Morgunblaðið - 01.05.1991, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 01.05.1991, Blaðsíða 56
 t Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, JÓHANN M. KJARTANSSON verslunarmaður, Hólmgarði15, lést í Borgarspítalanum 29. apríl sl. Soffía Bjarnadóttir og börn. t Eiginmaður minn, ADOLF THEÓDÓRSSON málari, Vitastíg 18, lést 23. apríl í Landspítalanum. Jarðarförin ferfram frá Fossvogskirkju föstudaginn 3. maí kl. 15.00 Guðný Elínborg Guðjónsdóttir. t Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, ÞURÍÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR, Strandaseli 9, lést á heimili sínu 28. apríl. Jarðarförin auglýst síðar. Kristinn Jónsson, Bragi Gunnarsson, Sveinn Þröstur Gunnarsson, Hjörtur Þ. Gunnarsson, Kristján I. Gunnarsson, Jóhann V. Gunnarsson, Svanhildur H. Gunnarsdóttir, Hrafnhildur Gunnarsdóttir, Gunnar Þ. Gunnarsson, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GÍSLI BJÖRNSSON lögreglufulltriii, Framnesvegi 61, lést 27. apríl. Elín Björg Magnúsdóttir, Laufey Gfsladóttir, Björn Gíslason, Vilborg Hannesdóttir, Elínbjörg Björnsdóttir, Hafdís Björg Kristjánsdóttir. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, FRIÐRIK H. GUÐJÓNSSON f.v. útgerðarmaður, Siglufirði, lést í Landspítalanum 28. apríl. Ástríður Guðmundsdóttir, Bragi Friðriksson, Katrfn Eyjólfsdóttir, Kristín Ásta Friðriksdóttir, Hafsteinn Sígurðsson, Gréta Friðriksdóttir, Sigmar Ólason, Steinunn Friðriksdóttir, Jón Árnason, Gunnur Friðriksdóttir, Fjóla Friðriksdóttir, Haraldur Jóhannsson og barnabörn. t Móðir mín, tengdamóðir og amma, MARGRÉT SIGURÐARDÓTTIR frá Torfgarði, til heimilis i'O Lönguhlíð 3 Reykjavik, andaðist að kvöldi sunnudagsins 28. apríl á Lyflækningadeild St. Jósefsspítala í Hafnarfirði. Útför hennar verður tilkynnt síðar. Fyrir hönd vandamanna. Sigurður Helgi Björnsson, Auður Theodórs, Egill Birkir, Theodór Skúli. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, HÖRÐUR SIGURÐUR JÓNSSON frá Hafnarnesi, Suðurvangi 19a, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju föstudaginn 3. maí kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð. Elín Traustadóttir, Jón Trausti Harðarson, Jóhanna Harðardóttir, Dagbjartur Harðarson, Guðlaugur Harðarson, Erlingur Harðarson, Björk Harðardóttir, Fjóla Kristjánsdóttir, Birgir Þór Jósafatsson, Anna Bergsdóttir, Hafdis Erla Bogadóttir, Elsa Ester Sigurfinnsdóttir, Renos Demedriou og barnabörn. Kristólína Guðmunds- dóttír - Minning Fædd 26. ágúst 1924 Dáin 21. apríl 1991 Það er komið að kveðjustund því hún Didda amma er dáin, farin svo alltof fljótt. Hún kvaddi þennan heim á síðustu dögum vetrar, rétt áður en sumarið gekk í garð með birtu sinni og hlýju. Þetta er sá tími árs sem henni þótti allra vænst um og alltaf var sumrinu fagnað með pönnukökum og sumargjöfum hjá henni ömmu minni. Þegar vora tók kom óróleiki yfir ömmu sem ekki linnti fyrr en hún var komin frá Reykjavík og á æsku- slóðimar. Á hveiju sumri hélt hún því í Hjallinn sinn (síðar í Lág) í Eyrarsveit á Snæfellsnesi. Þar dvaldi hún sumarlangt, alltaf með eitt eða fleiri barnabarnanna hjá sér. Þær eru ófáar minningarnar frá sumri í sveit með ömmu. Henni fannst fátt skemmtilegra en góður kveðskapur og í Hjallinum lærði ég ógrynnin öll af vísum, kvæðum og þulum. Svo söng hún amma