Morgunblaðið - 01.05.1991, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 01.05.1991, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ MIÐYIKUDÁGUR L MAÍ: 1991 Elías S. J. Bemburg pípulagn- ingameistari Fæddur 31. október 1926 Dáinn 27. febrúar 1991 Elías Bernburg vinur minn er allur, hann kvaddi þennan heim sáttur við Guð og menn. Við sem þekktum Elías vissum að hveiju stefndi. Hann var búinn að berjast við heilsuleysi í mörg ár en hann var óhræddur við að deyja, því hann trúði því að lífið hér á jörðu væri aðeins áfangi í lengri lífskeðju. Undirritaður kynntist Elíasi fyrir 45 árum og hefur samband okkar aldrei rofnað öll þessi ár. Elías er fæddur á Patreksfirði, fluttist til Reykjavíkur tveggja ára gamall og hefur ætíð búið í Reykjavík síðan. Elías starfaði hjá undirrituðum nokkur ár, en síðustu 19 árin starf- aði hann við pípulagnir á Keflavík- urflugvelli. Það segir best hversu vel liðinn Elías var, að yfirmaður flotastöðvar varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli, J. Minsterman, segir svo um Elías í eftirmælum: „Elías starfaði hjá stofnun verk- legra framkvæmda á Keflavíkur- flugvelli um 19 ára skeið sem pípu- lagningamaður. Hann var góður starfskraftur og félagi, duglegur, skapgóður og greiðvikinn svo til var tekið. Aldrei var gefist upp við vandamál er upp komu, alltaf leitað lausna og ekki hætt fyrr en allt gekk upp. Elías var afburða vel lið- inn af samstarfsfólki, sem saknar nú vinar í stað.“ Þessi orð leyfi ég mér að gera að mínum, þau lýsa Elíasi eins og hann var. Foreldrar Elíasar voru Olga El- íasardóttir og Pétur Bernburg, d. 14. júlí 1954, hljómlistarmaður. Systkini Elíasar voru Birgir Bern- burg, Anna Katrín Bering Bern- burg, dáin 7. apríl 1987. Eiginkona Elíasar var Inga Jónsdóttir, sem hann missti 24. maí 1974 og var hún honum mikill harmdauði. Ég kveð kæran vin að sinni. Hver veit nema við eigum eftir að hittast og blóta Bakkus í Valhöll. Þá verða málin rædd, á þeim tekið og glösum klingt. Eg bið góðan Guð að styrkja harmþrungna móður og bróður á sorgarstundu. Einar S. Jónsson Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmæl- is- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal- stræti 6, Reykjavík og á skrif- stofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. 57 t Bróðir minn, ÓLAFUR KJARTANSSON frá Seli í Grimsnesi, andaðist á Ljósheimum, Selfossi, 29. apríl. Sveinn Kjartansson. t ÓLAFUR SIGFÚSSON, Suðurgötu 76, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju fimmtudaginn 2. maí kl. 13.30. Guðrún Olga Stefánsdóttir, Guðni Þór Ólafsson, Herbjört Pétursdóttir, Stefán Ólafsson, Ólafia Þ. Gunnarsdóttir, Sigurður Rúnar Olafsson, Mjöll Gunnarsdóttir og barnabörn. t Útför eiginkonu minnar, móður okkar og ömmu, KRISTÓLÍNU GUÐMUNDSDÓTTUR, Baldursgötu 26, fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 2. maí kl. 10.30. Jarðsett verður í Setbergskirkjugarði sama dag. Pétur H. Karlsson, börn, tengdabörn og barnabörn. