bamaleikhúsið sprettur fyrst meðal barnanna sjálfra í lífi þeirra og veruleika. Þörfrn tengist mjög oft félagslegum aðstæðum þeirra, eins og t.d. stétt- aretöðu og menntunarskilyrðum. Þannig má rekja upphaf bamaleik- hússins í Bandaríkjunum allt aftur til áreins 1903, þegar stofnuð voru svokölluð kennsluleikhús fyrir börn í félagsmiðstöðvum stórborganna. Úr sýningu Unga Klara á Börnum Medeu Það voru félagsráðgjafar fátækra- hverfanna, sem aðallega stóðu fyrir þessu starfí og vildu með því virkja bömin á götunni til leiks og starfs. Þannig fengu þau bæði að kynnast skapandi starfí af eigin raun, en nutu líka leiksýninga, þar sem full- orðnir áhugaleikarar sýndu fyrir þau. McCasslin nefndi þijú megin- markmið með þessu starfí þ.e. menptunarlegt, fggurfræðilegt og féíagslegt. Smám paman urðu tií fléirí tegúndir af þarnaleikhúsi, auk þeirra, sem störfuðu í félagsmið- stöðvum stórborganna. Miðstéttar- bömin eignuðust sitt leikhús með brautryðjendastarfí Winnifred Ward og sjálfstæðir áhugaleikhópar og háskólaleikhús spruttu upp. Lé- leg fjárhagsafkoma leikhópanna gekk af mögum þeirra dauðum þar sem þeir nutu engra opinberra styrkja. Sumir hóþanna gátu ekki einu sinni borgað rétthöfum hand- ritanna sem leikin voru og tóku þá til þess ráðs að „improvísera“ eða spinna sjálf af fingrum fram sýn- ingar sínar. McCasslin talaði líka um innihald og aðferðir barnaleikhússins og nefndi siérstakiega þær breytingar sem orðið hafa á efni ætluðu börn- um og leikrænni framsetningu þess. Bandarískt barna- og unglingaleik- hús hefur smám saman horfið frá léttvægum skraut- og ævintýrasýn- ingum, þar sem allt virðist slétt og fellt og allir eru voða hamingjusam- ir. í dag eru miklu algengari leik- sýningar fyrir böm, þar sem kafað er undir yfírborð hlutanna og tekist á við þann raunveruleika, sem blas- ir við börnum í þjóðfélagi sam- tímans. Þannig eru nú settar upp sýningar, sem fjalla um hluti og fyrirbæri, sem snerta böm jafn mikið persónulega og fullorðna eins og t.d. um áhrif hjónaskilnaðar, dauðann, ofneyslu vímuefna, of- beldi, sifjaspell og eyðni. Til skamms tíma voru þetta bannorð í návist bama, vandamál, sem frekar átti að þegja yfír og halda leyndum fyrir þeim. Og mörgum fínnst enn þann dag í dag, að slík umfjöllunar- efni eigi alls ekki heima í barnaleik- húsinu, að það eigi ekki að blanda háleitum markmiðum hins listræna bamaleikhúss saman við sálfræði- legar vangaveltur, sem óneitanlega eru hluti af vinnslu sýninga, sem meðhöndla þessi vandamál manns- íns. McCasslin tók skýrt fram að leiksýningum sem fjölluðu um þessi málefni yrði strangt til tekið að fylgjá vei á eftir með umræðum og annarri úrvinnslu meðal barna, for- eldra og annarra uppalenda. Við’ gætum litið okkur nær og kynnt okkur geysilega merkilegt braut- ryðjendastarf á þessu sviði hjá nágrönnum okkar Svíum. Þar hefur leikhópur innan Borgarleik- hússins í Stokkhólmi, Unga Klara, starfað allt frá árinu 1975 undir stjórn leikstjórans Susanne Osten. Hún hefur með vinnu sinni gert barnaleikhúsið að sérstöku list- formi. Þar er barnssálin alltaf þungamiðjan og ekki valin auðveld- asta leiðin að henni. Sýningar leik- hússins hafa vakið athygli alls stað- ar, þar sem áhugi á barnaleikhúsi og barnauppeldi er annars vegar. Leikhópur Susanne Osten hefur ekki hikað við að fara inn í leynd- ustu afkima mannssálarinnar í upp- færslum sínum fyrir börn. Þannig varð sýning hans, um bemsku Hitl- ers (1983), sem þau unnu í sam- vinnu við svissneska uppeldis- og sálfræðinginn Aliee Miller, ein um- deildasta barnasýning sem um get- ur. BÆKUR /Hvaba eiginleika þarfgóbur bókmenntagagnrýnandi ab hafa? Hinn mikli skipuleggjandi „HINN megna tilfinningalega an- dúð sem margir gagnrýnendur hafa á því negla bókmenntagagn- rýni í hvers konar kerfi er afleið- ing af þeirri vanrækslu að greina gagnrýni, sem er söfnun þekking- ar, ekki frá hinni persónulegu reynslu af bókmcnntaverkum, sem er einstæð athöfn, og þar sem alls engin flokkun á við.