Morgunblaðið - 06.04.1991, Side 46

Morgunblaðið - 06.04.1991, Side 46
46 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. APRIL 1991 Minning: Ragnar K. Bjarna- son, Vestmannaeyjum Fæddur 9. apríl 1924 Dáinn 26. mars 1991 Ég get ekki látið hjá líða að minnast vinar míns og svila, Ragn- ars Bjarnasonar, sem lést 26. mars sl. eftir langvarandi veikindi. Ragnar fæddist á bænum Gerð- isstekk í Norðfjarðarhreppi hinn 9. apríl 1924, sonur hjónanna Halldóru Jónsdóttur, f. 1891, d. 1970, og Bjarna Sigfússonar, f. 1886, d. 1941, sem þar bjuggu. Á þessum árum var ekki talið tiltöku- mál þótt bömin væru mörg og svo var einmitt í Gerðisstekk. Þar urðu bömin 11 og eru 8 þeirra enn á lífi. Nöfn systkinanna eru: Guðný f. 1915, Vilhelmína Sigríður f. 1916, d. 1972, Guðfinna f. 1918, Kristbjörg f. 1919, Jón Sigfús f. 1920, d. 1944, Bjarni Halldór, f. 1921, Ragnar Kristinn sem hér er kvaddur, Guðmundur f. 1925, Her- mann f. 1927, Óskar f. 1931 og Sverrir f. 1933. Eins og nærri má geta þurfti slíkur bamahópur mikils við en þá fóru líka allir að vinna um leið og þeir mögulega gátu. Svo var einn- ig um þessi systkini. Þau réttu fljótt hjálparhendur að búskapnum og drengirnir byijuðu róðra á trillu með föður sínum um eða fyrir fermingu eins og þá var algengt. Nokkur búskapur var einnig stund- aður og með. mikilli vinnu og hag- sýni, sem þá var nauðsynleg fólki og almennt í blóð borin, var af- koma þessarar íjölskyldu góð eftir því sem þá var um að ræða. Ragnar byrjaði sjóróðra með föður sínum og bræðrum þegar hann var um fermingu. Síðan tóku við stærri bátar, bæði frá Neskaup- stað og svo á vetrarvertíðum í Vestmannaeyjum. Þá fóm margir Austfirðingar hveija vertíð til Vestmannaeyja og hélst svo allt fram á síðari ár. Ragnar var ungur maður þegar hann settist að í Vestmannaeyjum þar sem systur hans tvær voru þá farnar að búa. Hann settist þar í vélstjóraskóla og öðlaðist vélstjóraréttindi. Síðan var hann í áratugi vélstjóri á ýms- um bátum í lengri og skemmri tíma. Hann þótti hinn traustasti maður í hvítvetna og snyrtimenni með afbrigðum. Ragnar stundaði sjóinn allt þar til hann missti heilsuna árið 1981, en eftir það var hann lengst af húsvörður í Útvegsbankanum í Vestmannaeyjum þar til síðastliðið vor að hann fór á spítala sem hann átti. ekki afturkvæmt frá. Árið 1957 kvæntist Ragnar eft- irlifandi konu sinni, Pálínu Jóns- dóttur frá Norður-Hjáleigu í Álfta- veri. Þau hófu búskap á Miðstræti 9 og bjuggu þar til ársins 1969 að þau fluttu í nýtt hús við Bakka- stíg 4. Ekki fengu þau þó notið þess góða húss nema skamman tíma því það fór undir hraun í gosinu 1973. Þá bjuggu þau í Reykjavík og Kópavogi fram á sumarið 1974 að fjölskyldan fór aftur heim til Vestmannaeyjá og keyptu þá hús í byggingu á Höfða- vegi 46 þar sem þau bjuggu síðan. Meðan fjölskyldan bjó í Reykjavík var Ragnar á Vestmannaeyjabáti og því sjaldan heima. Þeim Pálínu varð tveggja dætra auðið. Þórunn fædd 1957, sjúkra- þjálfi í Reykjavík, maki Matthías Magnússon frá Þórshöfn á Langa- nesi, eiga tvö börn, Pálínu Björk og Sigmar Þór; Sigríður fædd 1960, fóstra í Vestmannaeyjum, maki Jón Oddsson frá Siglufirði, eiga tvö böm, Rögnu Kristínu og Hafþór. Þegar ég settist niður að skrá þessi kveðjuorð komst ég að því að þótt vinátta okkar og tengsl hafi staðið í á íjórða tug ára þá veit ég ótrúlega lítið um líf Ragn- ars fyrir þann tíma. Honum var nefnilega ekki tamt að tala mikið um sjálfan sig. Hann var maður" hógværðar, hjálpsemi og heiðar- leika. Gestrisinn var hann með