Morgunblaðið - 17.02.1991, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 17.02.1991, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. FEBRÚAR 1991 C 13 til að tryggja að beita megi yfirburð- askotmætti til stuðnings árásinni eða vörninni. Þyrlur mikilvægar Þyrlur eru orðnar lykilvopn í vörn og sókn eins og skriðdrekinn og bandaríska Apache-þyrlan er þeirra fullkomnust um þessar mundir. Auk A-10-fastvængjunnar, sem er sér- hönnuð til landárása, er hægt að beita þyrlum til stuðnings landher- sveitum með miklu skjótari hætti og á miklu nákvæmari hátt gegn óvinum á landi en ormstu-sprengju- flugvélum. Þar með er ekki sagt að flugvélar hafi engu hlutverki að gegna í land- hernaði. Þær em nauðsynlegar til að neyða óvininn til að hörfa frá vígvellinum, meðal annars með árás- um á aðalstöðvar og stórskotaliðs- stöðvar fjær víglínunni. A svipaðan hátt er ekki hægt að komast af án stórskotaliðsins, sem er viðbúið að beina kröfttugri skothríð af ýmsu tagi á tiltekna, valda staði eftir þörf- um. En þyrlur og A-10-vélar, þar sem þær era tiltækar, eru orðnar ómetanlegar, bæði brynliðinu og fót- gönguliðinu. Þessi þróun kann að gefa til kynna að jafnvægið hafi raskazt varnarað- ila í brynhemaði í vil. Þetta kynni að vera rétt, ef jafnvægi ríkti milli stríðsaðila á jörðu niðri og í lofti að sögn Farrar-Hockleys. Við Persaflóa standi bandamenn andspænis vopn- um og búnaði, sem hafa reynzt vel, í víggirtri víglínu. Hins vegar hafí þeir yfirburði í stórskotaliðsvopnum og bryntækjum. Koma sé í ljós að brezki Chieftain-skriðdrekinn sé sig- urstranglegur á vígvellinum. Farrar-Hockiey bendir að lokum á að vopnuðu þyrlurnar og A-10-vél- arnar séu hluti af herfylkingunum á svipaðan hátt og flugvélar banda- ríska landgönguliðsins. Yfirburðir í lofti hafi verið auknir og íraskar loftárásir muni ekki dreifa athygl- inni eða valda tjóni. Yfirburðir band- amanna í lofti eru algerir. Takmarkaðar árásir? Loftárásunum hefur verið haldið áfram síðan Dick Cheney landvarna- ráðherra fór til Saudi-Arabíu á dög- unum til að spyrja bandaríska her- foringja hvort ekki væri kominn tími til að hefja aðgerðir á landi til að hrekja her íraka frá Kúveit. Ekkert hefur verið látið uppi um hvenær landhernaður muni hefjast og loftár- ásir em taldar koma að gagni enn um sinn. Takmarkaðar árásir á landi eru taldar koma til greina til þess að svæla íraska hermenn úr fylgsnum sínum. írakar hafa haft sex mánuði til að grafa sig niður og bandarískir flugmenn kvarta yfir því að æ færri skotmörk séu sýnileg úr lofti. Banda- ríkjamenn hafa vonazt til að geta þurrkað út brynher íraka með Apac- he-þyrlunum og A-10 Thunderbolt- vélunum, en erfitt er að komast að skriðdrekum íraka, sem þeir hafa falið í eyðimerkursandinum. Þegar Cheney fór til Saudi-Arabíu sagði brezki landvarnaráðherrann, Tom King, að sprengjuflugvélar bandamanna hefðu eyðilagt 15-20% skriðdreka, brynvagna og stórskota- liðsvopna íraka. Degi síðar sagði bandaríski hershöfðinginn Richard Neal að rúmlega 750 íraskir skrið- drekar hefðu verið eyðilagðir, en írakar höfðu rúmlega 4.500 skrið- dreka á Kúveit-vígstöðvunum þegar stríðið brauzt út. Að sögn Neals hafði einnig tekizt að eyðileggja 600 írösk stórskotaliðsvopn og 600 bryn- flutningabíla í loftárásunum. í annarri grein, í The New York Times, segir bandarískur prófessor í stjórnvísindum, John L. Mearshei- mer, að bandaríski heraflinn geti frelsað Kúveit á innan við viku án vemlegs manntjóns og hann telur að tala fallinna og særðra verði senn- ilega innan við 1.000. Flestir munu telja þetta of mikla bjartsýni, en lýsing hans á því sem líklega muni gerast virðist trúleg: Þótt íraski herinn beijist vel úr víggirtum stöðvum er hann klaufsk- ur í hreyfanlegum hemaði eins og I M-lÁl Abrams: Betri en skriðdrekar íraka. íraskir varnarhermenn: Öflug varnarvirki. Apache: Fullkomnasta þyrlan. Svar íraka: Stórskotavopn og flugskeyti. T-72: Öflugasti skriðdreki íraka. átökin við Khalji leiddu í ljós á dög- unum. Bandaríkjaher, sem mun bera hita og þunga dagsins þegar sóknin hefst, hefur hins vegar æft sig vel fyrir skriðdrekaormstur og hefur búið sig undir skriðdrekahernað