Morgunblaðið - 17.02.1991, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 17.02.1991, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR suNNðbAcúR 17. FEBRÚAR 1991 C 21 Kjartan Bjömsson, Vopnafirði - Minning Fæddur 5. febrúar 1918 Dáinn 17. janúar 1991 Mig langar með nokkrum orðum að minnast frænda míns og góðvin- ar Kjartans Björnssonar, fv. póst- og símstöðvarstjóra í Vopnafirði, sem andaðist á Borgarspítalanum 17. janúar sl. eftir langvinn veik- indi. Það er stórt skarð höggvið í Sunnudalsættina á hálfu öðru ári en á þeim tíma hafa látist Kristrún Vilhjálmsdóttir, Vilhjálmur Jonsson og nú Kjartan Björnsson. Kjartan fæddist í Vopnafjarðar- kauptúni 5. febrúar 1918 og var hann einkabarn foreldra sinna Hólmfríðar Vilhjálmsdóttur frá Sunnudal og Björns Ólafssonar frá Setbergi. Kjartan ólst upp við mikið ástríki foreldra sinna sem vildu allt það besta fyrir hann gjöra. Kjartan var strax á barnsaldri mjög vel gerður og bráðgreindur og sem dæmi um það má nefna að 6 ára að aldri var hann fluglæs. Á þeim árum voru tækifærin fá til mennt- unar og vart um aðra skólagöngu að ræða en barnaskóla. Kjartan stundaði ýmiss störf, m.a. sjómennsku þar til árið 1938 að hann fer til Reykjavíkur og sest í fyrsta bekk Samvinnuskólans. Stundaði hann námið vel og tók gott próf um vorið. Strax á barnsaldri beindist áhugi Kjartans að bókum og byijaði hann snemma að safna þeim. Stór hluti safns hans er íslenskur fróðleikur. Hann átti flestallar þjóðsögur og sagnir sem út hafa komið. Kjartan grúskaði mikið í bókum um hin ýmsu efni og sótti í þær mikinn fróðleik. Þá hafði hann mikinn áhuga á tungumálum og var góður enskumaður. Eftir dvölina í Reykjavík sneri Kjartan aftur til Vopnafjarðar og Kveðjuorð: Karl Bjarnason Böðvarsholt í Staðarsveit er eitt af mannkostaheimilum á Snæfells- nesi. Þar innan veggja voru flestir þeir eiginleikar sem prýða íslenskt þjóðlíf. Húsráðendur þar veittu hveijum manni sem lagði þangað leið þann yl, sem ósjálfrátt sagði þeim að koma aftur og njóta þeirra lífsbirtu sem var öndvegi heimil- islífsins. Ég var einn þeirra sem átti því láni að fagna að kynnast þessari fjölskyldu og var hún mér kærari því oftar sem fundum bar saman. Bjarnveig og Bjarni gnæfa hátt í mínum hugarheimi. Og úr þessum jarðvegi var Karl sprottinn. Mætti fleira um það segja. Karl var farinn að heiman þegar ég man fyrst, og sá ég hann fyrst í heim- sóknum á æskustöðvar. Snæfells- nesið var honum kært og allt já- kvætt sem kom þaðan gladdi huga hans. En bestu kynni okkar Karls voru eftir að hann kom á Elliheimilið Grund, en þangað fór hann eftir missi ágætrar konu. Það var ekki hægt að koma svo við á Grund öðruvísi en hitta hann og rabba við hann um liðna tíð og sveitina. Karl var ekki lengi búinn að vera á Grund, þegar órofa samband mynd- aðist milli hans og Gísla forstjóra og það fór ekki milli mála að Gísli mat hann vel og rétt. Fann að þar kom inn góður andi á hið mikla heimili, andi sem hlúði að viðgangi hins góða sem heimilið lætur í té og of langt væri upp að telja. Karl var ekki að liggja á því hvað honum liði vel á Grund og alltaf var hann að rétta þar hjálparhönd, vitja vist- manna og koma hlýju og brosi í hugskot samferðamanna. Þar var hans mikli eiginleiki. Þessu kynntist ég vel og eins því hvernig samband þeirra Gísla og hans for alltaf vax- andi. Óbilandi trausts Karls á leiðsögn Drottins sagði fljótt til sín þegar ég kom á hans fund og einmitt trú- in og traustið brynjaði hann gegn öllu því sem miður