Morgunblaðið - 17.02.1991, Blaðsíða 16
16 C
MORGUNBLAÐIÐ FJOLMIÐLAR íjUNNUDAGUR 17. FEBRÚAR 1991
Auglýsingaverð fjór-
faldað frá stríðsbyijun
Bandaríska sjónvarpsstöðin
CNN, sem íslenskum sjónvarpsá-
horfendum gefst kostur á að
fylgjast með í gegnum Stöð 2,
hefur meira en fjórfaldað auglýs-
ingaverð síðan Persaflóastríðið
hófst. Þannig kosta 30 sekúndur
á besta útsendingartíma nú um
20 þúsund dollara samkvæmt
áreiðanlegum heimildum.
JANE’S:
Styrjöldin styrkir
stöðu hermálarits
SIÐAN Persaflóastríðið hófst hefur oft verið vitnað í breska viku-
blaðið Jane’s Defence Weekly, uppflettirit þess um nýtísku vopnabún-
að og sérfræðinga í varnarmálum. Fréttir í fjölmiðlum, fyrst og
fremst í sjónvarpi, hafa á skömmum tima gert þetta tiltölulega litt
lesna en virtá sérfræðirit frægt um allan heim.
IBlaðið er gefíð út í bænum Co-
uls don skammt frá London og fjöl-
miðla fólk hefur hópast þangað til
að hafa tal af sérfræðingum þess.
Fyrsta dag stríðsins urðu 20 fast-
ráðnir starfsmenn blaðsins að svara
rúmlega 400 fyrirspumum í síma.
Síðan breskur herskipasérfræð-
ingur, Frederick T. Jane, sendi frá
sér ritið Jane’s All the World’s
Fighting Ships 1897 hafa komið
út rúmlega 25 rit, sem bera nafn
hans — þar á meðal Jane’s Infantry
Weapons um fótgönguliðsvopn og
Jane’s Soviet Intelligence Review
um sovésk hermál. Þessi rit hafa
haft að geyma upplýsingar, sem
hvergi hefur verið hægt að finna
annars staðar.
Meðal 27.000 áskrifenda Jane's
Defence Weekly eru æðstu menn
hermála í Bandaríkjunum, Bret-
landi, ísrael og Sovétríkjunum.
Bandaríska landvamaráðuneytið,
Pentagon, fær 604 eintök.
Schwarzkopf hershöfðingi fær blað-
ið sent til Saudi-Arabíu og alls fara
1.000 eintök til hetja bandamanna
þar. Áður en Persáflóadeilan hófst
vom 45 eintök send til íraks, þar
af tvö til Saddams Husseins.
Fréttamenn vikuritsins fengu
fyrstir allra að skoða Lockheed-
verksmiðju í Kalifomíu, þar sem
torséðar „SteaIth“-þotur voru
smíðaðar. Sérfræðingi blaðsins i
flugmálum og útgefanda þess, Paul
Beaver, var boðið til Moskvu til að
prófa sovésk vopn, fyrstum breskra
blaðamanna.
Áður en stríð brauzt út við Persa-
flóa birti blaðið ítarlegar upplýsing-
ar um neðanjarðarbyrgi íraka, allan
vopnabúnað þeirra og hemaðar-
getu. Jafnvel Irakar og Rússar hafa
skilið nauðsyn þess að Jane’s birti
sem nákvæmastar uþplýsingar.
Blaðið hefur fylgt þeirri stefnu
að skýra ekki frá leyndarmálum,
sem gætu stofnað mannslífum og
hernaðaraðgerðum í hættu. Þó birti
það leynilegar gervihnattamyndir
af nýju flugvélamóðurskipi Rússa
1984. Bandarískur flotamálasér-
fræðingur sem útvegaði myndirnar,
Samuel L. Morison, var fundinn
sekur um njósnir og sat átta mán-
uði í fangelsi.
