Morgunblaðið - 01.05.1991, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.05.1991, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 1991 Um leiklistarbækling HKSHOLABIO SJA BIOSIÐU Wterkurog k-J hagkvæmur auglýsingamióin! eftír Svein Einarsson Ekki alls fyrir löngu birtist grein hér í blaðinu eftir Hlín Agnarsdóttur þar sem hún veitist að mér og rit- nefnd bæklinga til kynningar á ís- lenskum listum. Hún sakar mig um hlutdrægni og sjálfhælni í þeim bæklingi sem um leiklist fjallar og reyndar aðra um slíkt hið sama í öðrum bæklingum. Sjálfsagt er erfitt um slíkt að dæma og fjalia og blind- ur er hver í sjálfs sín sök. Hlín nefnir einmitt þann vanda, að fá fræðinga_ til að skrifa yfirlit af þessu tagi. Ég er nefnilega ekki einn um það að vera listamaður með fræðilegan bakgrunn á þessu sviði; í því félagi leikhúsfræðinga sem að nafninu til er við lýði eru flestir félag- ar starfandi sem listamenn og fæstir þeirra hafa nokkra yfirsýn yfir allan þann tíma sem hér um ræðir. Þetta gildir t.d. um Hiín Agnarsdóttur. Hið sama er upp á teningnum, þegar leit- að er til gagnrýnenda. Fæstir þeirra hafa verið nægilega lengi í starfi til að hafa þennan sögulega samanburð. Það var nokkuð eftirtektarvert dæmi, þegar Sigurður A. Magnússon, sem oft hefur stungið niður penna um leiklist og var gagnrýnandi um margra ára skeið, ritaði yfirlitsgrein um íslenskt leikhús í þýska tímaritið Die Horen, að hann einskorðaði sig við leikritunarsögu. Nú er það auðvitað talsvert vanda- verk að skrifa slíkt yfírlit. Ákveðnar hlutlægar viðmiðanir verður auðvitað að viðhafa, - eigum við að kalla það skilgreiningu á tilgangi bæklingsins - þó að auðvitað geri menn sér grein fyrir að allt byggist þetta þó á hug- lægu mati. Hlín sér ofsjónum yfir því, hversu miklum hluta greinarinn- ar er varið í að lýsa viðleitni atvinnu- leikhúsanna. Þar sem hún hefur yfir- leitt starfað utan þeirra, mótast við- horf hennar mjög af því, og henni sést yfir, að á því tímabili, sem hér um ræðir, fer 80-90% af leiklist á atvinnustigi fram í þessum húsum og á flestum sviðum hafa þau for- ystu; þar sem aðrir brydda upp á ferskum nýmælum er þessgetið. Hin alkunna aumingjagæska Islendinga hefur m.a. birst í því, að áratugum saman hefur ekki verið lagður sami mælistokkur á sýningar Þjóðleik- hússins og Leikfélags Reykjavíkur annars vegar og ýmissar annarrar leikstarfsemi hins vegar. Dæmi eru enn á síðum blaðanna, þar sem viða- miklar sýningar reyndra atvinnu- manna fá nánast svipaða umgetn- ingu og skólasýningar byrjenda og notuð eru sömu lýsingarorðin - ef þá ekki öllu er snúið Við og amatör- ismanum hampað á kostnað alvar- lega leitandi listsköpunar. Hlín finnur að því, að ég nefni Egg-leikhúsið eitt hinna fijálsu leik- hópa (auk Alþýðuleikhússins auðvit- að, Leikbrúðulands og íslensku óper- unnar) og á það að vera dæmi um sjálfhælni mína. Nú vill svo til að mín er þar að engu getið, enda hef ég ekki stýrt þeim leikhóp nema einu sinni. Hins vegar er Egg-leikhúsið það af þessum minnstu leikhúsum, sem lengst hefur starfað samfleytt, meðan flestir hinir hóparnir hafa komið og farið; menn draga sér ekki upp andlitsfal! með einni eða tveimur sýningum eingöngu; I annan stað hafa hópamir sjaldan lagt sig eftir P6DROUO* RAFKNÚNAR DÆLUR 0,5 til 3,0 hp. Hringrásardælur, brunndælur, sjódælur úr kopar, neyslu- vatnsdælur með jöfnunarkút, djúpvatnsdælur og fleiri útfærslur. Úrvalsvara á ótrúlega lágu verði. ÁNANAUST 1, REYKJAVÍK. SÍMI 91-26122 frumuppfærslum en fremur leitað á mið erlendra framúrverka (og sumra allt aftur til 6. og 7. áratugarins). Undantekning er þar Egg-leikhúsið og verk Árna Ibsens hafa þegar vak- ið athygli erlendis, ég sé ekki að hann eigi að gjalda þess í slíkum kynningarbæklingi, að ég stýrði einu þeirra. Auk þess er Egg-leikhúsið eini þessara hópa auk Leikbrúðu- lands sem hefur getið sér orð á al- þjóðlegum vettvangi. Reyndar er það alrangt að ég nefni ekki aðra leik- hópa, því þar eru nefndir Þíbylja, Frú Emilía og Gránufélagið. Annað dæmi nefndi Hlín um sjálf- hælni mína, þegar Þjóðleikhúsinu var boðið með Silkitrommuna til fjölda landa í kjölfar leikferðar á Listahátíð í Caracas. Þá hefði ég í stað