Morgunblaðið - 06.04.1991, Side 49

Morgunblaðið - 06.04.1991, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. APRIL 1991 49 Jón B. Sturlaugs- son - Minning Fæddur 10. mars 1967 Dáinn 31. mars 1991 A legstein á leiði lítils drengs í Fossvogskirkjugarði er þessi litla vísa letruð: Ég get verið þíðan þín, þegar allt er frosið, því sólin hún er systir mín, sagði lit]a brosið. (RG) Eitt fallegt vorkvöld fyrir mörg- um árum, voru tveir litlir drengir í boltaleik á breiðum grasgeira við eina af tvöföldu akbrautum borgar- innar. Þeir voru miklir vinir, enda systrasynir. Nú gerist það að bolt- inn hoppar út á götuna og yngri drengurinn, sem á þessa litlu ofan- skráðu vísu, hleypur á eftir boltan- um. Eldri drengurinn, sem þá hafði verið astmasjúklingur í nokkur ár, varð þarna vitni að hræðilegu slysi. Guð einn veit hve djúpt sár hann hlaut þetta fallega vorkvöld þegar örlög vinar hans og frænda voru ráðin, aðeins fáeina metra frá aug- liti. hans. Dóttursonur minn, Jón Berg- mann Sturlaugsson, fæddist í Reykjavík 10. mars 1967 ásamt tvíburabróður sínum, Jakob Inga. Þegar hann var fjögurra ára gam- ull fékk hann astma og var alla tíð mikill sjúklingur eftir það. Það þarf mikla pössun og reglusemi í sam- bandi við lyfin gegn þessum sjúk- dómi. Oft dáðist ég að því hvað móðir hans passaði þetta vel þegar hann var lítill, og svo hann sjálfur eftir að hann stækkaði og gat sjálf- ur séð um þau mál. Stundum þegar hann var lítill dvöldust þeir tvíbura- bræður á okkar heimili smátíma af og til. Þær eru margar ljúfar og fallegar endurminningarnar sem við arpma hans eigum frá þeim ttmum. Stundum þegar við skruppum eitt- hvað saman í bíltúr eða gönguferð, minnti hann okkur alltaf á að hann mætti ekki gleyma lyfinu sínu. Einu sinni vann hann á unglingsárum sínum í nágrenni við heimili okkar. Hann kom þá oft í hádegismat til okkar. Amma hans fór þá oft út í eldhúsglugga til þess að gá, hvort hún sæi ekki Jonna sinn koma. Jú, þarna kom hann og hann brosti svo fallega til hennar og þau vinkuðu hvort öðru. Seinna stundaði hann bæði verslunarstörf og afgreiðslu- störf á bensínstöðvum. Hann þurfti oft að leggja hart að sér, því úthald- ið var ekki alltaf eins og hjá full- frískum manni. Núna, nokkur und- anfarin ár, hefur hann verið á tog- ara með fósturföður sínum, Erni Berg, skipstjóra, sem hefur reynst þeim bræðrum svo vel. Til sjós var hann miklu betri af astmanum og stundum sagðist hann ekkert hafa þurft að nota lyfin sín allan túrinn. Hann var mikill vinur bræðradætra sinna. Sérstaklega var Iðunn litla, dóttir Björgvins bróður hans, kát, þegar Jonni frændi kom í heim- sókn. Litla Ragnhildur Tinna, dóttir Jakobs Inga, er ennþá svo lítil en samt ljómaði hún öll þegar hún sá Jonna frænda sinn. ' Nú er hann farinn en við eigum eftir fallegar minningar um við- kvæman góðan dreng, sem fyrir löngu síðan hélt að hann hefði átt að getað hlaupið á eftir boltanum. Elsku Ransý mín og Assi. Megi algóður Guð vera með ykkur, son- um ykkar og þeirra fjölskyldum, og gefa ykkur styrk í sorg ykkar. Ragnar S. Gröndal hjúkrunarkonu frá Vestmannaeyj- um. Hjónaband þeirra var fallegt og einstakt. Þau eignuðust ekki börn en við systkinin áttum þar okkar annað heimili svo og okkar börn. Maggi hafði sérstakt lag á börnum og umgekkst þau sem jafn- ingja. Hann benti. hæglætislega á matardiskana þeirra og þau kláruðu allan matinn sinn. Síðustu árin var Maggi orðinn lúinn. Hann fór þó daglega í „skúr- ina“ sína eins og hann kallaði það, dundaði