Morgunblaðið - 06.04.1991, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 06.04.1991, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ:iLAUGARDAQUR 6, APRÍL.1991 Bæjarráð: Engar kosningaaug- lýsingar á opin- berum farartækjum Sungið fyrir Áskel áttræðan Áskell Jónsson tónskáld varð áttræður í gær og af því tilefni komu félagar úr Kór Glerárkirkju að heim- ili hans í býtið í gærmorgun og tóku lagið. Áskell var organisti og kórstjóri við Lögmannshlíðarkirkju og síðar Glerárkirkju eftir að hún var byggð í 42 ár. Hann hefur samið allmikið af sönglögum, en árið 1987 gaf kórinn út bókina Við syngjum með helstu lögum hans. Ágóði af sölu bókarinnar rennur í Orgelsjóð Glerárkirkju, sem Áskell og kona hans Sigurbjörg Hlöðversdóttir stofnuðu á 75 ára afmæli Áskels. Þegar frágangi á kirkjuskipi Glerárkirkju er lokið, sem áætlað er að verði haustið 1992, verð- ur farið að leita tilboða í pípuorgel fyrir kirkjuna, en nú á þessum tímamótum er stefnt að því að efla sjóðinn verulega. BÆJARRÁÐ Akureyrar samþykkti á fundi á þriðjudag bókun þar sem fram kemur að pólitískar auglýsingar á strætisvögnum bæjarins verði ekki leyfðar né heldur í húsakynnum þar sem auglýsingar hafa verið seldar í fjáröflunarskyni, eins og til að mynda í íþróttahúsum. Þetta var samþykkt í kjölfar þess að Framsóknarflokkurinn hugðist auglýsa á vögnum Strætisvagna Akureyrar. Sigríður Stefánsdóttir forseti bæj- arstjórnar sagði að forstöðumaður Strætisvagna Akureyrar hefði vakið athygli bæjarráðsmanna á málinu og það var síðan tekið fyrir í bæjar- ráði. Ákveðið var á síðasta ári að heim- ila auglýsingar á strætisvögnum bæjarins og kvaðst Sigríður nú er þessi staða væri komin upp viður- kenna að rangt hefði verið að setja ekki þá þegar ákveðnar reglur varð- andi þessar auglýsingar. „Sennilega hefur ekki hvarflað að neinum, hvorki framsóknarmönnum né öðr- um, að þessi staða kæmi upp og ég tók afstöðu til þessa máls án þess að vita um hvaða stjórnmálaflokk væri að ræða. Mér finnst einfaldlega ekki við hæfi og í raun ekki hægt að bjóða bæjarbúum upp á að opin- ber farartæki beri auglýsingar ein- stakra stjórnmálaflokka," sagði Sig- ríður. Sigurður P. Sigmundsson kosn- ingastjóri Framsóknarflokksins á Norðurlandi eystra sagði að mönn- um fyndist sem komið væri aftan að þeim í þessu máli þar sem engar reglur hefðu bannað slíkar auglýs- ingar á vögnunum þegar flokkurinn Sameigin- legir fram- boðsfundir ákvað að leigja á þeim pláss út apríl- mánuð. „Það eru ekki fagleg sjónar- mið sem ráðið hafa þessari niður- stöðu bæjarráðs, ég er klár á því að þetta er pólitísk niðurstaða,” sagði Sigurður. Auglýsingar flokks- ins voru tilbúnar og einungis átti eftir að líma þær á vagnana er þær voru stöðvaðar af forstöðumanni SVA og sagði Sigurður að hann hefði ekki getað vitnað í neinar regl- ur, einungis sagt að þær myndu skapa óróa. Sigurður sagði að Fram- sóknarflokkurinn hefði lagt út í nokkurn kostnað við gerð auglýs- inganna svo næmi tugum þúsunda. Hann sagði að ákvörðun hefði ekki verið tekin um hvort bærinn yrði krafinn um greiðslu kostnaðar vegna þess á hvern hátt mál hefðu þróast. Deildarfundur KEA í Grímsey: Fiskverkun rekin með tapi en hagnaður af versluninni Grímsey. HAGNÁÐUR varð af rekstri matvöruverslunar KEA í Grímsey á síð- asta ári. Sljórn félagsins hefur heimilað lágmarksendurbætur á versl- unarhúsnæðinu og vonast útibússtjórinn til að þeim verði lokið fyrir 1. júní. Á síðasta ári var 12.000 krónur varið til viðhalds á húsnæðinu. Á deildarfundi í Grímseyjardeild KEA sem haldinn var fyrir skömmu kom fram að fiskverkunin var rekin með tapi á síðasta ári. úr því hann á annað borð er fluttur myndi það ekki lækka kostnaðinn úr eynni. Forráðamenn KEA svör- þó hærra verð fengist fyrir fiskinn uðu því til að stefnan væri að vinna á Dalvík. fiskinn innan félagsins og eins - HSH Þjóðarflokkur — Flokkur mannsins: Framboðslisti lagður fram SAMEIGINLEGIR fundir fram- bjóðenda í Norðurlandskjördæmi eystra verða haldnir fyrir kosn- ingar á sex stöðum í kjördæminu. Fyrsti fundurinn verður haldinn í Tjarnarborg, Ólafsfirði, á mánu- dagskvöld, 8. apríl kl. 20. Á þriðju- dagskvöld kl. 20 