Morgunblaðið - 01.05.1991, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 01.05.1991, Blaðsíða 45
ieer iam .i HijOAauxivQiM aiaAjaviuoHOM MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 1991 45 BARATTUDAGUR VERKALÝÐSINS 1 .maí ávarp Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík, BSRB og Iðnnemasam- bands íslands Á baráttudegi launafólks 1. maí höfum við ástæðu til að fagna því að þau markmið sem sett voru við gerð kjarasamninganna í febrúar 1990 hafa staðist í öllum meginat- riðum. Verðbólga er nú með því lægsta sem þekkist. Það tókst að stöðva kaupmáttarhrapið. Kaup- máttur vex hægt og sígandi. Fjölda- atvinnuleysi blasir ekki lengur við. Jafnvægi hefur komist á í efnahags- málum. Grundvöllur hefur verið lagður að nýju vaxtarskeiði og betri kjörum launafólks. Árangurinn getum við þakkað launafólki. Það var hinn breiði fjöldi launafólks sem í ársbyijun 1990 mótaði nýja sameiginlega stefnu í efnahags- og kjaramálum fyrir þorra launamanna. Það var sam- staða fólksins í samtökum launa- fólks sem bjó til forsendur stöðug- leika í efnahagsmálum, sem ekki hefur þekkst hér um áratugaskeið. Það var vegna þess að almennt launafólk sætti sig við að búa áfram um tíma við lakan kaupmátt að unnt var að treysta atvinnulíf og leggja grunn að auknum kaup- mætti. Almennt launafólk hefur í einu og öllu staðið við kjarasamningana frá 1. febrúar 1990. Ýmsir aðrir aðilar að samningsgerðinni hafa einnig verið vel á verði. Bændur hafa staðið við sinn hluta samkomu- lagsins. Sáralítil verðhækkun bú- vöruverðs í rúmt ár er til vitnis um það. Tekist hefur með virku verð- lagshaldi m.a. Verðlagseftirlits verkalýðsfélaganna í Reykjavík og samstarfi við verslanir að halda verðlagi í skefjum. En því miður hafa ekki allir aðil- ar staðið við sitt. Á meðan almennt launafólk hefur búið við lágan kaupmátt hafa áhrifamiklir aðilar í þjóðfélaginu látið sem kjarasam- ingarnir komi þeim ekki við. Þannig sýndu pólitískir forystumenn margra stærstu og öflugustu sveit- arfélaganna í landinu launafólki hug sinn í verki um sl. áramót þeg- ar þeir hækkuðu fasteignagjöld langt umfram hækkun launa. Þann- ig sýndu tryggingafélög einnig hug sinn til launafólks þegar þau hækk- uðu bifreiðatryggingar og húsa- tryggingar umfram eðlilegar breyt- ingar milli ára. Þannig sýndu bank- ar og fjármagnsstofnanir hug sinn til launafólks þegar þeir hækkuðu vexti í stað þess að lækka þá þegar á reyndi. Ef sátt á að takast um víðtæka kjarasamninga á ný þarf ekki síst að huga að því hvernig megi tryggja að misvitrir stjórnmál- amenn og gróðahyggjumenn í stór- fyrirtækjum og bankakerfi fari eft- ir þeim forsendum sem settar eru. Það var samstaða launafólks sem lagði grunninn að síðustu kjara- samningum. Það sama fólk hefur fylgt samningunum eftir. Andstaða við launastefnu verkalýðshreyfíng- arinnar hefur verið lítil. Það er ekki fólkið sem býr við lægstu launataxt- ana sem hefur barist gegn samning- unum. Það er ekki fólkið í undir- stöðuatvinnuvegunum sem hefur lagt stein í götu þeirra. Það fólk hefur staðið sem órofa heild á bak við samninginn. Það hlýtur að vekja gremju og