Morgunblaðið - 06.04.1991, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 06.04.1991, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. APRÍL 1991 Minning: Þorbjörg Þórarmsdótt ir frá Austurgörðum Fædd 2. maí 1908 Dáin 31. mars 1991 Þorbjörg Þórarinsdóttir frá Aust- urgörðum í Kelduhverfí er látin. Með henni er gengin góð kona og mæt. Og nú á kveðjustund langar mig að minnast tengdamóður minnar nokkrum orðum og þakka eftirminnileg kynni. Þorbjörg fæddist að Sigurðar- stöðum á Sléttu 2. maí 1908. For- eldrar hennar voru hjónin Kristlaug Guðjónsdóttir og Þórarinn Guðna- son bóndi. í Kollavík í Þistilfírði ólst hún upp í stórum hópi systk- ina. Heimilið komst allvel af eftir því sem þá gerðist og var aldrei skortur á þeim bæ. Systumar voru sex og var til þess tekið hve gjörvu- legar þær þóttu. Bræðumir voru tveir en létust báðir ungir að árum. Þorbjörg stundaði nám í héraðsskól- anum á Laugum og síðar í hús- mæðraskólanum á Blönduósi en þar var þá skólastýra Hulda Stefáns- dóttir. Námið nýttist henni vel og bjó hún að því alla tíð. Eftir það stundaði hún ýmis störf, m.a. sem gangastúlka á Vífílsstöðum, en hálf þrítug heldur hún til Danmerkur og dvelur þar um fímm ára skeið og vann einkum við heimilistörf. Hún réðst í vist hjá þýskum greifa, Bergstoff að nafni. Sagði hún svo frá að er hún hóf störf þar átti hún um tvo kosti að velja. Annars vegar að fá ákveðið mánaðarkaup og matast ein í eldhúsinu, eða sitja til borðs með fjölskyldunni og blanda geði við hana, en við það lækkuðu launin. Þorbjörg valdi síðari kostinn og sá ekki eftir því. Bergstoff greifí hafði hrökklast frá heimalandi sínu í umróti fyrri heimsstyrjaldar, en siði og venjur forfeðra sinna hafði hann í heiðri og var nákvæmur og strangur í uppeldi barna sinna, sem þéruðu föður sinn. Um tveggja ára skeið vann hún í sendiráði Islands í Kaupmanna- höfn en þá var þar sendiherra Sveinn Björnsson, síðar forseti. Minntist Þorbjörg Sveins jafnan með virðingu og þótti mikið koma til hæversku hans, fágaðrar fram- komu og drengskapar í stóru sem smáu. Er heimsstyijöldin síðari braust út urðu þáttaskil í h'fí Þor- bjargar eins og svo margra ann- arra. í septembermánuði árið 1939 flyst hún heim og stuttu síðar gift- ist hún Birni Haraldssyni, bónda og kennara frá Austurgörðum í Kelduhverfí, og settust þau þar að. Þeim hjónum varð þriggja bama auðið.-Þau eru Þórarinn trygginga- sali, búsettur í Kópavogi, Sigríður kennari í Hafnarfírði, gift þeim sem þessar línur ritar, og Guðný, gift Jónasi Þórðarsyni og búa þau að Austurgörðum. Barnabörnin eru orðin níu og eitt barnabarnabarn. Þau Björn og Þorbjörg lifðu í far- sælu hjónabandi í hálfan fímmta áratug. Björn tók virkan þátt í fé- lagsstörfum, var um tíma oddviti sveitar sinnar, sat i sýslunefnd, starfaði sem þingskrifari og kenn- ari um árabil, en fékkst einnig við ritstörf auk búskaparins að Austur- görðum. Vettvangur Þorbjargar var fyrst og fremst heimilið, sem oft var mannmargt, því að að Austur- görðum var farskóli um árabil svo t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, EYGERÐUR BJARNFREÐSDÓTTIR, Stigahlíð 20, Reykjavík, andaðist á heimili sínu miðvikudagskvöldið 3. apríl si. Hafþór Ingi Jónsson, Kristín Egilsdóttir, Helga María Jónsdóttir, Ingimundur Magnússon og barnabörn. t Eiginmaður minn, PÁLMI JÓNSSOIM, lést fimmtudaginn 4. apríl. Jónína S. Gisladóttir. t Hjartans þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur vin- semd og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns og föður okkar, BJÖRNS ÓLASONAR, Selaklöpp, Hrísey. