Morgunblaðið - 17.02.1991, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.02.1991, Blaðsíða 6
6 C MORGUNBLAÐIÐ' SUNNUDAGUR 17. FEBRÚAR 1991 eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur myndir: Ragnar Axelsson og Kristjón G. Arngrímsson. ÍÞRÓTTAFÓLK er á öllutn aldri og eflaust getur menn greint á um hvenær óska-„forminu“ er náð. Þrítugir knatt- spyrnumenn teyast ekki til „gamalmenna" í sinni íþrótta- grein. Þvert á móti hafa menn haldið því fram að þeir séu upp á sitt besta þá. Á hinn bóginn hlýtur að vera erfitt að flokka menn fyrirfram eftir íþróttagreinum. Ekki er þó óvitlegt að ætla að íþróttafólk nái hámarksgetu sinni -einhvern timann á aldursbilinu 20 til 30 ára. Hér sem ann- ars staðar eru til eldri íþróttamenn, sem daglega æfa sig með keppni í huga. Við spjölluðum við fjórar konur, sem allar hafa verið áberandi í íþróttum á undanförnum árum. Þær eru allt upp í fertugt, eru þó enn á keppnisvellinum og neita að hætta á meðan þær hafa gaman af. Kolbrún Jóhannsdóttir ásamt eiginmanni sínum Guðmundi Kol- beinssyni og börnum Kolbeini 12 ára og Örnu Kristínu 5 ára. #■ Eg fæ mikla hvatn- ingu að heiman - segir Kolbrún Jóhannsdóttir, markvörður „ÉG BJÓ í Fram-hverfinu sem barn og ég man að ég var alltaf úti að leika mér. Oft var ég í fót- bolta með strákunum og þegar ég var þetta ellefu-tólf ára fór ég að fikta við handboltann. Síðan hef ég verið á fullu. Ég hef tvisvar gert smáhlé, rétt á meðan ég hef verið að eiga börnin. Ég var kom- in hátt í fimm mánuði á leið með fyrra barnið þegar ég hætti og svo var ég komin aftur af stað mánuði eftir fæðinguna," segir Kolbrún Jóhannsdóttir markvörð- ur Fram og landsliðsins sem nú er 32 ára gömul. Kolbrún hefur spilað með Fram í sautján ár. Þar af hefur hún lifað það að verða þrettán sinnum íslandsmeistari með liði sínu. Þau lið, sem nú bít- ast um titilinn, eru Fram og Stjarnan. Framstúlkumar æfa að jafnaði fjórum sinnum í viku. Á morgun byija svo æfingar hjá landsliðshópn- um og verður æft daglega fram í miðjan mars, en þá heldur landslið kvenna í handbolta til Ítalíu á C- heimsmeistarakeppnina. íslenska lið- ið mætir liðum Ítalíu, Portúgal, Finn- lands, Belgíu og Hollands. „Þetta verður strembið. Ég held að við eig- um þokkalega möguleika. Við vitum Kolbrún hefur staðið í marki Fram í sautján ár. að hollensku stúlkumar verða mjög erfiðar enda töpuðum við all-rosalega fyrir þeim í haust úti í Hollandi. Við skulum ekkert ræða það neitt hér. Ósköp undarleg tilfinning aö missa of fyrski metinu segir Oddný Ámadóttir, spretthlaupari „ÉG ER alin upp norður á Þórs- höfn og þar var ekki neitt sem hét íþróttir. Eins og venja er úti á landi, stundaði maður bara sveitaböllin og þvældist um. Leik- fimikennsla var jafnframt frekar lítil. Sem bam hafði ég alltaf gam- an afþví að hlaupa og útileikir ýmiskonar var hreyfing okkar krakkanna. Ég get ekki neitað þvi að i mér blundaði alltaf svolítiH metnaður, en íþróttir sem slíkar voru viðs Qarri. Það var heldur enginn tU staðar til að segja mér að ég væri efnileg," segir Oddný Arnadóttir, spretthlaupari, sem nú er 33ára. Það var ekki fyrr en ég fer í Reykholt í Borgarfírði, þá 15 ára, að ég kynnist íþróttum að ein- hveiju marki. Ég var þá að vísu minnst í hlaupum. Tíminn fór meira í handbolta, körfubolta og sund og síðar spilaði ég blak með Þrótti og Víkingi. Tvítug, árið 1978, keppti ég á landsmótinu á Selfossi fýrir UNÞ, varð þriðja í 100 metra hlaupi og vann 400 metrana þó ég hafi þá lítið verið farin að æfa. En það var svo merkilegt að þrátt fyrir þessa vel- gengni mína á landsmótinu, varð hún mér engin hvatning til að halda áfram. Rúmum tveimur árum seinna þegar ég fluttist til Reykjavíkur gekk Oddný Amadóttir á hlaupabraut- inni sl. sumar. ég í ÍR og fór að æfa af kappi. Þá fékk ég jafnframt minn fyrsta þjálf- ara sem var Ágúst Ásgeirsson sem var ómetanleg aðstoð.