Morgunblaðið - 06.04.1991, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 06.04.1991, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. APRÍL 1991 43 Páskaliljur Blóm vikunnar Ágústa Björnsdóttir (Narcissus) 199. þáttur Að liðnum páskum fer íslendinga að lengja eftir vorinu og við bíðum óþreyjufull eftir gróðri og gróanda. Þótt veturinn hafi verið óvenju snjó- léttur um allt land hefur áhlaupið síðastliðna viku minnt okkur á að enn sé allra veðra von. Fyrstu vorboðarnir í garðinum eru venjulega vorblómstrandi laukar, sem lagðir eru í mold að hausti til. Þegar er nokkuð síðan að fyrstu blómin sprungu út á vorboða, vetrargosa og krókusum þar sem snjólétt hefur ver- ið og nú taka við hvert af öðru þau laukblóm sem eru seinna á ferðinni. Næstu vikurnar verða páskaliljur mjög áberandi í flestum görðum. Páskaliljufjölskyldan, sem ber nafnið Narcissus, eða hátíðalilja, er mjög stór. Heimkynni hennar er fyrst og fremst Miðjarðarhafslöndin. Nafnið Narcissus er runnið úr grísku goða- fræðinni. Narkissos var einn af goð- unum, ungur og svo fagur að móðir hans taldi enga konu honum sam- boðna. Hann ofmetnaðist svo við að hann hafnaði meira að segja fjalla- gyðjunni Echo, sem dó af harmi þeg- ar ást hennar var ekki endurgoldin. I refsingarskyni kröfðust goðin þess að hann drykki af lind nokkurri. Þeg- ar hann sá spegilmynd sína í lind- inni, varð hann svo hugfanginn af sjálfum sér að hann gat ekki slitið sig frá henni en veslaðist þar upp og dó. Við lindina óx svo hið fagra blóm sem ber nafn hans. Svo hugljúf sem þessi sögn er, telja menn samt senni- legast að nafnið sé dregið af gríska orðinu narako=dofna, sofna; sem vís- ar til ilms blómanna. Páskaliljur voru tengdar svefni og dauða og sveigar þeirra hafa fundist í fornegypskum grafhvelfíngum. Eins og ég nefndi, er hátíðaliljufjöl- skyldan mjög stór og íjölbreytt og til mörg afbrigði eða tegundir. Blóm- lögunin er þó í raun sameiginleg, en blómhlífarblöðin eru venjulega af sama lit en í miðju blóminu vex hjá- króna eða lúður, sem getur verið með öðrum lit. Til að auðvelda greiningu hátíðaliljanna er þeim skipt í 10 flokka og er þar að verulegu leyti stuðst við lengd hjákrónunnar. 10. flokkurinn rýmir þær tegundir sem ekki eiga heima í hinum 9. Þó er til 11. flokkurinn, sem rýmir afganginn, hver sem hann nú er. Garðyrkjufélag íslands hefur alltaf margar gerðir af páskaliljum á haust- laukalista sínum. Það er áberandi, að sterkgular, einlitar páskaliljur eru vinsælastar, þótt alltaf séu nokkrir félagar nýjungagjarnir og prófi fleiri tegundir. Vinsælasta páskaliljan ber heitið Golden Hai"vest, óhætt er að mæla eindregið með henni því hún er mjög harðgerð og dugleg að fjölga sér. Eins er Carlton, sem er gul með rauðgula hjákrónu, harðgerð. Ég á mér nokkrar uppáhalds páskaliljur, sem ekki eru með þessum hefð- bundna, gula lit. Mount Hood, sem er ijómalituð, nær hvít er mjög skemmtileg og harðgerð. Hún er líka lægri en algengustu, gulu páskalilj- urnar. Eins finnst mér Salmon Tro- ut, sem er hvít með laxableikri hjá- krónu, mjög falleg. Til eru páskaliljur með ofkrýndum blómum og eru þær stundum á laukalistanum. Þær eru heldur viðkvæmari fyrir veðri en venj- ulegar páskaliljur, þar sem blómið er þyngra. Ég hef prófað Texas, sem er gul, með rauðgulum aukablöðum, hún hefur reynst ágætlega úti, Mary Copeland, sem er hvít með sítrónug- ulum aukablöðum, hef ég hins vegar aðeins verið með í köldu gróðurhúsi en býst við að hún reynist líka vel úti. Til eru tegundir sem hafa mörg blóm á sama stöngli. Eins og gefur að skilja eru þær viðkvæmar fyrir veðrum en skemmtilegar til ræktunar í pottum, gróðurhúsum eða sólreitum. N. tazetta