Morgunblaðið - 06.04.1991, Síða 18

Morgunblaðið - 06.04.1991, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. APRIL 1991 Aðalfundur Olíufélagsins h.f. veröur haldinn þriöjudaginn 16. apríl 1991 á Hótel Sögu, Súlnasal og hefst fundurinn kl. 14.00. DAGSKRÁ 1 ■ Venjuieg aöalfundarstörf skv. 14. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillaga um utgáfu jöfnunarhlutabréfa. 3. Tillögur um breytingar á 4., 5. og 16 gr. samþykkta félagsins. 4. Önnur mál, löglega upp borin. Dagskrá, endanlegar tillögur og reikningar félagsins munu liggja frammi á aöalskrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis, viku fyrir aöalfund. Aögöngumiöar og fundargögn veröa afhent á aöalskrifstofu félagsins Suöurlandsbraut 18, 4. hæö, frá og meö 11. apríl, fram aö hádegi fundardag. Stjórn Olíufélagsins h.f. Olíufélagið hf Iðnskóladagurinn: og ráðgjafar kvaddir til. Orð eru ti! alls fyrst og vonandi fylgja athafnir í kjölfarið. Það sæmir okkur þó ekki og allra síst iðnaðarmönnum, að bíða þess aðgerðarlaust að til ákvarðana og framkvæmda dragi af opinberri hálfu. Við verðum nú að leggja okkar af mörkum. Sú þró- un sem þarf að verða á næstu árum verður að vera sameiginlegt átak. Yfirstjórn menntamála, skólakerfið, samtök iðnaðarins — jafnt vinnu- veitenda sem launþega — verða að leggjast á éitt í þessum efnum, ef barnið á að komast til vits og þroska. Örlar á samvinnu I dag örlar á slíkri samvinnu. Menntamálayfirvöld hafa lýst yfir vilja til samstai'fs. Samtök iðnmeist- ara og iðnsveina eru meðvituð um þá skyldu sína að tryggja að námið sé í samræmi vð þarfir atvinnulífs- ins, þótt kennslan fari meira fram í skólum en áður. Þessi samtök eru einnig smám saman að uppgötva að markmiðin eru í flestu tilliti sam- eiginleg. Og skólakerfið hefur þegar lýst stuðningi viðomargar af þeim hugmyndum sem hafa verið á kreiki í atvinnulífinu; Á komandi mánuðum reynir á hvort þessi samvinna kemst á. Und- anfarna mánuði hefur margt verið skrafað um þau efni. Nú kemur hins vegar í ljós hvort raunverulegur samstarfsvilji er meðai allra þeirra aðila sem málin varða. Opinber atvinnustefna? hefur að sÍQppa einna mestu af áhrifum og framkvæmdamætti sínum til að hlúa að háskólamennt- uninni. Þótt ekki megi horfa tii þeirra fórna með neinni eftirsjá — þær voru nauðsynlegar — verðum við samt að gera okkur fulla grein fyrir áhrifum þeirra á atvinnulíf okkar. Staðreyndin er sú að staða iðnmenntunar hefur þróast á þann veg að verði ekki lögð veruleg áhersla á enduruppbyggingu hennar á næstu árum verður hún ekki fær um að skila þeim starfskröftum út í atvinnulífið sem það þarfnast á komandi tímum. Hvemig sem við reiknum og róum er ljóst að í fram- tíðinni verður vaxtarbroddur íslensks atvinnulífs í iðnaðinum. Án iðnaðar, án hæfra iðn- og verk- menntaðra starfskrafta, geta aðrir verðmætaskapandi atvinnuvegir ekki þrifist hér á landi fremur en annars staðar. í ijósi þessa fram- tíðarhlutverks iðnaðarins verðum við að skoða iðn- og verkmenntun- ina og haga aðgerðum okkar í sam- ræmi við það. Það er athyglisvert í þessu sam- hengi að skoða þann þunga sem ríki Evrópubandalagsins leggja nú á að koma iðn- og verknámi í þann farveg að þróun og dreifing verk- þekkingar verði sem mest og virk- ust. Okkur er nauðsyn að fylgjast náið með þeim hugmyndum sem eru uppi á borðum hjá þessum þjóðum, sem eru og verða helstu samskipta- þjóðir okkar. Verk fylgi orðum Sem betur fer hafa íslenskir ráða- menn þegar viðurkennt nauðsyn þess að byggja þennan þátt mennta- mála upp að nýju. Forystumenn hafa haft um slíkt góð orð í ræðu og riti, nefndir hafa verið skipaðar Yfirborð o g innviðir atvinnulífsins eftir Pál Kr. Pálsson Þegar litið er á yfirborð íslensks atvinnullfs virðast hlutirnir í þokka- legu lagi. Séu innviðirnir skoðaðir kemur hins vegar annað í ljós. í stjórnartíð núverandi ríkis- stjórnar hafa fleiri fyrirtæki og ein- staklingar orðið gjaldþrota en nokkru sinni áður. Skattar hafa hækkað meira en áður og ríkisút- gjöld