reiði þegar launahópar sem hafa tíföld lægstu laun reyna að skara eld að sinni köku. Nú er komið að því að bæta kjör- in. í síðustu samningum tókst að ná fram kaupmáttartryggingum sem reynst hafa vel á samningstím- anum. Sú krafa þarf að vera ein af samningsforsendum. Næstu kjarasamningar verða að hafa sem meginmarkmið að bæta kjör launa- fólks og tryggja réttlátari skatt- lagningu en nú er. Láglaunafólkið verður að hafa forgang. Ekki verð- ur beldur komist hjá því að leið- rétta laun ýmissa hópa í þjóðfélag- inu. Engu að síður teljum við að hægt sé að halda í þann stöðugleika í efnahagsmálum sem náðst hefur. Eitt brýnasta verkefni hreyfingar launamanna um þessar mundir er að leggja drög að nýrri atvinnu- stefnu, þar sem undirstaðan er trú á landið, íslenskt hugvit og sókn til nýrra möguleika í atvinnuupp- byggingu. Ekkert má til spara til að vinna dýrari og fjölbreyttari vör- ur úr sjávarafla okkar og hætta um leið að flytja út atvinnu í stórum stíl. Aukin stóriðja verður að koma til sem einn þáttur í að treysta at- vinnuna í landinu. Orkuna í fall- vötnum landsins og auðlindir okkar til lands og sjávar eigum við að nýta til að útrýma staðbundnu og árstíðabundnu atvinnuleysi. ís- lenskt launafólk mun ekki sætta sig við að ungt og kraftmikið fólk flytji utan til starfa vegna þess að hér bjóðast ekki störf eða kjör við hæfí. íslendingar mega ekki einangr- ast í markaðsmálum og félagsmál- um þegar ein öflugasta markaðs- heild heimsins er að verða til í Evr- ópu. Þess vegna eru samningavið- ræður um evrópskt efnahagssvæði rökréttar. Við eigum þó að standa fast á fyrirvörum okkar varðandi sjálfstæði þjóðarinnar, þ.e. land- helgina, eignarhald á auðlindum og sérstöðu íslensks vinnumarkaðar. I samningunum um evrópska efna- hagssvæðið má ekki líta eingöngu til hagsmuna atvinnurekstrar og stjómvalda. Það er gmndvallar- krafa íslenskrar verkalýðshreyfíng- ar að aðild að svæðinu, ef til kæmi, grafi ekki á nokkum hátt undan þeim réttindum og ávinningum sem íslenskt launafólk hefur náð fram á undanfömum ámm og áratugum. íslenskt launafólk krefst þess að félagslega íbúðakerfíð verði eflt svo # # # # MSKDLABK) SJÁ BÍÓSÍÐU Áskriftarsíminti er 69 11 22 að lágtekjufólk þurfí ekki að bíða árum saman eftir að komast í hús- næði við hæfí. Við eigum að mynda hér launa- stefnu þar sem skilgreind eru mark- mið um aukna atvinnu og aukinn kaupmátt launa í áföngum. Til þess höfum við alla möguleika. Jafn- framt er það krafa að samnings- og verkfallsréttur iðnnema verði viðurkenndur. Á baráttudegi launafólks lítum við til milljóna manna, kvenna og barna sem búa við hörmungar hern- aðarofbeldis og kúgunar. Hvar- vetna í heiminum em fijáls verka- lýðsfélög í fararbroddi mannrétt- inda. í Austur-Evrópu hafa verka- lýðsfélög og stéttasambönd barist fyrir auknum lýðréttindum. í S-Afríku sér nú loks fram á árang- ur í baráttu þeldökkra íbúa landsins gegn harðstjómm hvíta minnihlut- ans. Á síðustu vikum höfum við fylgst með þeim hörmungum sein dunið hafa á Kúrdum. íslenskt laun- afólk skorar á íslensk stjórnvöld að beita sér fyrir því á alþjóðavett- vangi að ofsóknum