Morgunblaðið - 06.04.1991, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 06.04.1991, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. APRÍL 1991 19 Um „meðaltal“ ríkisendurskoðunar og óvandaðan fréttaflutning fjölmiðla Allii' þeir aðilar sem ganga til samvinnu um enduruppbyggingu iðn- og verkmenntunar þurfa að gera sér glögga grein fyrir mikil- vægi þess sem þar er um fjallað. Ábyrgðin sem hvílir á samvinnu þessari er of þung til að uppbygging eða viðhald áhrifa einstaklinga, stofnana, samtaka eða hópa megi standa í vegi fyrir markvissri sókn að því stefnumiði að byggja upp sterka og virka iðnmenntun, sem í framtíðinni getur þjónað hlutverki sínu í íslensku samfélagi. Breyttur tími Sérstaklega verða allir aðilar að gera sér grein fyrir því að ekkert er óumbreytanlegt í þessum heimi. Iðn- og verkmenntun þarf sífeljt að laga sig að nýrri tækni, nýjum vinnubrögðum og nýjum viðhorfum. Gamlar iðngreinar ljúka hlutverki sínu og nýjar verða til. Þessum breytingum og öðrum þarf iðn- og verkmenntakerfið að geta mætt á hveijum tíma. Til þess að svo megi verða þurfa allir aðilar að sýna sveigjanleika, vilja til að laga sín störf að þeim raunveruleik sem blas- ir við hveiju sinni. Frumkvæði nauðsynlegt, Samtök iðnaðarins verða ekki ein- ungis að vera fús til samvinnu um enduruppbyggingu iðnmenntunar- innar, þau verða að hafa þar frum- kvæði. Hvort sem á ferð eru samtök atvinnurekenda, launamanna eða annarra þurfa aðilar vinnumarkað- arins að skerpa á hugmyndum sínum, móta þær og koma þeim á framfæri. Þessir aðilar hafa of lengi takmarkað afskipti sín við umsagnir um áætlanir og ákvarðanir sem orð- ið hafa til í skólakerfinu og mennta- málaráðuneytinu. Ekki svo að skilja að þar á bæjum sé allt illt gert. Það er einungis mál að fleiri leggi þar skapandi hönd á píóg. Iðnmenntun framtíðarinnar verður að vera opn- ari og víðtækari en svo að þar geti einn aðili haft fulla yfirsýn. Mikilvægi iðnskóladags Mikilvægi iðnskóladagsins teng- ist þessuin málum öllum. Dagurinn er mikilvægur vettvangur fyrir ungt fólk, sem ennþá hefur ekki valið sér námsleið að grunnskóla loknum, til að kynnast ofurlítið áþreifanlegar en elía þeim möguleíkum sem bjóð- ást í iðn- og verkmenntun. Jafn- framt gefst þeim sem hyggja á aðr- ar námsleiðir tækifæri til að skoða iðnnám sem mögulegan undirbún- ing, eða hagstæða leið að settum markmiðum. Þeir sem þegar starfa á öðrum sviðum atvinnulífsins geta líka sótt mikilvægar upplýsingar á iðnskóladegi. Upplýsingar um það hvernig iðnaður getur þjónað og starfað meðjieirra fyrirtækjum og stofnunum. I raun er þessi dagur þó ekki síður mikilvægur sem tæki- færi til kynningar á mikilvægi og möguleikum iðn- og verkmenntunar almennt. Hlutverk iðnaðar í framt- íðarsamfélagi okkar íslendinga þarf að kynna öllum almenningi. Aðeins með slíkri kynningu getur iðn- og verkmenntun skipað þann sess sem hún á og þarf að skipa. eftir Magnús Karl Pétursson Miðvikudaginn 20. mars sl. var lögð fram skýrsla Ríkisendurskoðun: ar um starfsemi Ríkisspítalanna. í skýrslu þessari sem að mörgu leyti