Öflugt íslenskt sjón-
varp er eina svarið
OFT var þörf en nú er bráðnauðsyn. íslenskri sjónvarpsdagskrár-
gerð hefur hingað til verið mjög illa sinnt. Það sést betur hversu
visin þessi jurt er, þegar aðstæður hafa breyst og vindar alþjóð-
legra gervitunglastöðva næða yfir jörð. Hvort sem mönnum líkar
það betur eða ver þá er það einmitt þessi spíra sem skiptir einna
mestu máli í gróðurreit íslenskrar nútímamenningar. I þeim harð-
indum sem í vændum eru vegna breyttra reglna um þýðingar á
erlendu sjónvarpsefni er það helst þessi jurt sem veitt getur öðr-
um gróðri skjól. Þeim pólitísku garðyrkustjórum sem íslenska
þjóðin hefur falið umsjón þessa reitar ber því skylda til að leggja
mikla rækt við íslenska sjónvarpsdagskrárgerð.
Fleiri og betri íslenskir sjón-
varpsþættir var niðurstaða
tveggja vitringa fyrir nærri tveim-
ur árum þegar fjallað var um það
á þessum vettvangi hvert væri
svarið við innrás alþjóðlegra ger-
vitunglastöðva. Að mati flestra
er svarið enn það sama. Nú þegar
þessi innrás er hafin fyrir alvöru
er óhætt að fullyrða að staða inn-
lendrar dagskrárgerðar sé bág og
að líkindum verri en hún var fyr-
ir tveimur árum. Stór hluti hennar
er fréttir og viðtalsþættir. Leikrit,
heimildamyndir, vandaðir menn-
ingar- og skemmtiþættir og annað
metnaðarfullt sjónvarpsefni er
einungis til hátíðarbrigða. Með
þessum orðum er alls ekki verið
að gera lítið úr því sem þó er gert.
Eins er rétt að minna á í þessu
sambandi að ekki er systurgrein
dagskrárgerðarinnar, íslenska
kvikmyndagerðin, upp á marga
físka. Eftir blómlegan áratug er
þar mikil ládeyða og menn fagna
einni til tveimur myndum á ári.
Stjórnvöld verða að skapa þær
aðstæður að íslensk sjónvarps-
dagskrárgerð þrífíst og geti vaxið
og dafnað. Nú þegar dreifa má
erlendum fréttaþáttum inn á öll
heimili án þess að þýða yfír á
íslensku það sem sagt er, má
búast við að innan tíðar verði
aðgangur landans að annars kon-
ar sjónvarpsefni
einnig gerður
greiðari. Stjóm-
völd hafa í verki
staðfest það að
ekki sé þörf á að
þýða erlendar sjónvarpssendingar
fyrir íslenska áhorfendur. Því
hlýtur sú spurning að vakna hvort
ekki sé eðlilegt að erlendar gervi-
tunglastöðvar sjái að mestu um
að dreifa erlendu efni. Og í fram-
haldi að því má spyija hvort ekki
sé eðlilegt að stefna að því að
íslenskt sjónvarp leggi fyrst og
fremst áherslu á íslenskt sjón-
varpsefni frá þeim menningar-
svæðum sem ekki eiga greiðan
Innlent dagskrárefni hefur
reynst langvinsælast á meðal
íslenskra sjónvarpsáhorfenda.
aðgang að fjölþjóðastöðvunum.
An tillits til svara við þessum
spumingum er það ljóst að mikil-
vægasta verk-
efni þeirra sem
fara með stjóm
sjónvarpsmála er
að varða leiðina
að öflugri
íslenskri dagskrárgerð. Sjálfsagt
er að fara fram á að hið opinbera
leggi eitthvað af mörkum við það
að koma traustum fótum undir
íslenskan sjónvarpsiðnað. Hluti
af því gæti m.a. falist í að skapa
markað fyrir íslenskt efni bæði
hér heima og erlendis. Eðlilegt
er að hið opinbera styðji með ein-
hveijum hætti einstök metnaðar-
full verkefni en það er mikilvægt
að þær íslensku sjónvarpsstöðvar
BAKSVMÐ
eftir Asgeir Fribgeirsson
■ Núþegarinn-
rás erlendra
gervitungla-
stöðva er hafin
þarf að
tryg-gja að sem
stærstum hluta
af tekjum sjón-
varps á íslandi
verði varið til
innlendrar
dagskrárgerð-
ar.