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri og krabbameinslækningadeildar Landspítalans. Fyrir hönd aðstandenda, Sigfríður Jónsdóttir og börn. t Hjartans þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð í sorgum okkar við fráfall og jarðarför sonar okkar, bróður og barnabarns, JÓNS GÍSLA SIGURÐSSONAR, Sólvallagötu 74. Sigurður A. Gíslason, Margrét I. Jónsdóttir, Seselía G. Sigurðardóttir, Jón Einarsson, Guðrún V. Hallgrimsdóttir. t Innilegar þakkir til allra, er sýndu okkur samúð og vinsemd við fráfall og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, KATRÍNAR FRIÐBJARNARDÓTTUR, Hallbjarnarstöðum, Tjörnesi. Guð blessi ykkur öll. Árni Kárason, synir og fjölskyldur. Minning: Jakob Indriðason kaupmaður Fæddur 11. nóvember 1918 Dáinn 29. mars 1991 Árið 1918, sem einna frægast er fyrir frostaveturinn mikla, fædd- ist drengur í Snússu í Hrunamanna- hreppi. Sonur hjónanna Gróu Magn- úsdóttur og Indriða Grímssonar. Þau voru bláfátæk af veraldar gæð- um en rík af gjörvulegum börnum. Tíu talsins. Þetta voru engin stórtíð- indi nema í Snússu. Eflaust hefur gleðin verið blönduð áhyggjum því enn bættist við lítill munnur sem seðja varð. Og þrátt fyrir erfið kjör á stundum óx drengur úr grasi, var nefndur Jakob, og ólst upp á meðal systkina í Snússu, einkar fögrum reit undir Langholtsfjalli. Tíminn leið. Hann liður hratt nema þegar illa árar en kjör eru kröpp. Eftirá að hyggja líður ævi- stundin hratt, misjafnlega hratt. Þjóðfélagið tók stakkaskiptum; fólkið flykktist úr sveitum í þétt- býli. Allt breyttist, jafnvel Snússa fékk virðulegra heiti, Ásatún. Og Jakob fluttist til Keflavíkur þar sem hann kvæntist Ingibjörgu sinni. Ingibjörg, dóttir Sigríðar Þórðardóttur og Ingimundar Jóns- sonar, kaupmanns, varð lífsföru- nautur og styrkasta stoð Jakobs. Gæflyndi og dyggðir hennar féll vel að skaplyndi Jakobs. Svo samrýmd voru þau að dóttur mína Ingibjörgu kallaði hann ætíð nöfnu sína. Ingibjörg og Jakob eignuðust 7 böm. Eitt dó nýfætt en hin eru öll uppkomin, Sigríður Gróa, Ingunn Kristín, Kristinn, Elín Jónína, Ingi- mundur og Helga. Og lánið hefur blessað barnabörnin 6. Kaupmennska varð aðalstarf Jakobs Indriðasonar. Fyrst vann hann hjá tengdaföður sínum í Ingi- mundarbúð og síðar verslaði hann í Brekkubúð. Hann varð „kaupmað- urinn á horninu". Hann leit á kaup- mennsku sem starf en ekki gróða- brall. Löngunin til að græða fé var víðs fjarri; nægjusemi var dyggð. Mér er hugsað til kaupmannsins Jakobs, sveitadrengsins frá Snússu t Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUÐMUNDAR JÓNASSONAR, Bjarteyjarsandi, Hvalfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks dvalarheimilisins Höfða og Sjúkra- húss Akraness fyrir góða aðhlynningu og umönnun í veikindum hans. Guðbjörg Guðjónsdóttir, Dúfa Stefánsdóttir, Vífill Búason, Jónas Guðmundsson, Gúðrún Samsonardóttir, Hallgrimur Guðmundsson, Rebekka Gunnarsdóttir, Óttar Guðmundsson, Anna Jónsdóttir, Sigurjón Guðmundsson, Kolbrún Eiríksdóttir, Móðir okkar, fósturmóðir, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR