Morgunblaðið - 01.05.1991, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 01.05.1991, Blaðsíða 38
 Morgunblaðið/Rúnar Þór Lionessuklúbburinn Osp hefur gefið fæðingardeild FSA nýtt og fullkomið sónartæki sem stórbæta mun aðstöðu á deildinni. Mynd- in var tekin við afhendingu tækisins, en við það tækifæri fékk Friðrika Arnadóttir fyrrverandi yfirljósmóðir á deildinni að reyna kosti þess. • • Osp gefur fæðingardeild FSA fullkomið sónartæki Lionessuklúbburinn Ösp hefur fært fæðingardeild Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri vandað sónartæki að gjöf, en klúbbur- inn sem fagnar 5 ára afmæli sínu um þessar mundir hefur frá upphafi stutt og styrkt deildina með margvíslegum gjöfum. Máttur - vinnuvernd: Heilsa starfsmanna í fyrirrúmi * - segir Magnús Olafsson framkvæmdastjóri Nýja sónartækið mun stórbæta alla aðstöðu á fæðingardeild FSA til fósturverndar og bættrar greiningar á kvensjúkdómum. Tækið kostar rúmlega 1,7 miHjón- ir króna og tekur það langt fram eldra sónartæki sem það mun leysa af hólmi. Við afhendingu tækisins kom fram að sónar veitir ómetanlega hjálp við grun um utanlegsþykkt, við blæðingar í kviðarholi og til að skoða eggjastokka. Notkun sónars, þ.e. örbylgna, í læknis- fræði hefur þróast ört síðustu 20 ár, en kostir í fæðingafræði eru m.a. þeir að um hættulaust skoð- unartæki er að ræða sem beita má á hvaða stigi meðgöngu sem er. Sónar er notað til aldursák- vörðunar fósturs, til að athuga hvort um eitt eða fleiri fóstur er að ræða, við glasafijóvgun, við leit að fósturgöllum og til að fylgj- ast með vaxtartruflunum auk fleiri atriða. „VIÐ munum sinna margvísleg- um þáttum er snerta vinnu- vernd,“ sagði Magnús Ólafsson framkvæmdastjóri hjá nýstofn- uðu hlutafélagi; Máttur — vinnu- vernd, en þar er um að ræða félag sem meðal annars er í eigu sérfræðinga á ýmsum sviðum og mun það veita fyrirtækjum þjón- ustu er snýr að vinnuverndar- málum. Magnús sagði að undirbúnings- vinnu væri að ljúka og unnt væri að hefja starfsemina á næstunni. Magnús, sem er sjúkraþjálfari, hef- ur á síðustu misserum unnið að verkefnum á sviði vinnuvemdar og hið sama gildir um meðeigendur hans, en hann sagði að menn hefðu NÝ ÁÆTLUN Hríseyjarfeijunn- ar Sævars tekur gildi í dag, 1. maí, en í henni felst að ferðum er fjölgað um þijár til fjórar á dag. Feijan flytur um 50 þúsund farþega á ári og er fjöldi ferð- anna annars vegar miðaður við að koma í veg fyrir of marga farþega í hverri ferð og hins vegar til að bæta samgöngur við unnið á afmörkuðum sviðum. „Nú sláum við saman okkar þekkingu og væntum þess að árangur verði meiri fyrir vikið.“ Máttur — vinnuvernd mun hafa á að skipa sjúkraþjálfurum, lækn- um, hjúkrunarfræðingum, næring- arfræðingum, sálfræðingum og fleiri og sagði Magnús að verkefni þessa nýstofnaða fyrirtækis gætu verið af ýmsu tagi. „Við munum bjóða fyrirtækjum upp á fast eftir- lit, og sjá þannig um að heilsa starfsmanna sé í lagi, en okkar starfsemi mun fyrst og fremst snú- ast um þann þátt,“ sagði Magnús, en sem dæmi um atriði sem skoðuð verða í fyrirtækjum sem óska þjón- ustu má