Morgunblaðið - 19.05.1991, Blaðsíða 22
22
ip;nt iAM .or auoAaxMnug aiGAjavíuoaoM
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. MAÍ1991
eftir Brynju Tomer
ÞAÐ VAR ekki laust við að ég
kviði fyrir næstu dögurn, þegar
ég sat í anddyri sjúkrastöðvarinn-
ar Vogs, þar sem áfengis- og eitur-
lyfjasjúklingar revna að fá bót
meina sinna. Hvort alkóhólismi,
eða áfengissýki, væri sjúkdómur
eða ekki var mér ekki ljóst á þess-
ari stundu, en eftir tveggja daga
dvöl á Vogi var ég komin á þá
skoðun að það væru fyrst og
fremst viðhorf hvers og eins til
málsins sem skæru úr um hvort
svo væri eða ekki.
Vogi var ég í tvo daga og
aeina nótt, aðallega í kring-
um starfsfólkið, því þó mér
væru boðin náttföt og
sloppur þótti mér ekki við
hæfi að sigla undir fölsku
flaggi meðal sjúklinganna.
Það kom mér pínulítið á
óvart að þó sjúklingar
vissu að ég væri blaðamaður, ræddu
þeir við mig, um alla heima og geima
og virtust ófeimnir að ræða um alkó-
hólisma. Að öllum líkindum hefur það
orðið til að hrista upp í viðhorfum
mínum til vandamálsins og ýta við
hugmyndum mínum um mannlegt
eðli. Strangar reglur um þagnar-
skyldu og nafnleynd gilda um sjúkl-
inga og málefni þeirra og verða þær
í einu og öllu virtar í þessari umfjöll-
Sjúkrastöðin er ágætlega staðsett
við Grafarvog, þar sem skarkali höf-
uðborgarinnar virðist í órafjarlægð,
en er þó skammt undan. Vogur kom
mér hvorki fyrir sjónir sem sjúkrahús
né heilsuhæli og ekki heldur sem
heimili, heldur eitthvað óskilgreint
þar á milli. Þetta er stórt hús á tveim-
ur hæðum sem getur tekið við 60
sjúklingum í einu. Húsið er nýtt, var
byggt 1983, og aðbúnaður allur hinn
besti sýndist mér. Sjúklingar fá hrein
náttföt, slopp, handklæði og rúmföt
er þeir koma inn á Vog og fimm
daga vikunnar fá þeir hreint tau.
Innihald í töskum sjúklinga er skoðað
áður en þeir leggjast inn og hlutir
sem eru á bannlista eru teknir í
geymslu, þar á meðal eru rakspírar
og ilmvötn til dæmis. Herbergin eru
látlaus og ýmist tveggja, þriggja eða
Qögurra manna. Auk þess eru sér-
Ef það er ekki sjúkt að drekka frá sér allt vit og missa alla kjölfestu, hvað er þá sjúkt? Morgunbiaðið/RAX
stök sjúkraherbergi þar sem þeir,
sem eru sérstaklega illa á sig komn-
ir, dvelja til að byija með. Það er
afar misjafnt í hvers lags ásigkomu-
lagi menn eru þegar þeir leggjast
inn, en það kom mér þægilega á
óvart að sjá hversu margir komu
allsgáðir.
Sjúklingar annast þrif á herbergj-
um sínum og einnig annars staðar í
sjúkrastöðinni í samvinnu við ræsti-
tækna. Mikið af stólum og borðum
eru víðs vegar um bygginguna, þar
sem sjúklingar sitja gjarnan í hópum
og ræða saman milli þess sem þeir
eru í prógrammi, eins og þeir kalla
hina skipuiögðu dagskrá meðferðar-
innar. A hveiju borði eru troðfullir
öskubakkar og dagblöð. Sjúklingarn-
ir reykja flestir afar mikið. í stórum
og hlýlegum matsal er boðið uppá
tvær heitar máltíðir á dag, ágætis
mat, auk morgunverðar og
kvöldkaffis.-
Sjúklingar fá ekki heimsóknir
meðan þeir dvelja á Vogi. Þetta er
lokaður og einangraður heimur þar
sem takmarkið er að líkna alkóhólist-
um, aðstoða þá við að ná tökum á
sjúkdómi sínum og lifa meðvitaðir
um þá staðreynd að vera alkóhólisti.
