Morgunblaðið - 01.05.1991, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 01.05.1991, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 1991 37 Morgunblaðið/Sverrir Halldór Blöndal landbúnaðarráðherra í landbúnaðarráðuneytinu með Sveinbirni Dagfinnssyni ráðuneyt- isstjóra og Guðmundi Sigþórssyni skrifstofustjóra. Halldór Blöndal samgöngu- og landbúnaðarráðherra: Nauðsylegl að taka á vanda fisk- eldis og huga að búvörusamningi HALLDÓR Blöndal nýskipaður samgöngu- og landbúnaðarráð- herra segir að nauðsynlegt sé að taka á vanda fiskeldis og huga að fyrirliggjandi búvörusamn- ingi. Hann segist vona að bjart sé framundan í landbúnaðarmál- um. „Ég álít að það hversu vel gekk að koma þessari stjórn saman sýni, að þar standi málefni til þess að þetta geti orðið sterk og samhent ríkisstjórn sem geti tekið á þeim málum sem eru brýnust í þjóðfélag- inu,“ sagði Halldór Blöndal. Um þá málaflokka sem hann mun stýra sagði Halldór að margt kallaði á. „I samgöngumálum er efst í huga mér hversu brýnt er að nýta það fé sem best, sem lagt er til samgöngumála. í landbúnaðar- málum stöndum við meðal annars frammi fyrir því úrlausnarefni hvernig hægt sé að bregðast við þeim erfiðleikum sem fiskeldið stendur frammi fyrir, hvernig eigi að tryggja fískeldisfyrirtækjum eðlileg afurðalán. Þá þarf að huga að búvörusamningnum og skoða hvaða framhald verður í þeim efn- um,“ sagði Halldór. Um kröfur Alþýðuflokksins um verulegan niðurskurð á þeim ríkisútgjöldum sem búvörusamn- ingurinn hefur í för með sér sagði Halldór að Alþýðuflokkurinn hefði setið í þeirri ríkissjórn sem skrifaði undir búvörusamninginn og bæri því ábyrgð á honum. Jón Sigurðsson viðskipta- og iðnaðarráðherra: Tryggja þarf stöðugleika og sáttargjörð í kjaramálum „ÉG held að þessi ríkissljórn hafi ýmsar forsendur til að búa þannig í haginn fyrir framtíðina að Island haldi sínum hlut í sam- keppni þjóðanna," sagði Jón Sigurðsson, sem er viðskipta- og iðnararráðherra í nýrri ríkisstjórn eins og hinni fyrri. „Stöðugleikinn, sem náðst hefur í efnahagsmálum og sáttargjörð í kjaramálum er það sem við þurfum að tryggja til þess að geta einbeitt okkur að fram- faramálunum." „í mínum ráðuneytum þarf fyrst og fremst að ljúka samningum um álver á Keilisnesi og hefjast handa um áætlanagerð um hagnýtingu orkulinda landsins og landgrunns- ins. Það er framtíðarverkefni sem ég vona að þessi stjórn beri gæfu til að taka myndarlega á. Á fjár- magnsmarkaði er mjög mikilvægt að halda áfram því starfi að íýmka um og gefa viðskipti þar frjálsari í framhaldi af þeirri reglugerð um gjaldeyrismál sem ég setti á síðastliðnu ári. Það er nauðsynlegt að huga að fyrirkomulagi gengis- skráningar; kanna hugsanlega tengingu krónunnar við evrópska myntkerfið og leita leiða til þess að áhrifa framboðs og eftirspurnar gæti í gengi krónunnar. Aðspurður kvaðst Jón Sigurðs- son telja að hlutur Alþýðuflokksins væri góður í ríkisstjórninni. „Við höfum hlut í forystusveit stjórnar- innar, við eigum hlut að efnahags- stjórninni, við höfum atvinnuvega- ráðuneyti, við höfum mikilvæg ráðuneyti velferðarsamfélagsins, einmitt þá málaflokka sem Al- þýðuflokkurinn hefur barist fyrir alla sína tíð. Ég er einnig sann- færður um að hinn nýi umhverfis- ráðherra getur tryggt stöðu þess málaflokks og gefíð honum það vægi í þjóðlífinu sem verðugt er,“ sagði Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Námskeið ffyrir sumariö TIL ÚTLANDA í SUMAR? Hraönámskeið í tungumálum í maí fyrir byrjendur og fyrir þá sem vilja bæta viö eöa dusta rykið af fyrri kunnáttu. Kennd veröur danska, enska, franska, gríska, (talska, spænska, sænska og þýska. VILTU TAKA MYNDIR? Helgarnámskeiö í Ijósmyndatöku 10.-12. maí. Tæknileg undirstööuatriöi um myndavélar, filmur og fylgihluti. Einnig myndataka viö misjöfn skilyröi og myndbygging. Leiöbeinandi: Halldór Valdimarsson. FERÐASTU Á BÍLNUM? Á námskeiöinu „Aö gera viö bílinn sinn“ læriröu aö fylgjast meö bílnum og halda honum viö, skiþta um platínur, kerti, viftureim og bremsuklossa og annast minni viögeröir. Elías Arnlaugsson kennir í bifvéladeild lönskólans 7., 8. og 11. maí. NOTARÐU REIÐHJÓLIÐ? Námskeiö um meöferö og viöhald reiöhjóla veröur haldiö í lok maí. VORÞREYTA? „Do-ln sjálfsnudd og slökun" 21 .-30. maí er námskeiö í japanskri aöferö viö sjálfsnudd sem felst í banki á orkurásir líkamans. Tilgangurinn er jafnvægi og betri líöan. Leiöbeinandi: Hildur Karen Jónsdóttir. ÆTLARÐU AÐ TÍNA GRÖS? Á námskeiðinu „Villtar jurtir og grasasöfnun" kynnistu nytjajurtum í náttúrunni og hvernig má nota þær. Byrjar 29. maí og lýkur meö grasaferö 8. júní. Leiöbeinandi: Einar Logi Einarsson. VANTAR FÖT FYRIR SUMARIÐ? Síöasta saumanámskeiöiö á þessu misseri. Fyrir byrjendur og lengra komna. Hefst 7. maí. Leiöbeinandi: Ásta Kristín Siggadóttir. VILTU TEIKNA OG MÁLA? Myndlistarnámskeiö með teikningu og vatnslitun. Harpa Björnsdóttir kennir og fer út meö hópinn aö sækja fyrirmyndir þegar veöur leyfir. Hefst 8. maí. Nánari upplýslngar um námskeiöin, staö, tímasetningu og verö á skrifstofunni. TÓMCTUNDA SKOUNN Skólavöróustig 28 Sími 621488 Tölvu- og prentaraborð frá sls 3210 REPRÓ Kr. 16.230,- 3240 Kr. 20.860,- Tölvuborðin frá SIS eru létt og meðfærileg á sérlega hagstæðu verði. Borðin henta jafnt til fyrirtækja, stofnana og heimila. Hringið eftir myndalista, eða skoðið borðin i sýningarsal okkar að Hesthálsi 2-4,110 Reykjavik. Við póstsendum samdægurs. GAMLA KOMPANÍIÐ KRISTJÁN SIGGEIRSSON Kr. 13.1 40,- GKS hf„ Hesthálsi 2^t 110 Reykjavík. Sími 91-672110
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.