Morgunblaðið - 17.03.1991, Side 8

Morgunblaðið - 17.03.1991, Side 8
8 C MORGUNBLAÐIÐ MANNLIFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 17. MARZ 1991 LÆKNISFRÆÐI/Er von um betri tíb? Mígren Mérerilltímínumhaus mest af þreytu og lúa. Maður enginn mæðulaus má í heimi búa. SIÐARI tíma kvillaskráningu ber saman við þennan gamla hús- gang; algengustu höfuðþrautir eru spennuverkur og er þá með spennu bæði átt við vöðvastrekk- ing í herðum og hnakka og eins þá þenslu sálar og líkama sem kölluð er streita og einatt fylgir lífsins puði og argaþrasi. Næst í röðinni er mígren en. það nafn er dregið af mið hluta latneska orðsins hemicrania sem þýðir verkir í hálfu höfðinu. (íslenska orðið berklar var smíðað á sama hátt; klip- ið framan og aft- an af tuberculose, sem er alþjóðlegt heiti á þeim sjúk- dómi.) Rétt er það að vísu að mí- gren-verkir eru oftast einskorðað- ir við hægri eða vinstri höfuðhelming en hitt á sér líka stað að þeir dreifíst um höfuð- ið allt. Þeir koma í köstum og vara oftast nær nokkrar klukku- stundir. Langt eða skammt líður á milli kasta; misseri, mánuðir, vikur. Gjamast verður þeirra fyrst vart á unga aldri og fleiri konur en karlar verða fyrir þessari ásókn. Á suma bresta þau eins og hríðar- él en gera öðrum boð á undan sér með leiða og syfju; jafnvel sjón- truflunum, dimmum flekkjum fyrir augum eða neistaflugi og eldglær- ingum. Fljótlega vill ógleði koma til sögunnar og uppsala en mörg- um finnst hún sefa sárasta verk- inn. Sjúklingurinn þráir kyrrð og helst einveru, hávaði og birta eru honum eitur í beinum. Ef hann getur sofnað er líklegast að þraut- imar séu vægari eða jafnvel horfn- ar þegar hann vaknar. Venjuleg verkjameðul duga lítið við mígreni en Cafergot og skyld lyf slæva gjaman kvalimar og hjálpa mörg- um til að festa blund. Reynt hefur verið að gefa önnur rnígrenlyf stöðugt í forvarnarskyni en reynst misvel. Ólíkar sögur og fjölbreytilegar lýsingar þeirra sem búa við mígren sanna best hve þessi undarlegi sjúkdómur birtist í margra kvik- inda líki og er þó ævinlega samur við sig í viðskiptum við hvem ein- stakan. Dæmi um margbreytni eru þær aðstæður sem hann velur sér til atlögu. Til eru þeir sem eiga vísa heimsókn að morgni ef þeir hafa fengið sér í staupinu kvöldið áður og virðist þá ekki allt undir því komið hversu djúpt var kíkt í flöskuna. Víntegundir skipta máli. Ég má ekki bragða rauðvín, eða Koníak er eitur. Jafnvel sakleysið sjálft, einn eða tveir munnbitar af súkkulaði, er sumum öruggur farmiði til glímu við óvættina. Sú var tíðin að mígren var talið stafa af krampasamdrætti í veggj- um slagæðanna sem flytja blóð upp í höfuðið; síðar þótti margt benda til að þessu væri öfugt far- ið og ástæða verkjanna væri tíma- bundnar víkkanir á æðum og jafn- vel að þetta tvennt kynni að skipt- ast á og valda sársauka í hvora áttina sem breyting yrði. Það var með víkkunarkenninguna í huga sem vísindamenn í lyfjafræði tóku sig til fyrir nokkrum árum og reyndu að búa til meðal sem þrengdi æðarnar um stundarsakir, nógu lengi til þess að verkirnir hyrfu strax og kastinu væri þar með afstýrt. Arangur þessara til- rauna var lyf sem heitir Imígran (öðru nafni sumatriptan) og virðist svo sem það hjálpi mörgum mí- grensjúklingum ef það er tekið snemma. Þetta meðal hefur ekki enn fengist viðurkennt fyrir al- mennan markað vegna þess að læknar eru smeykir við áhrif þess á slagæðar annarra líffæra, ekki síst hjartans. Ef æðaþrengjandi lyf eru gefin þeim sem þegar eru komnir með þröngar kransæðar þótt ekki sé það farið að valda hjartakveisu — ja, þá kynni að vera verr farið en heima setið. Af tvennu illu er líklega skárra að bera sinn mígren-kross með þol- gæði en eiga hjartaáfall á hættu. Þetta verður áreiðanlega vegið og metið í náinni framtíð og hver veit nema sá vonarneisti sem frétt- ir af nýja lyfinu hafa kveikt í bijóstum höfuðveikra eigi eftir að glæðast í loga. eftir Þórarin Guðnason Bankastræti Til leigu 1. og 2. hæð ásamt kjallara. Upplýsingar í símum 20947 og 22429. Pennavinir Fimmtán ára japönsk stúlka með áhuga á tennis, tónlist, bréfaskrift- um o.fl.: Fumiko Kobayashi, 1625-30/6-1, Nagatsuta-cho, Midori-ku, Yokohama city, 227 Japan. Skosk kona sem getur ekki ald- urs en starfar sem ritari og á kokk að eiginmanni vill skrifast á við íslenskar konur. Safnar póstkortum og hefur áhuga á garðyrkju, ljós- myndun, krossgátum o.fl. Á fimm hunda: Rosemary Lewis, 3 Cairndinnis Cottages, Haddington, East Lothian EH41 4PX, Scotland. 