nefna, loftslag, hávaða, eyjuna. Fyrsta ferð feijunnar er frá Hrísey að Árskógssandi kl. 7 að morgni og síðan eru ferðir frá eynni á tveggja tíma fresti eftir það, kl. 9, 11, 13, 15, 17, 19, 21, og síðasta ferð er kl. 23 að kvöldi. Farið er frá Árskógssandi kl. 7.30 út í eyju og á tveggja klukkustunda fresti allt til kl. 23.30 um kvöldið. lýsingu, hita, raka og samskipti og stjórn á vinnustað. Þá verður örygg- isþátturinn athugaður og veitt ráð- gjöf um kaup á tækjum og áhöldum fyrir starfsmenn, s.s. á stólum og fleiru. „Með því að sameina krafta okk- ar getum við sinnt fleiri þáttum, en á meðan við veittum þjónustu á afmörkuðum sviðum," sagði Magn- ús, en hann sagði starfsmenn fé- lagsins reiðubúna að veita þjónustu sína hvort heldur væri vítt og breitt um landið eða úti á rúmsjó. Hlífarkonur selja merki KVENFÉLAGIÐ Hlíf á Akrueyri gengst fyrir merkjasölu á föstu- dag og laugardag, en allur ágóði af sölunni rennur til barnadeild- ar Fjórðungssjúkrahússins á Ak- ureyri. Kvenfélagið Hlíf hefur styrkt bamadeild FSA allt frá árinu 1973 og hafa Hlífarkonur gefíð deildinni öll heistu gjörgæslutæki deildarinn- ar og haldið þeim við. í tilkynningu frá bamadeildinni segir að nú hilli undir að deildin verði stækkuð á næsta ári og að starfsfólk líti björt- um augum tii framtíðar. Akur- eyringar era hvattir til að taka vel á móti Hlífarkonum er þær hefja merkjasöluna, Fleiri ferðir hjá Hríseyjarfeijunni Haukur Dór í Galleríi Borg Morgunblaðið/Sverrir Fyrirtækið Visa-ísland hefur veitt Lionshreyfingunni 250 þúsund króna styrk til að standa straum af kynningu vegna vímuvarnardags- ins 4. maí næstkomandi. Hér veitir Jón Bjarni Þorsteinsson, fjölumdæ- misstjóri Lions á Islandi, styrknum viðtöku úr hendi Gunnars Sigur- jónssonar, sem sæti á I stjórn Visa. Til hægri er Einar S. Einarsson, framkvæmdastjóri Visa. V ímuvarnardagrn* Lionshreyfingarinnar HAUKUR Dór opnar sýningu á verkum sínum í Galleríi Borg í Pósthússtræti 9 fimmtudaginn 2. maí kl. 17-19. Haukur Dór fæddist 1940. Hann stundaði nám við Myndlista- skólann í Reykjavík á árunum '1958-1962. Við The Edinburgh College of Art 1962-1964, Kunst- akademiet í Kaupmannahöfn 1965-1967 og Visual Art Center, Maryland, Bandaríkjunum, 1982. ÞESSA dagana er stödd hér á iandi stórsveit frá Örebro í Svíþjóð. Hljómsveitin hefur haldið tónleika 1 Keflavík og á Stykkishólmi og fimmtudags- kvöldið 2. maí mun stórsveitin koma fram á Veitingastaðnum Púlsinum í Reykjavík og hefjast tónleikarnir kl. 22.00. ■ í hijómsveitinni er 21 hljóðfæra- leikari og söngkona sem hafa leik- Haukur Dór hefur verið búsett- ur í Danmörku undanfarin ár. Hann hefur haldið fjölda sýninga þarlendis, einnig í Þýskalandi og Bandaríkjunum. Hér heima hefur hann oft sýnt verk sín, m.a. í Ásmundarsal 1964, Listmunahús- inu 1982 og 1983, Galleríi Borg 1985, Kjarvalsstöðum 1974,1982, 1987 og 1989. í Galleríi Borg nú sýnir Haukur Dór nýjar myndir, unnar með olíu á striga og akryl á pappír. ið og sungið saman síðan 1985. Verkefnaval sveitarinnar er hefð- bundin stórsveitajass auk þess sem hljómsveitin leikur blús og nýjan