“ Svo mælist kanadíska bók- menntafræðingnum Northrop Frye í inngangi að einu áhrifamesta verki í bókmenntafræði á síðustu áratugum „Anatomy of Criticism". wmmmmmmmm■ Eins og nafn bók- arinnar ber með sér — og eins og til- vitnunin sýnir — er hún tilraun til að greina bókmenntir í frumeindir sínar, rétt eins og líffræð- ingar kryfja mannslíkamann. eftir GuÓrúnu Nordol Hann brýtur til mergjar ólík bók- menntaverk, dregur fram þau ein- kenni sem tengja þau saman — ný og gömul — saman í eitt reglulegt vísindalegt kerfi. Að hans áliti var hlutverk bók- menntafræðinnar að safna þekkingu sem byggð væri á víðtækum lestri — eða eins og hann segir sjálfur „það fyrsta sem bókmenntagagnýnenda ber að gera er að lesa bókmenntir". Þessi setning virðist augljós sann- indi, en Frye taldi að margir bók- menntafræðingar væru um of rígbundnir kenningum annarra fræðisviða, svo sem sálfræði, heim- speki og guðfræði, í stað þess að þekkja nægilega vel sitt kjörna svið — bókmenntirnar sjálfar. í bókinni eys hann af brunni víðtæks lestrar af miklu öryggi og skipar bók- menntaverkum í flokka eftir bók- menntagreinum, einkennum þeirra, efnistökum sem og tímabilum. Um allar bækur sem eru einhvers virði eru skiptar skoðanir. Svo var einnig um „Anatomy of Criticism" sem kom út árið 1957. Hún hreyfði við háværum andmælum, um leið og hún eignaðist íjölda aðdáenda. Fryo væri kannski hægt að kalla bók- menntavísindamann. Hann leitaðist við að sýna fram á að bókmenntir — sem oft á tíðum virðast togast óskipulega í allar áttir — endurspeg- luðu óvænt samræmi. Reyndi semsé að koma skipulagi á ringulreiðina. En það éf þó kugljóst áfrituth'fiánS' Northrop Frye Hann var ekki kaldrifjaður vísindamaður, heldur spruttu öll verk hans af djúpstæðri tilfinningu fyrir orðum og setning- um. Virðingu fyrir afrekum geng- inna manna og mikilvægi bóka. að hann var ekki kaldrifjaður vísinda- maður, heldur spruttu öll verk hans af djúpstæðri tilfínningu fyrir orðum og setningum. Virðingu fyrir afrek- um genginna manna og mikilvægi bóka. Og einmitt þess vegna náðu rit hans að kveikja í ímyndunarafli lesandanna og vekja þá til umhugs- unar. Það sæmir því pistli sem kennir sig við bækur að minnast í nokkrum orðum þessa hugmyndaríka bók- menntafræðings við lát hans (d. 23. janúar sl.) Hann var fæddur 14. júlí árið 1912 í Quebec. En áður en hann helgaði bókmenntunum krafta sína lagði hann stund á guðfræði og var að því námi loknu vígður prestur árið 1936. En er þar var komið sögu hafði hann áttað sig á að hugur hans stóð til háskólakennslu og tók próf í enskum bókmenntum frá Ox- ford árið 1939. Hann var lektor og síðar prófessor í Victoria College í Kanada, en 1967 varð hann prófess- or við Háskólann í Toronto. Eftir hann liggja auðvitað fleiri bækur en sú sem hér hefur verið gerð að umtalsefni. En sú bók sem var honum hugleiknari en flestar aðrar var Biblían. Og hana þekkti hann vel. Hann áleit hana þá bók sem hefði haft áhrif á allar aðrar bækur — bókina sem skýrði og dýpk- aði helstu bókmenntaverk. En samt væri hún sú bók sem gagnrýnendur þekktu minnst — og læsu sjaldnast. En Frye kallaði hana „hinn mikla dulmálslykil" að því samræmi sem falið var í þeim bókum sem við lesum og líanri taldi sig' gétá áfhjúpað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.