“ Oddný setti sitt fyrsta met árið 1981 og á sínum tíma átti hún fjög- ur einstaklingsmet, í 100,200 og 400 metrum og 400 metrum innanhúss. „Yngri stúlkumar hafa verið að tína- af mér metin í spretthlaupunum, en ennþá held ég boðhlaupinu. Það var ósköp undarlegtilfínning að missa af fyrsta metinu. Það var hér heima og sjálf var ég í toppformi. Það var árið 1985 sem fyrsta metið, í 100 metrunum, vartekið af mér, en það met átti ég lengst." Ennþá á Oddný annan besta árangur í 100,200 og 400 metra hlaupum og í 800 metra hlaupi á hún fímmta besta árangur. s FráþvíaðOddnýbyijaði23ára að æfa hlaup af alvöru hefur hún aldrei þurft að stoppa vegna meiðsla. „Það má segja að það sé mjög óvenju- legt að geta hlaupið stanslaust í tíu til ellefu ár án þess að meiðast. Ég vil þakka aldrinum þá heppni. Ég hef verið búin að taka út þann andlega og líkamlega þroska sem til þurfti. Og kannski eru líka til aðrar ástæð- ur. Kannski hef ég verið dugleg við upphitun ogteygjuæfíngar." Á vetuma hefur Oddný æft sig sex til sjö sinnum á viku, yfírleitt seinnihluta dags. „Maður reynir að vera sem mest úti, en þrekæfíngar og styrktaræfingar fara fram í lyft- ingasölum. Æfingar eru ekki eins stífar á sumrin því þá koma keppnim- ar inn í. Það verður að hvíla sig í einn til tvo daga fyrir hveija keppni. íþróttunum fylgja mikil ferðalög. Það em keppnisferðir erlendis á sumrin og á vetuma hef ég stundum farið til Bandaríkjanna til að æfa. Ég myndi telja það nauðsynlegt fyrir hlaupara að koma sér um tíma úr kuldanum héma heima á vetuma. Félagsskapurinn er mjög skemmti- legur. Fyrir tæpum þremur ámm stofnuðu nokkrir félagar innan ÍR gönguklúbb, sem hefur fjallaklifur og helgarferðir að markmiði sínu. „ Við fóram einu sinni „Laugaveginn" svokallaða, Landmannalaugar — Þórsmörk, og fengum þá bakteríuna. Síðan höfum við verið að safna okkur viðeigandi útbúnaði og höfum verið mjög dugleg að ferðast. Á sínum tíma töluðum við um að gönguklúbbur þessi ætti aðeins að vera fyrir þá, sem hættir væm keppni, en því miður höfum við sum aidrei getað hætt,“ segir Oddný. Sambýlismaður Oddnýjar er Gunn- ar Páll Jóákimsson kennari og frjáls- íþróttaþjálfari, en hann hefur m.a. aðstoðar Oddnýju við þjálfun sl. tvö ár. „Iþróttimar em svo sannarlega áhugamál okkar beggja, að minnsta kosti eins og er,“ segir Oddný og bætir því við að það geti breyst eitt- hvað um miðjan aprfl, en þá eiga þau von á sínu fyrsta bami. „Meðgangan hefur gengið vel. Daglegt líf hjá mér þessa dagana er svo allt öðravísi en venja er. Maður er ekkert að spenna sig upp fyrir æfíngar. Ég var að vísu á skokkinu fram á þriðja mánuð. En svo fannst mér ég eiga það skilið að hvfla mig alveg svo ég smáminnkaði við mig, fór í smá líkamsrækt og synti svolítið. En núna er ég barasta með tæmar upp í loft. Ég þori ekki að gefa neinar stórar yfirlýsingar um það hvort ég muni halda áftam á hlaupabrautinni. Eitt er þó víst að ég verð ekki með næsta sumar. Hins- vegar hefiir það gefið góða raun fyr- ir konur, sem hafa verið í íþróttum, að eiga böm og koma svo aftur tví- efldar og sterkari líkamlega."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.