Morgunblaðið - 17.02.1991, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 17.02.1991, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFIMIÐ SUNNUDAGUR-17. PEBRÚAR 1991 e 27 Með McCormick á þessari myiid eru Þórhildur Bryiyólfsdóttir, Sigríður Björnsdóttir og Rannveig Þór. Staldrað við á leiðinni til Þingvalla. Hjá McCormick-hjónunum er ívar Guðmundsson, þáverandi blaða- rnaður á Morgunblaðinu. Valtýr Stefánsson, þáverandi ritstjóri Morgunblaðsins, sýnir McCormick hitaveituframkvæmdir á Reykjum í Mosfellssveit. SÍMTALID... ER VIÐ ARNALD M. BJARNASON ATVINNUMÁLAFULLTRÚA BÆNDAHREYFINGARINNAR Efling atvinnutæki- færa í sveitum brýn 29433 Bændasamtökin, góðan dag. - Góðan dag. Er hægt að fá samband við Arnald M. Bjarna- son. Já, augnablik ... Arnaldur hér., - Komdu sæll. Þetta er á Morgunblaðinu. Ég heiti Jóhanna Ingvarsdóttir. Það er nýlega búið að ráða þig sem atvinnumálafull- trúa framleiðnisjóðs landbúnað- arins, Iandbúnaðarráðuneytisins og Stéttarsambands bænda. í hveiju felst þitt starf? Já. Ég byijaði hér 10. janúar. Þetta er tveggja ára verkefni og í grundvallaratriðum snýst það um að fá yfirsýn yfír smáiðnað í sveitum landsins og framleiðslu- möguleika, stuðla að því að koma skipulagi á markaðssetningu og reyna að örva framleiðslu eftir því sem mögulegt er. Rekja má ástæðuna fyrir þessu átaki til þess ástands sem er í sveitunum og stafar af búháttarbreytingum og samdrætti í landbúnaðarfram- leiðslu. Fólk á eftir sem áður að geta nýtt sína aðstöðu til að ska.pa verð- mæti, önnur en sem viðkemur hefðbundinni landbúnaðarfram- leiðslu. - Er þér frekar ætlað að ná til kvenna en karla? Það er nokkur vissa manna að þörf þeirra sé hvað brýnust enda hef- ur losnað meira Arnaldur M um tíma þeirra. Mitt starf nær samt almennt til atvinnusköpun- ar í sveitum. — Hvaða hugmyndir eni uppi? Áhuginn í augnabhkinu beinist að möguleikum á frekari úr- vinnslu úr íslensku ullinni. Það eru verkefni í gangi á nokkrum stöðum. Síðan eru möguleikar varðandi ferðaþjónustuna og menn tala jafnframf um minja- gripagerð. Éins'og gefur að skilja ieysir þetta engan stóran vanda. Ferðaþjónustan hefur verið vax- andi aukabúgrein. Þar hefur tek- ist vel til, kannski einmitt vegna þess að þeir sem snúið hafa sér að henni hafa gert það af alúð og þeim skilningi að það skiptir öllu máli að þjónustan sé góð. Það hefur kannski líka tekist vel vegna þess að ekki allt of marg- ir hafa reynt fyrir sér' á því sviði. - Þú ert á því að sveitir lands- ins eigi framtíð fyrir sér? Ég held að það sé engin spurn- ing. Landbúnaðurinn hefur vitan- lega verið að ganga í gegnum mjög erfiðan að- lögunartíma og honum er síður en svo lokið. En það eru ýmsar aðrar greinar að ganga líka í gegnum að- lögun. - Það er nefni- lega það. Ég þakka þér fyrir spjallið og gangi þér vel S nýja starfínu. Bjarnason Þakka þér fyrir. Vertu blessuð. ÁRIÐ1973 frumsýndi leikfélag Reykjavíkur söngleikinn Jesus Christ Superstar eftir þá félaga Tim Rich og Andrew Loyd Webb- er. Leikstjóri var Pétur Einarsson og með hlutverk Jesus fór Guðmundur Benediktsson, ungur maður frá Selfossi. Söngleikur þessi var sýndur árin 1973 og 1974 við góðar undirtektir. Guð- mundur Benediktsson hélt ekki áfram á leikiistarbrautinni heldur hélt sig við tónlistina. En hvar skyldi hann vera nú? Guðmundur býr um þessar mundir í Gautaborg í Svíþjóð og í samtali við blaðamann Morgun- blaðsins sagðist hann starfa þ'ar sem móðurmálskennari fyrir íslensk börn. „Ég byijaði að kenna núna eftir áramótin en fyrir ára- mót tók ég það rólega og leitaði mér að vinnu hér ytra,“ sagði Guðmundur. Hann sagðist hafa farið í leikferðalag með hljóm- sveitinni Islandica haustið 1989 um Norðurlönd og þar á meðal til Svíþjóðar. „Mig hafði lengi langað til að vera í útlöndum um tíma og á þessu söngferðalagi kviknaði sú hugmynd að setjast að í Svíþjóð. Konu minni, Guðrúnu Olgu Clausen, leist vel á sig hér í Svíþjóð og hér eigum við vina- fólk, sem við heimsóttum eftir að umræddu leikferðalagi lauk. Þess- ir vinir okkar höfðu milligöngu um að útvega okkur íbúð í mið- HVAR ERU ÞAU NÚ? Fyrrum Superstar íSvíþjóð borg Gautaborgar, sem 'telst nán- ast kraftaverk því það þykir fínt hér að búa í miðborginni. Konan mín vinnur við heimaþjónustu aldraðra en börn okkar- tvö eru hér í skóla. Þriðja barn okkar er í menntaskóla heima á íslandi. Ég var í tónlistarnámi þegar söngleikurinn um Jesus Christ Superstar var sýndur og ég hélt áfram því námi og lauk nokkru seinna prófi frá tónlistarskóla. Ég hef að mestu sinnt tónlistarstörf- um eftir það, þar til nú. Þó mér og fjölskyldu minni líki prýðisvel hér í Svíaríki þá hugsum við oft heim og ætlum okkur ekki að vera hér lengi. Hvað við tekur þegar heim kemur er ekki gott að vita en ég hef fullan hug á að taka aftur upp samstarf við hljóm- sveitina Islandica, ef félagar hennar vilja fá mig aftur. Úr söng- leiknum Jesus Christ Superst- ar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.