Morgunblaðið - 01.05.1991, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 01.05.1991, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MAI 1991 Dr. Laufey Steingrímsdóttir næringarfræðingur. ■ MANNELDISFÉLAG íslands heldur fræðslufund fimmtudaginn 2. maí kl. 20.30 í stofu 101 í Lög- y bergi, Háskóla Islands. Dr. Lauf- ey Steingrímsdóttir næringar- fræðingur kynnir niðurstöður könn- unar heilbrigðisráðuneytis á matar- æði íslendinga. Félagsmenn í Mat- væla- og næringarfræðingafélagi íslands, Hússtjórnarkennarafélagi íslands, Félagi matfræðinga og Félagi matartækna eru boðnir vel- komnir á þennan fund. (Fréttatilkynning) Neskaupstaður: Flugstöð breytist 1 golfskála Neskaupstað. GAMLA flugstöðin á Norð- fjarðarflugvelli sem var mikil- vægur hlekkur í samgöngumál- um Norðfirðinga í um það bil 25 ár hefur nú fengið nýtt hlut- verk. Búið er að flytja hana inn á golfvöll og munu golfarar í framtíðinni nota húsið sem golfskála. Ekki er laust við að sumum þyk: vanta eitthvað á flugvöllinn nú þegar gamla húsið er horfíð á braut þó ekki hafí það nú þótt burðugt til síns brúks, aliavega ekki nú síðustu árin. - Ágúst. Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Gamla flugstöðin þar sem búið er að hefja hana upp á flutningatæki til að flytja á golfvöllinn. Margt var um mannin í sundlauginni. Morgunblaðið/Sveinn Guðmundsson Fyrsti sumardagur á Reykhólum Miðhúsum, Reykhólaveit. Á SUMARDAGINN fyrsta var , mikið um dýrðir, því að þá var * Grettisiaug endurvígð eftir gagn- gerar breytingar og endurbætur. Hátíðin byrjaði með skrúðgöngu frá Reykhólaskóla og niður að Grettislaug og lét fólk norðanst- rekkinginn ekki á sig fá. Séra Bragi Benediktsson end- urvígði laugina, en hún var byggð af mikilli bjartsýni 1946. Þeir sem stóðu fyrir þessari byggingu voru Jens Guðmundsson, skólastjóri á Reykhólum, Olafur Ólafsson, kaup- félagsstjóri, og Tómas Sigurgeirs- son, bóndi á Reykhólum. Yfirsmiður var Marteinn Sívertsen frá Sjávar- borg í Skagafirði. Laugin var á sínum tíma mikið mannvirki og var hún með bestu útisundlaugum á landinu og ennþá heldur hún þeim sess. Stefán Magnússon, oddviti á Reykhólum, setti samkomuna en Bjarni P. Magnússon, sveitarstjóri, stjórnaði henni. Að því loknu hófst sundkeppni. Snjöllustu sundmenn Þörungaverk- smiðjunnar, Kaupfélags Króks- fjarðar, Reykhólahrepps og Reyk- hólaskóla tóku þátt í keppninni og án nokkurs efa fóru Þörungar með sigur af hólmi. Allir sem fóru í sundlaugina þennan dag fá viðurkenningarskjal. Einnig getur fólk fengið sér lykil að lauginni og farið í laugina frá morgni til kvölds. Skilyrði sem lykil- hafar verða að uppfylla er að ganga vel um og áfengisneysla er bönnuð. Hins vegar mega lykilhafar taka með sér gesti. Tvo heita potta er búið að setja upp. Nú er lokið við að endurnýja sundlaugarhúsið, þ.e. klæða það utan, breyta inngangi og endurnýja búningsklefa. í kjall- ara á að koma gufubað og aðstaða fyrir ferðafólk, en verið er að útbúa tjaldsvæði fyrir norðan sundlaugar- húsið. í lokin var gestum boðið upp á glóðarsteiktar pylsur og var Páll Ásgeirsson, forstjóri, yfirmat- sveinn. - Sveinn Morgunblaðið/Svemr Dyraverðir veitinga- húsa á námskeiði Lögreglan í Reykjavík, í samvinnu við Félag starfsfólks í veitinga- húsum, hefur undanfarið staðið fyrir námskeiðum fyrir dyraverði vínveitingahúsa. Alls hafa 72 dyraverðir sótt námskeiðin, þar sem ijallað er meðal annars um brunavamir, slysahjálp, mannleg samskipti og dyravörðunum kynnt þau lög og reglugerðir sem gilda um starfsemi vínveitingahúsa. Þá er þeim kennt að bera kennsl á einkenni ýmissa sjúkdóma, s.s. sykursýki og flogaveiki. Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfír- lögregluþjónn, segir að slíkt nám- skeiðahald sé mjög jákvætt. „Þetta er gert til að gera dyra- vörðum kleift að sinna starfi sínu á sem bestan hátt og jafnframt auka öryggi gesta vínveitingahús- anna,“ segir hann. Myndin var tekin á námskeiði dyravarða fyrir skömmu. Þingeyri: Nemendur í Núpsskóla á ferð með leiksýningu Þingeyri. LEIKHÓPURINN Eitthvaö sem samanstendur af unglingnm í Héraös- skólanum á Núpi hefur verið að sýna leikritið Þú ert í blóma lífs- ins, fíflið þitt, eftir Davíð Þór Jónsson. A hverjum vetri færa nemendur skólans á Núpi upp leikrit, en þetta mun vera í fyrsta sinn sem þeir fara um og sýna. íbúar Mýrar- hrepps, Þingeyrar og Flateyrar hafa fengið að njóta sýningarinnar og hefur aðsókn verið ágæt á öllum stöðum. Nemendur hafa unnið sjálf- stætt að verkinu og hafa kennarar einungis hjálpað til með flutning á leikbúnaði. Starfsemi leiklistar- klúbbs skólans hefur blómstrað í vetur eins og undanfarna vetur. Ung stúlka, Elva Björg Pálsdótt- ir, er leikstjóri sýningarinnar og er það frumraun hennar á þeim vett- vangi. Að sögn Elvu setti höfundur leikritsins það skiiyrði að handritið yrði aðlagað sýningunni, en ekki öfugt. Hefur því hver sýning sín sérkenni og mótast af aðstæðum á hveijum stað. Þetta hefur kostað mikla vinnu sem hefur verið lær- dómsrík. Elva sagði þessa vinnu efla samstöðu nemenda í skólanum. - Gunnar Eiríkur Morgunblaðið/Gunnar E. Hauksson Allur hópurinn sem vann að sýningunni. Kvöldstund með Mozart TÓNLEIKAR verða í Kirkjuhvoli í Garðabæ á vegum Tónlistar- skóla Garðabæjar fimmtudaginn 2. maí og hefjast þeir kl. 20.30. Á efnisskránni eru eingöngu verk eftir Wolfgang Amadeus Mozart, en í ár eru 200 ár liðin frá því að hann féll frá. Þeir sem fram koma á þessum tónleikum eru Kammersveit Reykjavíkur og Gunnar Eyjólfsson leikari, en hann les úr bréfum Moz- arts og kynnir dagskrána. Yfir- skrift tónleikanna eru Kvöldstund með Mozart. Aðgöngumiðar að þessari kvöldstund eru fáanlegir við innganginn. Kammersveit Reykjavíkur,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.