Morgunblaðið - 17.03.1991, Side 21

Morgunblaðið - 17.03.1991, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR mnT,M SUNNUDAGUR 17. MARZ 1991 ■ GANGSTERAMYNDIR vaða uppi í Hollywood sem kunnugt er. Þó nokkrar eru í framleiðslu, þ.á.m. Bugsy Siegel sem leikstýrt er af þeim ágæta Barry Levin- son. Með aðalhlutverkið fer Warren Beatty (hann er einnig einn af framleiðend- unum) en með önnur hlut- verk fara Annette Bening, Harvey Keitel, Ben Kings- ley, Elliott Gould, Joe Man- tegna og James Toback, sem líka gerir handritið. MPeter Pan myndin hans Steven Spielbergs er komin á skrið. Hún heitir Krókur (,,Hook“) og er með Dustin Iloffman, Robin Williams, Julia Roberts, Bob Hoskins og Maggie Smith í aðalhlut- verkunum. Heyrst hefur að hún verði dýrasta mynd allra tíma og að kostnaðurinn fari jafnvel upp í 125 milljónir dollara en það verður ekki selt dýrara en það var keypt. MFáir jafnast á við Kanada- manninni David Cronen- berg í gerð sálrænna hroll- vekja en nú er hann tekinn til við gerð myndarinnar „Naked Lunch“, sem hann byggir á samnefndri bók William Burroughs. Með aðalhluverkin fara Peter Weller, Judy Davis, Julian Sands, Roy Scheider og Monique Michael. HLítið hefur heyrst af fram- kvæmdum Jim Jarmusch eftir að hann gerði hina frá- bæru gamanmyndin Lestina leyndardómsfullu. Nú er hann loksins kominn af stað með nýja mynd sem heitir því undarlega nafni „L.A.NEWYORKPARIS- ROMEHELSIN SKI“. Með aðalhlutverkin fara Gena Rowlands og Winona Ryd- Úr myndinni Ég réði leigumorðingja eftir Aki Kaurismaki. Sjo myndir a finnskri viku Um þessa helgi hefst í Háskólabíói finnsk kvik- myndavika þar sem bræðurnir Mika og Aki Kauri- smaki eru ráðandi. AIls verða sýndar sjö myndir á vikunni, þar af þrjár eftir Aki, ein eftir bróður hans, Mika, og þrjár eftir aðra leikstjóra. Myndir Akis heita Ég réði leigumorð ingja, Ariel og Leningrad- kúrekar halda til Amer- íku. Þeirri fyrstnefndu hefur verið líkt við gam- anmyndir breska Ealing- versins í B-mynda stíl en hún fjallar um mann, sem vill deyja en hefur ekki þor til að enda líf sitt, konu og leigumorðingja. Ariel er ástarsaga um venjulegt fólk en snýst upp í glæpa- og fangelsis- sögu áður en hún verður aftur ofurrómantískt me- lódrama. Leningradkú- rekarnir eru um versta rokkband í sögunni sem ferðast austan af túnd- runni og til Ameríku þar sem allt gengur í fólk. Amazon eftir Mika, sem er sá bróðirinn sem færri myndir hefur gert, kemur beint frá kvik- myndahátíðinni í Berlín og snertir á umhverfis- málum en aðrar myndir á vikunni verða Rapsy og Dolly eftir Matti Ijas, Flatlendi eftir Pekka Pa- rikka um lífið í smábæ í Finnlandl og loks Pessi og Illusia eftir Heikki Partanen. Kaurismaki-bræðumir eru með fremstu og þekktustu kvikmynda- gerðarmönnum Finnlands og Norðurlanda en myndir þeirra rata ekki hingað nema á hátíðum og þá er um að gera að góma þær. Skipbrots- menn Gaubs Nyjasta mynd norska leikstjórans Nils Gaubs, sem gerði hina ágætu mynd Leiðsögu- manninn með Helga Skúla- syni, heitir 'Skipbrotsmenn og er ævintýramynd dreift af Walt Disney-fyrirtækinu í Bandaríkjunum. Myndin er byggð á sög- unni Hákon Hákonarson eftir O.V. Falck-Ytter, sem út kom árið 1873. Það er átta árum á undan Gulleyju Roberts Louis Stevensons en þær eiga ýmislegt sam- eiginlegt. Stian Smestad í Skipbrotsmönnunum. Myndin er tekin á Fiji-eyj- um og segir frá Hákoni, ungum norskum dreng, sem heldur á sjó að afla peninga til að bjarga sveitabýli föður síns. Þegar skipið hans ferst nær hann landi á eyju í Suðurhöfum þar sem hann finnur fjársjóð. Bráðlega rekur tvo aðra skipverja á eyjuna en skammt undan eru sjóræningjar og fer írski leikarinn Gabriel Byrne fyrir þeim. . Fyrsta mynd Gaubs, Leið- sögumaðurinn, var tilnefnd til Oskarsins árið 1987 en Skipbrotsmennirnir er mjög annars eðlis, ævintýramynd í gamla stílnum fyrir böm á öllum aldri. “KVIKMYNDIR™™ Góð lausn fyrir jaóarsvœöin ? 