Morgunblaðið - 19.05.1991, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.05.1991, Blaðsíða 12
-í'ÍÉfei ■: t(»(íl ÍAM .(:I HUDAOUVlMUrf (110A.Ill/UIUílOlí MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. MAÍ 1991 Norðurlöndin HMHIII Evrópska efnahaossv MED HUGANN VIÐ BIÐRÖÐINA f BRUSSEL eftir Kristján Jónsson UMSKIPTIN sem orðið hafa á afstöðu ráðamanna í Svíþjóð, Noregi og Finnlandi til Evrópubandalagsins (EB) á fáum mánuðum eru ótrúlega snögg. Síðastliðið haust lýsti stjórn jafnaðarmanna í Svíþjóð óvænt yfir því að til greina kæmi að sækja um aðild að EB en áður hafði Ingvar Carlsson for- sætisráðherra margsinnis ítrekað yfirlýsingar um að hlutleys- isstefna landsmanna hindraði slíkt og henni yrði aldrei fórn- að á altari evrópskrar samvinnu. Aður var lögð áhersla á að samningarnir um Evrópska efnahagssvæðið (EES), stóraukið samstarf ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) við EB, myndu nægja til að tryggja þjóðunum áhrif í auknu Evrópu- samstarfi. Fyrir nokkrum vikum sagði ný ríkisstjórn í Finn- landi að ekki væri hægt að útiloka aðild fyrirfram en lagði þó áherslu á mikilvægi EES-samninganna. Þarlendir jafnaðar- menn vilja nú aðild að EB, eins og skoðanabræðurnir í Sví- þjóð. Stjórnarflokkur jafnaðarmanna í Noregi veigrar sér enn við að taka afstöðu, minnugur heiftarlegra innanflokksátaka sem urðu þegar tillaga um aðild var felld í þjóðaratkvæði árið 1972. Hægrimenn styðja EES-samningana en hafa aðild að EB á stefnuskránni. Nýr leiðtogi þeirra, Kaci Kullmann Five, segir að Gro Harlem Brundtland forsætisráðherra geti ekki dregið ákvörðunina um aðildarumsókn fram á flokks- þing jafnaðarmanna haustið 1992 eins og ráðherrann vill. Ráðamenn einu skandinavísku þjóðarinnar í EB, Dana, gleðj- ast ákaft yfir breyttri afstöðu frændþjóðanna og sjá nú fram á að einsemd þeirra í bandalaginu verði senn á enda. EES-samningur er biðleik- ur og getur aldrei komið í stað aðildar að EB,“ sagði Kullmann Five í sl. viku. Hægrimenn benda á að Norðmenn afsali sér möguleikanum á að hafa áhrif á þær ákvarðanir sem mestu skipti í Evrópu, þ. e. stefnumótun EB, ef þeir verði til frambúðar utan bandalagsins. Kullmann Five sagði á fundi með sjómönnum á Lófoten að hún teldi EB-aðild myndu treysta stöðu þeirra. Hægt væri að fjölga mjög atvinnutækifærum í fiskvinnslu og aðeins með aðild yrði hægt að tryggja að norsk fyrir- tæki þyrftu ekki að beijast gegn undirboðum í hráefni. Einnigtaldi hún að gengju Svíar í bandalagið en Norðmenn ekki myndi það hafa umfangsmikinn fjármagnsflótta og missi atvinnutækifæra til Svíþjóðar í för með sér. Sporin hræða Norski Verkamannaflokkurinn tapaði meira en tíunda hluta fyrra fylgis í fyrstu þingkosningum sem haldnar voru eftir martröðina 1972. Brundtland hefur að undanförnu kosið að beina allri athyglinni að EES-viðræðunum en segir að ríkis- stjórnin hafi ekki í sáttmála sínum vísað aðild afdráttarlaust á bug, sagt að ræða beri málið. „Þegar búið verður að undirrita EES- samninginn mun umræðan halda áfram á breiðum grundvelli þar sem íhugað verður hvort við ættum einnig að sækja um aðild að EB,“ sagði hún nýlega. Andstæðingar aðildar í Verka- mannaflokknum óttast að takist samningar um EES án þess að til harkalegra átaka komi muni það geta orðið til þess að hræðslan við aðild að EB minnki. Athyglisvert er að 16 af 19 ráðherrum stjórnar- innar eru sagðir hlynntir aðild og enginn þungavigtarmaður í forystu flokksins hefur lýst sig eindreginn andstæðing. Arbeiderbladet, sem