Morgunblaðið - 06.04.1991, Side 34

Morgunblaðið - 06.04.1991, Side 34
st MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. APRIL 1991 ATVINNII Kælitækni Vélvirki - nemi Óskum eftir vélvirkja, sem er góður suðu- maður, eða nema, sem vildi læra kælitækni. Upplýsingar í síma 689077 eða 674814. Hjúkrunarfræðingar - sumarafleysingar Heilsuverndarstöð Reykjavíkur auglýsir eftir hjúkrunarfræðingum í heimahjúkrun. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri eða hjúkrunarframkvæmdastjóri í síma 22400. Umsóknareyðublöð liggja frammi á af- greiðslu Heilsuverndarstöðvarinnar, gengið inn frá Barónsstíg. Umsóknum skal skila til starfsmannastjóra Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur fyrir kl. 16.00 miðvikudaginn 18. apríl nk. il Frá Fræðsluskrifstofu Reykjavikurumdæmis Nokkrar kennarastöður eru lausar við grunn- skóla Reykjavíkur: Meðal kennslugreina eru: Tónmennt, heimilisfræði, myndmennt, eðl- isfræði, byrjendakennsla og sérkennsla. Ennfremur eru lausar stöður við sérskóla ríkisins í Reykjavíkurumdæmi. Óskað er eftir kennurum með sérkennslgréttindi (2ja ára nám a.m.k.). Fræðslustjórinn í Reykjavík. Baader-maður Óskum nú þegar eftir vönum Baader-manni á frystitogarann Ými frá Hafnarfirði. Þarf að geta byrjað strax. Upplýsingar hjá skipstjóra í síma 53512 eftir kl. 20.00. FJÖLBRAUTASKÓLI SUÐURLANDS' Kennararóskast Fjölbrautaskóli Suðurlands á Selfossi lýsir eftir kennurum til starfa á komandi haustönn í þessum greinum: íslensku, dönsku (hlutastarf), þýsku, stærð- fræði, efnafræði (hlutastarf), félagsfræði, sálfræði, viðskiptagreinum (hlutastarf), tréiðnagreinum (hlutastarf), sérkennslu. Nánari upplýsingar veitir skólameistari (sími 98-22111). Umsóknir berist honum fyrir 30. apríl nk. Lausar stöður Hjúkrunarfræðingar óskast nú þegar og til sumarafleysinga. Sjúkraliðar óskast nú þeg- ar og til sumarafleysinga. Hjúkrunarnemar óskast til sumarafleysinga. Starfsfólk óskast til sumarafleysinga. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjói í síma 688500. Vélstjórar 1. vélstjóra vantar á Höfrung AK-91. Upplýsingar í síma 93-11800. Haraldur Böðvarsson & Co, sími 93-11800. Blómamiðstöðin hf. óskar eftir starfsmanni vönum bókhaldi og öðrum skrifstofustörfum. Eiginhandarumsóknir óskast sendar Blóma- miðstöðinni hf., Réttarhálsi 2, 110 Reykjavík. Þjónar óskast Veitingahúsið Naust óskar að ráða yfirþjón og þjóna. Upplýsingar á staðnum í dag milli kl. 16 og 18. Naustið. Fiskvinna Vant fiskvinnslufólk óskast til starfa. Upplýsingar hjá verkstjóra í síma 98-11084. Fiskiðjan hf., Vestmannaeyjum. Atvinna óskast 28 ára gömul kona óskar eftir vinnu. Hef góða reynslu af verslunarrekstri, forsölu- mennsku og vörukynningaumsjón. Hlutastarf eða tímabundið starf kemur til greina. Upplýsingar í síma 71195. TIL SÖLU Til sölu í samráði við veðhafa eru eftirtaldar eignir Þrotabús Árvíkur hf., Borgarbraut 18, Grund- arfirði til sölu: Fasteignir: Iðnaðarhúsnæði 237 fm, á Borgar- braut 16, Grundarfirði og skrifstofuhúsnæði, 60 fm, á Borgarbraut 18, Grundarfirði. Lausafé: Plötusax Victor Berg, rafsuðuvélar, skrúfstykki, smergel, affelgunarútbúnaður, bútsög, logsuðutæki, bandsög, slípirokkar, slöngupressa og skurðhnífur, snittvél, há- þrýstidæla, dekkjavél, loftpressa, lagerar, skrifborð, hillyr, peningakassi, ritvél, stimpil- klukka o.fl. skrifstofuáhöld ásamt fleiri hlut- um sem varða rekstur vélsmiðju. Eignirnar verða til sýnis sunnudaginn 7. apríl 1991 frá kl. 14.00-16.00. Tilboð sendist undirrituðum, sem veitir nán- ari upplýsingar fyrir 30. þ.m. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Logi Egilsson, hdi, bústjóri, Garðatorgi 5, 210 Garðabæ, sími 91-656688. KVOTI Kvótaskipti Óskum eftir þorskkvóta í skiptum fyrir rækju- og grálúðukvóta. Upplýsingar í símum 94-2110 og 94-2128. Útgerðarfélag Bílddælinga. Kvóti Viljum skipta á rækjukvóta í staðinn fyrir þorsk, ýsu eða karfa. Þeir, sem hafa áhuga, vinsamlega leggi til- boð inn til auglýsingadeildar Mbl. merkt: Kvóti - 127“ fyrir 11. apríl. KENNSLA Enska - sumarnám - England Sumarnámskeið í Bournemouth fyrir alla, sem eru 15 ára og eldri. Eitt slíkt námskeið hefst 22. júní nk. Flugferðir, uppihald, kynnis- ferðir, Jeiðsögn, bækur o.fl. innifalið í einu verði. Áratugareynsla. Allar upplýsingar gefur Sölvi Eysteinsson, Kvisthaga 3, Reykjavík, sími 14029. FUNDLR - MANNFAGNAÐUR Aöalfundur Aðalfundur Orlofsdvalar hf. verður haldinn í Nesvík, Kjalarnesi, laugardaginn 20. apríl 1991 og hefst kl. 13.30. Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf skv. samþykktum félags- ins. 2. Tillaga um heimild til stjórnar félagsins til útgáfu jöfnunarhiutabréfa á árinu 1991. Ársreikningar félagsins liggja frammi hjá stjórninni frá og með 13. apríl. Stjórnin. Áframhald þjóðarsáttar Guðmundur J. Guðmunds- son, formaður Dagsbrúnar mætir á léttspjallsfund í dag, laugardag, kl. 10.30 árdegis, í kosningamiðstöðina, Borg- artúni 22. Frambjóðendur B-listans í Reykjavík. SPARISJODUR VÉLSTJÓRA Aðalfundur Aðalfundur Sparisjóðs vélstjóra verður hald- inn í dag, laugardag, kl. 14.30 á Hótel Sögu, 2. hæð. Dagskrá samkvæmt grein 5.6 í samþykktum sparisjóðsins. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir sparisjóðsaðilum, eða umboðsmönnum þeirra á fundarstað. Stjórnin. Framhaldsaðalfundur Gigtarfélags íslands verður haldinn í Gigtlækningastöðinni, Ármúla 5, laugardaginn 13. apríl kl. 14.00. Dagskrá: 1. Lagabreytingar. 2. Nafnbreyting á sjúkrasjóði gigtsjúkra. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.