Morgunblaðið - 06.04.1991, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. APRÍL 1991
29
Aukakosningar í Wales í Bretlandi:
Osigur íhaldsmanna
talinn draga úr líkum
á kosningum í bráð
'London. Reuter.
BRESKIR stjórnmálaskýrendur létu í ljós þá skoðun sína í gær,
að ósigur Ihaldsflokksins í aukakosningum í kjördæminu Neath í
Suður-Wales, hlyti að draga úr líkum á því að John Major forsætis-
ráðherra rjúfi þing og boði til kosninga á næstu mánuðum.
Neath hefur verið öruggt sæti
Verkamannaflokksins í tæp 70 ár
og af þeim sökum fullyrtu leiðtog-
ar Ihaldsflokksins að úrslitin þar
endurspegluðu með engu móti
stöðu hans á landsvísu. Frambjóð-
andi Verkamannaflokksins hlaut
18.000 atkvæði en flokkurinn
hlaut 27.000 atkvæði 1987. Fram-
bjóðandi íhaldsflokksins hafnaði í
þriðja sæti og hlaut aðeins 2.995
atkvæði miðað við 7.034 1987.
Útkoman þykir sýnu verri þar sem
íhaldsmenn töpuðu fyrir flokki
velskra þjóðernissinna, Plaid
fylgi en Verkamannaflokkurinn.
Hefur fylgi íhaldsmanna lækkað
um tæpt prósent frá seinasta mán-
uði. Könnunin sýnir einnig að báð-
ir stóru flokkanna hafa tapað fylgi
til Fijálslynda demókrataflokksins,
en foringi hans, Paddy Ashdown,
nýtur ört vaxandi persónuvin-
sælda.
í annarri könnun, sem gerð var
fyrir BBC sögðust 40% styðja
íhaldsflokkinn, sem er 4% minna
en í könnun stöðvarinnar fyrir
mánuði, en 39% Verkamanna-
flokkinn.
Reuter
Hætta Bretar við flugvallargerð
í Hong Kong?
Douglas Hurd utanríkisráðherra Breta er staddur í Peking þar sem
hann mun eiga viðræður við ráðamenn en myndin var tekin á fundi
hans með leiðtoga kínverska kommúnistaflokksins, Jiang Zemin.
Framtíð Hong Kong verður eitt megin umræðuefnið í viðræðum
hans við kínverska ráðamenn. Hann gaf í skyn í gær að Bretar
myndu ef til vill taka eftirgjöf í deilu við Kínveija um flugvallargerð
í nýlendunni til greina.
Fjöldagraf-
ir finnast í
Kólombíu
Bogota. Reuter.
HERMENN í Kólombíu hafa
fundið nokkrar fjöldagrafir, með
samtals um hundrað líkum, sem
talið er að séu af fylgismönnum
öflugustu skæruliðahreyfingar
landsins er teknir hafi verið af
lífi í innbyrðis hreinsunum í
hreyfingunni. Skýrðu talsmenn
Kólombíska hersins frá þessu í
gær.
Norberto Andrada, hershöfðingi,
sagði hermenn hafa fundið fjölda-
grafirnar skammt frá höfuðstöfðum
Byltingarsinnuðu bardagasveitanna
en sú hreyfing er ein sú síðasta sem
enn heldur uppi baráttu gegn borg-
aralegri stjórn landsins.
Hafa sveitirnar stundað að taka
óánægjumenn innan eigin raða af
lífi eftir „byltingarréttarhöld".
Árið 1986 fannst fjöldagröf með
líkum tvö hundruð hundruð fylgis-
manna andstöðuhóps innan hreyf-
ingarinnar sem teknir höfðu verið
af lífi.
Cymru.
Útkoma íhaldsflokksins í auka-
kosningunum er sú slakasta í rúm
tvö ár og þykir koma á óvart, eink-
um þar sem sú ákvörðun bresku
stjórnarinnar að afnema nefskatt-
inn óvinsæla hafði fengið mikið
rúm í fjölmiðlum að undanförnu.
Samkvæmt könnun Gallup á
fylgi bresku stjórnmálaflokka er
birtist í _gær í Daily Telegraph
nýtur íhaldsflokkurinn fylgis
39,5% kjósenda og hefur 5% meira
Kvenprestar
vígðir um
alla Svíþjóð
Stokkhólmi. Frá Erik Lidén, fréttaritara
Morgunblaðsins.
SÆNSKA ríkisstjórnin skipaði í
gær Lars Eckerdahl, prófessor,
sem biskup í Gautaborg. Þar
með geta kvenprestar fengið
vígslu í öllum sænskum biskups-
dæmum.
Forveri Eckerdahls í biskupsem-
bættinu, Bertil Gartner, sem fer á
ellilaun 1. ágúst nk., hafði öll þau
tuttugu og eitt ár, sem hann gegndi
embætti biskups á vesturströnd
Svíþjóðar, neitað að vígja konur.
Nýi biskupinn hefur fullyrt að
hann hafi ekki neikvæða afstöðu
gagnvart kvenprestum og einnig
hefur hann lofað að hann muni
ekki vígja karlpresta sem séu því
andsnúnir að konur gerist prestar.