♦
sem í framtíð leggja áherslu á
íslenskt sjónvarpsefni geti fram-
•fleytt sér af þeim tekjum sem þær
hafa af þeirri framleiðslu eða
þjónustu sem þær bjóða upp á.
Stjórnvöld verða að beita sér
fyrir skipulagi sem verðlaunar
íslenska dagskrárgerð. Þau verða
að tryggja að sem stærsti hluti
af tekjum af íslensku sjónvarpi,
jafnt auglýsingatekjum sem tekj-
um af áskrift eða afnotagjöldum,
verði varið til innlendrar dag-
skrárgerðar. Þau þurfa að athuga
hvort ekki megi draga úr opinber-
um gjöldum þeirra fyrirtækja sem
stunda þessa menningarstarf-
semi. Einnig þurfa þau að skoða
hvaða möguleika kostun kann að
bjóða upp á.
Vandi íslenskra stjórnvalda er
mikill og hann vex með degi hveij-
um. Núverandi stjórnvöld mega
ekki ýta því á undan sér að taka
á honum. En vandinn gæti verið
meiri. Því er nú eitt sinn þannig
varið að saman fara hagsmunir
íslensku sjónvarpsstöðvanna og
íslenskrar menningar og tungu.
Innlendir sjónvarpsspekúlantar
telja að í hellidembu frá tungl-
stöðvum háloftanna sé besta leið-
in til að ná athygli íslenskra áhorf-
enda að bjóða upp á gott og vand-
að íslenskt efni. Það liggur síðan
í augum uppi að íslenskri tungu
stafar ekki hætta af útlendum
sjónvarpsstöðvum á meðan ís-
lendingar horfa á íslenskt sjón-
varpsefni.
r
I einurn munnbita
Maður sem ætlar að
kyrkja lítið dýr í
greip sinni mun að
lokum þreytast. Hann heldur
því armsleingd frá sér, herðir
takið um kverkar þess sem
má, en það deyr ekki; það
horfír á hann; klær þess eru
úti. Þetta dýr mun ekki vænta
sér hjálpar þó tröll komi með
blíðskaparyfírbragði og segist
skulu frelsa það. Hitt er
lífsvon þess að tíminn sé því
hallkvæmur og lini afl óvinar
þess.
Með þessari dæmisögu af-
neitar Ámas Amæus því að
eiga þátt í að' koma landinu
í hendur sterku erlendu valdi
í Islandsklukkunni eftir Haltd-
ór Laxness. Þessi saga er í
fullu gildi, ekki síður nú en,
þá. Um þetta snýst íslensk
menning á öllum tímum.
Nú hefur stríðið við Persaf-
lóa staðið meira en mánuð í
stofum hjá venjulegu fólki hér
á íslandi. Þessar svokölluðu
beinu útsendingar frá atburð-
um á vettvangi eru þó ekki
beinni en svo að aðeins er
sýnt það eitt sem stríðsaðilar
leyfa að sýnt sé. Þetta eru
því í raun ritskoðaðar beinar
sendingar, hvemig sem
koma má því heim og saman.
Allt slíkt hefði hér fyrir stuttu
verið kallað einu nafni áróður.
Yfír þetta hefur ráðherra
menntamála á íslandi lagt
blessun sína, trúlega talið
nauðsynlegt til eflingar og
viðhalds menningar þjóðar-
innar, með því að breyta, eða
a.m.k. túlka á ný, ákvæði um
þýðingarskyldu í íslenskum
fjölmiðlum. Enda þótt máls-.
metandi menn hafi fundið að
þessu í fjölmiðlum hefur hann
ekki talið ómarks vert að
svara þvílíkri gagnrýni öðru
vísi en faðir sem skammar
bam sitt fyrir að bölva í fjöl-
menni. Hann hefur þó ekki
alltaf skort efnisleg rök til
svara.
