Morgunblaðið - 06.04.1991, Side 11

Morgunblaðið - 06.04.1991, Side 11
Morgunblaðið/Bjöm Björnsson Hilmir Jóhannesson og Agústa Ingólfsdóttir gera tilraunir vegna uppfærslu Gullna hliðsins. Sæluvika Skagfirðinga: Leikfélagið sýnir ,, Tí mamótaverk4 6 Sauðárkróki. LEIKFELAG Sauðárkróks æfir nú af kappi Sæluvikuverkefni félagsins sem frumsýnt verður sunnudaginn 7. apríl. Hér er á ferðinni nýtt íslenskt leikverk samið í tilefni af 50 ára afmæli félagsins, af Hilmi Jóhann- essyni mjólkurfræðingi á Sauðár- króki. Er Hilmir leikhúsgestum að góðu kunnur, en hann hefur samið allmörg leikrit og revíur og mun Leiðrétting í SAMTALI við Friðrik Sophus- son, varaformann Sjálfstæðis- flokksins, um bækling fjármála- ráðuneytisins, sem birtist á miðopnu Morgunblaðsins í gær, var ekki farið rétt með ummæli Friðriks í upphafi greinarinnar þar sem haft er eftir honum að fjármálaráðherra hafi tekið fjög- urra milljarða króna erlent lán í lok siðasta árs. Vegna misskilnings var haft eftir Friðriki: „Á síðustu dögum ársins 1990 tók hann ijögurra milljarða króna erlent lán, ...“ Friðrik Soph- usson sagði hins vegar: „... tók hann milljarða króna ...“ Hitt er rétt eftir honum haft síðar í grein- inni, að heildarlántökur fjármála- ráðherra erlendis á árinu 1990 hafi numið tæpum fjórum milljörðum króna. þekktasta verk verk hans vera „Sláturhúsið Hraðar hendur“ sem sýnt var víða um land á árum áður. Þetta nýja verk Hiimis sem nefn- ist „Tímamótaverk" fjallar um raunir félaga í ónefndu leikfélagi í dreifbýlinu við að finna viðeigandi verkefni til sýningar á merkum tímamótum í félaginu. Þá þótti tilvalið þar sem verkið er heimasmíðað að leita ekki langt yfir skammt með leikstjóra og því var einn af reyndari leikurum stað- arins, Elsa Jónsdóttir, sem um ára- bil hefur verið einn af máttarstólp- um Leikfélags Sauðárkróks, fengin til þess að stjórna sýningunni, en þetta er í annað sinn sem Elsa tekst á við slíkt verkefni. Eins og í fyrri verkum Hilmis, gengur á ýmsu á sviðinu, og inn í bráðfjöruga texta er fléttað söng og hljóðfæraleik. Óhætt er að fullyrða að Sæluvik- ugestum mun ekki leiðast á þessari sýningu Leikfélag Sauðárkróks á Tímamótaverkinu en fyrirhugaðar eru sýningar flesta daga Sæluvik- unnar og einnig eru áform um sýn- ingar utan Skagafjarðar. Tónlistina í Tímamótaverkinu samdi Friðrik Halldórsson en flutn- ing annast þeir Sigurgeir Angan- týsson og Páll Friðriksson. Leikarar sem fram koma í sýningunni eru 11. Formaður Leikfélags Sauðár- króks er Sólveig Jónasdóttir. - BB. 911 91 97fl LÁRUS Þ' VALDIMARSSON framkvæmdastjóri ■ I I wv £10 /V KRISTINTVISIGURJÓNSSON,HRL.löggilturfasteignasali Til sýnis og sölu meðal annarra eigna: Góð eign á góðu verði Endaraðhús i Fellahverfi, ein hæð, 152 fm með sólstofu. 4 svefnherb. Nýlegt parket o.fl. Góður bílsk. 23,1 x 2 fm. Eignaskipti möguleg. Stór og góð við Hraunbæ 3ja herb. suðuríbúð á 2. hæð 96,1 fm. Ný máluð og ný teppalögð. Sólsvalir. Kjallaraherb. með snyrtingu. Nýleg teppi á stigum. Útsýni. Verð aðeins kr. 5,9 millj. Glæsileg suðuríbúð 3ja herb. við Dalsel á 2. hæð 89,9 fm. Rúmgóðar sólsvalir. Sameign mjög góð. Nýtt og vandað bílhýsi. Laus 1. júní. Neðri hæð í þríbýlishúsi Við Stigahlíð 5 herb. 121 fm nettó. Góð geymsla í kj. Allt sér (inng., hiti og þvhús). Góður bílsk. með upphitun. Eignask. mögulög. Engihjalii - Vallargerði Stórar og góðar 2ja herb. íbúðir. Ennfremur nýlegar 2ja herb. íbúðir með bílskúrum við Stelkshóla og Nýbýlaveg. í smíðum - helst í Hafnarfirði Einbýli eða sérhæð um 110-120 fm auk bílskúrs óskast fyrir traustan kaupanda. Húseign með tveimur íbúðum óskast til kaups. Ýmsar stærðir koma til greina. • • • Opiðídag frá kl. 10-16. Gott skrifrstofuhúsnæði óskast miðsvæðis í borginni. AIMENNA FASTEIGNASALAN LAUGAVEG118 SÍMAR 21150 - 21370 Fólkið fyrst, svo ríkissjóður eftir EyjólfKonráð Jónsson „Skattbyrði heimilanna er nú með þeim hætti að ekki verður við unað. Svo mikil er skattbyrðin orðin að alþýðufjölskyldan hefur vart fyrir brýnustu nauðsynjum. Það er skylda Sjálfstæðisflokksins að beita sér fyrir því að skattlagningu verði hag- að þannig að afkoma lágtekjufólks batni þegar í stað svo um muni.