fer í okkar litla þjóðfélagi. Og Snæfellsnesinu fylgdist hann vel með. Þakkaði hvert gæfuspor þar stigið og tók sér nærri þegar fór að halla undan fæti þar og íbúum fækkaði. Þetta var svo ofarlega hjá vini mínum, Karli. Mér þótti vænt um að geta átt með honum stundir þegar ég á ferð- um mínum fyrir sunnan, kom á Grund og ræddi við vistmenn. Þetta er mín saga og veit að undir það geta þeir tekið sem kynni höfðu af Karli. Það verða því viðbrigði þegar ég, kem næst að Grund. Gísli hefir um áraraðir gefið út blað Grundar: Heimilispóstinn. Þar hlúði Karl að og ritaði í blaðið. Þær greinar eru vegsauki blaðsins. Þetta er sannar- lega gott blað sem sameinar vist- menn. Margt fleira mætti segja sem ekki kemst í þessa grein sem ein- ungis er ætluð til að tjá vini mínum þakkir fyrir vináttu sem aldrei brást, gaman hans og alvöru sem vinir hans meta og fylgir okkur áfram. Ég þakka honum fyrir samfylgd- ina og Guð blessi_ hann. Árni Helgason Kveðjuorð: Runólfur Jónsson Fæddur 28. janúar 1927 Dáinn 11. febrúar 1991 Runólfi kynntist ég fyrst þegar ég hóf störf við röradeildina á Reykjalundi árið 1965, en þá hafði hann starfað þar um skeið. Upphaf- lega mun Runólfur hafa komið að Reykjalundi sem sjúklingur, enda bar hann þess merki í fasi eftir að hann náði fullri heilsu. Segja má að Runólfur hafi verið allt í öllu allstaðar við hina marg- þættu uppbyggingu á Reykjalundi því hann reyndist liðtækur í meira lagi á flestum eða öllum sviðum þegar á þurfti að halda. Þótt margar og góðar minningar sæki á hugann frá samstarfi okkar við rörin þá er því ekki að neita að oft kemur Runi upp í hugann þegar tilefni gefst til að minnast jólasveinsins á Reykjalundi, en í því hlutverki var Runi jafnan i essinu sínu. Fyrir u.þ.b. tuttugu árum tíðkaðist útbýting jólagjafa frá stofnuninni til barna starfsmanna. Runi lifði sig svo inn í þetta hlut- verk að enn í dag finnst því unga fólki sem þá var á barnsaldri sem erjginn. geti’. yerið raunverulegur jólasveinn annar en Runi, enda var maðurinn bæði barngóður, lipur og liðugur og alskeggjaður í þokkabót. Runi kom víðar við á félagslega sviðinu meðal starfsfólksins því við undirbúning árshátíðanna reyndist hann ómissandi skemmtikraftur. Hann sá alltaf broslegu hliðina á mönnutn og málefnum og notaði sér þessa gáfu óspart til að lyfta gleðskapnum á hærra plan. Okkur kom á óvart að frétta lát Runa þetta snemma, því þótt hann væri farinn að nálgast sjötugsaldur- inn þá virtist hann hress og kátur í allri framkomu. En ég ætla að fyrir nálægt ári síðan hafi hann verið farinn að kvarta yfir minnis- leysi, og upp úr því fór hann til rannsókna á sjúkrahús. Enginn bjóst samt við að þarna væri að opnast leiðin að því lokamarki sem við öll stefnum að. Ég var svo heppinn að starfa náið með þessum vini mínum í fé- lagsstarfi utan vinnustaðar, því báðir vorum við virkir í Alþýðu- bandalaginu í okkar byggðarlagi. Þegar beita þurfti pennanum til framdráttar hinum ýmsu þjóðfé- lagsmálum þurfti ekki að fara bón- arveg að Runa því hann reyndist oftar vera fyrri til að gera sér grein fyrir hvar skórinn kreppti. Nú stendur sæti Runólfs autt, en við félagarnir sendum honum og fólkinu hans hlýjar kveðjur og þökkum góða og falslausa samveru jafnt við skyldustörf sem og utan þeirra — og þótt sætið sé autt þá munum við vafalaust lengi njóta Runa á meðal okkar, „því orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur". Gísli Snorrason tók við starfi hjá kaupfélaginu þar. Síðar stundaði Kjartan barna- kennslu