sér við smíðar og dyttaði að bátnum sínum. Hann fékk að fara úr þessum heimi eins og hann hefði helst kosið sjálfur. Hann sofn- aði útaf í fanginu á Eyju sinni. Ég veit að nú líður honum vel — hann hefur lagt á djúpið í síðasta sinn. Hljómsveit Félags Harmónikuunnenda eins og hún var skipuð árið 1984. Magnús Elías- son - Minning Fæddur 12. júní 1908 Dáinn 26. marz 1991 Þegar ég sest niður til að skrifa nokkur orð í minningu Magnúsar or mér efst í huga þakklæti fyrir öli árin sem ég átti hjá honum og frænku minni á ísafirði. Margs er að minnast: Lítil stelpa stendur í fjörunni og horfír á Magga °g bræður hans Sigga og Jóa setja á flot, þeir eru að fara - í róður. Mikið var búið að rella um að fá að fara með. Maggi stendur við stefnið á bátnum og ýtir. Allt í einu snýr hann við, veður í land, tekur þá litlu í bóndabeygju og veður aft- ur um borð. Það var hreykin stelpa sem stóð í stafni og veifaði í land, — þetta var toppurinn á tilverunni. Magnús Elíasson fæddist að Nesi > Grunnuvík 12. júní 1908. Foreldr- ar hans voru hjónin Engilráð Jóns- dóttir og Elías Halldórsson, harð- duglegt fólk og vinnusamt. Systkini hans voru Guðrún, Jónína, Jóhann- es, Sigurður, Elísa, Pálína og Stein- þór, uppeldisbróðir þeirra. Bræð- urnir eru nú allir farnir, en eftir lifa tvær af systrunum, þær Elísa sem býr á ísafirði og Pálína í Dan- niörku. Magnús var mikill hagleiksmaður °g eftir hann liggja margir smíðis- gripir. Þeir bræður smíðuðu trillu, Eljuna frá Nesi, sem þeir áttu sam- an og réru á meðan þeim entist líf °g heilsa. Á sjónum leið Magga vel, hann var fijáls — sinn eigin herra og naut þess að koma að landi með góðan afla. Það var alltaf jafn spennandi að hlaupa niður á Norð- urtanga á kvöldin til að sjá Eljuna s>gla inn. Við Eyja kepptum um það hvor okkar væri fyrst til að þekkja bátinn, það gat stundum verið er- fítt þegar margir bátar voru að sigla inn í einu. Far þu í frioi, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (y. Briem.) oddn Margar ferðir voru farnar að Nesi. Þar átti Maggi sínar rætur og þangað var gott að koma í frið- jnn og óspillta náttúru. Á heimleið- inni var oft rennt fyrir fisk undir Grænuhlíð, — þá var oft erfitt að hætta og fara heim — spegilslétt djúpið og fiskur á hveijum öngli. Magnús giftist móðursystur minni Bjorneýjn .Bjqrpsdóttur ■ FÉLAG harmónikuunnenda í Reykjavík heldur sjötta skemmti- fund vetrarins í Templarahöllinni sunnudaginn 7. apríl nk. kl. 15.00. Sérstakir gestir koma í heimsókn, félagar úr Félagi harmónikuunn- enda á Suðurnesjum og nemend- ur úr Tónskóla Sigursveins/ Rús- ínan í pylsuendanum verður heim- sókn þýska harmónikuleikarans Christiane Lder. Christiane Lder er hér á landi á vegum Þjóðleikhúss- ins til að leika í dansatriðum í Pétri Gaut. Hún er tuttugu og fjögurra ára gömul frá Hannover og hefur stundað harmónikuleik frá átta ára aldri. Eins og alltaf sjá harmóniku- konur um veitingar. I lok fundarins er dansað. Ragnar Vilhjálmsson, Keflavík - Minning Fæddur 26. júlí 1911 Dáinn 29. marz 1991 í dag verður til moldar borinn frá Keflavíkurkirkju Ragnar Vil- hjálmsson (Russel E. Woods), hann var fæddur í Minnesota í Bandaríkj- unum. Foreldrar hans voru Willam E. Woods og Carrie M. Woods, hann átti einn bróður og sex systur og eru fjögur þeirra á lífi og búsett í Bandaríkjunum. Árið 1948 kom Ragnar til íslands á vegum Hamil- ton-byggingaverktaka og vann við ýmis verkefni á Keflavíkurflugvelli. Fljótlega kynntist hann eiginkonu sinni Sesselju Þórðardóttur