12 þús. a Pottorma Þvjár myndÍY í einni ÞRJÁR sjálfstæðar sögur í sömu bíómynd er vel þekkt fyrirbrigði í kvikmyndaheiminum, furðusögurnar „ Amazing Stories" og „New York Stories" eftir Mart- in Scorsese, Francis Coppola og Woody Allen eru dæmi um slíkar myndir, en nú er framleiðsla að hefj- ast á fyrstu íslensku myndinni þessarar tegundar. Það er kvikmyndafyrir- tækið Þumall í sam vinnu við Magnafilm og Umba sem standa að baki hennar. Verður einn hlutinn tekinn á Íslandi, annar Færeyjum og sá þriðji á Grænl- andi. Um er að ræða þijár sjálf- stæðar bamasögur sem fjalla um svipað þema en eru skrifað- ar hver í sínu landinu. ís- lenska hlutann skrifar Guðný Halldórsdóttir leik- stjóri og þann færeyska eftir Arnold Indriðoson Kristín Óttarsdóttir leik- stjóri, sem gerði fyrstu fær- eysku bíómyndina, Úthafs- þulu („Atlantic Rapsody"), og þann grænlenska skrifar Jens Brönden. Hugmyndina að þríleikn- um fengu eigendur Þumals, Karl Sigtryggsson og Sig- urður Grímsson, fyrir nokkmm árum en þeir hlutu næststærsta styrkinn úr Kvikmyndasjóði í ár, 7,2 milljónir, til myndarinnar. Allar gerast sögurnar í nút- ímanum og fjalla um ævin- týri barna í hverju landi fyrir sig að sögn Sigurðar. Þannig er íslenski hlutinn, Helgi og folaldið, sveitasaga um dreng í sveit sem lendir Væntanleg I Stjörnubíó; „The Doors“ eftir Oliver • Stone. Karl Sigtryggsson og Siguröur Grímsson hjá Þumli; þijár barnasögur. í svolitlu ævintýri í tengslum við göngur. Sagði Sigurður að allar sögurnar ættu það sammerkt að tengjast á ein- hvern hátt atvinnulífínu í hveiju landi. Grænlendingar hafa ekki áður átt jafnmikinn hlut í gerð bíómyndar að sögn Sigurðar. Hver saga er 30 mínútur að lengd en kvik- myndataka hefst á Grænl- andi um miðjan apríl nk., færeyski hlutinn verður tek- inn í ágúst og sá íslenski í haust. Tekið verður á 35 mm filmu. Kristín Pálsdóttir leikstýrir íslenska hlutan- um, Mariu Olsen leikstýrir grænlenska hlutanum og Katrín Óttarsdóttir leikstýr- ir þeim færeyska. Ef áætlun stenst verður heildarmyndin — vinnuheitið er Þijár norr- ænar sögur — tilbúin til sýninga að ári. Hún kemur til með að kosta 35 til 40 milljónir og sagði Sigurður að Norræni sjóðuriim kæmi til með að kosta lTana að einum þriðja hluta. Hug- myndin að verkinu varð til á undan Norræna sjóðnum „en það kom í ljós að mynd- in fellur mjög vel innan ramma hans, er sannarlega mjög norræn og teygir sig til jaðarsvæðanna,” sagði Sigurður. Kvikmyndafyrirtækið Þumall (nafnið er dregið af fjallinu Þumli í Skaftafells- öræfum) hefur ekki áður framleitt bíómynd. Það er helst þekkt fyrir heimildar- myndir í sjónvarpi eins og um Grænhöfðaeyjar og leið- togafundinn 1987. Alls sáu ríflega 12.000 manns bandarísku gamanmyndina Pottorm- arnir á fyrstu þremur sýn- ingarvikunum í Stjömubíói samkvæmt upplýsingum frá bíóstjóranum, ' Karli Ottó Schiöth. Pottormamir er fram- hald hinnar feikivinsælu myndar Pottormur í pabba- leit sem um 40.000 manns sáu á síðasta ári én Karl spáir því að framhaldið fari upp í 15.000 manns í aðsókn. Stjörnubíó hefur bíóréttinn á mynd- um frá Columbia og Tri-Star og sagði Karl að nú bættust við myndir frá Carolco-fyrir- tækinu eftir að Tri-Star samdi um dreifingarréttinn á Carolco-myndum í Evr- ópu en á meðal væntan- legra Carolco-mynda í Stjörnubíó era „The Doors“ eftir Oliver Stone og „Terminator 2: Judgement Day“ með Arnold Schwarzenegger. Af þeim myndum sém væntanlegar em í Stjömu- bíó á næstunni má nefna „Avalon“ eftir Barry Lev- inson, „Awakenings" eftir Penny Marshall með Robert De Niro og Robin Williams í aðalhlutverkum. „L.A. Story“ með Steve Martin en fljótlega eftir þessar myndir kemur svo „The Doors“ eftir Oliver Stone. I BÍÓ Bíóin í Reykjavík em orð in vel stillt inná Óskarsverðlaunaafhend- inguna sem fram fer í mars ár hvert í Los Ang- eles. Lætur nærri að þegar Óskarinn verður afhentur eftir rúma viku hafi allar helstu mynd- irnar sem keppa um styttuna komið hingað í bíó eða em á leiðinni inn úr dyrunum. í flokknum bestu myndimar em Draugar, Góðir gæjar, Guðfaðir- inn III og Dansar við úlfa en þær hafa allar verið fmmsýndar hér. Sú fimmta er Uppvakn- ingar („Awakenings") en hún kemur bráðlega í Stjömubíó. Af þeim 15 myndum sem hlutu flestar tílnefn- ingar til Óskarsins hafa tíu verið sýndar hér. Hinar fímm era „The Grifters“, Hamlet, Cyr- ano de Bergerac, sem bráðlega kemur í Regn- bogann, „Awakenings“ og „Avalon", sem líka er væntanleg fljótlega. Það er einkennandi fyrir bíólífið í Reykjavík að engin af myndunum í flokknum Besta er- lenda myndin hefur enn verið sýnd hér á landi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.