frá Kleifum, sem lést 29. mars á heimili sínu, Álfaskeiði 64, Hafnarfirði, verð- ur jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 8. apríl kl. 15.00. Þeirm sem vildu minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélag íslands eða aðrar líknarstofnanir. Magnea Magnúsdóttir, Sigurjón Magnússon, Hákon Magnússon, Rósa Sigurðardóttir, Sigmundur Magnússon, Guðrún Friðriksdóttir, Sigrún Jósteinsdóttir, Snorri Hansson, barnabörn og barnabarnabörn. sem siður var til sveita í þá daga, og dvaldist þar fyöldi barna um lengri eða skemmri tíma. Sá hún þá um matseld og viðurgjörning allan, auk þess sem gestkvæmt hefur jafnan verið að Austurgörð- um. Er heilsu Björns tók að hraka annaðist Þorbjörg mann sinn af dæmafárri natni og fórnfysi. Björn lést í maímánuði árið 1985 og treg- aði Þorbjörg mann sinn mjög, þó hún bæri harm sinn í hljóði. Er ég kynntist Þorbjörgu var hún komin fast að sjötugu. Hún tók mér ákaf- lega vel á sinn hljóðláta og yfírlætis- lausa hátt og dekraði við mig sem aðra meðan heilsan leyfði, er við vorum gestkomandi að Áusturgörð- um. Þorbjörg var einkar dagfarsprúð kona. Hógværð og lítillæti ein- kenndi fas hennar allt og fram- komu. Hún var orðvör og umtals- fróm og vildi öllum gott gjöra. Hún var einlæg trúkona, sem leitaði að styrk í bæninni. Megi mildi hennar og manngæska verða okkur hinum til eftirbreytni. Við kveðjum Þor- björgu Þórarinsdóttur með söknuði og þakklæti. Blessuð sé minning hennar. Egill Friðleifsson og afans og ætíð er hann sjálfum sér samkvæmur. Alltaf fann ég fyrir sveitinni og víðáttu ijalla í fari Jakobs. Hann er einn þeirra sem tók sveitina og fjöllin með sér á mölina og öll viðhorf fengu stoð frá liðnum tíma; voru rakin fram og til baka eftir vegi reynslu og þekkingar. Hann var alþýðumaður; grandvar til orðs og æðis, ræðinn, gamansamur og glettinn; viðkvæm- ur o g umhyggjusamur — og óvenju- legur vegna þess að þessir eiginleik- ar brugðust aldrei. í lífínu er fátt víst nema dauð- inn. Hann býr með okkur allar stundir; situr sem fastast í samfé- lagi lifenda — og bíður. Samt kem- ur hann sífellt á óvart jafnvel þótt við vitum að klukkan fari að kalla. Við söknum þess að hafa ekki átt fleiri glaðar samverustundir með indælum afa, glímt við hann með orðum, fengið að vita meira, sagt meira, tekist oftar í hendur... í morgun var sól og logn. Sól- skríkjan kvað við raust. En nú blæs og gnauðar. Nepjuna leggur inn að beini og regnið lemur. Rammís- lenskt veðrátta. Sinustráin blákta. Þau eru frá því í fyrra. Engu að síður stóðust þau haustvinda og volk vetrarins. Þau hafa lifað og samt — samt skýla þau grasnál- inni, nýgræðingnum. Enn lifa rætur þeirra og eins mun minning um góðan dreng lifa og verma hugskot og sálir. Senn kemur vorið, sauðburður hefst og hestamenn fá í sig fiðring eins og blessaðar skepnurnar. Hlíð- ar Langholtsfjalls, Leiran, jafnvel Moar Miðnesheiðar taka á sig nýjan búning líkt og í fyrra og hitteðfyrra og öll hin fyrri vor. Klakabönd bresta, ár og vötn leysast úr vetrar- fjötrum. Sem og forðum kemur líka vor í ríki Kerlingarfjalla þar sem Jakob gætti sauða, ungur og fijáls. Ég sé hann fyrir mér núna frjálsan á ný á stjörnufáki í eilífum gróanda og í víðfeðmri hálendisdýrð. Guðmundur Páll Ólafsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.