Morgunblaðið - 18.05.1991, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MAÍ 1991
Ráðgátan um
stöðu ríkissjóðs I
eftir Má
Guðmundsson
í framhaldi af stjórnannyndun
hefur átt sér stað mikii umræða um
stöðu ríkissjóðs, enda eðlilegt að hún
sé metin við slíkar aðstæður. Um-
ræðan hefur hins vegar verið lítt
upplýsandi fyrir almenning og á
margan hátt vanstilltari til að byija
með en búast hefði mátt við.
Það er auðvitað skiljanlegt að
nýir stjórnarherrar reyni að mála
dökka mynd af stöðu ríkisfjármála
í upphafi ferils síns til að geta sýnt
fram á meiri árangur af störfum
sínum. Það kann hins vegar ekki
góðri lukku að stýra ef menn eru
svo áfjáðir í að sverta myndina að
þeir hræði sjálfa sig meir en efni
standa til og viðurkenni útgjaldatil-
efni sem ekki liggur fyrir full könn-
un á hvort hægt sé að komast hjá,
að minnsta kosti í.einhveijum mæli.
Það eykur heldur ekki skilning á
viðfangsefninu að grauta öllu sam-
an, hvort sem það er vandi ríkissjóðs
í ár og framtíðarskuldbindingar eða
Iánsfjárþörf ríkissjóðs, húsnæði-
skerfisins og Landsvirkjunar, og búa
síðan til úr þessu einhveijar stórar
heildartölur sem enginn veit hvað
merkja því samanburðinn vantar.
Vandi ríkisfjármála
Við mikinn vanda er að stríða í
ríkisfjármálum og hefur verið um
árabil, hvað sem líður mismunandi
mati á því hver halli ríkissjóðs muni
hugsanlega verða í ár að óbreyttu.
Frá árinu 1983 hefur verið um meira
eða minna samfelldan hallarekstur
að ræða, einnig í góðærinu 1986 og
1987. Þessi vandi er fyrst og fremst
pólitískur, þar sem ekki hafa verið
teknar nauðsynlegar pólitískar
ákvarðanir varðandi tekjur og gjöld
ríkissjóðs sem tryggja jöfnuð í ríkis-
íjármálum að meðaltali yfir hag-
sveifluna, þannig að haili á ríkissjóði
á samdráttarárum sé bættur upp
með afgangi í góðæri. Allir vilja
lægri skatta að öðru óbreyttu og
allir tala almennt um lækkun út-
gjalda en eru svo oft á móti einstök-
um aðgerðum á því sviði. Það er
hlutverk stjórnmálamanna að leysa
þá mótsögn sem í þessu felst, en á
það hefur skort.
Vandi ríkisfjármálanna náði hám-
arki árið 1988 þegar hallinn varð
2,8% af landsframleiðslu og var að
mestu leyti fjármagnaður með er-
lendum lánum eða yfirdrætti í Seðia-
banka. Þrátt fýrir samdrátt í þjóðar-
búskapnum tókst að draga verulega
úr halla ríkissjóðs á næstu árum á
eftir og varð hann 1,3% af lands-
framleiðslu í fyrra og var að fullu
fjarmagnaður innanlands. A sama
tíma lækkaði hrein lánsfjárþörf rík-
issjóðs úr 3,3% af landsframleiðslu
í 2,1% af Iandsframleiðslu.
Þetta eru ekki háar hallatölur á
alþjóðlegan mælikvarða. Þannig
nam fjárlagahallinn í iðnríkjunum
5,7% af landsframleiðslu 1983 og
2,6% af landsframleiðslu 1989, skv.
upplýsingum Alþjóðagjaldeyrissjóðs-
ins. Munurinn er hins vegar sá að
íslenski fjármagnsmarkaðurinn er
enn ekki eins þróaður og í mörgum
öðrum iðnríkjum og ræður því verr
við að fjármagna halla ríkissjóðs af
þessari stærðargráðu án verulegs
þrýstings á vexti. Það tókst að vísu
á síðasta ári að íjármagna hallann
að fullu innanlands, en þá er þess
að gæta að lánsfjárþörfin var þó
ekki meiri en 2,1% af landsfram-
leiðslu, sparnaður jókst og lánsfjá-
reftirspurn fyrirtækja var mjög lítil.
