Morgunblaðið - 01.05.1991, Síða 49

Morgunblaðið - 01.05.1991, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 1991 49 Afmæliskveðja: Guðmundur Sveins son skólameistari Guðmundur Sveinsson, skóla- meistari Fjölbrautaskólans í Breið- holti, varð sjötugur 28. apríl sl. Hann lauk guðfræðiprófi frá Háskóla íslands 1945, stundaði framhaldsnám í guðfræði við Kaup- mannahafnarháskóla og háskólann í Lundi og lauk þar fil.kand.-prófi í semískum málum. Guðmundur hefur farið margar náms- og kynnisferðir til Norður- ianda, Bretlands, Þýskalands, Bandaríkjanna og Indlands og kynnt sér guðfræði, sagnfræði og skólamál, m.a. 1963 í boði Banda- ríkjastjórnar, 1974 í boði Independ- ence Foundation og 1987 fór hann til Indlands á vegum Fulbright- stofnunar. Hann hefur í öllum þess- um ferðum aukið þekkingu sína og víðsýni. Guðmundur Sveinsson var sókn- arprestur í Hestþingaprestakalli í Borgarfirði 1945-1956, gegndi kennslustörfum í guðfræðideild Háskóla íslands 1952-1954, settur dósent þar 1954. Skólastjóri Sam- vinnuskólans að Bifröst 1955-1974 og skólameistari Fjölbrautaskólans í Breiðholti frá 1973, en hefur ver- ið í leyfi frá 1987. Að undanförnu hefur hann fengist við að rita sögu og aðdraganda að stofnun Fjöl- brautaskólans í Breiðholti. Guðmundur hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum og starfað í mörg- um nefndum, m.a. formaður nefnd- ar er samdi heildarfrumvarp um fullorðinsfræðslu 1971-1974. Skip- aður í nefnd er gerði tillögur um skipan ljölbrautaskóla 1973 og í starfshópi á vegum menntamála- ráðuneytis er samræmdi nám í framhaldsskólum með áfangakerfi. Guðmundur Sveinsson hefur ver- ið mjög afkastasamur við ritstörf. Hann var ritstjóri Samvinnunnar 1959-1963 og hefur skrifað fjölda greina um samvinnuhreyfinguna og rit um guðfræði. Einnig hefur hann skrifað mörg rit um menningar- sagnfræði sem hafa verið kennd bæði við Samvinnuskólann og Fjöl- brautaskólann i Breiðholti. Aðal- starf Guðmundar hefur verið á sviði skólamála, þar hefur hann löngum verið brautiyðjandi og gengið ótroðnar slóðir. Eftir tæplega tuttugu ára far- sælt mótunar- og stjórnunarstarf við Samvinnuskólann að Bifröst sótti hann enn á brattann og tók að sér að skipuleggja og stjórna fyrsta fjölbrautaskóla landsins, Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Þar nýttist vel framsýni, áræði og eldmóður Guðmundar, en hann hafði strax frá upphafi óbifandi trú á nýja skólakerfinu sem átti eftir að valda sannkallaðri byltingu í menntamálum okkar íslendinga. Þrátt fyrir margs konar fordóma og erfiðleika tókst Guðmundi að leggja svo traustan grunn að Fjöl- brautaskólanum í Breiðholti að í dag er hann ijölmennasti og fjöl- breyttasti framhaldsskóli landsins. Areiðanlega á eiginkona Guð- mundar, Guðlaug Einarsdóttir, ekki lítinn þátt í velgengni hans en hún hefur alla tíð stutt hann dyggilega og gegndi mikilvægum störfum bæði í Samvinnuskólanum og Fjöl- brautaskólanum í Breiðholti. Samstarf okkar Guðmundar hef- ur alla tíð gengið mjög vel, og þeg- ar ég lít til baka finnst mér ég hafa verið einstaklega lánsöm að hafa féngið tækifæri til að starfa með slíkum skólamanni sem Guð- mundur er. Þau ár eru mér ómetan- leg reynsla og hafa orðið mér hvatn- ing og aflvaki í oft erfiðu starfi, sem fylgir því að stjórna ijölmenn- um framhaldsskóla. Við hér í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti óskum Guðmundi til hamingju með sjötíu ára afmælið um leið og við þökkum honum brautryðjandastarfið sem við öll njótum góðs af. Megi hann lengi lifa. Kristín Arnalds, skólameistari. Bíldudalur: Vatns- veitufram- kvæmdir á Hnjúksdal Bíldudal. í SUMAR verður ráðist í vatnsveituframkvæmdir á Hnjúksdal, til að fullnægja vatnsþörf kauptúnsins, en vatnsveitumál Bilddælinga hafa lengi verið í ólestri. Framkvæmdafé er um 7 milljónir króna. Byijað verður á að leggja 1,2 km langan veg frá afleggj- ara upp á Hnjúksdal í júní. Síð- an verður unnið við að koma jöfnunarþró fyrir, ásamt lögn- um til virkjananna. Stefnt er að verklokum í haust. Undanfarin ár hafa farið fram rannsóknir á Hnjúksdal varðandi vatnsmagn og kosti þess að virkja þar lindarvatn. Niðurstöður rannsóknanna urðu þær að vatnsveitufram- kvæmdir á Hnjúksdal væru hagkvæmasti kosturinn. R. Schmidt Akranes: Fokhelt hús eyðileggst í eldi LIÐLEGA fokhelt einbýlishús á Akranesi eyðilagðist af eldi um kl. 14 á mánudag. Að sögn lögreglu var enginn við vinnu í húsinu þegar eldsins var vart og það stóð í ljósum logum. Grunur leikur á að um íkveikju hafi verið að ræða þegar börn voru að fikta með eld. ' ,|| l|||| I Li ípooorl : :=:5 hvíla þreytta fætur XÍJI7 Wicanders SsL Kork-O'Plast Korkflísar er barnaleikur að þrífa gg ámla 29. Múlatorgi, síml 31641 Þ. ÞORGRÍMSSON & CO „Charme" 40 ára reynsla 25 ár á íslandi þjónusta PFAFF Borgartúni 20, sími: 626788 Græna línan Gæði og góð j ----------- Wamemmmammam maammasi mmmmm

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.