25 ára ítalskur sem reynir nú að læra íslensku af kassettu vill eign- ast pennavini til þess að kynnast tungumálinu og landinu betur: Alberto Bertignon, Via D’Azeglio 16, 42100 Reggio Emilia, Italia. SIÐFRÆDI/Hvort er betra, frib- sprengja eba blóm? Gríska friðargyðjan ARES var stríðsguðinn mikli í grísku goðafræðinni. Svo stríðsglaður var hann, að stundum lagði hann einnig andstæðingum lið. Stríð var eðlilegt og jafnvel eftirsóknarvert í Grikklandi til forna. Stríð var göfugt tækifæri fyrir siðmenntaða þjóð til að sýna mátt sinn og meg- in, og ósiðmenntuðum þjóðum í tvo heimana. Dýrðarljóma stafaði af góðum stríðum. hverju friðartákni. Ég svipaðist einn- ig lítillega um í norrænu goðafræð- inni, en á þeim vígstöðvum fann ég ekkert tákn. Ég vona að aðrir stikli þar um og finni friðarhugtakið. En eftir nokkra leit í hinni grísku nam hugur minn staðar og ljómaði við nafn einnar smágyðju: Hún var fögur, grannvaxin og létt á fæti eins og fugl (eða dúfa). Gullkóróna skein á höfði hennar, prýddu löngu hári. Heillandi dans steig hún á Ólympíufjallinu við þokkagyðjur. Systur hennar slógust jafnan í dansinn, gyðja viturlegra laga og gyðja réttlætisins. Hendur hennar voru fínlegar en mjúkar og með fingrasnertingu gerði hún Afródítu ástargyðju enn fegurri. Góðfús var hún æskunni og börnin Stríð fæddi hetjur. Stríð skapaði sögur og Herakles leysti allar þrautir og vann öll stríð. Það var dugur í honum. Hetjur, gaipar, kappar, karlmenni og vígamenn! Ykkar var dýrðin, og svo er enn. En friðurinn, hvar var hann? Hafði hann ekkert hlutverk? Á hann sér engar hetjur? Hvar er goðafræðin um friðinn? Hvar eru sögurnar um frið- inn? Hin blómlega gyðja Ég gerði leit að friði í grísku goða- fræðinni, að friðargoði, eða bara ein- eftir Gunnar Hersvein Skólabúðirnar að Reykjum í Hrútafirði. SKÓLAIWÁL//;y«) eru skólabúbir? Skólabúöir í NÁGRANN ALÖNDUM okkar hafa skólabúðir tíðkast um langan aldur. Með byggðaröskun síðari ára og breyttu skipulagi skólamála í dreifbýli hafa sumir héraðsskólar dagað uppi nemendalausir. í einum þeirra, Reykjaskóla í Hrútafirði sem áður þjónaði Húnavatns- sýslum og Srandasýslu með miklum sóma hafa verið stofnaðar fyrstu eiginlegu skólabúðirnar hérlendis. Markmið með skólabúðum er „að skapa samstöðu og efla samvinnu milli nemenda og kenn- ara, að auka félagslega aðlögun nemenda, að þroska sjálfstæði nem- enda, að nemend- ur fáist við ný og áður óþekkt við- fangsefni, að nem- endur kynnist nýju umhverfi og ólík- um lífsháttum, að örva löngun nem- enda til að athuga og rannsaka um- hverfíð og komast að niðurstöðu, að auka athyglisgáfu nemenda, að tengja námsefni veruleika, að út- vega efni til úrvinnslu í heima- skóla.“ Skólabúðirnar að Reykjum eru fyrir grunnskólanemendur á aldrin- um 11-14 ára, þ.e. nemendur úr 6.-8. bekk. Gert er ráð fyrir að búðimar séu starfræktar frá 1. september til 30. nóvember og svo aftur frá 1. febrúar til 31 maí. í vetur hefur þátttökugjald fyrir hvern nemanda verið 3.000 krónur. Við búðirnar starfa skólabúða- stjóri, Bjarni Aðalsteinsson, sem áður var skólastjóri, tveir fastráðnir kennarar, nokkrir stundakennarar, ráðskona og aðstoðarfólk. Kennarar fylgja að sjálfsögðu hópum sem koma. Heimavistarrými er fyrir allt að 100 nemendur. Skólar þurfa að tryggja sér búðavist með góðum fyrirvara því að aðsókn er mikil. Hver hópur dvelst að Reykjum eina viku. Nemendur gista í tveggja manna herbergjum. Aðstaða til íþróttaiðkunar er góð, leikfímisalur með áhorfendapöllum og leiksviði, borðtennisstofa og svo knattspyrnuvöllur og hlaupabrautir úti. Búnaður til félags- og tóm- stundastarfa er margs konar. í skólahúsinu er gott bókasafn og tölvuver. Þá er á Reyjum byggða- safn Húnvetninga og Stranda- manna þar sem fræðast má um foma lifnaðarhætti, þar á meðal hákarlaveiðar sem Strandamenn voru einkum frægir fyrir. Námsverkefni í búðunum geta verið fjölmörg. Fyrst ber að nefna sígilt viðfangsefni, fjöruna og lífríki hennar. í náttúrufræðistofu eru rannsóknartæki svo sem víðsjár og smásjár. Önnur náttúruskoðun er sjálfsagður þáttur í dvölinni, eink- eftir Gylfa Pálsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.