Morgunblaðið - 19.05.1991, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 19.05.1991, Blaðsíða 15
þessar færslur 15% af heildinni en duttu niður í 9% árið 1986 og 7% árið 1987. Síðan hafa þær vaxið mjög og voru í fyrra 22% af heild- inni. (Sjá töflu.) Um síðustu áramót var lögunum um kvótakerfið síðan breytt veru- lega og ný lög samþykkt. Sóknar- mark var afnumið og veiðum úr öllum helstu nytjastofnum stjórnað með úthlutun aflakvóta. Fyrir þessa breytingu hafði kvótakerfið náð til um 650 fiskiskipa og báta en með breytingunni komu inn í það um 2.000 smábátar það er undir 10 brúttólestum að stærð. Jafnframt felast í nýju lögunum ákvæði um að framselja megi kvóta varanlega án þess að úrelda viðkomandi skip en slíkt var ekki hægt áður. Upphaf- lega var kvótakerfinu m.a. ætlað að fækka fiskiskipum og því var þetta ákvæði til staðar að ekki mætti framselja kvóta varanlega án þess að úrelda jafnframt viðkom- andi skip. Á tímabilinu 1984-1990 fækkaði um 60 skip í flotanum af þessum sök- um og aflaheim- ildir á bilinu 5-6.000 tonn af þorskígildum voru flutt á önn- ur skip. Samkvæmt upplýsingum frá sjávarút- vegsráðuneyt- inu hefur tölu- vert verið um færslur á kvót- um milli skipa frá áramótum en nákvæmar upplýsingar um þær liggja ekki fyrir. Þar að auki sýnir reynslan að megnið af kvót- atilfærslum eiga sér stað á seinnihluta árs- ins og því ill- mögulegt að geta sér til um nú hvaða áhrif hin nýju lög hafa á kvóta- markaðinn. Hinsvegar eru vísbendingar um að veltan á kvótamarkaðin- um muni aukast í ár frá því sem hún var í fyrra, einkum vegna hinna nýju ákvæða um varanlegt framsal kvóta. Kvótinn eftir landshlutum Á árunum 1984 til 1990 hefur kvótinn numið ígildi um 500.000 tonna af þorski á hveiju ári án telj- andi breytinga til eða frá þeirri tölu á milli ára. Skipting þessa kvóta milli botnfisktegunda í ár, það er fyrstu átta mánuði ársins sem þegar er ákveðin, er í grófum dráttum þessi: (Þorskígildi innan sviga) Þorskur 245.000 tonn Ýsa 48.000 tonn (58.000) Ufsi 65.000 tonn (37.000) Karfi 55.000 tonn (28.000) Grálúða 33.000 tonn (25.000) Skarkoli 7.000 tonn ( 6.500) Eins og sjá má eru þorskígildin mismunandi eftir tegundum. Þannig er kílóið af ýsunni metið á 1,21 kíló af þorski en kíióið af karfa aftur á móti er aðeins metið á 0,52 kíló af þorski. Af öðrum tegundum en botnfisk sem eru kvótabundnar lítur hlutur þeirra í meðalári þannig út mælt í þorskígildum: Rækja 35.000 Loðna 55.000 Síld 20.000 Hörpuskel 7.000 Humar 9.000 Þegar skoðað er yfirlit yfir flutn- inga á kvóta milli landshluta kemur í ljós að á síðustu tveimur árum hefur hann orðið mestur frá Norð- urlandi vestra og mestur til Norður- lands eystra. Ef botnfiskkvótinn er skoðaður fyrir þessa tvo landshluta kemur í ljós að á Norðurlandi vestra var á síðasta ári seldur botnfisk- kvóti sem samsvarar ígildum 9.400 tonna af þorski. En til Norðurlands eystra á sama tíma var keyptur kvóti sem svarar til ígilda 9.100 tonna af þorski. Annar landshluti sem missir frá sér mikinn kvóta á síðasta ári er Reykjanes en þaðan voru seld sem svarar ígildum 5.900 tonna af þorski og annar landshluti sem kaupir mikinn kvóta eru Vest- firðir en þangað voru flutt sem svar- ar ígildi 3.900 tonna af þorski og Austfirðir fylgja fast á eftir með kaupum á ígildum 3.890 tonna af þorski. Á öðrum landshlutum er meira jafnvægi í flutningi á kvóta til og frá. Hér er verið að tala um kaup og sölu á kvóta til eins árs í senn. Miðað við þær verðfor- sendur sem gefnar voru hér í upphafi má segja að frá Norðurlandi vestra hafi verið