Reuter
Andreotti falin
stjómarmyndun
Francesco Cossiga, forseti ít-
alíu, fól í gær Giulio Andreotti,
sem nú er forsætisráðherra
bráðabirgðaríkisstjórnar,
myndun 50. ríkisstjórnar Italíu
eftir síðari heimsstyijöld.
Andreotti var í forsæti fyrir
fimm flokka samsteypustjórn
sem féll fyrir rúmri viku. Búist
er við að hann hefji stjórnar-
myndunarviðræður í næstu
viku.
Einkavæðingaráætl-
un boðuð í Albaníu
Tirana. Reuter.
Kommúnistastjórnin í Albaníu hefur í hyggju að boða víðtæka
einkavæðingaráætlun fyrir mánaðarlok. Einnig verður erlendum
fyrirtækjum heimilað að stofna samstarfsfyrirtæki með albönsk-
um. Kom þetta fram í dagblaðinu Zeri i Popullit í gær.
Blaðið sagði að ríkisstjórn Alb-
aníu hefði sett á stofn nefnd um
endurskipulagningu efnahagslífs-
ins sem myndi hafa umsjón með
einkavæðingunni og öðrum þátt-
um í viðreisn miðstýrða hagkerfis-
ins í landinu. Hér er um að ræða
fyrstu vísbendinguna um að hrint
verði af stað umbótaáætlun þeirri
í efnahagsmálum sem Ramiz Alia,
forseti landsins, boðaði á síðasta
ári.
Genc Kondi, talsmaður ríkis-
stjórnar Albaníu, sagði á frétta-
mannafundi í gær að fyrirskipuð
hefði verið opinber rannsókn á
dauða fjögurra manna í borginni
Shkoder á þriðjudag. Stjórnarand-
stæðingar segja að lögregla hafi
skotið mennina sem tóku þátt í
mófmælum í kjölfar kosningasig-
urs kommúnista í þingkosningun-
um sl. sunnudag.
■ SOFÍU - Njósnanet Búlgara á
Vesturlöndum hefur verið leyst upp
til að gera lýðræðisumbætur í
landinu trúverðugri, að sögn búlg-
arsks embættismanns. Embættis-
maðurinn, sem ekki vildi láta nafns
síns getið, sagði að ríkisstjórnin
hefði fyrirskipað að öllum stjórn-
mála-, efnahags- og vísindanjósnum
yrði hætt. Heimildarmenn innan ut-
anríkisráðuneytisins sögðu að allir
hernaðarsérfræðingar hefðu verið
kallaðir heim frá sendiráðum í öðrum
löndum og virðist það benda til þess
að hernaðarnjósnum verði einnig
hætt.
■ BONN - Þýskir jafnaðarmenn
(SPD) sögðu á miðvikudag að Evr-
ópubandalagið (EB) gæti ekki mótað
sameiginlega stefnu í varnarmálum
fyrr en Bretar og Frakkar losuðu
sig við kjarnorkuvopn sín. Tals-
maður SPD, Heidemarie
Wieczorek-Zeul, sem sæti á í fram-
kvæmdaráði flokksins, sagði að
flokkurinn styddi sameiginlega
stjórnmála- og efnahagsstefnu EB
sem á endanum hlyti að ná yfir her-
styrk bandalagslandanna. Hann ætti
eingöngu að hafa varnarhlutverki
að gegna og ættu kjarnorkuvopn því
að sjálfsögðu ekki heima innan
bandalagsins. Wieczorek-Zeul lagði
fram aðra tillögu sem líkleg er til
að skaprauna Bretum og Frökkum
en hún felst í því að föst sæti þess-
ara þjóða í Oryggisráði Sameinuðu
þjóðanna færist yfir til Evrópuband-
alagsins þegar lönd bandalagsins
hafa að fullu sameinað stjórnmála-
stefnu sína.
V PARÍS - Stjórnendur almenn-
ingssamgangna í Parísarborg hafa
ákveðið að afnema fyrsta farrými
í neðanjarðarlestum borgarinnar.
Talsmenn samgönguyfirvalda segja
að ekki sé lengur hægt að réttlæta
hærra farmiðaverð á fyrsta farrými
þar sem enginn munur sé lengur á
aðstöðu á fyrsta og öðru farrými.
Áður voru sæti á fyrsta farrými
bólstruð en óbólstruð viðarsæti á
öðru farrými.
Sýning í dag kl. 13-17
HONDA Á ÍSLANDI, VATNAGÖRÐUM 24, S-689900
HondaAccord 1991 EX
Margfaldur verðlaunabíll,
fullbúinn öllum þægindum
á ótrúlega hagstæðu verði
Greiðsiuskilmálar við allra hæfi,
t.d. 25% útborgun og mismunurinn
lánaður í allt að 36 mánuði
á bankakjörum. Við tökum góða,
notaða bíla upp í nýja
og lánum jafnvel mismuninn.
Verð frá aðcins kr. 1.360.000,- stgr.