Ekki var hægt að búast við að þetta
endurtæki sig í ár og því var lögð
áhersla á það við gerð fjárlaga að
hallinn yrði minni í ár en í fyrra.
Það er einnig nauðsynlegur liður í
að varðveita efnahagslegan stöðug-
leika að hallinn minnki samfara því
sem hagvöxtur glæðist.
Vandinn í ár
Vandinn í ríkisfjármálum hér og
nú er fyrst og fremst þríþættur.
í fyrsta lagi er útlit fyrir að halli
ríkissjóðs vérði meiri en gert var ráð
fyrir við samþykkt fjárlaga, verði
ekki gripið til aðgerða í tekju- og
útgjaldahlið ríkisfjármálanna.
I öðru lagi hefur innlend lánsfjár-
öflun gengið veiT það sem af er ár-
inu en á sama tíma í fyrra og stafar
það af minni sparnaði almennings
og fyrirtækja en í fyrra og því að
vextir á ríkisvíxlum og spariskírtein-
um hafa dregist aftur úr öðrum vöxt-
um, einkum á húsbréfum, þrátt fyr-
ir hækkun vaxta á ríkisvíxlum og
spariskírteinum í upphafi ársins.
í þriðja lagi eru svo horfur um
innlenda fjáröflun ríkissjóðs taldar
verri á árinu í heild vegna minni
sparnaðar og aukinnar lánsfjáreft-
irspurnar fyrirtækja og einstaklinga.
Þær horfur eru þó langt í frá að
vera vissar. Spár um peningalegan
sparnað eru enn fremur ótraustar.
Peningatölur fyrir aprílmánuð eru
einnig fremur hagstæðar, þar sem
aukning innlána og útgáfa verðbréfa
á vegum bankanna var mun meiri
en á sama tíma í fyrra og aukning
almennra útlána minni.
Það er ljóst, að hvaða ríkisstjórn
sem tekið hefði við eftir kosningar
hefði gripið til aðgerða af þessum
sökum. Það er ekkert nýtt að grípa
til aðgerða innan ársins til að sjá til
þess að halli ríkissjóðs fari ekki úr
böndum og að innjend fjáröflun ná-
ist. Má í því sambandi nefna aðgerð-
ir til að draga úr halla ríkissjóðs og
auka innlenda lánsíjáröflun sem til-
kynntar voru um mitt ár 1989, niður-
skurð útgjalda vegna aukins haila í
tengslum við kjarasamninga í febrú-
ar 1990 og aðgerðir til að örva inn-
lenda lánsfjáröflun um mitt ár 1990.
Hver ríkisstjórnin er skiptir auðvitað
máli varðandi það hvernig dregið er
úr halla ríkissjóðs. Hver ríkisstjórnin
er hefur einnig áhrif á hvort meiri
áhersla er lögð á að draga úr haila
fremur en að hækka vexti til að
tryggja fjáröflun, hver áherslan er
á tekjuöflun miðað við útgjaldanið-
urskurð eða hvað það er sem skorið
er niður. En frá hreinu hagstjórnar-
sjónarmiði er niðurstaðan hin sama,
þ.e. minni halli ríkissjóðs en ella
hefði orðið og/eða meiri innlend
lánsfjáröflun en ella hefði orðið.
Mæling — áætlun — spá
Það hefur komið mörgum spánskt
fyrir sjónir að sama daginn geti birst
þijár mismunandi tölur um halla rík-
issjóðs. Blaðamenn spyija hvort hall-
inn sé ekki bara einn. Auðvitað er
hallinn bara einn þegar um er að
ræða uppgjör liðinnar tíðar. Þá er
verið að mæla það sem gerst hefur.
En málið snýst ekki um það. Það
er t.d. enginn ágreiningur um það á
milli þeirra sem fjalla um ríkisfjár-
mál að hallinn fyrstu þijá mánuði
ársins var 6,6 milljarðar króna.
