Morgunblaðið - 06.04.1991, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 06.04.1991, Qupperneq 9
9 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. APRÍL 1991 Utankjörstadaskrifstofa Sjálfstæöisflokksins, Valhöll, Háaleitisbraut 1,3. hæð. Símar: 679902 - 679903 - 679904 Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer fram hjá __jborgarfógetanum I Reykjavík, Skógarhlíð 6, jarðhæð, alla daga kl. 10-12,14-18 og 20-22 nema sunnudaga kl. 14-18. Skrifstofan gefur upplýsingar um kjörskrá og allt sem lýtur að kosningunum. Aðstoð við kjörskrárkærur. Sjálfstæðisfólk! Hafið samband við skrifstofuna efþið verðið ekki heima á kjördag, 20. apríl nk. HENTU EKKILIFI ÞESSA BARNS Margt smátt gerir eitt STÓRT Á laugardögum söfnum við einnota umbúðum á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Hringið í síma 621390 eða 23190 á milli kl. 11.00 og 15.00 og við sækjum. ÞJÓÐÞRIF UN0SSAMBAND hjAiparsveita skáta Dósakúlur um allan bæ. Grensásvegi 50 Flóabardaginn í Reykja- neskjördæmi Meginefnið í máli Ólafs Ragnars Grímssonar, formanns Alþýðubanda- lagsins, á kosningafundi í Kópavogi í fyrrakvöld var harðorð gagnrýni á ráð- herra Alþýðuflokksins. A kosningafundi Alþýðuflokksins í Stapa í sama kjördæmi stóðu formaður Alþýðuflokksins og iðn- aðarráðherra sama flokks nánast á önd- inni yfir vinnubrögðum samráðherra sinna úr Alþýðubandalaginu. Ráðherrar A-flokkanna virðast sammála um það eitt að biðja kjósendur um áframhaldandi húsaskjól fyrir A-flokka-sundurlyndið í Stjórnarráðinu næsta kjörtímabilið. Afrekaskrár og fegrunar- bæklingar Gísli Gunnarsson, sagnfræðingur, skrifar opnugrein í Helgarblað Þjóðviljans, „Klofningur krata og komma í timans rás“, þar sem hann rekur sextíu ára átök „komma og krata" á „Mannskaða- hóli“ íslenzkrar vinstri lireyfingar. Tíminn, sem Þjóðvilj- inn velur til birtingar klofningssögunnar, er kórréttur. Einmitt þessa dagana fara forystu- menn A-flokkamia um héruð, í tilefni komandi kosninga, og vanda hver öðrum ekki kveðjumar. Máski er atgangur stjómarflokkamia hvað harðastur í Reykjanes- kjördæmi, þar sem þrír ráðherrar [og tveir flokksformenn] hnakk- rífast þessa dagana framan í kjósendur: for- sætisráðherrami, fjár- málaráðherraim [„skatt- mami“] og iðnaðarráð- herrann. Vinnubrögð Alþýðubanda- lagsráð- herranna Jón Baldvin Hanni- balsson, formaður Al- þýðuflokksins, hefur gagnrýnt við Steingrím Hermaimsson, forsætis- ráðherra og fonnaim Framsóknarflokksins, „notkun ráðherra Al- þýðubandalagsins á opin- bem fé til gerðar kyim- ingarbæklinga og aug- lýsinga. UtaniTkisráð- herra staðliæfir að hér sé flokkspólitískur áróð- ur á ferðinni og að Ríkis- endurskoðun þurfi að fara ofan í sauma á þessu vinnulagi. í frásögn Morgun- blaðsins af fundi Alþýðu- flokksins í Stapa segir m.a.: „Jón Baldvin sagði að samráðhemun sinum í Alþýðubandalaginu hefði nú elnað svo kosninga- sóttin að þeir liefðu breytt þeim ráðuneytum, sem þeim væri falið að stjórna, i kosningamið- stöðvar fyrir flokk sinn