Morgunblaðið - 01.05.1991, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 01.05.1991, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 1991 51 Lára Þórlinds- dóttir - Minning Fædd 1. maí 1924 Dáin 22. apríl 1991 Mig langar að minnast frænku minnar hér í örfáum orðum, en hún lést aðfaranótt 22. apríl síðastliðinn. Lára móðursystir mín var fædd á Fáskrúðsfirði og þar bjó hún alla sína ævi. Ung giftist hún eftir- lifandi manni sínum, Kristni Gísla- syni. Þau eignuðust fjögur börn, Snjólaugu, Guðrúnu, Lindu og Guðlaugu, sem öll eru uppkomin. Á Fáskrúðsfirði var Lára heima hjá sér, þar leið henni best og mátti oft heyra það á henni þegar hún var á ferðinni hér fyrir sunnan hvað væri nú gott að komast aftur austur. Lífsstarf sitt leysti hún afar vel af hendi. Hún var sönn húsmóðir, sem vann sín verk og ól upp sín böm. Heimili þeirra Kidda bar sannarlega merki um hreinlæti og snyrtimennsku. Ég, sem þessar línur skrifa, var alin upp í næsta húsi og var því tíður gestur á heim- ili Láru. Mér er það sérstaklega minnisstætt hversu mjög ferðum mínum fjölgaði til hennar þegar sonur hennar fæddist. Mér fannst þá að ég ætti strákinn með henni. Þegar ég kom austur til þess að heimsækja foreldra mína og aðra ættingja hitti ég Láru alltaf. Oft kom hún og drakk morgunkaffið með mér og mömmu þegar ég var fyrir austan. Stundum finnst okkur að sumar fjölskyldur þurfi að þola meira en aðrar. Mjög mörg og alvarleg áföll hafa dunið yfir Láru og fjölskyldu hennar. Ungan dótturson sinn missti hún 1983 af slysförum og rúmlega ári síðar veiktist einn tengdasonur hennar af krabba- meini og lést hann skömmu fyrir jólin 1984 í blóma lífsins. Svona áföll marka djúp sár hjá fólki. Aldrei man ég þó eftir því að Lára kvartaði, en ég veit að frænka mín tók þetta mjög nærri sér. Sumt fólk er kallað burt úr þess- um heimi alltof snemma. Það finnst mér einmitt um Láru. Veik- indi hennar stóðu stutt yfir og gengu hratt fyrir sig. Um miðjan mars síðastliðinn var hún skorin upp en ekkert var hægt að gera fyrir hana. Ég heimsótti Láru á sjúkrahúsið daginn sem henni voru sögð þessi hræðilegu tíðindi. Á leiðinni var ég að hugsa um hvað ég ætti að segja við hana. En í rúminu lá kona, sem var miklu þroskaðri en ég. Hún var róleg og yfirveguð og sagði mér að læknirinn gæti ekkert fyrir sig gert. Nú væri það á hennar valdi hvernig framhaldið yrði. Við töluð- um saman dijúga stund þarna á sjúkrahúsinu, hún sagðist eiga margt ógert í þessu lífi, eitt af því var að sjá nýja húsið hans Guila. Ég kvaddi Láru þetta kvöld hugsandi um allt það sem deyj- andi kona hafði að segja. Lára komst austur eftir þetta, þar barð- ist hún af öllum kröftum við sjúk- dóminn sem var öllu yfirsterkari. Maðurinn hennar og börnin þeirra stóðu saman og vöktu yfir henni. Allt sem í mannlegu valdi stóð var gert til þess að létta henni þjáningamar þar til yfir lauk. Ég veit að íjölskylda Láru á nú svo mjög um sárt að binda. Eins veit ég að það tekur mömmu mína sárt að sjá nú á eftir systur sinni, sem var henni kærust. Það er einlæg bæn mín og Gunnþóru systur minnar að góður Guð styrki fjölskylduna í Borg- arhlíð og aðra aðstandendur á þessum erfiða tíma. Erla Skaftadóttir ★ Pitney Bowes Frfmerkjavélar og stimpilvélar Vélar til póstpökkunar o. fl. OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 33 -105 Reykjavík Símar 624631 / 624699 OFURMINNI M Helgarnámskeið 4. maí, 5. maí. Ókeypis kynning fyrir starfshópa, félagasamtök og fyrirtæki. Vfy ® 67 61 36 og 62 62 75. MetsöliMad á hverjum degi! I N O V E L L NetWare Uppfærslur (Update) í nýjustu útgáfur nú fáanlegar Nú eru komnar á markað nýjustu útgáfur af Novell NetWare. Tvær útgáfur eru nú í boði NetWare 2.2 og 3.11 NetWare 2.2 kemur í stað ELS-I, ELS+II, Advanced NetWare og SFT NetWare. NetWare 2.2 hefur innbyggðar vamir gegn bilunum (SFT) og færslueftirlitskerfi (TTS). Þá em innifalinn hugbúnaður til að tengja Macintosh og OS/2 tölvur við netið. Allar útgáfur 2.2 em eins að öðm leyti en því að fjöldi notenda er mismunandi og em í boði 5,10,50 og 100 notenda útgáfur. NetWare 2.2 gengur á netmiðstöðvar með 802S6, 80386 og 80486 örgjörvum. NetWare 3.11 nethugbúnaður er gerður fyrir netmiðstöðvar með minnst 80386 örgjörva. Hægt er að fá útg. 3.11 í 20, 100 eða 250 notenda útfærslum. Macintosh hugbúnaður er ekki innifalinn í verði 3.11. Vinsamlegast athugið að NetWare útgáfur 2.0a og eldri verður ekki hægt að uppfæra með afslætti eftir 1. ágúst næstkomandi og því um að gera að ganga frá því strax. Til að fá uppfærslu þarf að koma með upprunalegar diskettur merktar GENOS/GENDATA (Adv., ELS-II og SFT NetWare) eða START (ELS-I tvær diskettur). Þessar diskettur fela í sér þann afslátt sem Novell býður. Afgreiðslutími á uppfærslum er 3-4 vikur frá pöntun. Vinsamlegast hafið samband við Hauk Nikulásson eða Ólaf Engilbertsson til að fá frekari upplýsingar. EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDl FYRIR NOVELL MICROTÖLVAN Suðurlandsbraut 12 - Slmi 688944
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.