á hendur Kúrd- um linni og þeim verði tryggt sjálfs- forræði. Með samstöðu launafólks og fyr- ir fmmkvæði verkalýðshreyfíngar- innar tókst að koma efnahagsmál- um þjóðarinnar í það horf að þau standast samjöfnuð við nálæg lönd. Með sama hætti eigum við að nota samtakamáttinn til að auka kaup- máttinn og koma launamálum í það horf að sómi verði að. Með þetta í huga horfum við björtum augum til framtíðarinnar. Launajöfnun — aukinn kaup- máttur. OPNUNARTILBOÐ au&Jt opnar verslun í Borgartúni 26, Reykjavík í tilefni þesso og árs afmælis fyrirtækisins, bjóóum við ykkur velkomin á báða staðina til að gera góð kaup. ZANUSSI uppþvottavélar eru til í tveimur gerðum ZW 106 m/ 4 valk. og ID-5020 til innb. m/7 valkerfum. Báðarf. borðb. fyrir 12. Hljóðlátar - einfaldar í notk- un. Verðfrákr. 60.640,- Tilboðkr. 56.728,- GufugleyparfráZANUSSI, CASTOR, FUTURUM og KUP- PERSBUSCH eru fyrir útblástur eða gegnum kolsíu. Verðfrá kr. 9.594,- Tilboðkr. 8.786,- RAFHA, BEHAog KUPPERS- BUSCH eldavélareru með blæstri eða án blásturs. Með glerborði og blæstri. 4 hellurog góðurofn. 2ja ára ábyrgð á RAF- HA vélinni - frí uppsetning. Verðfrá kr. 44.983,- Uppselt Um er að ræða mjög margar gerðir af helluborðum: Glerhellu- borð m/halogen, helluborð 2 gas/2 rafm. eða 4 rafm. hellur með eða án rofa. Verðfrákr. 21.655,- ZANUSSI og KUPPERBUSCH steikar/bökunarofnar í fjölbreyttu úrvali og litum. Með eða án blæstri - m/grillmótor m/kjöthita- mæli - m/kataliskum hreinsibún- aöi og fl. Verðfrákr. 34.038,- ZANUSSI örbylgjuofnar í stærð- um 18 og 23 Itr. Ljós í ofni, bylgju- dreifir, gefurfrá sér hljóðmerki. 23 Itr. verð kr. 28.122,- Tilboð kr. 26.308 !S 004** SS Bjóðum upp á 5 gerðir þvotta- véla. 700-800-1000-1100 sn./mín. Með/án valrofa á hita- sparnaðarrofa. Hraðvél, sem spararorku, sápu og tima. Þvottavél með þurrkara og raka- þéttingu. 3ja ára ábyrgð - upp- setning. Verð frá kr. 54.512,- Tilboðkr. 49.922,- Þurrkarar 3 gerðir hefðbundnir, með rakaskynjara eða með raka- þéttingu (barki óþarfur). Hentar ofan á þvottavélina. Verðfrá kr. 30.786,- Tilboðkr. 28.194,- 7gerðirkæliskápa: 85, 106, 124, 185 sm hæð. Með eða án frysti- hólfi. Sjálfv. afhríming. Hægt að snúa hurðum. Eyðslugrannir - hljóðlátir. Verð frá kr. 29.727,- Uppselt Bjóðum upp á 9 gerðir kæli/frysti- skápa. Mjög margirstærðar- möguleikar: Hæð 122, 142, 175 og 185sm.Frystiralltaf4stjörnu. Sjón ersögu ríkari. Fjarlægjum gamla skápinn. Verðfrákr. 42.229,- Tilboð kr. 39.505,- Tilboð kr. 44.063,- Tilboð kr. 49.420,- Frystiskápar: 50,125, 200 og 250 Itr. Lokaöirmeö plastlokum - eyöslugrannir - 4 stjörnur. Verð frá kr. 30.903,- ZANUSSI frystikistur 270 og 396 Itr. Dönskgæðavara. Mikilfrysti- geta. Ljós í loki. Læsing. 4 stjörnur. Verðkr. 41.060,- Verð er miðað við staðgreiðslu. Tilboðið stendur til 15. maí. Okkarfrábæru greiðslukjör! Útborgun aðeins 25% og eftirstöðvar á allt að 12 mánuðum. Opið sem hér segir: Virka daga til kl. 18.00. Laugardag til kl. 13.00. VERSLUNIN RAFHA, HAFNARFIRÐI. SÍMI 50022 - LÆKJARGÖTU 22 VERSLUN RAFHA, REYKJAVÍK, SÍMI 620100 - BORGARTÚNI 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.