Morgunblaðið - 01.05.1991, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 01.05.1991, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 1991 49 Afmæliskveðja: Guðmundur Sveins son skólameistari Guðmundur Sveinsson, skóla- meistari Fjölbrautaskólans í Breið- holti, varð sjötugur 28. apríl sl. Hann lauk guðfræðiprófi frá Háskóla íslands 1945, stundaði framhaldsnám í guðfræði við Kaup- mannahafnarháskóla og háskólann í Lundi og lauk þar fil.kand.-prófi í semískum málum. Guðmundur hefur farið margar náms- og kynnisferðir til Norður- ianda, Bretlands, Þýskalands, Bandaríkjanna og Indlands og kynnt sér guðfræði, sagnfræði og skólamál, m.a. 1963 í boði Banda- ríkjastjórnar, 1974 í boði Independ- ence Foundation og 1987 fór hann til Indlands á vegum Fulbright- stofnunar. Hann hefur í öllum þess- um ferðum aukið þekkingu sína og víðsýni. Guðmundur Sveinsson var sókn- arprestur í Hestþingaprestakalli í Borgarfirði 1945-1956, gegndi kennslustörfum í guðfræðideild Háskóla íslands 1952-1954, settur dósent þar 1954. Skólastjóri Sam- vinnuskólans að Bifröst 1955-1974 og skólameistari Fjölbrautaskólans í Breiðholti frá 1973, en hefur ver- ið í leyfi frá 1987. Að undanförnu hefur hann fengist við að rita sögu og aðdraganda að stofnun Fjöl- brautaskólans í Breiðholti. Guðmundur hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum og starfað í mörg- um nefndum, m.a. formaður nefnd- ar er samdi heildarfrumvarp um fullorðinsfræðslu 1971-1974. Skip- aður í nefnd er gerði tillögur um skipan ljölbrautaskóla 1973 og í starfshópi á vegum menntamála- ráðuneytis er samræmdi nám í framhaldsskólum með áfangakerfi. Guðmundur Sveinsson hefur ver- ið mjög afkastasamur við ritstörf. Hann var ritstjóri Samvinnunnar 1959-1963 og hefur skrifað fjölda greina um samvinnuhreyfinguna og rit um guðfræði. Einnig hefur hann skrifað mörg rit um menningar- sagnfræði sem hafa verið kennd bæði við Samvinnuskólann og Fjöl- brautaskólann i Breiðholti. Aðal- starf Guðmundar hefur verið á sviði skólamála, þar hefur hann löngum verið brautiyðjandi og gengið ótroðnar slóðir. Eftir tæplega tuttugu ára far- sælt mótunar- og stjórnunarstarf við Samvinnuskólann að Bifröst sótti hann enn á brattann og tók að sér að skipuleggja og stjórna fyrsta fjölbrautaskóla landsins, Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Þar nýttist vel framsýni, áræði og eldmóður Guðmundar, en hann hafði strax frá upphafi óbifandi trú á nýja skólakerfinu sem átti eftir að valda sannkallaðri byltingu í menntamálum okkar íslendinga. Þrátt fyrir margs konar fordóma og erfiðleika tókst Guðmundi að leggja svo traustan grunn að Fjöl- brautaskólanum í Breiðholti að í dag er hann ijölmennasti og fjöl- breyttasti framhaldsskóli landsins. Areiðanlega á eiginkona Guð- mundar, Guðlaug Einarsdóttir, ekki lítinn þátt í velgengni hans en hún hefur alla tíð stutt hann dyggilega og gegndi mikilvægum störfum bæði í Samvinnuskólanum og Fjöl- brautaskólanum í Breiðholti. Samstarf okkar Guðmundar hef- ur alla tíð gengið mjög vel, og þeg- ar ég lít til baka finnst mér ég hafa verið einstaklega lánsöm að hafa féngið tækifæri til að starfa með slíkum skólamanni sem Guð- mundur er. Þau ár eru mér ómetan- leg reynsla og hafa orðið mér hvatn- ing og aflvaki í oft erfiðu starfi, sem fylgir því að stjórna ijölmenn- um framhaldsskóla. Við hér í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti óskum Guðmundi til hamingju með sjötíu ára afmælið um leið og við þökkum honum brautryðjandastarfið sem við öll njótum góðs af. Megi hann lengi lifa. Kristín Arnalds, skólameistari. Bíldudalur: Vatns- veitufram- kvæmdir á Hnjúksdal Bíldudal. í SUMAR verður ráðist í vatnsveituframkvæmdir á Hnjúksdal, til að fullnægja vatnsþörf kauptúnsins, en vatnsveitumál Bilddælinga hafa lengi verið í ólestri. Framkvæmdafé er um 7 milljónir króna. Byijað verður á að leggja 1,2 km langan veg frá afleggj- ara upp á Hnjúksdal í júní. Síð- an verður unnið við að koma jöfnunarþró fyrir, ásamt lögn- um til virkjananna. Stefnt er að verklokum í haust. Undanfarin ár hafa farið fram rannsóknir á Hnjúksdal varðandi vatnsmagn og kosti þess að virkja þar lindarvatn. Niðurstöður rannsóknanna urðu þær að vatnsveitufram- kvæmdir á Hnjúksdal væru hagkvæmasti kosturinn. R. Schmidt Akranes: Fokhelt hús eyðileggst í eldi LIÐLEGA fokhelt einbýlishús á Akranesi eyðilagðist af eldi um kl. 14 á mánudag. Að sögn lögreglu var enginn við vinnu í húsinu þegar eldsins var vart og það stóð í ljósum logum. Grunur leikur á að um íkveikju hafi verið að ræða þegar börn voru að fikta með eld. ' ,|| l|||| I Li ípooorl : :=:5 hvíla þreytta fætur XÍJI7 Wicanders SsL Kork-O'Plast Korkflísar er barnaleikur að þrífa gg ámla 29. Múlatorgi, síml 31641 Þ. ÞORGRÍMSSON & CO „Charme" 40 ára reynsla 25 ár á íslandi þjónusta PFAFF Borgartúni 20, sími: 626788 Græna línan Gæði og góð j ----------- Wamemmmammam maammasi mmmmm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.