er vel unnin kemur fram að í heild hafi Ríkisspítulunum vel tekist að' halda utan um takmarkaða fjármuni sína. Aðhald hafi verið á útgjöldum, kostnaður við vandasamar aðgerðir sé minni hérlendis en erlendis, að meðal legutími hefur styst meira en víða annars staðar og að vinnuálag á lækna og hjúkrunarfólk sé meira en á sambærileguni háskólasjúkra- húsum erlendis. í sérstökum kafla sem spannar þó aðeins hálfa blaðsíðu af 34 grein- ir Ríkisendurskoðun frá könnun sinni á „heildarlaunum nokkurra (letur- breyting mín) tekjuhæstu sérfræð- inga“, og í beinu framhaldi af því að „verktakagreiðslur" til þeirra hafi að meðaltali verið 4,4 milljónir á ári. Hér er ekki hirt um að segja hVersu margir sérfræðingar eru að baki þessu „meðaltali", hvort þeir eru 2, 10, 100 eða fleiri. Aðeins meðaltal „nokkurra hæstu“. Það er heldur ekki hirt um að greina frá því hvað í svokölluðum „verktaka- greiðslum" felst, hve mikill hluti af þeim eru laun aðstoðarfólks og rekstrarkostnaður og hve mikill hluti Magnús Karl Pétursson „Ríkisendurskoðun er stofnun sem landsmenn allir þurfa að geta treyst. Það er ekki sam- boðið slíkri stofnun að senda frá sér svo vill- andi og órökstuddar niðurstöður.“ eru laun sérfræðingsins. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Ríkisendurskoðun birtir slíka „með- altals“útreikninga á greiðsium til lækna og er vandséð hver tilgangur- inn er. Hitt er víst að fréttamenn og fjölmiðlar stukku á agnið og sama kvöldið skýrði áhrifamesti fjölmiðill landsins, ríkissjónvarpið, frá því að meðalgreiðslur Tryggingastofnunar ríkisins til sérfræðinga í 100% starfi væru 4,4 milljónir á ári fyrir störf unnin utan spítalans, og stærsta fréttablað landsins, Morgunblaðið, endurtók „fréttina" næsta dag. Ríkisendurskoðun er stofnun sem landsmenn allir þurfa að geta treyst. Það er ekki samborið slíkri stofnun að senda frá sér svo villandi og órök- studdar niðurstöður. Niðurstöður sem verða síðan tilefni til ótrúlegra rangfærslna og æsifrétta dag eftir dag í fjölmiðlum og ná hámarki sínu þegar einn af ráðamönnum þessa lands ákærði lækna frammi fyrir al- þjóð fyrir fjárkúgun af verstu sort. Skýrsla Ríkisendurskoðunar um starfsemi Ríkisspítalanna er ekki skýrsla um laun lækna þótt fjölmiðl- ar hafi túlkað hana þannig. Um laun lækna er allt hægt að finna í árlegri skýrslu sem greinir frá launum þeirra sem borga skatt á íslandi í dag. Höfundur er sérfræðingur á Landspítala. Það ekur enginn út í óvissuna á nýrri Toyotu frá Flugleiðum Hertz bílaleigu. Áður en þú „Hjá okkur fá þeir ekki bæjarleyfi fyrr en eftir nákvæma skoðun“ færð bílinn í hendur þarf hann að gangast undir strangt Hertz öryggis- og gæðapróf. Eftirtalin atriði eru meðal fjölmargra sem alltaf eru yfirfarin: Vél, rafgeymir, olía, tjakkur, bremsur, hjólbarðar, ljósabúnaður, farangurs- rými, hurðir og hurða- læsingar, stýrisbúnaður, sæti, gírkassi, ofl. ofl. Já, þú getur verið viss um að Hertz bíll er í lagi. Síminn er 690 500 og fax 690 458, -og það er opið allar helgar. Bílaleiga

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.