fyrir okkur krakkana daglangt þar til við vorum farin að kunna lögin og gátum sungið með. Amma kenndi okkur að virða náttúmna. Við söfn- uðum steinum úr fjörunni, dáðunjst að blómunum og fylgdumst með fuglunum. Hún hafði auga fyrir hinu allra smæsta og mátti ekkert aumt sjá. Þegar ég fluttist til Reykjavíkur og byrjaði í menntaskóla átti ég alltaf hauk í homi þar sem hún amma mín var. Hún skipti sér ekki mikið af mér en lét mig vita að hún væri til staðar og reiðubúin að hjálpa til ef eitthvað kæmi uppá. Smám saman fór komum mínum á Baldursgötuna að fjölga enda hafði hún amma mín frá mörgu að segja og margt að gefa. Það var alltaf stutt í glensið hjá henni. Hún var líka vön að segja að ef maður gæti ekki hlegið að hlutunum þá væri maður illa staddur. Hún var ætíð fyrsta manneskjan til að sjá spaugilegu hliðarnar á hlutunum og hafði unun af því að segja frá skemmtilegum atvikum sem gerst höfðu. En það voru ekki bara spaugsögur sem fuku. Amma sagði listavel frá og hafði gott minni. Mér eru sérstaklega minnisstæðar lifandi frásagnir hennar af stríðsár- unum í Reykjavík sem hún lifði sem unglingur og hinum ýmsu ferðalög- um um landið sem hún tókst á hend- ur. Samband okkar ömmu var miklu meira en venjulegt samband milli bamabarns og ömmu. Við vorum vinkonur. Og nú er hún amma mín dáin og þau eru svo fátækleg þessi kveðjuorð. Ég og Þórhildur systir mín kveðjum ömmu og þökkum henni fyrir allt sem hún hefur veitt okkur. Amma mun alltaf eiga stað í hjörtum okkar og við vitum að hún heldur áfram verndarhendi yfir okkur. Brynhildur Sunnudaginn 21. apríl lést Krist- ólína Guðmundsdóttir eða Didda eins og hún var kölluð af vinum og vandamönnum. Eftir stutta en stranga sjúkdóms- legu, lagði hún í sína hinstu ferð, ferðina til ljóssins, sem hafði lýst leið hennar í gegnum lífið. Didda var fædd og alin upp í Nýjubúð í Eyrarsveit, en fluttist ung að árum til Reykjavíkur, þar sem hún bjó til dauðadags. En ræturnar lágu djúpt, alltaf átti hún sitt annað heimili fyrir vestan, þar dvaldi hún flest sumur og þangað fer hún nú til hinstu hvfldar. Okkur sem auðnaðist að vera samferða henni einhvern spöl eigum margs að minnast og þakka. Hún var ekki mikið fyrir að ber- ast á, en bjó fjölskyldu sinni fallegt og hlýlegt heimili þar sem kærleik- ur og skilningur sat í fyrirrúmi. Þar fundu börnin og blómin frið og umhyggju til að dafna og vaxa. Enda var það oftast mannmargt og næturgestir oftar en ekki. Hún var kona sem lét fólk sitja í fyrirrúmi, og hún hafði alltaf nægan tíma til að hlusta og hjálpa, skilja og leiðbeina og skilur hún eftir sig mikið tóm í heimi tíma- skorts og lífsgæðakapphlaups. Þegar ég kom fyrst á heimili hennar, sautján áragömul, unnusta AuðurH. Oskars- dóttír - Minning í dag kveðjum við uppáhalds frænku okkar, hana Eddý eins og við kölluðum hana. Hún var stór þáttur í lífi okkar, svo miklu meira en bara föðursystir. Hún átti það til á góðum stundum að kynna okk- ur sem börnin sín og skemmti sér manna mest þegar það bragð heppnaðist. Eddý hafði lengi átt við alvarleg veikindi að stríða. Þrátt fyrir það bar hún sig vel, og lét ekki bugast. Hún reyndi að taka þátt í lífi okkar þrátt fyrir langvarandi sjúkrahús- legu. Hugulsemi hennar var ein- stök, aldrei gleymdi hún afmælis- degi né öðrum merkisatburði í lífi okkar, og