og blendingar af henni hafa fengið íslenska heitið nýárs- eða janúarlilja. Þær eru mjög vinsælar sem jólablóm þar sem auðvelt er að fá þær í biómgun um jólaleytið, en laukarnir eru viðkvæmir og þola ekki frost. Á síðasta laukalista var af- brigðið Paperwhite Grandiflorus, sem vakti verðskuldaða athygli. N. x po- eticus eða hvítasunnuliljur hafa verið ræktaðar hér lengi. Þær eru hvítar, með mjög stutta, gullitaða hjákrónu, sem oft er brydduð rauðu. Þær blómstra seinna en páskaliljur og eru mjög fallegar. Ég hef prófað nokkur afbrigði og er mér Actea minnisstæð- ust. Hvítasunnuliljurnar ilma einstak- lega vel. Þær hátíðarliljur, sem við þekkjum best, eru tiltölulega hávaxn- ar, 30-50 sm, en til eru mjög smá- vaxnar páskaliljur, 5-15 sm. Þær smávöxnu njóta sín mjög vel í stein- hæðum innan um annan lágvaxinn gróður og gijót. Ég hef ekki prófað Páskalilja — Maunt Hood margar, en bæði N. asturiensis og N. bulbocodium eru skemmtilegar og harðgerðar. Hátíðaliljur eru með auðveldustu blómum í ræktun. Laukarnir eru iagðir á haustin, hæfilegt er oftast að 10-15 sm moldarlag hylji þá. Best er að jarðvegurinn sé vel framræst- ur, flest laukblóm þola illa bleytu að veturlagi. Séu þær hafðar upp við hús hættir þeim til að taka við sér of snemma og fara stönglarnir þá stundum illa í vorhretum. Því er betra að hafa þær í beði með öðrum fjölær- um jurtum, sem eru seinna á ferðinni og hylja þær síðari hluta sumars. Þegar blómið visnar á að brjóta það af til að jurtin leggi ekki orku sína í fræmyndun. Blöðin á hins vegar að íjarlægja þegar þau eru visnuð til að þau geti safnað orku í laukinn til næsta sumars. Páskaliljur mynda auðveldlega hliðarlauka og fjölga sér þannig. Þegar orðið er þröngt um laukana verður blómgun minni. Þá þarf að grafa upp og gróðursetja dreifðara. Erlendis eru svokölluð blómaengi vinsæl í almenningsgörðum. Það eru grassvæði, með stökum tijám, þar. sem vorblómstrandi laukar eins og krókusar, perluliljur, snæstjörnur og páskaliljur vaxa. Þessi blómaengi eru mjög falleg og væri gaman að sjá þau í íslenskum görðum. En þá þarf að draga fyrsta slátt þangað til blöð laukblómanna fara að visna, annars verður lítið um blómgun næsta ár. Svona blómaengi væri mjög skemmti- legt að hafa úmhverfis sumarbústaði. Sigríður Hjartar LIFSKJARAJOFNUN ALLA LEIÐ! KJARAJÖFNUN MEÐ FÉLAGSÞJÓNUSTU Alþýðubandalagið telur að bæta verði velferðarkerfi fólksins í landinu á mörgum sviðum. • Sveitarfélögin fái tekjur til að efla félagsþjónustu. • Endurþjálfun til að draga úr stað- bundnu atvinnuleysi. • Átak í atvinnumálum fatlaðra. • Leikskóli verði réttur allra barna. JAFNRÉTTI TIL NÁMS - HEILSDAGSSKÓLI ÁRIÐ 2000 Alþýðubandalagið vill að unnið verði eftir framkvæmdaáætlun menntamálaráðu- neytisins um skólann til ársins 2000. • Einsetinn skóli, samfelldur skóladagur. • Lengri skóladagur, skólamáltíðir. • Skólinn samfelld heild frá leikskóla til fullorðinsfræðslu. • Lánasjóður námsmanna tryggi jafnrétti KJARAJÖFNUN GEGNUM HÚSNÆÐISKERFIÐ Kráfan er öruggt húsnæði fyrir alla, án tillits til eignarforms. • 800-1000 félagslegar íbúðir á ári næsta kjörtímabil. • Húsaleigubætur til tekjulágra leigjenda. • Betri lánskjör fyrir þá sem kaupa eða byggja í fyrsta sinn. • Hærri vaxtabætur til þeirra sem afla sér íbúðarhúsnæðis í fyrsta sinn. • Valkostir sem hæfa aðstöðu hvers og eins. • Burt með óvissu og óstöðugleika í húsnæðiskerfinu. • Á síðustu tveimur árum náðum við verðbólgunni niður. • Á næstu tveimur árum náum við kaupmættinum upp. til náms. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Flokkur sem getur - fólk sem þorir!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.