og nefndi til skrautrit með meintum afreka- skrám ráðherra, fegr- unarbækling mennta- málaráðherra um lána- sjóð, sem dreift væri til námsmaima, afrekaskrá Olafs Ragnars í fjármála- ráðuneytinu, sem sér hefði verið tjáð að væri dreit í meira en 80.000 cintökum, heilsíðuaug- lýsingar menntamálaráð- herra, meira segja um frumvörp sem verið hefðu ósamþykkt, og bókaútgáfu samgöngu- ráðherra um lífæðar samgöngukerfisins ..." * Alversárás fjármálaráð- herrans Olafur Ragnai- Grímsson, fjármálaráð- herra og formaður Al- þýðubandalagsins, hélt ræðu á kosningafundi í Kópavogi í fyn-akvöld. Hami kom víða við. Það duldist hins vegar eng- um, sem á mál hans hlýddu, að honum var mest í mun að koma höggi á Alþýðuflokkinn, einkum og sér í lagi Jón Sigurðsson, iðnaðarráð- lierra, en báðir eru ráð- herrarnir í framboði í Reykjaneskjördæmi. Það var ekki sizt meint slök frammistaða iðnað- arráðherra í sanmingum um byggingu álvers á Keilisnesi, sem varð fjár- málaráðherra efniviður í barefli á samráðherra sinn úr Alþýðuflokknum. Staðhæfði Olafur Ragnar að iðnaðarráðherra hefði verið með fyrirslátt þeg- ar hann kenndi Persa- flóastriðinu um ójafn- vægi á alþjóðlegum fjár- málamörkuðum, sem taf- ið hcfðu samninga um byggingu álversins. Vitn- aði hann til skýrslu al- þjóðafyrirtækisins Gold- man Sachs rnáli sínu til stuðnings. Ólafur Ragn- ar kallaði álversmálið dýrustu kosningaauglýs- ingn allra tíma, þar sem þegar hafi verið veittar 600 m.kr. til virkjunar- undirbúnings og skýrslu- gerðar, en enn væri langt í land með að samningur kæmist í höfn. Gagnrýni formannns Alþýðubandalagsins kemur að vísu úr hörð- ustu átt, þar sem engir hafa verið meiri dragbit- ar á það að breyta óbeizl- uðum fallvötnum lands- ins í störf, verðmæti og lifskjör, með orkufrekum iðnaði, en alþýðubanda- lagsmenn með Iljörleif Guttormsson að leiðsögu- manni. Árás Ólafs Ragnars á Jón Sigurðsson er hins vegar dæmigerð fyrir A-flokka-sundurlyndið og þami glundroða sem einkennt hefur allar vinstri stjórnir í landinu, bæði fyrr og síðar. Það er ekki sízt þessi glund- roði sem staðið hefur í vegi álmálsins. Átök og gagnkvæm stóryrði for- ystumanna A-flokkaima, hvers i annars garð, þessa dagana, eru „rök- rétt“ framhald þeirrar sextíu ára klofningssögu komma og krata, sem Gísli Guimarsson, sagn- fræðmgur, rekur i siðasta Helgarblaði Þjóð- viljans. Og máske fyrst og fremst sú orrahríð, sem nú ríður húsum í Reykjaneslgördæmi. DANSSKÓLI HERMANNS RAGNARS Faxafeni 14, Nútíð, 108 Reykjavík 687480 Og 687580 Vegna mikillar eftirspurnar um vornámskeið fyrir fullorðna, pör og einstaklinga hefur verið myndaður hópur á þriðjudagskvöldum og hefst kennslan 9. apríl í Faxafeni 14. Getum bætt við nokkrum byrjendum. Innritun og nánari upplýsing- ar í skólanum og í símum 687480 og 687580 fram á mánudag. Vordansnámskeið - Nýir danshópar Apríl - maí 8 vikur ÞAÐ GETA ALUR LÆRT AÐ DANSA - DANSINN LENGIR LÍFIÐ DANSSKÓLI HERMANNS RAGNARS

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.