er nátengt Verkamannaflokknum, birti fyrir skömmu forystugrein þar sem Kuilmann Five var sögð hafa rétt fyrir sér og flokkurinn hvattur til að endurskoða stefnu sína um að fresta öllum ákvörðunum um EB-aðild þar til 1992. Atburðarásin í Evrópu hefði þegar gert þessa stefnumótun úrelta. Norrænir stjórnmálamenn eru flestir sammála um að mikilvæg- asti árangurinn á ráðherrafundi EB og EFTA í Brussel um EES- samninginn hafi verið að samþykkt var að setja á laggirnar sjálfstæðan dómstól í Brussel með fimm fulltrú- um EB og þrem frá EFTA. Á hann að skera úr ef ágreiningur verður um túlkun reglugerða EES-samn- ingsins, ef eftirlitsstofnanir banda- laganna tveggja með framkvæmd samningsins greinir á og loks skal hann skera úr ef fyrirtæki eða ríki leggur fram ákæru vegna fram- kvæmdar laga um samkeppni í EFTA-ríki. Enn virðist afar óljóst hve víðtækt svið dómstóllinn fær; talsmaður framkvæmdastjórnar EB í Brussel sagðisttelja að flest ágreiningsmál myndu falla undir dómstól EB en ekki nýja dómstól- inn. Afsal valda til EES-dómstóls Framfaraflokkurinn í Noregi, sem styður EES-samninginn, vill bera hann undirþjóðaratkvæði en flokkurinn vill beitaþeirri aðferð mun oftar en tíðkast þar í landi og er þessi stefna grundvallaratriði í augum margra liðsmanna. Flokk- urinn er klofínn í málinu, margir telja ekki stætt á því að fella samn- inginn á þessum forsendum en vera sammála efni hans að öðru leyti. Þessi deilageturhaft afdrifaríkar afleiðingar. Miðflokkurinn dregur mjög í efa að EES-samningurinn sé viðunandi en flokkurinn berst af alefli gegn aðild að EB og er því tortrygginn á nánari tengsl við bandalagið. Sósíalistar eru sama sinnis en af- Aðalstöðvar Fríverslunarbandalags Evrópu (EFTA) í Genf. Austurríkismenn hafa þegar sótt um aðild að Evrópubandalaginu (EB), talið er fullvíst að Svíar leggi inn umsókn í næsta mánuði og vaxandi líkur eru því að Norðmenn feti í fótspor þeirra á næstunni. Ahugi á EB-aðild fer einnig vaxandi í Finnlandi og Sviss þótt ráðamenn i þessum löndum leggi áherslu á gildi þess að samkomulag náist um EES-sam- starfið milli EFTA og EB en ljóst virðist að EFTA eigi ekki langt lif fyrir höndum. staða Kristilegra er óljós. Stjóm- lagafræðingar norska dómsmála- ráðuneytisins telja að þrír fjórðu hlutar Stórþingsins verði að sam- þykkja samninginn þar sem tæp- lega 30 ára gömul grein, nr. 93, í stjórnarskránni geri ráð fyrirþví ef um sé að ræða mikilvægt afsal fullveldis til fjölþjóðlegra stofnana eins og hljóti að gerast varðandi vald dómstólsins í deilum um sam- keppnisreglur. Sérfræðingur ut- anríkisráðuneytisins, Carl August Fleischer prófessor, telur ljóst að dómstóllinn brjóti ekki í bága við stjórnarskrána og alls ekki sé ein- hlítt að nota beri grein 93. „Það hefur oft gerst, einnig áður en grein 93 var samþykkt, að Noregur hefur gert samninga þar sem landsmenn sætta sig við að erlendur aðili hafí úrskurðarvaldið. Samningar af þessu tagi taka þegar gildi hér á landi,“ segir prófessorinn í samtali við Aftenposten. Carlsson ákafasti EB-sinninn? Allir helstu stjórnmálaleiðtogar Svía virðast nú sammála um að EES geti orðið afbragðs „æfing“ og aðlögun fyrir aðildina að EB sem fátt geti komið í veg fyrir. Carl Bildt, leiðtogi sænskra hægri- manna, og Bengt Westerberg, formaður Þjóðarflokksins, álíta að óskhyggja hafí einkennt umræðuna um EES sem nú sé ljóst að geti aldrei orðið frambúðarlausn fyrir neina EFTA-þjóð, heldurekki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.