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, VALTÝR GUÐMUNDSSON, Granaskjóli 42, verður jarðsunginn frá Neskirkju föstudaginn 3. maí kl. 15. Ester Gísladóttir, Valdis Edda Valtýsdóttir, Hörður Már Valtýsson, Helga Hrönn Hilmarsdóttir, Guðmundur Valtýsson, Jónína Jóhannsdóttir, Gísli Valtýsson, Erla Þorvaldsdóttir, og barnabörn. t Móðursystir mín, HERDÍS JÓHANNSDÓTTIR, Dalbraut 27, verður jarðsungin frá Áskirkju föstudaginn 3. mai kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Fyrir hönd vina og vandamanna. Hulda Ingvarsdóttir. t Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, MAGNÚS GUÐJÓNSSON bifvélavirki, Langholtsvegi 71, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 2. maí kl. 15.00. Margrét Magnúsdóttir, Guðm. Sigurþórsson, Guðjón V. Magnússon, Kolbrún Þorkelsdóttir, María Ólöf Magnúsdóttir, Karl A. Ágústsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, VILBORG HELGADÓTTIR frá Móeiðarhvoli, verður jarðsungin frá Oddakirkju laugardaginn 4. maí kl. 14.00. Ágúst Valmundsson, Sigríður Guðjónsdóttir, Sigurgeir Valmundsson, Vilborg Guðjónsdóttir, Guðrún Valmundsdóttir, ísleifur Pálsson, Guðmunda Valmundsdóttir, Einar Valmundsson, Guðrún Jónsdóttir, Helgi Valmundsson, Svanhvít Hannesdóttir, Páll Valmundsson, Klara Guðmundsdóttir, barnbörn og barnabarnabörn. t Alúðarþakkir til þeirra sem heiðruðu minningu, HELGU HEIÐAR hjúkrunarkonu. Sérstakar þakkir eru færðar starfsfólki Hafnarbúða. Ólafur Th. Ólafsson. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGILEIF BRYNJÓLFSDÓTTIR, Hellisgötu 12b, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni i Hafnarfirði föstudaginn 3. mai nk. kl. 15.00. Bára Jónsdóttir, Sigrún Jónsdóttir, Þorsteinn S. Jónsson, Bryndís G. Jónsdóttir, Einar G. Jónsson, Þorleifur G. Jónsson, Ólafur Jónsson, Arni Jónsson, Lilja Kristinsdóttir, Emil Ágústsson, Valgerður Friðþjófsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar og bróðir minn, SVEINN PÁLSSON fyrrverandi menntaskólakennari, andaðist 18. april. Útför hans hefur verið gerð í kyrrþey. Helena Pálsson, Páll Sveinsson, Kári Pétur Sveinsson, Frans Jósef Sveinsson, Gunnar Páll Sveinsson, Karl Ágúst Sveinsson, Páll Pálsson. t Systir mín, SIGURBJÖRG JÓNASDÓTTIR frá Litla Dal, verður jarðsungin frá Blönduóskirkju laugardaginn 4. maí kl. 14.00. Fyrir hönd vandamanna. Ásta Jónasdóttir. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður og afa, HERMANNS SIGURÐSSONAR, Þórsbergi, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til Sigurgeirs Kjartans- sonar, læknis, og starfsfólks á gjör- gæsludeild Landakotsspítala. Ragnheiður Hermannsdóttir, Böðvar Hermannsson, Þórunn Hermannsdóttir, Lovísa Hermannsdóttir, Haraldur Hermannsson, Herdís Hermannsdóttir, Jóhanna Sveinsdóttir, Runólfur Skaftason, Gunnlaugur Óskarsson, Sigríður Jóhannsdóttir, Jóhann Gunnarsson og barnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, PÁLMA JÓNSSONAR í Hagkaup. Jónína Sigríður Gísladóttir, Sigurður Gisli Pálmason, Guðmunda Þórisdóttir, Jón Pálmason, Elísabet Björnsdóttir, Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir, Sigurbjörn Jónsson, Lilja Sigurlfna Pálmadóttir, Birgir Þór Bieltvedt, og barnabörn. Lokað Vegna útfarar BENEDIKTS BLÖNDALS hæsta- réttardómara verður skrifstofa Hæstaréttar lokuð eftir hádegi fimmtudaginn 2. maí. Hæstaréttarritari. Lokað Vegna jarðarfarar BENEDIKTS BLÖNDALS, hæstaréttardómara, verður skrifstofa okkar lokuð eftir hádegi fimmtudaginn 2. maí. Málflutningsskrifstofa Ágúst Fjeldsted hrl., Haraldur Blöndal hrl., Skúli Th. Fjeldsted hdl., Ingólfsstræti 5.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.