Morgunblaðið - 19.05.1991, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.05.1991, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. MAÍ 1991 f NOVELL NetWare Uppfærslur (Update) í nýjustu útgáfur nú fáanlegar Nú eru komnar á markað nýjustu útgáfur af Novell NetWare. Tvær útgáfur eru nú í boði NetWare 2.2 og 3.11 NetWare 2.2 kemur í stað ELS-I, ELS+II, Advanced NetWare og SFT NetWare. NetWare 2.2 hefur innbyggðar vamir gegn bilunum (SFT) og færslueftirlitskerfi (TTS). Þá eru innifalinn hugbúnaður til að tengja Macintosh og OS/2 tölvur við netið. Allar útgáfur 2.2 em eins að öðru leyti en því að fjöldi notenda er mismunandi og em í boði 5,10,50 og 100 notenda útgáfur. NetWare 2.2 gengur á netmiðstöðvar með 80286, 80386 og 80486 örgjörvum. NetWare 3.11 nethugbúnaður er gerður fyrir netmiðstöðvar með minnst 80386 örgjörva. Hægt er að fá útg. 3.11 í 20, 100 eða 250 notenda útfærslum. Macintosh hugbúnaður er ekki innifalinn í verði 3.11. Vinsamlegast athugið að NetWare útgáfur 2.0a og eldri verður ekki hægt að uppfæra með afslætti eftir 1. ágúst næstkomandi og því um að gera að ganga frá því strax. Til að fá uppfærslu þarf að koma með upprunalegar diskettur merktar GENOS/GENDATA (Adv., ELS-II og SFT NetWare) eða START (ELS-I tvær diskettur). Þéssar diskettur fela í sér þann afslátt sem Novell býður. Afgreiðslutími á uppfærslum er 3-4 vikur frá pöntun. Vinsamlegast hafið samband við Hauk Nikulásson eða Ólaf Engilbertsson til að fá frekari upplýsingar. EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI FYRIR NOVELL •• MICROTOLVAN Suðurlandsbraut 12- Sími 688944 Norrænir háskólarektorar; Otti við að norræn- ir háskólar séu að dragast aftur úr Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíðsdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. Á ÞRIGGJA ára fresti halda norrænir háskólarektorar og aðrir skólastjórar á háskólastigi fund. í síðustu viku var fundurinn haldinn í Kaupmannahöfn, undir forsæti Ove Natlians, rektors Hafnarhá- skóla. í opnunarræðu sinni undirstrikaði Bertel Haarder, kennslu- málaráðherra Dana, að Norðurlöndin væru ekki sjálfum sér nóg. Rannsóknir í einstökum löndum ættu að tengjast alþjóðlega og stjórn- málamenn gætu reyndar mikið lært af vísindamönnum um alþjóð- legt samstarf. Haarder sagðist vilja halda því til streitu innan EB að samstarfið þar yrði einnig opið löndum Fríverslunarbandalags Evrópu (EFTA). Fyrir íslands hönd sat fundinn nýkjörinn rektor Háskóla íslands, Sveinbjörn Björnsson. Hann tekur að vísu ekki við starfi fyrr en í sept- ember, en þar sem fundurinn verður næst haldinn á íslandi þótti rétt að hann sæti fundinn nú. Þijú mál voru rædd. í fyrsta lagi mat á grunnmenntun á háskólastigi. Þar er átt við kennslu fram að fyrsta háskólaprófí. Við HÍ hefur verið tekið upp mat nemenda á kennurum og námskeiðum. Annars staðar er fleira gert. Prófdómarar eru til dæmis ekki aðeins látnir fylgjast með prófum, heldur einnig kennslu fyrir þessi próf. Einnig eru kallaðir til óháðir aðilar frá öðrum skólum, ef þeir eru fyrir hendi, eða frá öðr- um löndum, ef á þarf að halda, til að meta kennsluna. Annað mál á dagskrá var rann- sóknarnám. í Bandaríkjunum og Bretlandi er haldið uppi skipulögðu námi og þjálfun, fyrir þá sem hyggja á rannsóknar- og fræði- störf. Norðuriandaþjóðirnir horfa nú mjög í þessa