átt-að geta þess, að þær Þórhildur Þorleifs- dóttir og Bríet Héðinsdóttir hefðu leikstýrt í íslensku ópemnni. Nú vill svo til, að það er ekki á hveijum degi, að á íslandi fæðist ópera sem hlutgeng þykir í hinum stóra heimi. Erlendar þjóðir leggja í það stórfé, að koma á framfæri slíkum verkum og kynna þannig menningu sína; hér er ekki sá skilningur vaknaður. Slíkt skiptir nefnilega meira máli og er meira í samræmi við tilgang um- rædds bæklings en geta um það sem á strangan alþjóðlegan mælikvarða eru trúlega miðlungssýningar á sí- gildum erlendum ópemm - hvort sem er í Þjóðleikhúsinu eða íslensku óperunni eða hvort sem Þórhildur, Bríet eða ég stýri þeim - trúlega höfum við öll átt þátt í slíkum sýning- um; og þess vegna er þeirra að engu getið. Sem dæmi um hlutdrægni nefnir síðan Hlín, að ekki eru nefndir með nafni Guðjón Pedersen og Hafliði Arngrímsson. Nú er það að vísu svo, að greinarkornið var skrifað fyrir tæpum tveimur ámm og mér fannst þá - og finnst líklega enn - að þeir séu ekki búnir að vinna nógu sjálf- stætt úr þeim áhrifum sem þeir hafa orðið fyrir úr þýsku leikhúsi. En skemmtilegum ferskleika stafar af þeim - eigum við að segja, að trú- lega eru þeir nokkuð ömggir um sess í næsta bæklingi. Það er nefni- lega ein jafnvægislistin í slíkum bæklingi, að kunna að sjá yfir andar- takið - ella er hætta á, ef menn em of bundnir líðandi stund, að ritlingur- inn úreldist strax. Hlín nefnir einnig Grétar Reynisson og má það til sanns vegar færa, hann hefur meira að segja komið sér upp skýmm höfund- areinkennum á verkum sínum. Hitt er svo ævinlega matsatriði, hversu marga skal nefna - ýmsir ágætir eldri leikmyndateiknarar em ekki nefndir. Ég hef haft til hliðsjónar ýmsa erlenda bæklinga af slíku tagi (og ég hef lesið þá marga) og þar er ljóst að nafnaþula gerir litla stoð, þó að það sé kannski viðkvæmt í heimahögum. Markmið pésans er Sveinn Einarsson annað. Þá telur Hlín það „neyðarlegt" að ég nefndi Ég er gull og gersemi sem dæmi um framtak Leikfélags Akur- eyrar. Hér ber að sama bmnni: Mér finnst virðingarvert þegar atvinnu- leikhús stendur fyrir framsköpun - ég tala nú ekki um í þessu dæmi, þar sem lagt var til gmndvallar norð- lenskt verk eftir höfuðskáld Akur- eyrar. Það er auðvitað engin tilviljun að ég kom við sögu í nokkrum þeim dæmum sem nefnd hafa verið - og vil þó benda á, að dæmi í bæklingn- um era auðvitað margfalt, margfalt fleiri og þar eiga aðrir hlut að máli. Þetta stafar af því, að mat mitt er auðvitað mótað af því sem ég álít tilraunir til að skapa sjálfstæða ís- len'ska leiklist - og svo því sem ég hygg útlendum áhugamönnum þyki fréttnæmt. Ég hefði svo sem getað reynt að leyna því að ég hef komið við sögu í þessari þróun - setið við stjórnvöl í leikhúspólitíkinni í yfir tuttugu ár og stýrt sem listamaður nálega 60 leiksýningum - en það hefði verið sögufölsun. Ég varð því að bíta í það súra epli, að standa berskjaldaður gegn árásum eins og þeim sem Hlín sá ástæðu til að standa fyrir - hugga mig við það að í greininni er ákveðinn rauður þráður - og síðan að reyna að hafa mitt huglæga mat eins heiðarlegt og mér var unnt, eins og reyndar Hlín nefnir. En auðvitað erum við öll mótuð af því sem við erum að gera eða trú- um á. Hlín hefur t.d. að undanförnu skrifað greindarlegar greinar um leiklist í Morgunblaðið. Þær hafa þó ekki orðið aflvaki umræðu, líkt og hún hefur sjálfsagt ætlast til. Skýr- ingin er hugsanlega sú, að þær eru of mótaðar af því, að hún hefur sjálf ekki fyllilega náð fótfestu í íslensku leikhúslífi og svíður það, hversu lang- an tíma það virðist ætla að taka - sjónarhornin spegla þetta oftar en ekki. En þessar greinar eru skrifaðar í fullkomnum heiðarleika og því eru þær ágætar samt. Höfundur er dugskr&rstjóri. TILBOÐSDAGAR! Við bjóðum ykkur Knorr sósur og pastarétti á sérstöku tilboðsverði í Hagkaupsbúðunum næstu vikur. Vörukynning verður í Hagkaup, Kringlunni, fimmtudaginn 2. maí kl. 14.00 - 18. 30 og laugardaginn 4. maí kl. 10.00 - 16.00. Tilboðsverð: Kr. Knos r sveppasósa 59 Knorr Bearnaise-sósa (4 í pakka) 147 Knorr Lasagna 209 'fótíJtfr -þegar við eldum góðan mat! HAGKAUP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.