afbrigðum og hafði yndi af að fara með gesti sína í skoðunarferðir um Heimaey. Hann var okkur sem eftir lifum góð fyrirmynd. Ég og fjölskylda mín þökkum Ragnari Bjamasyni samveruna og vottum aðstandendum hans samúð. Hergeir Kristgeirsson Mig langar til að setja á blað nokkur kveðju- og þakkarorð til mágs míns og vinar, Ragnars Kristins Bjamasonar, sem í dag er kvaddur hinstu kveðju frá Land- akirkju í Vestmannaeyjum, en hann lést á sjúkrahúsinu þann 26. mars sl. eftir erfið veikindi síðustu mánuðina. Ég kynntist Ragnar fyrst árið 1955, en um það leyti hóf hann sambúð með Pálínu systur minni í Vestmannaeyjum. Hafði hann þá átt heima í Eyjum í mörg ár, en Ragnar var Austfírðingur, fæddur að Gerðisstekk í Norðfirði 9. apríl 1924. Þar ólst hann upp og byrj- aði strax unglingur að stunda sjó- inn eins og fleiri þar um slóðir, enda varð sjómennskan hans aðal lífsstarf eða allt meðan heilsa hans leyfði. Til Vestmannaeyja fluttist hann strax ungur maður og ílent- ist þar. Lengst af vann hann sem vélstjóri til sjós, þar sem hann kunni best við sig. Vegna mikils dugnaðar, meðfæddra hæfíleika og langrar starfsreynslu valdist hann til starfa með úrvals skip- stjómm á aflaskipum í Eyjum. Eftir langa og erfíða sjómennsku í útilegum og siglingum tók heilsa hans að bila fyrir nokkrum árum. Fór hann þá í land eins og sagt er, stundaði hann ýmis störf þar og síðast við Útvegsbankann í Eyjum þar til hann varð að hætta allri vinnu vegna vanheilsu. Sam- búð þeirra Pálínu og fjölskyldunnar allrar var ætíð með ágætum þótt þau mættu einsog margir fleir heyja erfíða lífsbaráttu bæði til sjós og lands. Þau eins og aðrir Vestmanneyingar máttu þola raunir vegna eldgossins þann 23. janúar 1973. Þann dag átti að halda upp á 50 ára afmæli húsmóð- urinnar í nýbyggðu einbýlishúsi. Sá dagur leið á annan veg en ætl- að var. Þau máttu sem aðrir Eyja- menn um hánótt hrekjast sjóleiðis til meginlandsins, burt frá öllu sínu. Nýja húsið þeirra var með þeim fyrstu sem fór undir glóandi hraunið. Þau dvöldu í Reykjavík frarn yfir gosið, en þá var aftur snúið til Eyjanna og hafin bygging á öðru húsi. Þeim tókst að klára * ______ Oli Þór Bernódus- son - Minning Leiðrétting í minningargrein um Kristján Benediktsson rafvirkja, í blaðinu 3. apríl, eftir Erlu Guðmundsdóttur, er talað um laxveiðijörðina Hrafna- gil í Laxárdal. Hér átti að standa laxveiðijörðina Hafragil, og leið- réttist það hér með. úk #1 Lofta- plötur og lím Nýkomin sending Þ. ÞORGRÍMSSON & C0 Ármúla 29, Reykjavík, sími 38640 Fæddur 12. júní 1990 Dáinn 27. mars 1991 Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús í þína hönd. Síðast þegar ég sofna fer sitji guðs englar yfir mér. (H. Pétursson.) Þessi bænarorð flugu um huga minn er ég frétti að litli frændi minn, hann Óli Þór, væri farinn frá okkur, eftir aðeins 9 mánuði. Já, 9 mánuðir eru ekki langur tími, efi honum var ekki ætlað að vera lengur með okk- ur, því öllum er okkur jú ætlaður ákveðinn tími hér á jörðu, bara mis langur. Hann andaðist á gjörgæslu- deild Landspítalans eftir erfið veik- indi aðfaranótt 27. mars sl. Óli Þóf var sonur hjónana Bjarkar Birkisdóttir og Bernódusar Alfreðs- sonar, sem búa að Búhamri 13, Vest- mannaeyjum. Að þeim er nú mikill harmur kveðinn, er þau sjá á eftir litla fallega drengnum sínum. Óli Þór átti 3 bræður, sem sakna sárt litla bróður. Þótt lífskeið Óla Þórs hafi ekki verið langt, skilur hann eftir bjartar minningar í hugum okkar allra, minningar swu- Við rrtúntim1,. varðveita um ókomna tíð. Elsku