Þær þijár hallatölur sem komu
fram daginn fyrir stjórnarskiptin frá
fjármálaráðherra, embættismönnum
fjármálaráðuneytisins og Ríkisend-
urskoðun fela hins vegar í sér áætl-
anir um það sem kunni hugsanlega
að gerast á árinu í heild að óbreyttu
miðað við gefnar forsendur. Þá er
því ekki einungis verið að mæla það
sem gerst hefur í liðinni tíð heldur
einnig að áætla hvað muni að
óbreyttu gerast frá byijun maí til
loka ársins. Siíkar áætlanir er auð-
vitað hægt að byggja á mismunandi
forsendum og ekkert óeðlilegt við
það. Munurinn á niðurstöðunum
þremur er að fullu skýranlegur, eins
og nánar verðut' fjallað um hér á
eftir.
Engin af áætlunum þremur felur
í sér hreinræktaða spá, þar sem lagt
er mat á hvað líklegast sé að hallinn
verði þegar árinu er lokið. Slík spá
byggist ekki aðeins á spá um tekjur
miðað við óbreytt skattalög og áætl-
un útgjalda byggðri á þekktum og
viðurkenndum útgjaldatilefnum
heldur felur einnig í sér spá um það
hvað stjórnvöld kunna að gera til
að breyta þessum atriðum á þeim
mánuðum sem eftir eru fram til ára-
móta. Hvorki fjármálaráðuneytið né
Ríkisendurskoðun geta leyft sér að
birta slíkar spár. Þessar stofnanir
verða eðli málsins samkvæmt að
byggja á þeim ákvörðunum sem
þegar hafa verið teknar' varðandi
tekjur og gjöld.
Útkoman fyrstu þrjá mánuði
Þegar staða ríkissjóðs er metin
er mikilvægt að gera greinarmun á
því sem orðið er og því sem kann
að verða í óvissri framtíð. Því er
eðlilegt að byija á því að skoða út-
komu ríkissjóðs fyrstu þtjá mánuði
ársins.
Tekjuhalli ríkissjóðs fyrstu þrjá
mánuði ársins nam 6,6 milljörðum
króna samanborðið við 3,7 milljarða
króna í fyrra og er munurinn 2,9
milljarðar króna. Rúmlega helming
af þessum mun má skýra með því
að allt framlag ríkisins til Lánasjóðs
íslenskra námsmanna var greitt í
febrúar vegna tafa á afgreiðslu láns-
fjárlaga. Hér er um tilfærslu á út-
gjöldum innan ársins að ræða. Aðrir
stórir liðir sem skýra mismuninn eru
mikil fasteignaviðskipti og auknar
Már Guðmundsson
„Vandamálin sem birt-
ast í útkomu fyrstu
þriggja mánaða ársins
eru annars vegar vand-
amál húsnæðiskerfisins
og hins vegar erfiðleik-
ar við innlenda lánsfj-
áröflun og tilheyrandi
yfirdráttur í Seðla-
banka, sem að sönnu er
mikið vandamál. Vand-
amál aukins rekstrar-
halla og lánsfjárþarfar
liggja því fyrst og
fremst í horfum næstu
mánaða eins og þær eru
taldar vera að óbreyttu
en ekki í því sem orðið
er.“
útfiutningsbætur, en upphæð þeirra
er ekki háð ákvörðunum í flármála-
ráðuneytinu hveiju sinni heldur
byggjast þær á samningi ríkisins við
bændur sem gerður var vorið 1987
á grundvelli búvörulaganna frá
1985.