seldur kvóti fyr- ir um 330.000 milljónir króna en kvóti fyrir um 300.000 milljónir keypt- ur til Norður- lands eystra. Tuttugu stærstu kvótahafarnir Þegar athug- aður er listi með 20 stærstu kvótahöfunum kemur í ljós að hlutur þeirra af heildinni nemur 26,6%. Ef þessi „eign“ er um- reiknuð til fj ár miðað við að verð á þorsk- ígildinu í skammtímale- igu eins og gert er í þessari um- fjöllun kemur út talan um 4,3 milljarðar króna. Ef verðið er reiknað mið- að við sölu til frambúðar nem- ur upphæðin tæpum 19 milljörðum króna. Við útreiking á 20 stærstu kvótahöfun- um eru þeir fyrirvarar gerðir að ekki er búið að ákveða loðnu- og síldarkvótann í ár. I töflunni sem fylgir um lista þessara kvótahafa er gert ráð fyrir að loðnuaflinn verði 800.000 þúsund tonn og síldaraflinn 100.000 tonn og þær stærðir síðan umreiknaðar til þorskígilda. Einnig verður að gera þá fyrirvara að ekki er gert ráð fyrir sameiningu Granda hf. við Hraðfrystihúsið Reykjavík né sameiningu Haraldar Böðvars- sonar hf. við Síldar- og fiskimjöls- verksmiðjuna hf. Utgerðarfélag Akureyringa hf. er langstærsti kvótahafinn í ár með 2,87% af heildarkvótanum eða sem nemur ígildi 13.214 tonna af þorski. Andvirði þessa afla á kvótamarkað- inum í ár nemur um 2,1 milljarði króna miðað við sölu til frambúðar en 462 milljónum króna ef miðað er við leigu til eins árs. Næstir í röðinni er Hraðfrystistöð Vest- mannaeyja hf. með 2,16% af heild- inni eða sem nemur ígildi 9.900 tonna af þorski. Verðmæti þess kvóta er um 1,6 milljarður króna miðað við sölu til frambúðar en 346 milljónir miðað við leigu til eins árs. Þriðji stærsti kvótahafinn er Sam- herji hf. en síðan koma Grandi hf. og Síldarvinnslan hf. Samanlagt eru þessir fimm stærstu kvótahafar með rúm 11% af heildarkvótanum. i wm m Heildarveltan á kvóta- markaði hefur tvo- faMast fiá árinn 1986 rMi B i Mestur kváti seldur frá Morðuiiandi vestia ug uiestur kváti keyptur til Norður- lanús eystra í fyna i: — Fimin stærstu kvótahaf- amii hafa umráð yfir 11% heildarkvótans i — Tuttugu stærstu kvótahafainir hafa umráó ylir 26,6% af heildarkvótauum M— Ný innfluttar frá USA tvær eldri traktorsgröfur, mjög lítið notaðar. Case 580, verö kr. 590.000,- International 3600, verð kr. 490.000,- Tækjamiðlun íslands hf. Bíldshöfðo 8, sími 91-674727 6 skrifst.tima, 17678 eftir kl. 18.00. Breid- hyltingar Almennur hreingerningardagur verður í Breióholti 1,2 og 3 laugardaginn 25. maí. Góöar gjafir fyrir þá sem þyrstir í fróMeik Námsmenn! til hamingju meb daginn... Nú fara þeir dagar í hönd sem hvað flest ungmenni landsins standa á tímamótum í líft sínu. Sum hella sér út í lífsbaráttuna af fullum krafti en önnur horfa til frekara náms í framtíðinni. Hvor leiðin sem valin verður er jafn mikilvægt að við höndina séu traustir félagar sem svara öllum spumingum sem kunna að vakna, á ítarlegan og skilmerkilegan hátt á ISLENSKU. Vdjirðu gefa varanlega gjöf þá eru ÍSLENSKA ALFRÆÐIORÐABÓKIN og ÍSLANDSHANDBÓKIN góðar gjafir og gagnlegt veganesti ungu fólki í framtíðinni. íslenska alfræðiorðabókin er litprentuð í þremur bindum og hefur að geyma um 37000 uppflettiorð og lykilorð, auk um 4500 ljósmynda, teikninga og korta og taflna sem auka upplýsingagildi hennar. Islandshandbókin er rúmlega 1000 blaðsíður í tveimur bindum. Efni bókarinnar er skipt eftir sýslum með sýslukorti í upphafi hvers kafla, þar sem sýndir eru allir vegir og þeir staðir sem fjallað er um í texta. 1300 ljósmyndir prýða verkið. ÖRN OG ® ÖRLYGUR SíAumiíla 11 * Sími 84866

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.