Björk, Beddi, Þórður, Birk- ir, Hávarður og aðrir ástvinir. Ég og fjölskylda mín sendum ykkur öll- um innilegar samúðarkveðjur og biðjum ykkur öllum Guðs blessunar. Óla Þór kveðjum við með söknuði og biðjum Guð að varðveita hann og blessa minningu hans. Nú legg ég augun aftur, ó Guð þinn náðarkraftur, mín veri vöm í nótt. Æ virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil svo ég sofi rótt. (S. Egilsson.) Bryndís Rafnsdóttir Lítið líf verður til. Drengur fæðist og er skýrður Óli Þór. Allir gleðjast yfir þessari gjöf lífsins. Þegar Óli Þór var rétt 4 mánaða kom í ljós mikill hjartagalli og nauðsynlegt var að senda hann til Englands í aðgerð. Bjartsýn og trúuð fóru mamma hans og pabbi og Erla amma hans með honum. Aðgerðin tókst mjög vel,_og nú tók við vonin. Vonin um að Óla Þór auðnaðist nú góð heilsa, fen ail£ )er í þessum heimi hverfult. jj MMKHBMMMMnMMMHHMHMMMMMMMUMI það á ótrúlega skömmum tíma, þrátt fyrir alla erfiðleika en þar mun hafa valdið mestu þrautseigja og atorka húsbóndans. Þar hafa þau síðan unað glöð við sitt ásamt afkomendum. Þau Ragnar og Pá- lína eignuðust tvær dætur, Þó- runni, sjúkraþjálfara, maður henn- ar er Matthías Magnússon, raf- vélavirki ættaður frá Þórshöfn, og Sigríði, fóstru, maður hennar er Jón Oddssson, sjómaður frá Siglu- fírði. Barnabörnin eru orðin fjögur, allt hráust og mannvænlegt fólk. Eins og margir aðrir Vestmann- eyingar reyndi fjölskyldan öll að nýta frístundir til að ferðast til meginlandsins. Þá var oft haldið á æskuslóðir Pálínu, heim í Norður- hjáleigu í Álftaveri, fyrstu árin til foreldra hennar, Þórunnar Páls- dóttur og Jons Gíslasonar, en síðar til Böðvars bróður og aldraðrar móður, en hún fékk oft heimsókn- ir af sínum tólf bömum og afkom- endum þeirra og var oft fjölmennt hjá henni einkum á sumrin. Ragn- ar var mjög hjálpsamur gömlu konunni við það sem lagfæra þurfti. Enda sagði hún oft ef eitt- hvað fór úrskeiðis. „Hann Ragnar lagar þetta fyrir mig næst þegar hann verður á ferð.“ Enda var oft eins og hann sæi óteljandi verkefni fyrir hendi var sem hann fór. Svona er þetta líf. Það skiptist á skin og skúrir, það hafa þau Ragnar og fjölskylda mátt reyna ekki síður en aðrir. Nú er hans jarðnesku ævibraut lokið. Aðeins jákvæðar, ljúfar minningar um þennan hægláta hugljúfa mann lifa meðal allra þeirra sem kynntust honum og nutu samvista með honum bæði í léik og störfum. Blessuð veri minning hans. Við Amdís, fjölskylda okkar og allir í Norðurhjáleigu þökkum af alhug löng og góð kynni og vottum systur minni og fjölskyldunni allri dýpstu samúð með virðingu og þökk. Júlíus Jónsson í dag er til moldar borinn frá Landakirkju í Vestamannaeyjum Ragnar Kristinn Bjarnason, mágur okkar og vinur. Hann lést á sjúkra- húsi Vestmannaeyja 26. mars síð- astliðinn eftir langa baráttu við mörg erfiðan sjúkdóm. Foreldrar Ragnars voru Halldóra Jónsdóttir frá Gerðisstekk í Norðfirði og Bjarni Sigfússon frá Barðsnesi í sömu sveit. Þau bjuggu á Gerðis- stekk. Var Ragnar þar fæddur og uppalinn. Ragnar Bjamason er okkur mjög minnisstæð persóna á árunum 1942-1955. Vorum við á vertíð úti í Eyjum eins og það var kallað í okkar heimabyggð. Þá kynntumst við oft austfirsk- um vertíðarmönnum. Einn af þeim var Ragnar Bjarnason frá Norð- firði. Það var eftirtektarvert hvað Ragnar var alltaf glaður og hress og hafði góð áhrif á félaga sína. Hann var hár, grannur og vaskleg- ur í allri framkomu. Á þessum ámm stundaði hann sjómennsku, en fór síðar í Vélstjóraskólann og var lengst af vélstjóri á bátum frá