jass. Stjórnandi stórsveitarinnar er Rolf Ekström og verða þessir tón- leikar þeir einu sem hljómsveitin heldur í Reykjavík. Aðgöngumiðar verða seldir við innganginn. Sýningin er opin virka daga frá kl. 10-18 og um helgar frá kl. 14-18. Öll verkin eru til sölu. Að- gangur er ókeypis. Sýningunni lýkur þriðjudaginn 14. maí. (Fréttatilkynning) Námskeið um hjónabandið NÁMSKEIÐ um hjónabandið og fjölskylduna verða haldin í safn- aðarheimili Bústaðakirkju, safn- aðarheimili Reyðarfjarðar og félagsheimili Vopnafjarðar dag- ana 30. apríl til 12. maí næstkom- andi. Námskeiðin eru í fyrirles- traformi og verður mál fyrirles- arans Evind Fröen túlkað jafn- óðum á íslensku. Námskeiðið í Bústaðakirkju hófst þriðjudaginn 30. apríl og lýkur mið- vikudaginn 1. maí, í safnaðarheim- ili Reyðarfjarðar dagana 7.-8. maí og í félagsheimili Vopnafjarðar dagana 11.-12. maí. Á námskeiðunum verður fjallað um hjónabandið og fjölskylduna og hvernig er hægt að styrkja samband og auðvelda tjáskipti hjóna og koma í veg fyrir misskilning og árekstra. Evin Fröen er hjónabands- og fjölskylduráðgjafi frá Noregi. Hann er kunnur kennari og fyrirlesari í heimalandi sínu. Hann hefur haldið námskeið um hjónabandið og fjöl- skylduna í Bústaðakirkju, Reykjavík, Glerárkirkju, Akureyri, Húsavíkurkirkju og Siglufjarðar- kirkju. Skráning á námskeiðið í safnað- arheimili Bústaðakirkju fer fram í safnaðarheimilinu, en þeir sem vilja sækja námskeiðin á Austurlandi snúi sér tii Biblíuskólans á Eyjólfs- stöðum. LIONSHREYFINGIN heldur sinn árlega vímuvarnardag laugar- daginn 4. maí. í tilefni af því munu Lionsmenn, skátar og félag- ar í íþrótta- og ungmennafélögum ganga í hús og selja sérræktaða túlípana til styrktar æskulýðs- starfi og vímuefnavömum. Þetta er í 6. sinn sem Lionshreyf- ingin stendur fyrir vímuvamardegi fyrsta laugardag í maí, en nú era í fyrsta sinn seldir túlípanar, sem framleiddir era hér innanlands. Ágóða af túlípanasölunni verður varið til að styrkja æskulýðsstarf, svo sem skátastarf og unglingastarf íþróttafélaga og ungmennafélaga. Hluti ágóðans rennur í vímuvarnar- sjóð Lions, en hann er notaður til að kosta námskeiðahald vegna Lions Quest námsefnisins, sem hefur þann tilgang að efla sjálfstraust unglinga, auðvelda samskipti þeirra og hvetja þá með jákvæðum hætti til að forð- ast vímuefnanotkun. í fréttatilkynningu frá Lions- hreyfingunni kemur fram, að grann- skólar Reykjavíkur og Hafnarfjarðar muni nota Lions Quest námsefnið fyrir alla nemendur 7. bekkjar næsta vetur og í sumar séu fyrirhuguð tvö námskeið tii að undirbúa kennara fyrir kennslu á þessu námsefni. Leiðrétting Ásmundur Ólafsson, Akranesi, vill láta þess getið vegna greinar á baksíðu Morgunblaðsins 28. apríl sl. um fyrsta aðalfund Haraldar Böðvarssonar hf. að fyrirtæki Þórð- ar Ásmundarsonar, útgerðarmanns á Akranesi, sem síðar nefndust Heimaskagi og Ásmundur hf. hafi starfað að útgerð og fiskverkun óslitið frá árinu 1906 en ekki frá árinu 1943 eins og fram kemur í greininni. Stórsveítin frá Örebro. Sænsk stórsveit á Púlsinura
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.