átt. Danir hafa til dæmis tekið upp doktorspróf, sem stúdentar eru skráðir í. Samstarf skóla Það eru uppi raddir á Norðurl- öndum um að þau séu að dragast aftur úr miðað við Bandaríkin og Bretland, og þetta er eitt af því sem gert er til að bæta úr. Norðurlöndin eru byijuð með samstarf, þannig að skólar með tiltekin sérsvið bjóða staögreitt á aöeins kr. án gaskúts Olíufélagið hf. hefur nú til afgreiöslu ESSO bensínstöðvum um allt land, fullkomiö gasgrill á einstaklega hagstæöu veröi. Eiginleikarnir eru þessir: Afkastamikill 30.000 BTU (8,8 kW) tvöfaldur H-laga brennari sem tryggir jafna dreifingu á eldunarflötinn. 1809 cm2 eldunarflötur. 1040 cm2 færanleg efri grillrist. Fellanleg tréhilla aö framan. Tvær hliðarhillur úr tré. Botnhilla úr tré. Glerrúða í loki og hitamælir. Örugg festing fyrir gaskút. Leiðbeiningar um samsetningu á íslensku. Notkunarleiðbeiningar á íslensku. nemendum annarra skóla til sín. í Osló er verið að setja upp miðstöð fyrir þetta samstarf og þaðan verða veittar upplýsingar um nám og námskeið á Norðurlöndum. Nor- rænt fé er þá notað til að styrkja nemendur til að fara milli skóla. Víða er það skylduliður í námi að stúdentar verði að vera 1-2 ár við annan skóla en þann sem þeir stunda námið _vi_ð. Þetta á einnig við á íslandi. Á íslandi hefur verið algengt að stúdentar fari í fram- haldsnám erlendis. Sveinbjörn Björnsson sagðist hins vegar vonast til að með þessu móti yrði hægt að koma á fót framhaldsnámi í fleiri greinum og þess, sem á vantaði heima fyrir, væri þá hægt að afla sér erlendis. Rektor sagði áberandi að á Norðurlöndum væri almennur ótti meðal háskólamanna um að löndin væru að dragast aftur úr og það væri umhugsunai-vert fyrir ís- lendinga, þar sem þetta atriði væri lítið rætt. Þriðja málið var alþjóðleg sam- vinna háskóla. Einnig þar voru stúdentaskipti rædd og Eystrasalts- löndin voru sérstaklega nefnd til. Einnig var rætt um hjálp til landa, sem á því þurfa að haida, nokkurs konar Marshall-hjálp í menntun, meðal annars til að koma í veg fyrir fólksflótta. Það voru ekki síst Finnar, sem bentu á þennan mögu- leika, því þeir óttast mjög að fjöldi rússneskra flóttamanna geti dunið yfir Norðurlöndin og þá fyrst og fremst Finnland, ef ástandið í Sov- étríkjunum versnar. Næsti fundur á íslandi Næsti fundur verður haldinn á Islandi um miðjan júní 1994 í boði Háskóla íslands. Hvert Norðurland- anna hefur samstarfsskrifstofur skóla á háskólastigi, en á íslandi er aðeins starfandi samstarfsnefnd slíkra skóla. Sveinbjörn Björnsson er nú formaður framkvæmdanefnd- ar þessara norrænu skrifstofa. Nefndin sér meðal annars um að undirbúa fundinn á íslandi, sem verður haldinn einmitt þegar íslend- ingar halda upp á hálfrar aldar af- mæli lýðveldisins. Rektor kvað það vera mjög gagnlegt fyrir íslenska skóla á háskólástigi að ná tengslum við aðra skóla, meðal annars með fundi eins og þessum. Skálholtsskóli: Námstefna í kirkjulist NÁMSTEFNA í kirkjulist verður í Skálholtsskóla á föstudag og laugardag, 24. og 25. maí. Dr.. Elisabeth Stengaard, kirkjulist- arfræðinguyr, verður aðalfyrir- lesari. Fjallað verður um trúartúlkun í nútímakirkjulist. Námstefnan er ætluð áhugamönnum um búnað og skreytingu kirkna, listamönnum, arkitektum, prestum o.fl. Skráning fer fram á Biskupsstofu í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.