Morgunblaðið - 17.02.1991, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 17.02.1991, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDI•.SUNNO0AGORU7. EEBRÚAR .1991. 6, 25 láta vinna fyrir sig litmyndir úti í bæ.“ Jón Pjörnir hefur áhuga á kvik- myndum og segist reyna að fylgjast með því sem er að gerast í kvik- myndaheiminum. „Ég hef sérstakan áhuga á evrópskri kvikmyndagerð og sé mikið af þeim myndum sem íslensku kvikmyndahúsin bjóða uppá,“ segir hann og bætir við að hann gæti vel hugsað sér að fara í framhaldsnám sem tengist kvik- myndum. „Mér þætti mest heillandi að læra kvikmyndun eða leikstjórn. Einnig gæti ég vel hugsað mér að vinna við handritagerð. Annars hugsa ég fyrst og fremst um að ljúka stúdentsprófi núna, tíminn verður síðan að leiða í ljós hvað verður. Ég gæti þess vegna endað í Háskóla Islands!" Slys Þetta ljóð eftir Jón Fjömi var valið í ljóðabókina „Perlur, mold og margt annað.“ Sár er sorgardropi dauðans hann fyllir huga minn af söknuði, Morgunblaðið/KGA Jón Fjörnir Thoroddsen: „Ég gæti þess vegna endað í Háskóla Islands!" kvelur mig að innan, veikir hjarta mitt, gerir það vont. Eg er reiður, reiður út í lífið, líf mitt, reiður út í hann En það er vonin, draumurinn um að hitta þig aftur, sem ég hef þangað til. Þessir hringdu ... Ekkert lágmark Kona hringdi: „Mér hefur verið sagt í verslun að lágmarksupphæð sem megi versla fyrir með Visa-korti sé 500 krónur. Það er ekki rétt, ég hef fengið þær upplýsingar hjá Visa- ísland að engin lágmarksupphæð sé tilskilin. Er þetta nokkuð ann- að en bragð til að fá fólk til að versla meira? Þá vil ég vekja athygli á verð- mun á gleraugum sem fólk getur valið án tilvísunar frá augnlækni. í gleraugnaversluninni Emblu kosta þessi gleraugu 2.000 krón- ur en í Apótekinu í Gerðubergi 1.300 krónur. Þetta er nokkuð mikill verðmunur." Gullkeðja Gullkeðja fannst við Fjölnirs- veg fyrir viku síðan. Upplýsingar í síma 23189. Lindi og hnappur Rauður smókinglindi og svartur og gylltur ermahnappur töpuðust 12. febrúar á árshátíð Fjölbrauta- skólans í Garðabæ á skemmti- staðnum Yfir strikið. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 657733. SPENNUM BELTIN —hvar sem við sitjum í bilnum. Guðríður Haraldsdóttir og Kolbrún Bergþórsdóttir. Góður útvarpsþáttur Til Velvakanda. Ég er komin af léttasta skeiði og áhugi minn á útvarpsefni nú- tímans er takmarkaður, Hið talaða orð fer oft halioka í glymjanda hversdagsins. Þar er þó Aðalstöðin Veski Brúnt veski með skilríkjum tapaðist við Aflagranda á mánu- dag. Finnandi er vinsamlegast beðinn að skila því í afgreiðlsuna á Aflagranda 40 eða hringja í síma 24786. Næla Þorbjörg hringdi: „Gulgyllt næla, sem endur- varpar frá sér geislum, tapaðist þiðjudaginn 5. febrúar í Kringl- unni. Næian er mér dýrmæt. Gildi nælunar er ekki í peningum en það er annað og meira. Eg vona að fólk hugsi: Það er ekki gæfa að halda hlutum sem við eigum ekki. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í símsvara 31172.“ Lyklahringur Hringur með sex lyklum fannst við Hagamel í janúar. Upplýsing- ar í síma 21868. Eyrnalokkur Gulleynalokkur með perlu tap- aðist á nýársdag á leiðinni frá Hagamel á Grenimel. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 21868. Úr Drengjaúr tapaðist á sundmóti í Sundhöll Reykjavíkur um helg- ina 9 og 10 febrúar. Aftan a'úrið er grafið „GH12.90". Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 93-12353 eða skilið úrinu í Sundhöll Reykjavíkur. gleðileg undantekning. Sérstaklega vil ég nefna bókaþátt Aðalstöðvar- innar: „Úr bókahillunni“. Vinnu- brögð þar á bæ eru til fyrirmyndar og eiga stjórnandi hans, Guðríður Haraldsdóttir, og gagmýnandi þátt- arins, Kobrún Bergþórsdóttir, þakkir skildar fyrir. Þátturinn sem helgaður var Pétri Gunnarssyni þótti mér mikil perla. Lestur Péturs úr eigin verkum var einstakur og umfjöllun Kolbrúnar Bergþórsdóttur er fylgdi í kjölfarið skemmdi svo sannarlega ekki fyrir. Kolbrúnu brást hér ekki bogalistin frekar en fyrri daginn. Loksins fékk Pétur Gunnarsson þá umfjöllun sem hann á skilda. Pétri vil ég þakka nýjasta verk hans, Hversdagshöll- ina — fáar bækur síðari ára hafa glatt mig jafn mikið. _ Og að lokum þetta: Ég bíð spennt eftir því að fá að vita hvað þær Guðríður og Kolbrún taka næst nið- ur úr bókahillunni. Guðrún Magnúsdóttir Hugleiðing- ar um hjóna- bandssælu Til Velvakanda. Hvað á kakan hjónabandssæla skylt við hjónabandssælu? Jú, því lengur sem frestað er að bragða á henni því betri verður hún. Eins og allir vita er kakan hjóna- bandssæla betri sé hún ekki borðuð strax. Ef við gefum okkur að ævi- lengd kökunnar hjónabandssælu sé tvær vikur er hún bragðmest sé hún etin eftir eina viku. Séu lífdagar mannsins 70 ár er hjónabandssælan bragðmest við 35 ára aldur. Gifti fólk sig of ungt eða of gamalt er hætt við að hjónabands- sælan verði ekki eins góð og ella. D. og G. Sálarrannsóknarffilk ath! Persónulýsing út frá stjörnukorti: Persónuein- kenni, áskapaðir eiginleikar, samskipti, félags- tengsl, ástir og samlíf, heimilislíf, lífsviðhorf. Aðeins kr. 500,- Persónulýsing útfrá rithandarsýnishorni kr. 1000,- Pósthólf 87, 300 Akranesi. }sahyo\ IVIDEO: Hvar séröu það betra? VRD4890 kr 117.873,- stgr. • Super VHS myndbandstæki • Mynd í mynd (PIP) • Fjögurra hausa • Tveir hraðar á mynd og hljóð • HiFi Stereo • Nicam • Stafrænt (Digital) o.fl. VHR 5700 kr. 59.160,- stgr. • HiFi Stereo • Nicam • Fullkomin kyrrmynd og hægspilun • Hleður sig á einni sekúndu • Audio-video • SCART-tengi o.fl. VHR 7350 kr. 48.690,- • Tveir hraðar á hljóði og mynd • Fjögurra hausa • SCART-tengi • Hleður sig á einni sek- úndu VHR7100 kr. • Hraðstart, hleður sig á einni sekúndu • SCART-tengi • Leitar að eyðu á spólu • Mynd frá sjónvarpi meðan horft er á myndbandstæki. Gunnar Ásgeirsson hf. Suðurlandsbraut 16 • Sími 680780 * >

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.