lét sig ekki vanta þegar eitthvað stóð til. Á heimili hennar voru allir ávallt innilega velkomnir og fóru ekki tómhentir þaðan, enda örlæti og greiðvikni mjög einkennandi fyrir hana. Hún hafði mjög gaman af því að taka á móti gestum og gerði sér oft dagamun af litlu tilefni, sem kryddaði tilveruna. Hún hafði sér- staklega gaman af öllu tilstandi og gerði hlutina með glæsibrag. Eddý var mikil félagsvera, skap- góð með góða kímnigáfu. Hún hafði gaman af öllu fallegu, sannkallaður fagurkeri og naut þess að vera vel til höfð, enda stórglæsileg. Aldrei fann maður annað en að ■HBnBÉMrMMMNMMacMSMMttl Eddý liti á okkur sem jafningja sína þó töluverðum aldursmun væri til að dreifa. Alltaf var hún tilbúin að taka þátt í vandamálum okkar krakkanna, þó að nú, þegar litið er til baka, virðast þau vera smá- vægileg. Hún var jákvæð og bjart- sýn og einkar lagin við að setja sig í spor annarra, og oft tók hún ann- arra málstað og gerði að sínum. Nú getum við ekki leitað til Eddý lengur og eigum eftir að sakna hennar mikið. En fyrir okkur lifir hún í góðum og skemmtilegum minningum. Gunni, Súsý, Kallý, Guddý, Ósk, Steini og Ásta. Hún Auður var einstök kona. Ég dáði hana sérstaklega fyrir hæfi- leikann að tala við aðra. Fólki leið svo vel í návist hennar að það var farið að segja henni allt um sín hjartans mál áður en það vissi af. Hún fann alltaf hvemig manni leið. Þótt hún ætti sjálf við sjúkdóm að stríða og hefði áhyggjur, var hún fljót að koma með uppörvandi tillög- ur og ráð, ef eitthvað amaði að hjá okkur hinum. Það var skemmtilegur tími þegar ég vann á auglýsingadeild sjón- varpsins 1980-’81. Ég kynntist sonar hennar, þá tók hún mér strax sem einni af fjölskyldunni, og reyndist hún mér sem besta móðir alla tíð, þrátt fyrir að tengdirnar slitnuðu. Heimili hennar stóð alltaf opið fyrir mér og börnunum og átt- um við þar ætíð öruggt skjól og stuðning vísan. Hennar Iífshlaup var markað því að gefa og gleðja, og henni fannst mikilvægat að allir væru ánægðir, en oftast gleymdi hún sjálfri sér. Margir voru þeir sem nutu fórn- fýsi hennar og ekki síst barnabörn- in. Hún hafði sérstakt samband við hvert og eitt þeirra og veganestið sem hún gaf þeim er dýi-mætara en gull. í starfi hennar sem húsmóðir á mannmörgu heimili stóð eftirlifandi eiginmaður hennar, Pétur Karlsson, sem klettur að baki hennar og studdi hana í öllum hennar verkum. Þau eignuðust fjögur börn, Guð- laugu sem búsett er í Grundarfirði, tvíburana Öldu og Báru, og Sævar en þau eru öll búsett í Reykjavík. Ég votta öllum aðstandendum mína dýpstu samúð og kveð mæta konu að sinni, í trausti þess að leið- ir liggi saman á ný. Guð blessi minningu hennar. Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. (Skáld-Rósa) Hanna Magga þeim vel, Auði og Doris Þormar, sem höfðu unnið þar tvær saman í mörg ár. Þær gjörþekktust og and- inn var mjög persónulegur, léttur og góður. Þótt ég væri 30 árum yngri en þær, urðum við fljótt ágæt- is vinkonur. Mér fínnst svo stutt síðan og þær voru svo ungar í anda. Þess vegna er erfitt að sætta sig við að þær séu báðar horfnar, en Doris lést skyndilega fyrir rúmu ári. Ég vil þakka fyrir gjöful kynni sem ég get glaðst yfir í minning- unni. Aðstandendum votta ég sam- úð mína. Guðrún R. Jónsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.