Morgunblaðið - 17.02.1991, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.02.1991, Blaðsíða 24
& ö mGmmiÐVELVAKAffitöMM^mtámm „ þú kemsb hjd öUu nfrijdC um ■Pjcxrs idjringunCG ■" ■+ Haltu sjálfur á flöskunum þínum. Eg get þá sagt að það sé gestkvæmt hjá okkur! Kona! Heitir einhver hér Albert? # HÖGNI HREKKVÍSI i Á FÖRNUM VEGI „Er ekk- ert ljós- mynda- frík“ Rætt við Jón Fjörni Thorodds- en sigurvegara í ljósmyndasam- keppni fram- haldsskólanema Urslit í Ijósmyndasamkeppni framhaldsskólanema voru til- kynnt 9. febrúar síðastliðinn og þá kom í ljós að mynd Jóns Fjörn- is Thoroddsen nemanda í Mennta- skólanum við Hamrahlið hafði hlotið 35 atkvæði af 36 möguleg- um. Alls voru sendar inn 110 myndir og í dómnefndina skipuðu þrír þekktir ljósmyndarar, Ragn- ar Axelsson (RAX) og Einar Falur Ingólfsson (EFI) blaðaljósmynd- arar Morgunblaðsins, og Bjarni Jónsson stúdíó-ljósmyndari í Hafnarfirði. Myndir úr keppninni hafa prýtt veggi Norræna hússins í Reykjavík síðustu viku og um helgina lýkur sýningunni. „Sýn- ingin er í heild mjög góð,“ segir Ragnar Axelsson ljósmyndari og heldur áfram: „Það var erfitt að velja eina mynd í fyrsta sæti, þvi margar þeirra voru mjög góðar. I verðlaunamyndinni er mikil dra- matík og hún er vel unnin. Mynda- smiðurinn nær fram gamalli stemmningu þannig að maður fær á tiifinninguna að maður sé að horfa á gamla klassíska Ijósmynd. Það var alveg sama frá hvaða hlið ég horfði á þessa mynd, allt- af fannst mér strákurinn horfa á mig. Myndin er vel stækkuð og það hafði úrslitaáhrif á niðurstöð- una. . „Ég hef tekið töluvert af myndum í gegnum tíðina, en er samt ekkert ljósmyndafrík,“ sagði Jón Fjörnir í spjalli við Morgunblaðið. Hann er 19 ára gámall og stundar nám á náttúrufræðibraut MH. „Námið gengur ágætlega þó ég sé enginn A-stúdent!“ segir hann hressilega. Myndir Jóns Fjörnis hafa meðal ann- ars verið birtar í Morgunblaðinu, en aldrei í skólablaði MH, „Bene Vent- um“, þar sem ljóð hans hafa hins vegar verið birt. Einnig'voru þijú Ijóð eftir Jón Fjörni valin í ljóðabóka- flokkinn Hamraskáld, sem nemend- ur skólans gefa út. Jón Fjörnir er hressilegur í tali og atferli og ber með sér lífskraft íslenskrar æsku. Auk þess að hafa fengið viðurkenningar fyrir Ijós- myndun og ljóðaskrif er hann fram- bærilegur skákmaður og teflir m.a. með skólaliði MH. Til skamms tíma áttu íþróttir hug hans allan, og hann æfði badminton, handbolta og knatt- spyrnu. Hvað varðar myndefnið segist Jón Fjörnir taka myndir af því sem fyrir augað ber og ekkert ákveðið þema sé í uppáhaldi. „Þetta eru ýmiskonar myndir sem ég tek við hin og þessi tækifæri. Eg tek aðallega svart/hvítar myndir núna, því í skó- lanum er þokkaleg aðstaða fyrir nemendur þar sem við getum sjálf framkallað filmurnar og stækkað myndirnar. Þannig er hægt að stilla kostnaðinum við myndatökurnar í hóf, því það er óheyrilega dýrt að y Úr'ísafjarðar- djúpi, verðlauna- myndin sem Jón Fjörnir tók á leið út í Æðey. Morgunblaðið/Jón Fjömir Thoroddsen Víkveiji skrifar að sem af er vetri hefur naum- ast nokkur vetur verið. Að vísu hefur Kári brugðið sér í verri haminn, breytzt nánast í feilibylji, skekið skerið og skemmt fasteignir, jafnvel rústað heimili fólks. Og