Vestmannaeyjum. Ávallt var hann á góðum bátum. Sýnir það að hann var eftirsóttur og farsæll í sínu starfi^ Ragnar var sú manngerð sem ávallt kom sér vel. Hann vildi hafa hlutina í lagi. Samviskusemi, snyrtimennska og vönduð vinnu- brögð voru honum í blóð borin. Hann var hógvær en glettinn og léttur í lund með vinum og kunn- ingjum. Allt í fari hans gerði það að manni leið vel og það var gott að vera í návist hans. I Vestmannaeyj- um kynntist Ragnar eftirlifandi konu sinni, Pálínu Jónsdóttur, f. 23. janúar 1923, frá Norðurhjá- leigu í Álftaveri. Þau gengu í hjónaband á jóladag 1957. Höfðu þá stofnað heimili í Miðstræti 9 í Vestmannaeyjum. Hjónaband þeirra var til fyrirmyndar. Þau vora samhent í að skapa sér hlý- legt og gott heimili, gestrisni og vinátta var þeirra aðalsmerki. Eins og fleiri Vestmanneyingar fór Ragnar ekki varhluta af þeim hörmungum sem Heimaeyjargosið hafði í för með sér fyrir eyjar- skeggja. Hafði hann þá komið upp nýju og vönduðu húsi og búið í því skamman tíma, en það fór undir hraun eins og fleiri mannvirki í austurhluta bæjarins. Það var mikill örlagadagur fyrir alla Vestmanneyinga að þurfa að flýja eyjamar undan hrauninu sem rann óðfluga að byggðinni. En frá þeim hamföram komust þeir með sigri. Tryggðin við eyjarnar togaði þó aftur marga til síns heima þótt aðkoman hafí verið döpur eftir náttúrahamfarirnar. Ragnar og Palla voru samhent í því að endur- reisa heimilið á nýjum stað á eyjun- um. Ragnar heitinn vildi hvergi frek- ar vera. Vestmannaeyjar áttu hug hans. Þar vildi hann eyða kröftum sínum og tíma til allra góðra verka. Ragnar og Pálína eignuðust tvær dætur, sem báðar eru upp- komnar og búnar að stofna heim- ili. Þórann, sjúkraþjálfí, f. 3. apríl 1957, búsett í Reykjavík. Maður Starfsfólk Landspítalans annaðist Óla Þór af einstakri kostgæfni og alúð þegar hann þurfti mest á því að halda, en þann 27. mars sl. lok- aði hann fallegu augunum sínum í síðasta sinn. Gleðin yfir þessari gjöf lífsins er ekki búin. Ökkur sem feng- um að umgangast hann og foreldram hans og bræðrum hefur verið gefin önnur gjöf lífsins, „minningin“. Minning um fallegan lítinn dreng með svo ótrúlega lifandi og skær augu. Elsku Björk mín, Beddi, Þórður, Birlurí dg’ Hávarðui','míss’ir yk^ar ^r svo mikill. Ég gið góðan Guð að vera með ykkur öllum á þessari sorg- arstundu. Fullvissa okkar er, að núna líður honum vel. Hví var þessi beður búinn, bamið kæra, þér svo skjótt, Svar af himni heyrir trúin hljóma gegnum dauðans nótt. Það er kveðjan: Kom til mín. Kristur tók þig heim til sín. Þú ert blessúð hans í höndum, hólpin sál með ljóssins öndum. (Sb. 1886 B. Halld.) Auður Ingvarsdóttir Litli frændi okkar Óli Þór er dáinn aðeins níu mánaða. Við viljum minn- ast hans með nokkram orðum. Hann fæddist í þennan heim 12. júní 1990 sprækur og glaður. Þegar hann var 4 mánaða kom í ljós að hann var með mikinn hjartagalla, og varð að fara með hann í erfiða hjartaaðgerð til London, sem hann síðan stóðst eins og hetja. Með honum fóru mamma hans og pabbi og amma Erla og yndisleg hjúkrunarkonar og læknir frá Barna- deild Landspítalans. Þeim og öllu starfsliði spítalans sem önnuðust hann eru færðar sérstakar þakkir fyrir góða umönnun. Heima biðu bræður hans þeir Þórður, Birkir og Vagi, skyldfólk og vinir. Hálfum mánuði seinna kom hann heim og allt virtist bjart framundan. En margt fer öðruvísi en ætlað er, hann léátJ f27 í 'Wiár&;¥l. • '-'h1'1 11 Í8?fSúb go gini ibliáa arusfl Til bIIijJs BlJíHjTiU

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.