“ Þessa tillögu fluttu nokkrir tugir ungra manna á Landsfundi Sjálf- stæðisflokksins. Fundarmenn fögn- uðu henni og hún var einróma sam- þykkt. Um aðra þætti skattamála var fjallað á nefndarfundum og er stefn- an frjálslynd og skýr þó að viðauki ungu mannanna hafi verið nauðsyn- legur til þess að ekkert færi á milli mála hver væri stefna flokksins í skattamálum almennings og þar með auðvitað kjaramálum. Þegar þessi ánægjulegu tíðindi gerast rísa kerfiskarlar og vinstri pólitíkusar uppá afturlappirnar og spyija með þjósti: Hvar ætlið þið að taka peningana? Því er auðsvarað, við ætlum hvergi að taka peningana. Við ætl- um að láta fólkið halda peningum í sem ríkustum mæli í eigin vörzlu og til ávöxtunar og til að bæta eig- in hag og annarra, því að varla verður velmegun og famfarir ef kjörin eru skert svo að fólk geti ekki lifað mannsæmandi lífi. Framkvæmd þessarar stefnu get- ur verið með nokkuð mismunandi hætti, t.d. að skattfijálsar tekjur verði mun hærri en nú er, t.d 75- 100.000 þús. kr.. á mánuði í ein- hveijum áföngum, en samhli^a verði með öllu afnumdir skattar §f brýn- ustu nauðsynjavörum sem lendir á öllum, hversu léleg sem kjör hans eru. En þá verður voðalegur halli á ríkissjóðnum, segja spekingamir, hann þarf að lifa, þetta „kostar svo mikið“. En hvern kostar þetta svo mikið spyr ég? Svarið er: Það kostar fólkið of mikið. Það kostar fólkið of mikið að kaupa vöruna sem skatt- lögð er eins og menn væru óðir orðn- ir og það kostar fólkið of mikið að borga skattana sem verða til þess að það glatar heilsu sinni, eignum sínum og lífshamingju, fjölskyldum sínum og vinum. Því miður eru alltof mörg dæmi þess sem nú var nefnt, það vitum við öll. Og við vitum líka, þau sem fullorðin voru íyrir svo sem 20-30 árum, að launamisrétti og eignamis- rétti á íslandi hefur aldrei verið jafn mikið og nú á tímum vinstri stjórnar. Þetta eru líka staðreyndir sem unga fólkið sér, þótt við hin eldri látum okkur hafa það að fólk sem af hörkudugnaði er að reyna að bijótast áfram sé arðrænt af ríkinu og þetta gerist í mesta góðæri ís- landssögunnar, og það sem meira er þetta gerist þegar fiskverð er það hæsta í veraldarsögunni miðað við önnur matvæli. Þá spyija spekingarnir aftur: En hvað um ríkið, hvað á það að fá? Áuðvitað fær ríkið meira en ekki minna, þegar fram í sækir og þjóð- arlíkaminn er læknaður, en ekki helsjúkur. Þá verður framleiðslan meiri og velta meiri. Rauntekjur rík- isins hækka eins og tekjur fólksins því yfirleitt eru nú skattarnir allir í hundraðstölum af tekjum, neyslu eða eignum. Þetta leggst svo allt hvað ofan á annað, margfaldast og tekur á sig kynjamyndir. Þannig á fólkið aðeins smáaura eftir. En auðvitað láta kerfiskarlarnir ekki segjast. Nú eru síðustu skila- boðin þau að það sé „hætta á þenslu“, á mannamáli að það sé of mikil atvinna í vændum og kannski Eyjólfur Konráð Jónsson „Það kostar fólkið of mikið að kaupa vöruna sem skattlögð er eins og menn væru óðir orðnir og það kostar fólkið of mikið að borga skattana sem verða til þess að það glatar heilsu sinni, eignum sínum og lífshamingju, fjölskyldum sínum og vinum.“ hækkandi tekjur. Þá er bætt við: Það eru ýmis veikleikamerki fram- undan. Veikleikamerkin, hvað er nú það sem getur verið veiklulegra en stjórnvöldin núverandi? Ofstjórnin og sköttunin er heima- tilbúin kreppa. Fólkið veit þetta, og þegar það fær jafn ótvíræð skilaboð frá Landsfundi Sjálfstæðismanna og ungu mennirnir flytja veit það að loforðið verður efnt. Höfundur er alþingismaður fyrir Sjálfstæðisfiokkinn íReykjavík. Vilt þú vera sólarmegin? Nýr valkostur á Spáni: Hús við golfvöll. Kynning á húsum á Spáni í Golfskálanum, Grafar- holti, í dag, laugardag, frá kl. 10.00-18.00. Við kynnum hágæða íbúðabyggð á Costa Blanca strönd Spánar. Um er að ræða íbúðir, raðhús og einbýlishús í ýmsum verðflokkum. Öll húsin eru einangr- uð og byggð með loftrými undir gólfi. Öll þjónusta er á svæðinu. Húseignir í þessari þyggð hafa hækkað í verði um 8-10% á ári á síðustu árum. Komið og kynnið ykkur freistandi valkost fyrir þá, sem vilja vera sólarmegin. Kynningarferð verður farin fljótlega. Fasteignasalan Framtíðin, Quesada Norden. sími 622424.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.