hafa aukist langt umfram tekjur, svo gríðarlegur halli er nú á ríkisbúskapnum. Fyrirtækin hafa átt fullt í fangi með að halda sér á floti og því lítill tími og fjármagn aflögu til að huga að þróun þeirrar vöru og þjónustu sem bera á uppi lífskjörin á næstu árum. Nú er að koma í ljós að sú opin- bera afskiptastefna sem ríkisvaldið hefur fylgt varðandi nýsköpun í atvinnulífinu hefur beðið skipbrot. Núverandi ríkisstjórn lætur líta svo út, sem aðgerðir hennar að undanförnu hafi snúist um að bjarga atvinnulífinu. Vandinn sem atvinnulífið á við að etja er að mestu leytu skapaður vandi sem orðið hefur til fyrir opinbera stefnu og stefnuleysi. Vlutcuzcv Heílsuvörur nútímafólks eftirHarald Sumarliðason Iðnskóladagurinn er á sunnudag. Nemendur og starfsfólk Iðnskólans í Reykjavík hafa síðustu vikur lagt á sig mikia vinnu við undirbúning kynningar á starfi skólans og þeim námsbrautum sem bjóðast innan hans. Á morgun fer svo kynningin fram og er full ástæða til að hvetja alla sem því geta við komið, til að líta við á Skólavörðuholtinu. Þessi árlegi viðburður Iðnskólans í Reykjavík er mikilvægur og verður hér drepið á fáein atriði því til stað- festingar. Iðnskóladagurinn er ekki aðeins kynning á Iðnskólanum í Reykjavík. Hann er kynning á iðn- og verkmenntun í landinu öllu og um leið kynning á iðnaði og mikil- vægi hans í íslensku þjóðfélagi. Uppbygging háskólamenntunar Iðn- og verkmenntun hefur á síðustu áratugum dregist nokkuð aftur úr öðrum þáttum menntamála hér á landi. Að liðnum fyrstu átakaárum efnahagsbyltingarinnar sem íslendingar upplifðu um miðbik þessarar aldar stóðum við frammi fyrir alvarlegum skorti á háskóla- menntuðum sérfræðingum. íslenskt samfélag lagðist þá á eitt við að leita lausna og árangurinn er sá að nú getum við ágætlega sinnt brýn- ustu þörfum okkar á flestum sviðum „í stjórnartíð núver- andi ríkisstjórnar hafa fleiri fyrirtæki og ein- staklingar orðið gjald- þrota en nokkru sinni áður. Skattar hafa hækkað meira en áður og ríkisútgjöld hafa aukist langt umfram tekjur, svo gríðarlegur halli er nú á ríkisbú- skapnum.“ Afskipti opinberra aðila af at- vinnulífinu hafa að undanförnu snú- ist um að leysa heimatilbúin vanda- mál fortíðarinnar og skapa vanda- mál framtíðarinnar. Alls staðar í hinum vestræna heimi hafa menn áttað sig á að því meiri sem opinber afskipti af ný- sköpun eru því takmarkaðri er árangurinn. Það sem fyrst og fremst ræður árangrinum eru stjórnunarhæfileikar, þekking og færni þeirra einstaklinga sem fást við slík verkefni. Hlutverk opinberra aðila á að felast í jöfnun starfsskilyrða milli atvinnugreina og í að skapa at- vinnulífinu sambærileg starfsskil- yrði og ríkja meðal samkeppnis- þjóða okkar. Á landsfundi Sjálfstæðisflokks- ins nú fyrir sköinmu kom skýrt fram í ályktunum sém'snertá’át- Páll Kr. Pálsson vinnumál að Sjálfstæðisflokkurinn vill draga úr afskiptum ríkisins af atvinnulífinu. Hæfileikar einstakl- inganna verða að fá að njóta sín betur, sóun fjármagns í gegnum opinbera atvinnustefnu er engum til góðs. Það þarf að leggja niður milli- færslusjóði ríkisstjórnarinnar og lækka tekjuskatt fyrirtækja til að örva nýja sókn í atvinnumálum. Tækifærin til nýsköpunar eru allt í kringum okkur. Kjarni málsins er að gefa þeim sem kunna að nýta tækifærin möguleika til þess, því það mun skila okkur mestum þjóð- hagslegum ávinningi. Höfundur situr í Iðnaðarnefnd Sjálfstivðisflokksins. svonefndrar „æðri menntunar". í sumum greinum hefur þar meir að segja orðið offjölgun. Ekki svo að skilja að við getum í dag hætt að senda fólk í háskóla. Það verður aldrei. Við getúm hins vegar beint kröfum okkar að end- urnýjun og þróun þekkingar í stað magnuppbyggingar og fjöldafram- leiðslu á háskólafólki. Um leið get- um við beint sjónum okkar aftur að öðrum þáttum menntakerfisins. Staða iðnmenntunar Iðn- og verkmenntun er ef til vill sá armur menntamála sem þurft AÐALFUNDUR Mikilvæg kynning á gildi iðnaðar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.