í. sveitinni og keyrði jafn- framt rútu milli Vopnafjarðar og Akureyrar yfir sumartímann. Fljót- lega mun Kjartan hafa farið að gegna ýmsum nefndar- og trúnað- arstörfum og fylgdi það honum alla hans starfsævi. Þar sem annars staðar reyndist hann góður liðsmað- ur. Árið 1953 verða þáttaskil í lífi Kjartans. Það ár er hann skipaður póst- og símstöðvarstjóri á Vopna- firði. Því starfi gegndi hann í 35 ár eða þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Kjartan var sannkallaður hag- leiksmaður. Hann gat gert við alla hluti ef eitthvað bilaði, hvort sem um var að ræða rafmagn, bíla eða vélar, og einnig var hann góður smiður. Árið 1946 kvæntist Kjartan Jónínu Hannesdóttur frá Böðvars- dal, mikilli myndar- og ágætiskonu. Áttu þau fallegt heimili, rómað fyr- ir gestrisni og góðvild af öllum sem þar bar að garði. Við hjónin nutum gestrisni þeirra á ferðum okkar og allt vildu þau fyrir okkur gjöra svo okkur liði sem best og það viljum við nú þakka af heilum hug. Sem dæmi um hugulsemi þeirra vil ég nefna að árið 1986 var ég og systk- ini mín á ferð á Vopnafirði ásamt fjölskyldum okkar. Daginn sem við fórum frá Vopnafirði var Kjartan ekki heima. Um kvöldið þegar við komum í Ásbyrgi eru þau hjón og frænka okkar komin þangað til þess að kveðja okkur og geta verið með okkur um kvöldið. Svona elsku- legheitum er ekki hægt að gleyma. Kjartan og Jónína eignuðust fimm böm, mesta myndarfólk sem öll hafa stofnað heimili. Þau eru: Hólmfríður Birna, starfsmaður hjá Pósti og síma, Hafnarfirði; Inga Hanna, starfsmaður hjá Pósti og síma, Reykjavik; Kjartan, starfs- maður hjá Flugleiðum, Reykjavík; Baldur, stöðvarstjóri Pósts og síma, Vopnafirði, og Kristbjörg Erla, nemi í Háskóla íslands. Barnaböm- in eru 7 og barnabamabörnin 2. Árið 1986 byggði Kjartan sér fallegt einbýlishús við endann á Vigdísarkletti,. fallegasta útsýnis- stað í Vopnafjarðarkauptúni. Þar blasir við fjörðurinn, fjöllin, hólm- arnir, Kolbeinstangi og Kollumúli yst. Þarna átti að eyða ævikvöld- inu, en reyndin varð önnur. Maður- inn áætlar en Guð ræður. Að lokum viljum við, ég og fjöl- skylda mín, þakka alla vinsemd og hjálpsemi á liðnum árum og votta eiginkonu, börnum og öðrum ást- vinum innilega samúð. Guð blessi minningu Kjartans Björnssonar. Vilhjálmur Þ. Valdimarsson t Eiginmaður minn, faðir okkar og sonur, VIÐAR SIGURÐSSON prentari, Suðurbraut 28, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju, þriðjudaginn 19. febrú- ar kl. 15.00. Guðrún Sæmundsdóttir, Sonja Ýr Viðarsdóttir, Karl Dan Viðarsson, Sigríður Rósmundsdóttir, Sigurður Sigurjónsson. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞORSTEINA (Steina) SÓFUSDÓTTIR, Strandaseli 7, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 18. febrúar kl. 15.00. Alexander Guðmundsson, Hjördís Guðmundsdóttir, Tómas Guðmundsson, Ingibjörg Jónsdóttir, Guðmunda Guðmundsdóttir,Þorsteinn Jóhannsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eigin- manns míns og föður okkar, JÖRGENS F. F. HANSENS, Álakvísl 3 Helga E. Hansen og fjölskylda. t Innilegar þakkir sendum við öllum sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför þróður okkar, EINARS EINARSSONAR frá Suður-Fossi, Dvalarheimilinu Hjallatúni, Vik f Mýrdal. Geir Einarsson, Matthías Einarsson. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför SIGRÍÐAR HREFNU SIGFÚSDÓTTUR, Valfelli, Vogum. Sólveig Jónsdóttir, Sigfús Jónsson, Kristján Jónsson, Finnur Jónsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.