Lækningin er ekki til en aðferðin til
að halda honum í skefjum er ein: að
hætta neyslu áfengis og annarra
vímugjafa. Meðferðin á Vogi tekur
minnst tíu daga og eftir það fara
flestir í eftirmeðferð á Sogni í Ölfusi
eða Staðarfelli í Dölum. Sú meðferð
tekur um það bil Ijórar vikur og felst
í því að kenna alkóhólistum að lifa
eðlilgu lífi án áfengis eða annarra
vímuefna.
Margir starfsmanna á Vogi eru
óvirkir alkóhólistar. Læknar og
hjúkrunarfræðingar fylgjast vel með
heilsufari sjúklinga, sem auk þess
að eiga við áfengissýki að stríða eru
margir hveijir illa farnir bæði á sál
Þórarinn Tyrfingsson yfirlæknir:
SÍFELLT YNGRA FÚLK LEITAR AflSTOBAR
EF VIÐ erum sammála um að hægt sé að greina sjúkdóm út frá
ákveðnum einkennum, er alkóhólismi sjúkdómur, því einkennin eru
mjög skýr,“ segir Þórarinn Tyrfingsson yfirlæknir á Vogi.
Arangur af því meðferðarstarfi
sem hefur verið unnið síðastliðin
ár hefur skiiað sér,“ segir Þórarinn.
„Ennfremur hefur aðstaða vímu-
efnasjúklinga og aðstandenda
þeirra gjörbreyst til hins betra.
Margir hafa hætt neyslu og farið
að Iifa eðlilegu lífi í mislangan tíma.
Viðhorf til alkóhólisma hafa breyst
á þessum tíma, fólk er nú orðið
sannfært um að það er hægt að
hjálpa vímuefnasjúklingum og það
sættir sig ekki lengur við ofneyslu."
Þórarinn segir að tii að ná
árangri í afeitrun og meðferð eins
og þeirri sem í boði er hjá SÁÁ
þurfi fyrst og fremst að koma til
vilji alkóhólistans til að leita aðstoð-
ar. „Það þarf hann að gera áður
en hann er orðinn varanlega
skemmdur af ofneyslu," segir Þór-
arinn og heldur áfram: „Þeim mun
fyrr sem fólk leitar aðstoðar, þeim
mun betri árangurs má vænta. Við
þyrftum að geta sinnt unga fólkinu
betur eftir að meðferð lýkur. Marg-
ir detta út úr skólakerfinu og missa
atvinnu á því tímabili sem þeir eru
í ofneyslu og nú leitar sífellt yngra
fólk aðstoðar vegna þessa vanda-
máls. Þetta er vissulega áhyggju-
efni og mikilvægt er að geta aðstoð-
að unga fólkið, koma því í skóla
eða vinnu að lokinni meðferð."
Þórarinn segir að meðferðin á
Vogi hafi breyst og þróast frá því
meðferð hófst þar, 1983. „Starfs-
fólkið er betur þjálfað nú en áður
og einnig hafa orðið breytingar á
fræðslu til sjúklinga og aðferðum
til að ná til þeirra," segir hann.
„Ákveðinn hluti meðferðarinnar
höfðar til allra sem hingað koma
en ég gæti vel hugsað mér að koma
betur á móts við þarfir ákveðinna
sjúklingahópa, til dæmis unga
fólksins annars vegar og þeirra sem
komnir eru yfir fimmtugt hins veg-
ar.“
Þær raddir hafa heyrst að á
Vogi færi fram mikið og skipulagt
niðurrifsstarf á sálar- og tilfinn-
ingalífi sjúklingana. Þessu svarar
Þórarinn: „Hluti meðferðarinnar
byggist á því að sjúklingarnir geri
séí grein fyrir því hvert vandamál
þeirra er í raun og veru og hvernig
því er háttað. Eitt af sjúkdómsein-
kennum alkóhólisma er að neita að
horfast í augu við vandamálið og
kenna gjarnan öðru eða öðrum en
sjálfum sér um. Það hafa margir
gert í langan tíma og þegar þeim
verður síðan ljóst hvernig þeir hafa
hagað sér, hvernig þeir hafa komið
fram við sína nánustu og hvernig
þeir hafa lagt líf sitt og annarra í
rúst sakir ofneyslu, líður þeim illa.
Það segir sig sjálft að það þykir
Þórarinn Tyriingsson yfirlæknir á Vogi: „Hlut-
verk mitt hér er að líkna því sjúka
fólki sem kemur hingað."