skammdegismyrkrið hefur verið jafn dimmt sem fyrr og dag- arnir hafa skroppið saman í dverga sem áður. En snjór hefur ekki sést að ráði og kuldaboii verið hógvær; hitinn á ströndum hins yzta hafs hefur reyndar skotizt upp í það sem gengur og gerizt í sólarlöndum. A skammri stund skiþast veður í lofti. Við skulum því ganga hægt um dyr góðrar tíðar og gera ráð fyrir að Vetur konungur minni lítil- lega á sig næstu vikur. En vorið færizt nær, um einn dag á hveijum degi, um eina viku í hverri viku, og senn vaknar gróðurríkið til nýs lífs, lita og ilms. XXX Fyrr á tíð var stundum talað um sumarið sem aldrei kom. Þá var oft þröngt í búi þjóðar sem átti ailt sitt undir sól og regni, jarðar- gróðri og sjósókn á opnum árabát- um. íslandssagan sýnir að lands- mönnum fækkaði á kuldaskeiðum — sumrum sem aldrei komu — þeg- ar heyfengur brást, búpeningur féll — og fólk á stundum. Þegar eldgos og drepsóttir kórón- uðu kuldaskeiðin hríðféll fólkið. Þannig er talið að svartidauði hafi orðið tveimur þriðju landsmanna að bana. Heklugos eyddi byggð í Þjórsárdal árið 1104 og gos í Ör- æfajökli eyddi byggð í Öræfum árið 1362. Fyrr á öldum, áður en tilbúinn áburður og kjarnfóður komu til sög- unnar, léku kuldaskeiðin fénað og fólk oftlega grátt. Þegar meðalhiti féll um eina-tvær-þijár gráð.ur brást heyfengur með hörmulegum afleið- ingum. xxx Enn í dag leika hörð ár, veður- farslega, sem og kuldaskeið fólk illa. En gjörbreyttar aðstæður gera því betur kleift en áður að sigrast á erfiðleikunum en fyrri tíðar mönnum. Samt er sagt að skammdegið, myrkrið og kuldinn setji svip á lunderni landans enn í dag, þótt - sólarferðir og sitthvað fleira í samtímanum bæti ögn úr skák. Landinn hefur bæði fyrr og síðar fundið sér sitthvað gagnlegt og skemmtilegt til að þreyja þorrann og góuna. Fyrst skal fræg telja jól- in, vetrarsólhvörfin, skærasta ljósið í myrkasta skammdeginu. Aður höfðum við drukkið marga „glögg- ina“ og etið Þorláksmessuskötuna. Síðáil komu áramðlin og allt seih þeim heyrir til. Þá þorrablótin, hátíð matar og drykkjar („nú er ég kátur nafni minn“).^ Og vart er til svo vesæll félagsstapur að hann standi ekki fyrir árshátíð. Raunar blómstr- ar hvers konar félagslíf lands- manna, menningarlegt og ekki menningarlegt, ekki betur í annan tíma en vetrarmánuðina. Sitthvað fleira má til tína, þrettándann, öskudag, bolludag, sprengidag, sal- kjöt og baunir (túkall). Og síðast en ekki sízt hefur veturinn verið virkjaður til ánægju og heilsubótar, samanber margs konar vetrar- íþróttir. Nú bindur fólk, gamalt sem ungt, skíði á fiman fót, hvenær sem snjó gefur í Bláfiöll tilverunnar. xxx Aðbúð og kjör fyrri tíðar fólks, forfeðra og formæðra okkar, speglast m.a. í ömefnum eins og Bitrufjörður, Brimnes, Heljardalur, Kaldbakur, Svalbarði, Tröllaskagi o.sv. fv. 0g dimmt var á dökkumið- um fyrri tíðar manna, sem sóttu sjó á opnum bátskeljum. Víkveiji veltir vöngum yfír því hvort íslendingur hitaveitu og raf- ljósa, hvers lífsbarátta fer fram á tölvuskjá, skilji þann veruleika, er að baki bjó framangreindum nafn- giftum og öðrum álíka. Dulítinn skilningsauka má sækja i verð- láunaverkið „Meðan nóttin líður“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.