Vegna þessara sérstöku þátta er
raunhæfara að bera saman hreina
lánsfjárþörf á milli ára. Hún var 7,9
milljarðar króna í ár samanborið við
6,2 milljarða í fyrra, þ.e. munurinn
er 1,7 milljarðar króna. Þessi munur
skýrist að langmestu leyti af því að
ríkissjóður þurfti í jafnúar og febrú-
Keisarakróna -
Frittillaria imperialis
Blóm vikunnar
Umsjón: Ágústa Björnsdóttir
204. þáttur
Á 16. öld var mikill garðyrkju-
áhugi ríkjandi við austurrísku
keisarahirðina og árið 1573 réð
Maximilian keisari annar flæmska
grasafræðinginn Charles del’Cl-
use (Clusius) til starfa við hina
keisaralegu garða í Vínarborg.
Hann viðaði að sér plöntum víðs-
vegar að og þrem árum síðar,
árið 1576, fékk hann keisarakrón-
una ásamt fleiri laukjurtum senda
frá Konstantínópel og nefndi hana
á latínu Corona Imperialis sem
beinlínis þýðir keisarakróna en
nafninu var síðar breytt. Heim-
kynni jurtarinnar er í háfjöllum
Indlands og Kasmír þar sem hún
vex í um 3.000 m hæð. Hún hef-
ur snemma borist til landanna
fyrir botni Miðjarðarhafs, einkum
Persíu (íran) og var um skeið
nefnd Lilium persicum (Persaiilja)
því talið er að til hennar sé höfð-
að á vissum stöðum í biblíunni
og mynd hennar má sjá á gam-
alli mynt frá þeim tíma að „Ágúst-
us var keisari í Rómaborg og
Heródes konungur í Gyðingal-
andi“. Hún hefur líka breiðst
furðu fljótt um Evrópu því aðeins
30 árum eftir komu hennar til
Austurríkis nefnir Shakespeare
hana í leikriti sínu „A Winthers
Tale“. Sú skýring hefur verið fram
sett á hinni öru útbreiðslu jurtar-
innar að gullgerðarmönnum mið-
alda hafi þótt gullbúnir laukar
hennar líklegir til þess að vera í
ætt við þann eðla málm svo sem
vænta mátti af jafn tiginni jurt
sem Corona Imperialis.
Keisarakrónan er vissulega
myndarleg og hátignarleg jurt.
Stöngullinn er stinnur, um það
bil metri á hæð, þéttblaðaður
neðst með kransi af drúpandi
klukkublómum í toppi, venjulega
rauðgulum en til eru líka afbrigði
með rauðum eða Ijósgulum blóm-
um. Ofaná blómkransinum er svo
brúskur af graskenndum grænum
blöðum. Þetta einkennilega vaxt-
arlag jurtarinnar ásamt hennar
hátignarlega uppruna hefur orðið
fyrri tíma skáldum að yrkisefni.
Laukar keisarakrónunnar geta
orðið afar stórir eða allt að því
eins og barnshöfuð og Iykta þeir
mjög illa. Líklega hverfur þó lykt-
in við suðu því að í Austurlöndum
voru laukarnir etnir með bestu
lyst og eru kannski enn. Annars
eru þeir sagðir eitraðir séu þeir
etnir hráir. Varia er þó hætta á
að nokkur fari, að leggja þá sér
til munns hér á landi því nokkuð
yrðu það dýr matarkaup.
Keisarakrónan hefur nokkuð
verið ræktuð hér (hefur stundum
verið á haustlaukalista GI) og
þrífst bærilega á hlýjum og skjól-
góðum stað í garðinum sem ekki
liggur undir vatni að vetrinum og
vel nýtur sólar. Það sem mestum
erfiðleikum veldur við ræktun
hennar hér á landi er það hversu
fljót hún er til á vorin og þarf því
oftast að skýla henni fyrir vor-
frostum. Hún blómstrar venjulega
um mánaðamót maí/júní, stendur
lengi í blóma og kemur síðan með
volduga fræbauka sem prýða
hana það sem eftir er sumars.
Sá leiði misskilningur hefur ein-
hvernveginn orðið landlægur hér
að kalla Eldliljuna (Lilium bulbi-
ferum) Keisarakrónu og eru þær
frænkur þó ærið ólíkar í útliti og
allri framgöngu. En þótt Eldliljan
sé alls góðs verð skal þó „keisar-
anur það sem keisarans er“.
Ó.B.G.