við Sovétríkin í 40 ár. Yfirburðir í vopnum Bandaríkin hafa einnig yfirburði í vopnum. Bezti skriðdreki Iraka, T-72 sem er smíðaður í Sovétríkjun- um, stendur MlAl-skriðdreka Bandaríkjamanna langt að baki. Vopnabúnaður MlAl er miklu full- komnari, brynvörn hans er miklu öflugri og honum er vel hægt að beita að næturlagi gagnstætt T-72- skriðdrekanum. ír- aska stórskotaliðið getur ekki keppt við bandarí- skar vígvélar búnar mörgum flugskeyt- um, sem skjóta má á mismunandi skot- mörk (MLRS) og talizt geta beztu stórskotavopn heims. Auk þess geta bandarísk stór- skotaliðsvopn búin fullkomnum ratsjám svarað skothríð frá hvaða stórskotaliðsvopni íraka sem er af mikilli nákvæmni um leið og í ljós kemur hvaðan skot- hríðin kemur. írakar búa ekki yfir slíkri hæfni. Flugvélamáttur Bandaríkjamanna veldur því að samanburðurinn virðist enn óhagstæðari írökum. Þar sem beztu flugvélum íraka hefur verið flogið til Irans hafa þeir í raun og veru engan flugher. Bandaríkja- menn og bandamenn þeirra ráða yfir rúmlega 2.000 orrastu- og orr- ustu-sprengjuflugvélum og tugum B-52-sprengjuflugvéla, sem hljóta að gera gífurlegan usla ef þær ráð- ast á íraskar landhersveitir sem eru á hreyfingu i eyðimörkinni. Dreifing íraska herliðsins eftir víglínunni eykur einnig líkurnar á skjótum sigri Bandaríkjamanna. Ir- akar hafa um 14 fótgönguliðsher- fylkjum á að skipa og þau eru dreifð yfir stórt svæði meðfram landamær- um Saudi-Arabíu og Kúveits og strönd Persaflóa. íraskt varalið skip- að um sex brynvæddum og vélvædd- um fótgönguliðsherfylkjum er í miðju Kúveit. Lýðveldisvörðurinn, sem nú er í Suður-írak, gæti aukið þetta varalið, en það er ólíklegt. Árás á Saddam-línuna Bandaríkjamenn munu líklega heija sóknina á landi með því að draga saman brynlið og flugvélar á rúmlega 30 kílómetra svæði með- fram landamæmm Saudi-Arabíu og Kúveits. Mearsheimer telur að þeir ættu að geta þrengt sér í gegnum varnarlínu íraka á hálfum degi í mesta lagi. Fyrst muni B-52-flugvélar bijóta niður mótstöðu vamarvirkja Iraka á svæðinu þar sem brotizt verði í gegn. Því næst verði bandarískt herlið dregið saman á árásarstaðnum og Velþjálfaðir: Skriðdrekasveit úr her bandamanna I Khafji. Bandaríkjamenn muni því ráða yfir töluvert öflugra og fjölmennara liði en óvinurinn á svæðinu þar sem brotizt verði í gegnum „Saddam-lín- una“. Yfirburðir fjölþjóðahersins í lofti muni því næst torvelda Irökum að flytja varalið áleiðis til árásarsvæðis- ins til þess að loka því. Að lokum muni bandaríska herliðinu takast að sigrast á erfiðleikum, sem jarð- sprengjur og efnavopn íraka kunna að valda, vegna góðrar þjálfunar og góðs útbúnaðar. Eftir framrásina munu brynfram- sveitirnar sækja inn í Kúveit. Þær munu forðast bein vopnaviðskipti við varalið Íraka, sem hefur hreiðrað um sig bak við víggirðingar, skot- grafír og varnargarða á litlu svæði í Mið-Kúveit, og einbeita sér í stað- inn að því að tjúfa samgönguleiðir íraka. Yfirburðir Bandaríkjamanna í lofti og á landi munu torvelda írök- um að mæta brynframsveitum Bandaríkjamanna í takmarkalausum skriðdrekaorrustum. Alger ósigur? Raunar hafa írakar svo litla mög- uleika í slíkum hreyfanlegum hern- aði að sögn Mearsheimers að Lýð- veídisvörðurinn mun líklega halda kyrru fyrir í Suður-írak og stór hluti varaliðs íraka, sem nú er í Kúveit, mun sennilega halda til íraks eða gefast upp. Þær írösku hersyeitir, sem verða einangraðar og látnar eiga sig — þar á meðal fótgönguliðsherfylkin sem sett verða úr leik og sneitt verð- ur hjá — munu ekki verða þess megnugar að samhæfa átak sitt og enn minni líkur eru á þvi að þeim berist vistir og liðsauki að sögn Mearsheimers. Þær muni einangrast og hafa um tvennt að velja: að gef- ast upp eða horfast í augu við hung- ur og loftárásir. Að sögn Mearsheimers verður þessi algeri ósigur stórs hluta íraska landhersins tiyggður án beinna vopnaviðskipta. Raunar verði orr- usta sú sem háð verði þegar brotizt verði í gegnum Saddam-línuna eina dæmið um stórfellda bardaga milli bandarískra og íraskra landher- sveita. Því ætti mannfall Bandaríkja- manna að verða h'tið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.