og gengu þau í hjónaband 1950. Árið 1951 fluttu þau til Bandaríkjanna og bjuggu þar í tvö ár, að þeim tíma loknum fluttust þau alfarið til ís- lands og settust að í Keflavík. Þau eignuðust þijú börn, Rúnar, Vil- hjálm og Þórunni Woods og eru barnabörnin átta og barnabarna- börnin tvö. Jack eins og hann var venjulega kallaður var góður heim- ilisfaðir. Árið 1968 gerðist hann íslenskur ríkisborgari og tók upp nafnið Ragnar. Ég sem þessar línur rita átti Ragnari svo ótalmargt gott að gjalda. Sesselja kona hans og Sig- rún móðir mín eru systur. Það kom því að sjálfu sér að kynnin urðu náin og það sem meira var ákaflega góð og einlæg. Börn þeirra hjóna urðu mér sem systkin enda var ég þar mörg sumur í barnæsku og naut ástúðar og umhyggju hjón- anna sem væri ég eitt af þeirra börnum. Þegar ég var í barnaskóla lærði ég þessa gullvægu setningu meistarans: „Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður skuluð þér og þeim gjöra.“ Oft hefur mér reynst erfitt að breyta eftir þessu og hygg ég að svo sé um flesta. Vinur minn Ragnar Vilhjálmsson, sem ég leit oft á sem minn annan föður, hefur í mínum huga kómist einna næst því að lifa og breyta eftir þessum orðum Jesú. Þess er gott að minnast á þessum tímamót- um þegar vegir skiljast um sinn. Ég flyt aðstandendum hugheilar samúðarkveðjur frá foreldrum mín- um, mér sjálfum og fjölskyldu minni. Ég færi Ragnari hugheilai' þakkir fyrir allt hið góða er hann gaf mér og bið algóðan Guð að láta hann njóta þess er hann er að ganga inn í dýrð hans. Ég bið hann farar- heilla með þessari bæn sálma- skáldsins frá Stóra-Núpi. Stýr mínu fari heilu heim í höfn á friðarlandi, þar mig í þinni gæslu geym, ó, Guð minn allsvaldandi. (V. Briem.) Ásmundur S. Jónsson Stúdentaleikhúsið frum- sýnir þrjá einþáttunga ÞRÍR einþáttungar eftir jafn marga unga höfunda verða frumsýn- ' ir í Tjarnarbæ í kvöld, laugardagskvöld, kl. 20.00. Sýningin hefur hlotið nafnið Menn, menn, menn ojg þættirnir eru Á meðan við snertumst eftir Melkorku Teklu Olafsdóttur, Hungurdansarinn eftir Sindra Freysson og Ein, tvær, þrjár, jafnvel fjórar eftir Bergyótu Arnalds. Sýning þessi er fyrsta verkefni hins endurreista Stúdentaleikhúss, en það starfaði helming síðasta áratugar. Það lá í dvala fram að síðastliðnu hausti, þegar hópur var kallaður til leiks og námskeið hald- ið. Við uppsetningu Manna, manna, manna var leitað eftir samstarfi við Myndlista- og hand- íðaskóla íslands og er búninga- og leikmyndahönnun í höndum nemenda við skólann. Tónlist samdi Eyþór Arnalds og Jóhann Pálmason og Egill Örn Árnason sáu um hönnun lýsingar. Leik- stjóri er Ásgeir Sigurvaldsson. Einþáttungarnir þrír eru frum- raun höfundanna, sem hafa áður samið ljóð og smásögur. Sýninga- íjöldi verður takmarkaður og sýnt verður í Tjarnarbæ. t xÁstkær móðir okkar, KARÓLÍNA SVEINSDÓTTIR, Dyngjuvegi 10, andaðist í Landspítalanum 4. apríl. Börnin. t Ástkær eiginmaður minn, faðir, fósturfaðir, tengdafaðir og afi, ÓSKAR MAGNÚSSON, Skipholti 55, Reykjavík, andaðist í Landspítalanum fimmtudaginn 4. apríl. Arndís Sigriður Halldórsdóttir, Guðmunda Óskarsdóttir, Smári Sveinsson, Guðmundur R. Óskarsson, Ragnheiður Sigurðardóttir, Kristján Óskarsson, Sigríður Á. Ingólfsdóttir, Guðlaug Pétursdóttir, Jón Pétursson, Magdalena Kristinsdóttir, Sigrnar Pétursson, Þrúður Kristjánsdóttir, Sigurbjörg Eiríksdóttir, Svavar Sigurjónsson og barnabörn. ——ragnr TiTTfrff Tt ■wn m mars- tsm VÆtmarmmmimxamlS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.