verður fundur á skemmtistaðnum 1929 á Akureyri og á miðvikudag í Víkurröst, á Dalvík á miðvikudagskvöld. Á sunnudag, 14 apríl kl. 15 verð- ur framboðsfundur í Þórsveri á Þórshöfn og um kvöldið kl. 20 í Hnitbjörgum á Raufarhöfn. Síðasti fundurinn verður á Hótel Húsavík, mánudagskvöldið 15. apríl kl. 20. Á deildarfundinum í Grímsey fór Magnús Gauti Gautason kaupfé- lagsstjóri yfir starfsemi félagsins og útkomu síðasta árs. Hann sagði afkomu matvörudeildar í eynni mun betri en á árinu næst á undan, laun og kostnaður hafi lækkað í hlut- falli við veltu og fjármagnskostnað- ur hafi Iækkað mikið, þannig að hagnaður hefði orðið af rekstrinum. Þakkaði hann fyrst og fremst þjóðarsáttinni og háu fiskverði að svo varð. Velta verslunar og olíusölu varð 41 milljón króna á síðasta ári, en fiskverkunin velti 85 milljónum, sem er 3,39% aukning. Jóhann Þór Halldórsson framkvæmdastjóri í Hrísey gerði grein fyrir útkomunni og sagði hann hafa búist við henni jákvæðri, en hugsanlega væri erfitt að reka fiskverkun hér í eynni. Þorlákur Sigurðsson oddviti mót- mælti því og tók dæmi af Sigur- birni hf. sem gengið hefur vel. Sjó- mönnum sem voru á fundinum þótti að sumu leyti óeðlilega staðið að útreikningum og nefndu m.a. að línubátar fengju fría beitu sem fisk- verkunin í Grímsey borgaði, en frystihúsið í Hrísey nyti hráefnisins. Fram kom fyrirspurn á fundinum um hvort ekki mætti flytja fisk Grímseyjarbáta á markað á Dalvík FRAMBOÐSLISTI Þjóðarflokks- ins og Flokks mannsins hefur verið lagður fram. Árni Steinar Jóhannsson um- hverfisstjóri, Akureyri er í 1. sæti, Anna Helgadóttir, kennari á Kópa- skeri í 2. og Björgvin Leifsson líf- fræðingur í 3. sæti. Ragnheiður Sigurðardóttir, tölvunarfræðingur, Akureyri er í 4. sæti, Gunnlaugur Sigvaldason bóndi Svarfaðardal í 5. og Karl Steingrímsson, sjómaður Akureyri í 6. Anna Kristveig Arnar- dóttir, rafeindavirki, Akureyri er í 7. sæti, Helga Björnsdóttir, hús- móðir á Húsavík er í 8. og Sigur- páll Jonsson, bóndi Halshreppi í 9. sæti. Kolbeinn Arason flugmaður, Dal- vík er í 10. sæti, Guðný Björnsdótt- ir, húsmóðir Akureyri í 11. Albert Gunnlaugsson stýrimaður, Dalvík er í 12. sæti, Snjólaug Ásta Sigurf- innsdóttir, framleiðslustjóri í Olafs- firði í 13. og Valdimar Pétursson skrifstofumaður Akureyri í 14. sæti. ♦ ♦ ♦ Grímseyingar vilja Þrúðvang burtu Grímsey. HREPPSNEFND Grímseyjar hefur samþykkt að fara fram á það við stjórn Kaupfélags Eyfirðinga að eitthvað verði gert við gam- alt hús í eigu þess, Þrúðvang, er stendur niðri við bryggju. Þykir lítill sómi að húsi þessu, en það er það fyrsta sem ferðamenn sjá er þeir stíga frá borði ferjunnar. Grímseyingar eru afar óánægðir með þetta „andlit” eyjarinnar og vilja að eitthvað verði gert fyrir húsið, sem ekki hefur notið viðhalds um langan tíma, eða það fjarlægt að öðrúm kosti. Þorlákur Sigurðsson oddviti í Grímsey vakti máls á þessu á fundi Grímseyjardeildar KEA sem hald- inn var fyrir skömmu. Hann sagði húsið afskaplega lélegt og til fjölda ára hefði það ekki notið neins við- halds. Það væri eigendum og staðn- um til háborinnar skammar. Þorlák- ur spurði hvort möguleiki væri á að fjarlægja húsið eða gera við það að öðrum kosti. Forráðamenn KEA tóku því fá- lega, sögðu fjármagn skorta til framkvæmda. Þá væri húsið nauð- synleg geymsla á meðan önnur Morgunblaðið/Óli Bjarni Grímseyingum þykir Iítill sómi að Þrúðvangi, sem fiskverkun KEA í eynni nýtir sem geymslu og vilja það jafnað við jörðu eða að öðr- um kosti lagfært. væri ekki fyrir hendi. Einn fundar- heppilegur geymslustaður, þar sem manna benti á að vart væri húsið það stæði hálffullt af sjó. - HSH Deildarstjóri RUV: Fimm sóttu um stöðuna FIMM umsóknir bárust um stöðu deildarstjóra Ríkisút- varpsins á Akureyri, en um- sóknarfrestur rann út fyrir skömmu. Útvarpsráð mun fjalla um um- sóknirnar á fundi sínum næsta föstudag og vildi Dóra Ingvadóttir starfsmannastjóri því ekki gefa upp nöfn umsækjenda. Útvarps- stjóri ræður í stöðuna, en útvarps- ráð er umsagnaraðili. Erna Indriðadóttir sem gegnt hefur stöðunni síðustu fimm ár lætur af störfum 1. júní næstkom- andi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.