Hið mikla flóð enskra og
amerískra, síendurtekinna,
ritskoðaðra frétta, sem eru
ekki í neinni annarri beinni
sendingu en þeirri að íslensku
sjónvarpsstöðvamar beina
gervihnattageislunum beint
inn á dreifíkerfi sín, veldur
mörgum áhyggjum. Komið
hefur í ljós að sendingar frá
SKY og CNN eru meira en
helmingur þess efnis sem
varpað er frá stöðvunum.
Þeim sem er annt um íslenskt
mál og sjálfstæði menningar
okkar hrýs hugur við þessu
af mörgum sökum. Aðrir
benda á hversu rangt sé að
hleypa þessu beint og athuga-
semdalaust inn á kerfi stöðv-
anna, jafnvei ijúfa sendingar
til að skjöta inn í þær ensku
eða amerísku sjónvarpi. Það
hlýtur að jaðra við glæp, ef
rétt er eftir haft, að önnur
stöðin hafí rofíð sýningu á
bamaefni til að koma að
amerískri stríðsfrétt. Hvar
eiga börn nú skjól fyrir áróðri
og hrottaskap mannvons-
kunnar?
Einn er sá þáttur þessa
máls sem ég hef ekki enn séð
getið, en hann er alvarlegur
og varðar sjálfstæði stöðv-
anna á þann hátt sem upphaf
þessa pistils bendir á. Það er
hætt við að það skref sem
sjónvörpin tóku með offorsi í
stríðsbyijun verði ekki máð
út. Þetta útlenska sjónvarpsé
„komið til að vera“, eins
og nú er í tísku að segja. Það
gæti orðið til frambúðar meg-
inhluti dagskrár í „íslensku"
sjónvarpi. Og hvað svo?
Nú hefur komið til tals að
erlendir aðilar geti eignast
hluta íslenskra fyrirtækja, þar
á meðal fjölmiðla. Geri þeir
það hljóta þeir í krafti eignar
sinnar að hlutast til um- efni
og dagskrá þeirra. Ef íslenskt
útvarp eða sjónvarp verður
„gleypt í einum munnbita"
verður varla lengur hægt að
tala um það sem islenskt út-
varp eða sjónvarp. Tröll getur
verið sterkt, eins og þegar eru
dæmi um í íslenskum fjöl-
miðlaheimi.
í upphafi Stöðvar 2 var
stofnað Eyfírska sjónvarpsfé-
lagið. Það framleiddi efni
heima í héraði og það var lagt
yfir dagskrána að sunnan á
ákveðnum tímum fyrstu mán-
uðina. Þetta var bæði gott og
þarft svæðissjónvarp, en stóra
mamma í Reykjavík var sterk
og sjálfsagt hefur eitthvert
óráðið afl, sem kallað er vilji
fólksins þegar rök þrýtur,
hjálpað til þegar þessar send-
ingar voru lagðar niður og
sjónvarpsfélagið varð að inn-
heimtuskrifstofu! í krafti
nafnalista frá Raufarhöfn og
nokkurra símtala gripu
stjórnendur Rásar tvö " í
Ríkisútvarpinu á sama veg til
þess óyndisúrræðis að leggja
í rúst það starf sem unnið
hafði verið til að festa menn-
ingarlegt svæðisútvarp
síðdegis í sessi víða um land,
svo ekkert stendur eftir þar
nema fréttir og fréttaviðtöl.
Þegar vald þeirra manna
sem stjóma syðra er svona
sterkt, hvers er þá að vænta
þegar ennþá sterkari jötnar
frá útlöndum fara að stjóma
þeim? Hvar stöndum við þeg-
ar vald fjölmiðlarisanna verð-
ur svo sterkt að við verðum
að leggja niður það litla sem
við sendum út af íslensku
sjónvarpsefni? Hve langt er
þess að bíða að íslenskir sjón-
varpsfréttamenn segja okkur
tíðindi „læf from the Alt-
hing“?
Sverrir Páll
Erlendsson